Upplýsingaflæði til eldri innflytjenda ábótavant

Á fundi öldungaráðs Reykjavíkurborgar í dag kom fram að upplýsingaflæði til eldri innflytjenda sé ábótavant.

Fólk samankomið. By Rakel Tómasdóttir
Auglýsing

Þær fáu rann­sóknir sem gerðar hafa verið á stöðu eldri inn­flytj­enda á Íslandi benda til þess að tungu­mála­örð­ug­leikar og skert upp­lýs­inga­flæði til eldri inn­flytj­enda geri þeim erfitt fyrir að sækja sér þá þjón­ustu sem þeir eiga rétt á. Hlut­falls­lega færri eldri inn­flytj­endur nýta sér þá þjón­ustu sem er í boði hjá félags­þjón­ustu sveit­ar­fé­lag­anna heldur en aðrir eldri íbú­ar.

Þetta kom fram á opnum fundi öld­unga­ráðs Reykja­vík­ur­borgar í morgun en þar voru mál­efni eldri inn­flytj­enda rædd.

Reykja­vík­ur­borg er það sveit­ar­fé­lag sem tekur við flestum inn­flytj­endum á Íslandi. Inn­flytj­endum á Íslandi hefur farið fjölg­andi og hefur fjöldi þeirra tvö­fald­ast frá 2006. Í upp­hafi árs 2017 voru inn­flytj­endur á Íslandi 35.997 eða 10,6 pró­sent. Flestir inn­flytj­endur eru frá Pól­landi eða 13.771 manns. Af þeim tæp­lega 36 þús­und inn­flytj­endum voru 1224 eldri en 67 ára árið 2017 eða 3,4 pró­sent. Inn­flytj­endur eldri en 60 ára eru ríf­lega 7 pró­sent af heild­ar­fjölda inn­flytj­enda.

Auglýsing

Sam­kvæmt mann­fjölda­spá Hag­stof­unnar verða Íslend­ingar 452 þús­und árið 2066. Jafn­framt verða yfir 20 pró­sent lands­manna eldri en 65 ára árið 2039 og yfir 25 pró­sent árið 2057.

Heimild: Hagstofan, 2018

Stefna á að opna upp­lýs­inga­mið­stöð fyrir inn­flytj­endur

Til að eiga rétt á elli­líf­eyri þarf ein­stak­lingur að hafa búið hér á landi í minnsta kosti 3 ár á aldr­inum 16 til 67 ára og til að eiga rétt á fullum elli­líf­eyri þarf ein­stak­lingur að hafa búið á Íslandi í sam­tals 40 ár. Elli­líf­eyrir er reikn­aður út hlut­falls­lega eftir ára­fjölda búsetu og því myndi ein­stak­lingur sem hefur búið hér í 30 ár á þessum tíma fá 75 pró­sent af fullum elli­líf­eyri. Tölur sýna að flestir inn­flytj­endur flytj­ast til lands­ins til að vinna og eru þá yngri en 67 ára.

Margir flytja svo aftur til heima­lands­ins þegar þeir hafa náð 67 ára aldri, m.a. vegna þess að þeir hafa lítil rétt­indi hér á landi. Þór­unn Svein­björns­dótt­ir, for­maður lands­sam­bands eldri borg­ara og full­trúi öld­unga­ráðs Reykja­vík­ur­borg­ar, velti því fyrir sér á fund­inum hvort búsetu­reglur til elli­líf­eyris séu úreltar í löndum eins og Íslandi þar sem vinnu­afl hefur vant­að.

Þórunn Sveinbjörnsdóttir á fundinum í dag. Mynd: Elfa Ellertsdóttir

Í stefnu Reykja­vík­ur­borgar í málum inn­flytj­enda, flótta­fólks og hæl­is­leit­anda kemur fram að sveit­ar­fé­lagið ætli sér að opna upp­lýs­inga­mið­stöð fyrir inn­flytj­endur á höf­uð­borg­ar­svæð­inu á árinu 2018. Mið­stöðin mun bjóða upp á sér­tæka ráð­gjöf sem gengur þvert á verka­skipt­ingu ríkis og ein­stakra sveit­ar­fé­laga um borg­ara­rétt­indi og rík­is­stofn­ana. Mark­mið mið­stöðv­ar­innar verður að auð­velda aðgengi þessa hóps að upp­lýs­ingum og þjón­ustu.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Það að vera kvenkyns lögmaður eykur líkur á að mál falli umbjóðandanum í vil samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn.
Kvenkyns lögmenn líklegri til að vinna mál í héraði
Kvenkyns málflytjendur skila betri árangri fyrir dómstólum og eldri dómarar eru líklegri til að dæma varnaraðila í vil en þeir sem yngri eru, samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn.
Kjarninn 28. júní 2022
Örn Bárður Jónsson
Þungunarrof, samkynhneigð og kynusli
Kjarninn 28. júní 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra, og Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Ætlar ekki að láta Seðlabankann afhenda sér gögn um ráðstöfun opinberra hagsmuna
Seðlabanki Íslands efur ekki viljað leggja mat á hagsmuni almennings af birtingu upplýsinga um þá sem fengu að nýta sér fjárfestingaleið hans né af því að stöðugleikasamnirnir við kröfuhafa verði gerðir opinberir.
Kjarninn 28. júní 2022
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Kristrún íhugar formannsframboð
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segist „íhuga alvarlega“ að bjóða sig fram til formanns á landsfundi flokksins í október. Logi Einarsson tilkynnti um miðjan júní að hann muni ekki bjóða sig fram að nýju.
Kjarninn 28. júní 2022
„Bleika húsið“, heilsugæsla sem þjónustar konur í Mississippi er eina heilsugæslan í ríkinu sem veitir þungunarrofsþjónustu. Henni verður að öllum líkindum lokað innan nokkurra daga.
Síðustu dagar „bleika hússins“ í Mississippi
Eigandi einu heilsugæslunnar í Mississippi sem veitir þungunarrofsþjónustu ætlar að halda ótrauð áfram, í öðru ríki ef þarf, eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna felldi rétt til þungunarrofs úr gildi.
Kjarninn 27. júní 2022
Á Fossvogsbletti 2 stendur einbýlishús og geymsluhúsnæði.
Borgin steig inn í 140 milljóna fasteignakaup í Fossvogsdal
Borgarráð Reykjavíkurborgar samþykkti á dögunum að nýta forkaupsrétt sinn að fasteignum á Fossvogsbletti 2. Fjárfestingafélag ætlaði að kaupa eignina á 140 milljónir og gengur borgin inn í þau viðskipti.
Kjarninn 27. júní 2022
Sífellt fleiri notendur kjósa að nálgast sjónvarpsþjónustu í gegnum aðrar leiðir en með leigu á myndlykli.
Enn dregst leiga á myndlyklum saman en tekjur vegna sjónvarps halda áfram að aukast
Tekjur fjarskiptafyrirtækja vegna sjónvarpsþjónustu hafa rokið upp á síðustu árum. Þær voru 3,8 milljarðar króna á árinu 2017 en 14,9 milljarðar króna í fyrra. Þorri nýrra tekna í fyrra var vegna sjónvarpsþjónustu.
Kjarninn 27. júní 2022
Hagstofan býst við að hagvöxtur verði enn kröftugri en spáð var í lok vetrar
Hagstofan býst við því að hagvöxtur verði 5,1 prósent á árinu og 2,9 prósent á næsta ári, samkvæmt nýrri þjóðhagsspá. Búist er við því að um 1,6 milljónir ferðamanna sæki landið heim í ár, en fyrri spá gerði ráð fyrir 1,4 milljónum ferðamanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent