Innflytjendur orðnir 10,6% Íslendinga

Aldrei hafa verið fleiri innflytjendur á Íslandi, en þeir voru tæplega 36 þúsund manns í ársbyrjun.

Búist er við því að innflytjendur verði fjórðungur þjóðarinnar eftir hálfa öld.
Búist er við því að innflytjendur verði fjórðungur þjóðarinnar eftir hálfa öld.
Auglýsing

Í árs­byrjun 2017 voru tæpir 36 þús­und inn­flytj­endur á Íslandi, eða 10,6% mann­fjöld­ans. Aldrei hafa verið fleiri inn­flytj­endur á Íslandi, en þeim hefur fjölgað um 4.185 síðan í fyrra. Þetta kemur fram í nýbirtum tölum Hag­stofu.

­Fjölgun inn­flytj­enda af annarri kyn­slóð var einnig nokk­ur, en þeir eru 4.473 sam­an­borið við 4.158 í fyrra. Sömu­leiðis fjölg­aði ein­stak­lingum með erlendan bak­grunn öðrum en inn­flytj­endum úr 6,7% í 6,8% mann­fjöld­ans.

Pól­verjar eru sem fyrr lang­fjöl­menn­asti hópur inn­flytj­enda hér á landi, eða 38,3% þeirra. Næst fjöl­menn­astir eru Lit­háar (5,2%) og Fil­ippsey­ingar í þriðja sæti (4,5%).

Árið 2016 fengu 703 ein­stak­lingar íslenskan rík­is­borg­ara­rétt. Það er nokkru færri en árið 2015, en þá var rík­is­borg­ara­réttur gef­inn 801 ein­stak­lingi. Flestir nýju rík­is­borgar­anna voru Pól­verjar (224 manns), en næst flestir frá Fil­ipps­eyjum (55).

Auglýsing
Í lok júní í fyrra birti Hag­stofa mann­fjölda­spá fyrir Íslend­inga, en þeir spáðu því að Íslend­ingar verði orðnir 442 þús­und árið 2065. Sam­kvæmt spánni mun sam­setn­ing íbú­anna breyt­ast tölu­vert á næstu árum, en íbúa­fölgun verður aðal­lega til­komin vegna erlendra inn­flytj­enda. Nettó­út­flutn­ingur verður hins vegar á inn­fæddum Íslend­ingum á næstu árum, þar sem fleiri þeirra kjósa að flytja frá landi en að flytja aftur heim. 

Þessi þróun hefur hald­ist enn sem komið er, en á árinu 2016 fjölg­aði erlendum rík­is­borg­urum um rúm fjögur þús­und á meðan inn­fæddum Íslend­ingum fækk­aði um 146. Í mann­fjölda­spá Hag­stof­unnar var svo búist við því að inn­flytj­endur verði fjórð­ungur þjóð­ar­innar eftir hálfa öld.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Örn Bárður Jónsson
Þungunarrof, samkynhneigð og kynusli
Kjarninn 28. júní 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra, og Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Ætlar ekki að láta Seðlabankann afhenda sér gögn um ráðstöfun opinberra hagsmuna
Seðlabanki Íslands efur ekki viljað leggja mat á hagsmuni almennings af birtingu upplýsinga um þá sem fengu að nýta sér fjárfestingaleið hans né af því að stöðugleikasamnirnir við kröfuhafa verði gerðir opinberir.
Kjarninn 28. júní 2022
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Kristrún íhugar formannsframboð
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segist „íhuga alvarlega“ að bjóða sig fram til formanns á landsfundi flokksins í október. Logi Einarsson tilkynnti um miðjan júní að hann muni ekki bjóða sig fram að nýju.
Kjarninn 28. júní 2022
„Bleika húsið“, heilsugæsla sem þjónustar konur í Mississippi er eina heilsugæslan í ríkinu sem veitir þungunarrofsþjónustu. Henni verður að öllum líkindum lokað innan nokkurra daga.
Síðustu dagar „bleika hússins“ í Mississippi
Eigandi einu heilsugæslunnar í Mississippi sem veitir þungunarrofsþjónustu ætlar að halda ótrauð áfram, í öðru ríki ef þarf, eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna felldi rétt til þungunarrofs úr gildi.
Kjarninn 27. júní 2022
Á Fossvogsbletti 2 stendur einbýlishús og geymsluhúsnæði.
Borgin steig inn í 140 milljóna fasteignakaup í Fossvogsdal
Borgarráð Reykjavíkurborgar samþykkti á dögunum að nýta forkaupsrétt sinn að fasteignum á Fossvogsbletti 2. Fjárfestingafélag ætlaði að kaupa eignina á 140 milljónir og gengur borgin inn í þau viðskipti.
Kjarninn 27. júní 2022
Sífellt fleiri notendur kjósa að nálgast sjónvarpsþjónustu í gegnum aðrar leiðir en með leigu á myndlykli.
Enn dregst leiga á myndlyklum saman en tekjur vegna sjónvarps halda áfram að aukast
Tekjur fjarskiptafyrirtækja vegna sjónvarpsþjónustu hafa rokið upp á síðustu árum. Þær voru 3,8 milljarðar króna á árinu 2017 en 14,9 milljarðar króna í fyrra. Þorri nýrra tekna í fyrra var vegna sjónvarpsþjónustu.
Kjarninn 27. júní 2022
Hagstofan býst við að hagvöxtur verði enn kröftugri en spáð var í lok vetrar
Hagstofan býst við því að hagvöxtur verði 5,1 prósent á árinu og 2,9 prósent á næsta ári, samkvæmt nýrri þjóðhagsspá. Búist er við því að um 1,6 milljónir ferðamanna sæki landið heim í ár, en fyrri spá gerði ráð fyrir 1,4 milljónum ferðamanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er utanríkisráðherra.
Telja að upplýsingar um fjölda sérstakra vegabréfa geti skaðað tengsl við önnur ríki
Utanríkisráðuneytið vill ekki segja hversu mörg sérstök vegabréf það hefur gefið út til útlendinga á grundvelli nýlegrar reglugerðar. Það telur ekki hægt að útiloka neikvæð viðbrögð ótilgreindra erlendra stjórnvalda ef þau frétta af vegabréfaútgáfunni.
Kjarninn 27. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent