GRECO gerir átján tillögur að úrbótum vegna spillingar til íslenskra stjórnvalda

GRECO, samtök ríkja gegn spillingu, hafa skilað stjórnvöldum skýrslu um varnir gegn spillingu hjá æðstu handhöfum framkvæmdavalds og löggæslu.

Spilling Mynd: Gagnsæi, samtök um spillingu
Auglýsing

GRECO, sam­tök ríkja gegn spill­ingu, hafa skilað stjórn­völdum skýrslu um varnir gegn spill­ingu hjá æðstu hand­höfum fram­kvæmda­valds og lög­gæslu. Í skýrsl­unni er meðal ann­ars mælst til þess að settar verði reglur um sam­skipti æðstu hand­hafa fram­kvæmda­valds við hags­muna­að­ila og aðra aðila sem leit­ast eftir því að hafa áhrif á und­ir­bún­ing lög­gjafar og önnur störf stjórn­valda. Einnig að hags­muna­skrán­inga­kerfi æðstu hand­hafa fram­kvæmda­valds verði bætt, sér í lagi með því að taka til­lit til verð­mætis eigna þeirra, fjár­hæðar fram­laga til þeirra og skuld­bind­inga. Þá verði athugað hvort efni séu til að víkka skrán­ing­ar­skyld­una og láta hana ná yfir maka og börn á for­ræði við­kom­andi, með til­liti til þess að slíkar upp­lýs­ingar þyrfti ekki endi­lega að birta opin­ber­lega. GRECO vill einnig að settar verði reglur um störf æðstu hand­hafa fram­kvæmd­ar­valds eftir að störfum fyrir hið opin­bera lýk­ur.Átján ábend­ingar til úrbóta kom fram í skýrsl­unni, þar af níu varð­andi æðstu hand­hafa fram­kvæmda­valds og níu á sviði lög­gæslu. Stjórn­völdum er veittur frestur til 30. sept­em­ber 2019 til að bregð­ast við ábend­ing­un­um.Í til­kynn­ingu frá stjórn­ar­ráð­inu kemur fram að skýrslan verði birt í heild sinni á fimmtu­dag á ensku en einnig verður unnin íslensk þýð­ing.

Auglýsing


Ábend­ingar GRECO til úrbóta hvað æðstu hand­hafa fram­kvæmd­ar­valds varðar eru eft­ir­far­andi:

 1. Unnin verði stefna til að bæta heil­indi og varnir gegn hags­muna­á­rekstrum hjá æðstu hand­höfum fram­kvæmd­ar­valds, þar á meðal með virkri ráð­gjöf, vöktun og eft­ir­fylgni.

 2. Siða­reglur fyrir æðstu hand­hafa fram­kvæmd­ar­valds verði sam­ræmd­ar, unnið verði leið­bein­ing­ar­efni með skýr­ingum og raun­hæfum dæmum og hægt verði að leita ráð­gjafar um þær í trún­aði. Þá verði til staðar eft­ir­lits­að­ili með fram­kvæmd siða­regln­anna og við­ur­laga­kerfi komið á fót.

 3. Komið verði á fót skil­virkum ferlum til að efla vit­und æðstu hand­hafa fram­kvæmd­ar­valds um opin­ber heil­indi, þar á meðal með reglu­legri fræðslu.

 4. Settar verði reglur um sam­skipti æðstu hand­hafa fram­kvæmd­ar­valds við hags­muna­að­ila og aðra aðila sem leit­ast eftir því að hafa áhrif á und­ir­bún­ing lög­gjafar og önnur störf stjórn­valda.

 5. Reglur um auka­störf æðstu hand­hafa fram­kvæmd­ar­valds verði end­ur­skoð­aðar og gerð skýr­ari grein fyrir því hvaða störf eru heimil og hver ekki.

