Bankaleki opinberar reikninga einræðisherra og glæpamanna hjá Credit Suisse

Upplýsingar um 30 þúsund viðskiptavini svissneska bankans Credit Suisse voru opinberaðar í gærkvöldi. Þar koma meðal annars í ljós viðskipti bankans við dæmda fjársvikara, spillta stjórnmálamenn og fólk sem stundaði peningaþvætti.

Spilling Mynd: Bára Huld Beck
Auglýsing

Sviss­neski bank­inn Credit Suisse hefur átt í við­skiptum við ein­ræð­is­herra, fjársvik­ara, eit­ur­lyfja­smygl­ara og annað fólk sem hefur gerst sekt um alvar­lega glæpi. Þetta kemur fram í ítar­legri úttekt The Guar­dian á umfangs­miklum leka á upp­lýs­ingum frá bank­anum sem birt­ist í dag.

Sam­kvæmt úttekt­inni inni­heldur lek­inn upp­lýs­ingar um rúm­lega 18 þús­und banka­reikn­inga sem tengdir eru 30 þús­und við­skipta­vinum bank­ans. The Guar­dian segir upp­lýs­ing­arnar benda til þess að bank­inn hafi ekki sinnt áreið­an­leika­könnun við­skipta­vina sinna með full­nægj­andi hætti, þrátt fyrir yfir­lýs­ingar hans um að slíta á við­skipta­sam­bönd sem inni­halda illa fengið fé.

Lek­inn spannar banka­reikn­inga marga ára­tugi aftur í tím­ann, en þeir elstu voru stofn­aðir á fimmta ára­tug síð­ustu ald­ar. Meiri­hluti þeirra var hins vegar stofn­aður eftir síð­ustu alda­mót og eru sumir þeirra enn opn­ir. Gögn­unum var fyrst lekið til þýska blaðs­ins Südd­eutsche Zeit­ung, en nú hafa 48 fjöl­miðlar um allan heim fengið aðgang að þeim. Þeirra á meðal eru Le Monde, New York Times og The Guar­di­an.

Auglýsing

Bank­inn átti í við­skiptum við fjölda dæmdra glæpa­manna, meðal ann­ars Stefan Seder­holm, sem var dæmdur í lífs­tíð­ar­fang­elsi fyrir man­sal í Fil­ipps­eyj­um. Credit Suisse hélt banka­reikn­ingi Seder­holm opnum í rúm tvö ár eftir að hann var dæmdur árið 2011.

Einnig var þar að finna teng­ingar við fjölda ein­ræð­is­herra og fjöl­skyldu­með­limi þeirra. Til að mynda stofn­uðu synir níger­íska ein­ræð­is­herr­ans Sani Abacha 214 millj­óna Banda­ríkja­dala reikn­ing í bank­an­um. Abacha er tal­inn hafa stolið allt að fimm millj­örðum Banda­ríkja­dala frá þjóð­inni sinni.

Sömu­leiðis var þar að finna reikn­ing sem var stofn­aður af Pavlo Laz­aren­ko, for­sæt­is­ráð­herra Úkra­ínu árin 1997 og 1998. Sam­væmt mati Tran­sparency International tók Laz­arenko 200 millj­ónir Banda­ríkja­dala úr rík­is­sjóði Úkra­ínu.

Í yfir­lýs­ingu sem Credit Suisse gaf út í kjöl­far birt­ingar skjal­anna þvertók bank­inn fyrir ásak­anir um vafa­sama við­skipta­hætti, en sam­kvæmt honum eru upp­lýs­ing­arnar sem fengnar eru úr lek­anum teknar úr sam­hengi. Bank­inn sagði enn frekar að ásak­an­irnar séu að mestu leyti vegna gam­alla mála og í sumum til­vikum frá tíma þar sem „lög, við­skipta­hættir og vænt­ingar til fjár­mála­stofn­ana voru öðru­vísi en þær eru nún­a.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Hygge
Kjarninn 9. ágúst 2022
Rúmlega þriðjungur heimila á ekkert eftir í veskinu í lok mánaðar
Næstum átta af hverjum tíu í lægstra tekjuhópnum nær ekki að leggja neitt fyrir, gengur á sparnað eða safnar skuldum í yfirstandandi dýrtíð. Hjá efsta tekjuhópnum geta næstum níu af hverjum tíu enn lagt fyrir, sumir umtalsvert.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Verðfall á mörkuðum erlendis er lykilbreyta í þróun eignarsafns íslenskra lífeyrissjóða. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Eignir lífeyrissjóðanna lækkuðu um 361 milljarða á fyrri hluta ársins
Fallandi hlutabréfaverð, jafn innanlands sem erlendis, og styrking krónunnar eru lykilþættir í því að eignir íslensku lífeyrissjóðanna hafa lækkað umtalsvert það sem af er ári. Eignirnar hafa vaxið mikið á síðustu árum. Í fyrra jukust þær um 36 prósent.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Uppþornað stöðuvatn í norðurhluta Ungverjalands.
Enn ein hitabylgjan og skuggalegur vatnsskortur vofir yfir
Það er ekki aðeins brennandi heitt heldur einnig gríðarlega þurrt með tilheyrandi hættu á gróðureldum víða í Evrópu. En það er þó vatnsskorturinn sem veldur mestum áhyggjum.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Þrjár af hverjum fjórum krónum umfram skuldir bundnar í steypu
Lektor í fjármálum segir ekki ólíklegt að húsnæðisverð muni lækka hérlendis. Það hafi gerst eftir bankahrunið samhliða mikilli verðbólgu. Alls hefur hækkun á fasteignaverði aukið eigið fé heimila landsins um 3.450 milljarða króna frá 2010.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fylgistap ríkisstjórnarflokkanna minna en nær allra annarra stjórna eftir bankahrun
Einungis ein ríkisstjórn sem setið hefur frá 2009 hefur mælst með meira fylgi tíu mánuðum eftir að hún tók við völdum en hún fékk í kosningunum sem færði henni þau völd. Sú ríkisstjórn beið afhroð í kosningum rúmum þremur árum síðar.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiErlent