GRECO gerir átján tillögur að úrbótum vegna spillingar til íslenskra stjórnvalda

GRECO, samtök ríkja gegn spillingu, hafa skilað stjórnvöldum skýrslu um varnir gegn spillingu hjá æðstu handhöfum framkvæmdavalds og löggæslu.

Spilling Mynd: Gagnsæi, samtök um spillingu
Auglýsing

GRECO, sam­tök ríkja gegn spill­ingu, hafa skilað stjórn­völdum skýrslu um varnir gegn spill­ingu hjá æðstu hand­höfum fram­kvæmda­valds og lög­gæslu. Í skýrsl­unni er meðal ann­ars mælst til þess að settar verði reglur um sam­skipti æðstu hand­hafa fram­kvæmda­valds við hags­muna­að­ila og aðra aðila sem leit­ast eftir því að hafa áhrif á und­ir­bún­ing lög­gjafar og önnur störf stjórn­valda. Einnig að hags­muna­skrán­inga­kerfi æðstu hand­hafa fram­kvæmda­valds verði bætt, sér í lagi með því að taka til­lit til verð­mætis eigna þeirra, fjár­hæðar fram­laga til þeirra og skuld­bind­inga. Þá verði athugað hvort efni séu til að víkka skrán­ing­ar­skyld­una og láta hana ná yfir maka og börn á for­ræði við­kom­andi, með til­liti til þess að slíkar upp­lýs­ingar þyrfti ekki endi­lega að birta opin­ber­lega. GRECO vill einnig að settar verði reglur um störf æðstu hand­hafa fram­kvæmd­ar­valds eftir að störfum fyrir hið opin­bera lýk­ur.Átján ábend­ingar til úrbóta kom fram í skýrsl­unni, þar af níu varð­andi æðstu hand­hafa fram­kvæmda­valds og níu á sviði lög­gæslu. Stjórn­völdum er veittur frestur til 30. sept­em­ber 2019 til að bregð­ast við ábend­ing­un­um.Í til­kynn­ingu frá stjórn­ar­ráð­inu kemur fram að skýrslan verði birt í heild sinni á fimmtu­dag á ensku en einnig verður unnin íslensk þýð­ing.

Auglýsing


Ábend­ingar GRECO til úrbóta hvað æðstu hand­hafa fram­kvæmd­ar­valds varðar eru eft­ir­far­andi:

 1. Unnin verði stefna til að bæta heil­indi og varnir gegn hags­muna­á­rekstrum hjá æðstu hand­höfum fram­kvæmd­ar­valds, þar á meðal með virkri ráð­gjöf, vöktun og eft­ir­fylgni.

 2. Siða­reglur fyrir æðstu hand­hafa fram­kvæmd­ar­valds verði sam­ræmd­ar, unnið verði leið­bein­ing­ar­efni með skýr­ingum og raun­hæfum dæmum og hægt verði að leita ráð­gjafar um þær í trún­aði. Þá verði til staðar eft­ir­lits­að­ili með fram­kvæmd siða­regln­anna og við­ur­laga­kerfi komið á fót.

 3. Komið verði á fót skil­virkum ferlum til að efla vit­und æðstu hand­hafa fram­kvæmd­ar­valds um opin­ber heil­indi, þar á meðal með reglu­legri fræðslu.

 4. Settar verði reglur um sam­skipti æðstu hand­hafa fram­kvæmd­ar­valds við hags­muna­að­ila og aðra aðila sem leit­ast eftir því að hafa áhrif á und­ir­bún­ing lög­gjafar og önnur störf stjórn­valda.

 5. Reglur um auka­störf æðstu hand­hafa fram­kvæmd­ar­valds verði end­ur­skoð­aðar og gerð skýr­ari grein fyrir því hvaða störf eru heimil og hver ekki.

 6. Settar verði skýr­ari reglur um gjafir og önnur fríð­indi fyrir æðstu hand­hafa fram­kvæmd­ar­valds, þar sem gert yrði ráð fyrir skýrum far­vegi fyrir til­kynn­ing­ar, birt­ingu upp­lýs­inga og við­eig­andi ráð­gjöf til að tryggja að tekið sé á öllum teg­undum fríð­inda með við­un­andi hætti.

 7. Settar verði reglur um störf æðstu hand­hafa fram­kvæmd­ar­valds eftir að störfum fyrir hið opin­bera lýk­ur.

 8. Hags­muna­skrán­ing­ar­kerfi æðstu hand­hafa fram­kvæmd­ar­valds verði bætt, sér í lagi með því að taka til­lit til verð­mætis eigna þeirra, fjár­hæðar fram­laga til þeirra og skuld­bind­inga. Þá verði athugað hvort efni séu til að víkka skrán­ing­ar­skyld­una og láta hana ná yfir maka og börn á for­ræði við­kom­andi, með til­liti til þess að slíkar upp­lýs­ingar þyrfti ekki endi­lega að birta opin­ber­lega.

 9. Trú­verð­ug­leiki hags­muna­skrán­ing­ar­kerfis fyrir æðstu hand­hafa fram­kvæmd­ar­valds verði auk­inn, með því að leit­ast við að tryggja að farið verði eftir reglum með eft­ir­liti, við­eig­andi ráð­gjöf og fræðslu og með því að setja á fót við­ur­laga­kerfi þegar skrán­ing er ófull­nægj­andi.
Ábend­ingar GRECO til úrbóta á sviði lög­gæslu eru eft­ir­far­andi:

 1. Tryggja verði lög­reglu full­nægj­andi aðbúnað svo hún geti sinnt störfum sínum með skil­virkum hætti, sér í lagi til að fram­fylgja stefnu­mótun á sviði heil­inda.

