Innflytjendur orðnir 10,6% Íslendinga

Aldrei hafa verið fleiri innflytjendur á Íslandi, en þeir voru tæplega 36 þúsund manns í ársbyrjun.

Búist er við því að innflytjendur verði fjórðungur þjóðarinnar eftir hálfa öld.
Búist er við því að innflytjendur verði fjórðungur þjóðarinnar eftir hálfa öld.
Auglýsing

Í árs­byrjun 2017 voru tæpir 36 þús­und inn­flytj­endur á Íslandi, eða 10,6% mann­fjöld­ans. Aldrei hafa verið fleiri inn­flytj­endur á Íslandi, en þeim hefur fjölgað um 4.185 síðan í fyrra. Þetta kemur fram í nýbirtum tölum Hag­stofu.

­Fjölgun inn­flytj­enda af annarri kyn­slóð var einnig nokk­ur, en þeir eru 4.473 sam­an­borið við 4.158 í fyrra. Sömu­leiðis fjölg­aði ein­stak­lingum með erlendan bak­grunn öðrum en inn­flytj­endum úr 6,7% í 6,8% mann­fjöld­ans.

Pól­verjar eru sem fyrr lang­fjöl­menn­asti hópur inn­flytj­enda hér á landi, eða 38,3% þeirra. Næst fjöl­menn­astir eru Lit­háar (5,2%) og Fil­ippsey­ingar í þriðja sæti (4,5%).

Árið 2016 fengu 703 ein­stak­lingar íslenskan rík­is­borg­ara­rétt. Það er nokkru færri en árið 2015, en þá var rík­is­borg­ara­réttur gef­inn 801 ein­stak­lingi. Flestir nýju rík­is­borgar­anna voru Pól­verjar (224 manns), en næst flestir frá Fil­ipps­eyjum (55).

Auglýsing
Í lok júní í fyrra birti Hag­stofa mann­fjölda­spá fyrir Íslend­inga, en þeir spáðu því að Íslend­ingar verði orðnir 442 þús­und árið 2065. Sam­kvæmt spánni mun sam­setn­ing íbú­anna breyt­ast tölu­vert á næstu árum, en íbúa­fölgun verður aðal­lega til­komin vegna erlendra inn­flytj­enda. Nettó­út­flutn­ingur verður hins vegar á inn­fæddum Íslend­ingum á næstu árum, þar sem fleiri þeirra kjósa að flytja frá landi en að flytja aftur heim. 

Þessi þróun hefur hald­ist enn sem komið er, en á árinu 2016 fjölg­aði erlendum rík­is­borg­urum um rúm fjögur þús­und á meðan inn­fæddum Íslend­ingum fækk­aði um 146. Í mann­fjölda­spá Hag­stof­unnar var svo búist við því að inn­flytj­endur verði fjórð­ungur þjóð­ar­innar eftir hálfa öld.

Meira úr sama flokkiInnlent