 6. Settar verði skýr­ari reglur um gjafir og önnur fríð­indi fyrir æðstu hand­hafa fram­kvæmd­ar­valds, þar sem gert yrði ráð fyrir skýrum far­vegi fyrir til­kynn­ing­ar, birt­ingu upp­lýs­inga og við­eig­andi ráð­gjöf til að tryggja að tekið sé á öllum teg­undum fríð­inda með við­un­andi hætti.

 7. Settar verði reglur um störf æðstu hand­hafa fram­kvæmd­ar­valds eftir að störfum fyrir hið opin­bera lýk­ur.

 8. Hags­muna­skrán­ing­ar­kerfi æðstu hand­hafa fram­kvæmd­ar­valds verði bætt, sér í lagi með því að taka til­lit til verð­mætis eigna þeirra, fjár­hæðar fram­laga til þeirra og skuld­bind­inga. Þá verði athugað hvort efni séu til að víkka skrán­ing­ar­skyld­una og láta hana ná yfir maka og börn á for­ræði við­kom­andi, með til­liti til þess að slíkar upp­lýs­ingar þyrfti ekki endi­lega að birta opin­ber­lega.

 9. Trú­verð­ug­leiki hags­muna­skrán­ing­ar­kerfis fyrir æðstu hand­hafa fram­kvæmd­ar­valds verði auk­inn, með því að leit­ast við að tryggja að farið verði eftir reglum með eft­ir­liti, við­eig­andi ráð­gjöf og fræðslu og með því að setja á fót við­ur­laga­kerfi þegar skrán­ing er ófull­nægj­andi.
Ábend­ingar GRECO til úrbóta á sviði lög­gæslu eru eft­ir­far­andi:

 1. Tryggja verði lög­reglu full­nægj­andi aðbúnað svo hún geti sinnt störfum sínum með skil­virkum hætti, sér í lagi til að fram­fylgja stefnu­mótun á sviði heil­inda.

 2. Siða­reglur lög­reglu og Land­helg­is­gæsl­unnar verði upp­færðar með til­liti til hags­muna­á­rekstra og þátt­töku í stjórn­mála­starf­semi, þeim fylgi leið­bein­ingar með skýr­ingum og raun­hæfum dæmum um öll svið spill­ingar og hægt verði að leita ráð­gjafar um þær í trún­aði. Þá verði til staðar eft­ir­lits­að­ili með fram­kvæmd siða­regln­anna og við­ur­laga­kerfi komið á fót.

 3. Unnið verði fræðslu­efni til að efla vit­und um heil­indi og siða­reglur meðal starfs­manna lög­reglu og Land­helg­is­gæslu (þar sem fjallað verði um hags­muna­á­rekstra og varnir gegn spill­ing­u). Tekið verði til­lit til eðlis starf­anna, fjöl­breytni þeirra og veik­leika.

 4. Hlut­verk hæfn­is­nefndar við skipun í störf lög­reglu­manna verði eflt og komið verði á fót heil­inda­mati í tengslum við stöðu­veit­ingar innan lög­regl­unn­ar. Þá verði það gert að meg­in­reglu að lausar stöður innan lög­regl­unnar verði aug­lýstar og skipað í þær á grund­velli gagn­sæs fer­ils.

 5. Skýr, sann­gjörn og gegnsæ við­mið liggi fyrir við ákvörðun um að end­ur­nýja ekki skip­un lög­reglu­manna og starfs­manna Land­helg­is­gæslu og að skýrt ferli sé til staðar til að kæra slíka ákvörð­un.

 6. Komið verði á fót öfl­ugu reglu­verki um gjafir til lög­reglu­manna og starfs­manna Lands­helg­is­gæsl­unnar og önnur fríð­indi.

 7. Athugun verði gerð á auka­störfum lög­reglu­manna og starfs­manna Land­helg­is­gæslu og störfum sem þeir taka að sér eftir að þeir ljúka störfum hjá hinu opin­bera. Í ljósi nið­ur­staðn­anna verði komið á fót strang­ara reglu­verki sem dragi úr líkum á hags­muna­á­rekstr­um.

