Ísland neðst Norðurlandanna hvað varðar velferð

15416922713-1ded9deb5a-z.jpg
Auglýsing

Ísland er í tíunda sæti í nýrri vel­ferð­ar­vísi­tölu The Social Progress Imper­ative (SPI) sem horfir til ann­arra þátta en lands­fram­leiðslu til að mæla vel­ferð í þjóð­fé­lög­um. Ísland lækkar um sex sæti milli ára og eru nú neðstir allra Norð­ur­landa. Frá þessu er greint í Frétta­blað­inu í dag. 

Vísi­talan sem um ræðir raðar ríkjum á lista eftir frammi­stöðu þeirra í 53 mis­mun­andi þátt­um. Á meðal þeirra þátta sem litið er til eru gæði mennt­un­ar, heil­brigð­is­þjón­usta, umburð­ar­lyndi og tæki­færi í sam­fé­lög­um. 

Í Frétta­blað­inu er rætt við Mich­ael Green, fram­kvæmda­stjóra sam­tak­ana sem standa að gerð vel­ferð­ar­vísi­töl­unn­ar. Þar kemur fram að tvær ástæður séu aðal­lega fyrir því að Ísland lækki. Önnur lönd séu nú að bæta sig hvað varðar öryggi ein­stak­linga og aðgengi að upp­lýs­ingum umfram það sem Íslend­ingar gera auk þess sem aðferð­ar­fræði hafi verið breytt sem breyti stöðu lands­ins til hins verra. 

AuglýsingFinn­land og Kanada eru í tveimur efstu sæt­unum á list­an­um. Í frétt sam­tak­ana vegna birt­ingu vísi­töl­unnar segir að há lands­fram­leiðsla sé engin trygg­ing fyrir lífs­gæð­um. Banda­ríkin falla til að mynda niður í 19. sæti list­ans í ár og eru að fær­ast nær Kína, Rúss­land og Íran en þeim löndum sem eru í efstu sætum list­ans. Öll Norð­ur­löndin fimm eru á meðal þeirra tólf landa sem fá mjög háa ein­kunn sam­kvæmt vísi­töl­unni. Ísland er, líkt og áður sagði, neðst þeirra í tíunda sæti. Öll Evr­ópu­sam­bands­lönd­in, og þau sem til­heyra EFTA, standa sig vel í sam­an­burði við önnur lönd sem mæl­ingin nær til. Sam­tökin segja að sterk frammi­staða fyrstu bylgju ríkja frá Aust­ur-­Evr­ópu sem gengu í Evr­ópu­sam­bandið sýni að sú aðild hafi haft mjög jákvæð áhrif á lífs­gæði og vel­ferð í þeim lönd­um.SPI segir að lífs­gæði yngra fólks í heim­in­um, þess sem sé undir 25 ára, séu umtals­vert lak­ari en þeirra sem séu í ald­urs­hópnum 55 ára og eldri. Helsta ástæða þess er sú að stór hluti ungs fólks býr í löndum sem eru eftir á á nær öllum mæli­kvörðum sem hægt sé að leggja á lífs­gæði. Sér­stak­leg er nefnt að aðgengi yngsta hóps­ins að vatni og hrein­læti og að æðri menntun sé lak­ari en ann­arra ald­urs­hópa. 

Hægt er að lesa um stöðu Íslands sam­kvæmt vísi­töl­unni hér.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristbjörn Árnason
80 milljarða skattsvik á ári
Leslistinn 6. júlí 2020
Huawei á undir högg að sækja beggja vegna Ermasunds
Kínverski fjarskiptarisinn Huawei hefur mætt andstöðu franskra og breskra yfirvalda í kjölfar viðskiptaþvingana Bandaríkjanna gegn fyrirtækinu.
Kjarninn 6. júlí 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Úthlutar 400 milljónum til einkarekinna fjölmiðla
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur undirritað reglugerð um stuðning við einkarekna fjölmiðla.
Kjarninn 6. júlí 2020
Icelandair flutti rúmlega 18 þúsund farþega í júní
Icelandair flutti rúmlega 18 þúsund farþega í júnímánuði, en flutti 553 þúsund farþega í sama mánuði í fyrra. Mun minni samdráttur hefur orðið í fraktflutningum hjá félaginu.
Kjarninn 6. júlí 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Katrín: Ég vonast til þess að við finnum lausn á þessu máli
Forsætisráðherrann hefur tjáð sig um þá ákvörðun Íslenskrar erfðagreiningar að hætta að skima fyrir COVID-19 sjúkdómnum.
Kjarninn 6. júlí 2020
Veirufræðideildin ekki í stakk búin til að taka við fyrr en í lok ágúst
Karl G. Kristinsson, yfirlæknir á sýkla- og veirufræðideild Landspítala, segist vonast til þess að Kára Stefánssyni snúist hugur varðandi aðkomu Íslenskrar erfðagreinar að landamæraskimunum. Deildin sé ekki tilbúin til að taka verkefnið að sér strax.
Kjarninn 6. júlí 2020
Kári Stefánsson
Íslensk erfðagreining mun hætta öllum samskiptum við sóttvarnalækni og landlækni
„Okkar skoðun er sú að öll framkoma þín og heilbrigðismálaráðherra gagnvart ÍE í þessu máli hafi markast af virðingarleysi fyrir okkur,“ segir í opnu bréfi Kára Stefánssonar til Katrínar Jakobsdóttur.
Kjarninn 6. júlí 2020
Kjarnafæði og Norðlenska renna saman í eitt eftir tveggja ára viðræður
Norðlenska og Kjarnafæði hafa náð samkomulagi um samruna félaganna tveggja. Hátt í 400 manns vinna hjá þessum fyrirtækjum í dag. Samruninn er háður samþykki Samkeppniseftirlitsins og um 500 bænda, sem eiga Norðlenska í sameiningu.
Kjarninn 6. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None