Spá að Íslendingar verði orðnir 442 þúsund árið 2065

Fólk samankomið. By Rakel Tómasdóttir
Auglýsing

Íslend­ingum mun fjölga um þriðj­ung næstu hálfu öld­ina sam­kvæmt nýrri mann­fjölda­spá sem Hag­stofa Íslands hefur birt. Mið­spá stofn­un­ar­innar gerir ráð fyrir að Íslend­ingar verði orðnir 442 þús­und alls árið 2065, en þeir voru 332 þús­und í byrjun þessa árs. Háspá Hag­stof­unnar segir að íbú­arnir verði orðnir 523 þús­und í lok spá­tíma­bils­ins en lág­spáin gerir ráð fyrir að þeir verði 369 þús­und, og fjölgi þar með ein­ungis um 37 þús­und á tíma­bil­inu.

Í mann­fjölda­spánni er gerð grein fyrir áætl­aðri stærð og sam­setn­ingu mann­fjölda í fram­tíð­inni. Spáin byggir á töl­fræði­lík­önum fyrir búferla­flutn­inga, frjó­semi og dán­ar­tíðni.

Útlend­ingum fjölgar, Íslend­ingar flytja burt

Sam­kvæmt spánni munu fleiri flytja til lands­ins en frá því næstu hálfu öld­ina. Fjölg­unin verður aðal­lega vegna erlendra inn­flytj­enda. Íslend­ingar sem flytja frá land­inu verða hins vegar áfram fleiri en þeir sem kjósa að flytja aftur til Íslands. 

Auglýsing

Öldruðum mun fjölga hratt á Íslandi á næstu ára­tug­um. Ástæðan er fyrst og fremst sú að Íslend­ingar lifa mun lengur en þeir gerðu áður og sú þróun mun halda skarpt áfram. Með­al­ævi Íslend­inga mun lengj­ast þannig að með­al­ævi­lengd karla við fæð­ingu hækkar úr 79,6 árum árið 2016 í 84,3 ár árið 2065, en kvenna úr 83,6 árum árið 2016 í 88,6 ár árið 2065. Hlut­fall þeirra lands­manna sem verða yfir 65 ára fer yfir 20 pró­sent árið 2035 sam­kvæmt spánni og yfir 25 pró­sent árið 2061. Frá árinu 2049 verða þeir sem eru eldri í fyrsta sinn fleiri en þeir sem eru yngri en tví­tugir í sögu lands­ins. Í frétt Hag­stof­unnar seg­ir: „Þótt þjóðin sé að eld­ast og fólks­fjölgun verði fremur hæg þá eru Íslend­ingar nú, og verða enn um sinn, mun yngri en flestar Evr­ópu­þjóð­ir. Árið 2060 verður meira en þriðj­ungur Evr­ópu­búa eldri en 65 ára en ein­ungis um fjórð­ungur Íslend­inga.“

Kynja­hlut­fall þjóð­ar­innar mun einnig breyt­ast umtals­vert. Karlar verða fleiri en konur á hverju ári næstu 50 árin. Í mann­fjölda­spánni segir að fyrir þessu séu nokkrar ástæð­ur. „Fleiri drengir fæð­ast á hverju ári en stúlk­ur, fjölda fæð­inga, mis­mun­andi dán­ar­tíðn­i kynj­anna, ólíkum lífslíkum kynj­anna og ólíkri hegðun kynj­anna hvað varð­ar­ ­bú­ferla­flutn­inga.“ Þá breyti mik­ill inn­flutn­ingur karl­kyns verka­fólks um­fram kven­kyns skyndi­lega kynja­sam­setn­ingu þjóð­ar­inn­ar.

Þessi þróun er öfug við það sem ger­ist í flestum Evr­ópu­ríkj­um, þar sem karlar eru færri enn kon­ur. Sama gildir raunar um önnur lönd þar sem með­al­aldur fer hækk­andi.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
„Umhverfismálin eiga að vera alls staðar“
Katrín Jakobsdóttir segist horfa á boðaða stækkun Vatnajökulsþjóðgarðar sem áfanga í átt að þjóðgarði á borð við hálendisþjóðgarðinn, sem bakkað er með í nýja stjórnarsáttmálanum. Kjarninn ræddi umhverfismál við Katrínu í gær.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Bólusetningarvottorð gildi aðeins í níu mánuði
Stjórn Evrópusambandsins hefur lagt til að bólusetningarvottorð gildi í níu mánuði í stað tólf. Örvunarskammtur framlengi svo gildistímann.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Íslenska heilbrigðiskerfið: Áskoranir og framtíðin
Kjarninn 29. nóvember 2021
Guðlaugur Þór Þórðarson er nýr ráðherra umhverfis-, loftslags- og orkumála. Landvernd segir að það verði erfitt að gæta hagsmuna náttúrunnar og fara með orkumálin á sama tíma.
Landvernd segir „stríðsyfirlýsingu“ að finna í stjórnarsáttmálanum
Stjórn Landverndar gagnrýnir áform ríkisstjórnarinnar um breytta rammaáætlun, sérstök vindorkulög og flutning orkumála inn í umhverfisráðuneytið, í yfirlýsingu í dag.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Róbert Marshall upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar.
Innsláttarvilla í Stjórnartíðindum hafði engin lögformleg áhrif
Guðlaugur Þór Þórðarson verður ekki ráðherra lista og menningarmála auk þess að fara með umhverfismál í nýrri ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Innsláttarvilla á vef Stjórnartíðinda gaf ranglega til kynna að svo yrði, en hún hafði engin lögformleg áhrif.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Á meðal þeirra geira sem þurfa á mörgum starfsmönnum að halda er byggingageirinn.
18 þúsund störf töpuðust í faraldrinum en 16.700 ný hafa orðið til
Seðlabankinn segir óvíst að hve miklu leyti ráðningarsamböndum sem byggjast á ráðningarstyrkjum verði viðhaldið, en þeir renna flestir út nú undir lok árs. Kannanir bendi þó til þess að störfum muni halda áfram að fjölga.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Lilja D. Alfreðsdóttir.
Fjölmiðlar undir atvinnuvegaráðuneyti og þjóðarleikvangar færast til
Miklar tilfærslur eru á málaflokkum milli ráðuneyta í nýrri ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Samkvæmt forsetaúrskurði heyrir fjölmiðlar undir atvinnuvegaráðuneytið og nýtt ráðuneyti fer með málefni þjóðarleikvanga.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins á Kjarvalsstöðum í gær.
„Engin áform“ um að ríkið auki rekstrarframlög með tilkomu Borgarlínu
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segist ekki sjá fyrir sér að ríkið auki framlög sín til rekstrar almenningssamgangna höfuðborgarsvæðisins, eins og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu og Strætó bs. hafa kallað eftir.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None