 8. Komið verði á fót mið­lægri ein­ingu eða ákveðnum aðila innan stofna­na­upp­bygg­ingu lög­regl­unnar sem verði falið það hlut­verk að ann­ast innra eft­ir­lit og rann­sókn­ir, undir ábyrgð rík­is­lög­reglu­stjóra, en emb­ætti rík­is­lög­reglu­stjóra á í fram­kvæmd að hafa skýrt leið­toga­hlut­verk þegar kemur að innri stefnu­málum lög­regl­unn­ar, þar á meðal í tengslum við heil­indi, áhættu­stjórnun og eft­ir­lit með lög­regl­unni. Þá þarf jafn­framt að end­ur­skoða valda­upp­bygg­ingu innan lög­regl­unnar til að tryggja skil­virka inn­leið­ingu stefnu­mót­unar án afskipta ráðu­neytis eða stjórn­mála.

 9. Settar verði skýrar reglur um vernd upp­ljóstr­ara hjá lög­reglu og Land­helg­is­gæslu til við­bótar til­kynn­ing­ar­skyldu sem er til staðar sam­kvæmt siða­reglu.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Brim hagnaðist um 4,7 milljarða í fyrra
Forstjóri Brims segir rekstrarafkomuna hafa verið viðunandi í fyrra.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Verðmiðinn á Gamma lækkar enn
Frá því að tilkynnt var um kaup Kviku á Gamma hefur verðmiðinn lækkað og lækkað. Nú er útlit fyrir að endanlegt kaupverð verði mun lægra en upphaflega var tilkynnt um.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Fimm einstaklingar í sóttkví á Ísafirði og einn í einangrun
Fimm einstaklingar eru í sóttkví og einn í einangrun vegna mögulegrar Covid-19 sýkingar. Allir einstaklingarnir eru staðsettir á Ísafirði.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Vaxandi líkur eru því taldar á að veiran eigi eftir að greinast hér á landi en allra ráða er beitt til að hefta komu hennar.
Vaxandi líkur á að veiran greinist á Íslandi
Daglega bætast við lönd sem tilkynna um tilfelli kórónuveirunnar, COVID-19, þar á meðal nokkur grannríki Íslands. Öllum tiltækum ráðum er beitt til að hefta komu hennar hingað til lands.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Freyja Haraldsdóttir
„Fatlað fólk á ekki bara að vera á hliðarlínunni“
Freyja Haraldsdóttir segir að aðkoma fatlaðs fólks þurfi að vera alls staðar og alltaf þegar kemur að umhverfismálum. Stjórnvöld, samtök um umhverfismál og allir viðbragðsaðilar, þurfi þess vegna að ráða fatlað fólk til starfa.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Kjarasamningar þorra aðildarfélaga BSRB hafa verið lausir frá 1. apríl í fyrra.
Formaður BSRB: Ekkert þokast nær ásættanlegri niðurstöðu
„Það eru mikil vonbrigði að við höfum ekki náð að þokast nær ásættanlegri niðurstöðu. Það er stutt í að verkfallsaðgerðir hefjist og mörg stór mál sem bíða úrlausnar,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Maður með andlitsgrímu á hóteli í Austurríki þar sem kona sem smituð er af kórónuveirunni dvelur.
Dæmi um að fólk smitist aftur af veirunni
Nú, þegar nýja kórónuveiran hefur breiðst út til tæplega fimmtíu landa, er enn margt á huldu um hvernig hún hegðar sér. Um 14% þeirra sem sýktust, náðu heilsu og voru útskrifaðir af sjúkrahúsum í Kína hafa sýkst aftur.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður VG.
Útilokar ekki vorkosningar á næsta ári
Forsætisráðherra segist ekki útiloka þann möguleika að kosið verði til Alþingis að vori 2021 í staðinn fyrir í lok október en þá lýkur yfirstandandi kjörtímabili.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent