Ísland neðst Norðurlandanna hvað varðar velferð

15416922713-1ded9deb5a-z.jpg
Auglýsing

Ísland er í tíunda sæti í nýrri vel­ferð­ar­vísi­tölu The Social Progress Imper­ative (SPI) sem horfir til ann­arra þátta en lands­fram­leiðslu til að mæla vel­ferð í þjóð­fé­lög­um. Ísland lækkar um sex sæti milli ára og eru nú neðstir allra Norð­ur­landa. Frá þessu er greint í Frétta­blað­inu í dag. 

Vísi­talan sem um ræðir raðar ríkjum á lista eftir frammi­stöðu þeirra í 53 mis­mun­andi þátt­um. Á meðal þeirra þátta sem litið er til eru gæði mennt­un­ar, heil­brigð­is­þjón­usta, umburð­ar­lyndi og tæki­færi í sam­fé­lög­um. 

Í Frétta­blað­inu er rætt við Mich­ael Green, fram­kvæmda­stjóra sam­tak­ana sem standa að gerð vel­ferð­ar­vísi­töl­unn­ar. Þar kemur fram að tvær ástæður séu aðal­lega fyrir því að Ísland lækki. Önnur lönd séu nú að bæta sig hvað varðar öryggi ein­stak­linga og aðgengi að upp­lýs­ingum umfram það sem Íslend­ingar gera auk þess sem aðferð­ar­fræði hafi verið breytt sem breyti stöðu lands­ins til hins verra. 

AuglýsingFinn­land og Kanada eru í tveimur efstu sæt­unum á list­an­um. Í frétt sam­tak­ana vegna birt­ingu vísi­töl­unnar segir að há lands­fram­leiðsla sé engin trygg­ing fyrir lífs­gæð­um. Banda­ríkin falla til að mynda niður í 19. sæti list­ans í ár og eru að fær­ast nær Kína, Rúss­land og Íran en þeim löndum sem eru í efstu sætum list­ans. Öll Norð­ur­löndin fimm eru á meðal þeirra tólf landa sem fá mjög háa ein­kunn sam­kvæmt vísi­töl­unni. Ísland er, líkt og áður sagði, neðst þeirra í tíunda sæti. Öll Evr­ópu­sam­bands­lönd­in, og þau sem til­heyra EFTA, standa sig vel í sam­an­burði við önnur lönd sem mæl­ingin nær til. Sam­tökin segja að sterk frammi­staða fyrstu bylgju ríkja frá Aust­ur-­Evr­ópu sem gengu í Evr­ópu­sam­bandið sýni að sú aðild hafi haft mjög jákvæð áhrif á lífs­gæði og vel­ferð í þeim lönd­um.SPI segir að lífs­gæði yngra fólks í heim­in­um, þess sem sé undir 25 ára, séu umtals­vert lak­ari en þeirra sem séu í ald­urs­hópnum 55 ára og eldri. Helsta ástæða þess er sú að stór hluti ungs fólks býr í löndum sem eru eftir á á nær öllum mæli­kvörðum sem hægt sé að leggja á lífs­gæði. Sér­stak­leg er nefnt að aðgengi yngsta hóps­ins að vatni og hrein­læti og að æðri menntun sé lak­ari en ann­arra ald­urs­hópa. 

Hægt er að lesa um stöðu Íslands sam­kvæmt vísi­töl­unni hér.

Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Geta konur stjórnað?
Kjarninn 16. september 2019
Það á ekki lengur að vera hægt að fela hver sé raunverulegur eigandi félaga sem skráð eru á Íslandi.
Raunverulegir eigendur félaga eiga ekki lengur að geta falið sig
Hérlendis hefur verið hægt að komast upp með það að fela raunverulegt eignarhald félaga með ýmsum hætti. Margir nýttu sér það, meðal annars til að komast hjá uppgjöri á kröfum eða skattgreiðslum. Þessi leikur á ekki að vera gerlegur lengur.
Kjarninn 16. september 2019
Þóra Kristín Þórsdóttir
Opið bréf til Ásmundar Einars Daðasonar
Kjarninn 16. september 2019
Drónaárás í Sádí-Arabíu ýtir olíuverðinu upp á við
Aldrei í sögunni hefur olíuverð hækkað jafnt mikið á jafn skömmum tíma, eins og gerðist í kjölfar drónaárásar á olíuframleiðslusvæði Aramco í Sádí-Arabíu.
Kjarninn 16. september 2019
Segir ríkislögreglustjóra bera skyldu til að tilkynna um spillingu
Verðandi formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar segir að Haraldur Johannessen eigi að tilkynna um spillingu sem hann viti af. Í viðtali í gær lét hann í það skína að slík væri til staðar.
Kjarninn 15. september 2019
Íslendingurinn Reynir ætlar að taka upp Flamenco plötu
Reynir Hauksson hefur lært hjá einum helsta gítarkennara Granada. Nú safnar hann fyrir gerð Flamenco plötu á Karolina Fund.
Kjarninn 15. september 2019
Fosfatnáma
Upplýsingaskortur ógnar matvælaöryggi
Samkvæmt nýrri rannsókn íslenskra og erlendra fræðimanna ógnar skortur á fullnægjandi upplýsingum um birgðir fosfórs matvælaöryggi í heiminum.
Kjarninn 15. september 2019
Besta platan með Metallica – Master of Puppets
Gefin út af Elektra þann 3. mars 1986, 8 lög á 54 mínútum og 47 sekúndum.
Kjarninn 15. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None