 2. Siða­reglur lög­reglu og Land­helg­is­gæsl­unnar verði upp­færðar með til­liti til hags­muna­á­rekstra og þátt­töku í stjórn­mála­starf­semi, þeim fylgi leið­bein­ingar með skýr­ingum og raun­hæfum dæmum um öll svið spill­ingar og hægt verði að leita ráð­gjafar um þær í trún­aði. Þá verði til staðar eft­ir­lits­að­ili með fram­kvæmd siða­regln­anna og við­ur­laga­kerfi komið á fót.

 3. Unnið verði fræðslu­efni til að efla vit­und um heil­indi og siða­reglur meðal starfs­manna lög­reglu og Land­helg­is­gæslu (þar sem fjallað verði um hags­muna­á­rekstra og varnir gegn spill­ing­u). Tekið verði til­lit til eðlis starf­anna, fjöl­breytni þeirra og veik­leika.

 4. Hlut­verk hæfn­is­nefndar við skipun í störf lög­reglu­manna verði eflt og komið verði á fót heil­inda­mati í tengslum við stöðu­veit­ingar innan lög­regl­unn­ar. Þá verði það gert að meg­in­reglu að lausar stöður innan lög­regl­unnar verði aug­lýstar og skipað í þær á grund­velli gagn­sæs fer­ils.

 5. Skýr, sann­gjörn og gegnsæ við­mið liggi fyrir við ákvörðun um að end­ur­nýja ekki skip­un lög­reglu­manna og starfs­manna Land­helg­is­gæslu og að skýrt ferli sé til staðar til að kæra slíka ákvörð­un.

 6. Komið verði á fót öfl­ugu reglu­verki um gjafir til lög­reglu­manna og starfs­manna Lands­helg­is­gæsl­unnar og önnur fríð­indi.

 7. Athugun verði gerð á auka­störfum lög­reglu­manna og starfs­manna Land­helg­is­gæslu og störfum sem þeir taka að sér eftir að þeir ljúka störfum hjá hinu opin­bera. Í ljósi nið­ur­staðn­anna verði komið á fót strang­ara reglu­verki sem dragi úr líkum á hags­muna­á­rekstr­um.

 8. Komið verði á fót mið­lægri ein­ingu eða ákveðnum aðila innan stofna­na­upp­bygg­ingu lög­regl­unnar sem verði falið það hlut­verk að ann­ast innra eft­ir­lit og rann­sókn­ir, undir ábyrgð rík­is­lög­reglu­stjóra, en emb­ætti rík­is­lög­reglu­stjóra á í fram­kvæmd að hafa skýrt leið­toga­hlut­verk þegar kemur að innri stefnu­málum lög­regl­unn­ar, þar á meðal í tengslum við heil­indi, áhættu­stjórnun og eft­ir­lit með lög­regl­unni. Þá þarf jafn­framt að end­ur­skoða valda­upp­bygg­ingu innan lög­regl­unnar til að tryggja skil­virka inn­leið­ingu stefnu­mót­unar án afskipta ráðu­neytis eða stjórn­mála.

 9. Settar verði skýrar reglur um vernd upp­ljóstr­ara hjá lög­reglu og Land­helg­is­gæslu til við­bótar til­kynn­ing­ar­skyldu sem er til staðar sam­kvæmt siða­reglu.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Hygge
Kjarninn 9. ágúst 2022
Rúmlega þriðjungur heimila á ekkert eftir í veskinu í lok mánaðar
Næstum átta af hverjum tíu í lægstra tekjuhópnum nær ekki að leggja neitt fyrir, gengur á sparnað eða safnar skuldum í yfirstandandi dýrtíð. Hjá efsta tekjuhópnum geta næstum níu af hverjum tíu enn lagt fyrir, sumir umtalsvert.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Verðfall á mörkuðum erlendis er lykilbreyta í þróun eignarsafns íslenskra lífeyrissjóða. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Eignir lífeyrissjóðanna lækkuðu um 361 milljarða á fyrri hluta ársins
Fallandi hlutabréfaverð, jafn innanlands sem erlendis, og styrking krónunnar eru lykilþættir í því að eignir íslensku lífeyrissjóðanna hafa lækkað umtalsvert það sem af er ári. Eignirnar hafa vaxið mikið á síðustu árum. Í fyrra jukust þær um 36 prósent.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Uppþornað stöðuvatn í norðurhluta Ungverjalands.
Enn ein hitabylgjan og skuggalegur vatnsskortur vofir yfir
Það er ekki aðeins brennandi heitt heldur einnig gríðarlega þurrt með tilheyrandi hættu á gróðureldum víða í Evrópu. En það er þó vatnsskorturinn sem veldur mestum áhyggjum.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Þrjár af hverjum fjórum krónum umfram skuldir bundnar í steypu
Lektor í fjármálum segir ekki ólíklegt að húsnæðisverð muni lækka hérlendis. Það hafi gerst eftir bankahrunið samhliða mikilli verðbólgu. Alls hefur hækkun á fasteignaverði aukið eigið fé heimila landsins um 3.450 milljarða króna frá 2010.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fylgistap ríkisstjórnarflokkanna minna en nær allra annarra stjórna eftir bankahrun
Einungis ein ríkisstjórn sem setið hefur frá 2009 hefur mælst með meira fylgi tíu mánuðum eftir að hún tók við völdum en hún fékk í kosningunum sem færði henni þau völd. Sú ríkisstjórn beið afhroð í kosningum rúmum þremur árum síðar.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent