Ísland neðst Norðurlandanna hvað varðar velferð

15416922713-1ded9deb5a-z.jpg
Auglýsing

Ísland er í tíunda sæti í nýrri velferðarvísitölu The Social Progress Imperative (SPI) sem horfir til annarra þátta en landsframleiðslu til að mæla velferð í þjóðfélögum. Ísland lækkar um sex sæti milli ára og eru nú neðstir allra Norðurlanda. Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í dag. 

Vísitalan sem um ræðir raðar ríkjum á lista eftir frammistöðu þeirra í 53 mismunandi þáttum. Á meðal þeirra þátta sem litið er til eru gæði menntunar, heilbrigðisþjónusta, umburðarlyndi og tækifæri í samfélögum. 

Í Fréttablaðinu er rætt við Michael Green, framkvæmdastjóra samtakana sem standa að gerð velferðarvísitölunnar. Þar kemur fram að tvær ástæður séu aðallega fyrir því að Ísland lækki. Önnur lönd séu nú að bæta sig hvað varðar öryggi einstaklinga og aðgengi að upplýsingum umfram það sem Íslendingar gera auk þess sem aðferðarfræði hafi verið breytt sem breyti stöðu landsins til hins verra. 

Auglýsing


Finnland og Kanada eru í tveimur efstu sætunum á listanum. Í frétt samtakana vegna birtingu vísitölunnar segir að há landsframleiðsla sé engin trygging fyrir lífsgæðum. Bandaríkin falla til að mynda niður í 19. sæti listans í ár og eru að færast nær Kína, Rússland og Íran en þeim löndum sem eru í efstu sætum listans. Öll Norðurlöndin fimm eru á meðal þeirra tólf landa sem fá mjög háa einkunn samkvæmt vísitölunni. Ísland er, líkt og áður sagði, neðst þeirra í tíunda sæti. Öll Evrópusambandslöndin, og þau sem tilheyra EFTA, standa sig vel í samanburði við önnur lönd sem mælingin nær til. Samtökin segja að sterk frammistaða fyrstu bylgju ríkja frá Austur-Evrópu sem gengu í Evrópusambandið sýni að sú aðild hafi haft mjög jákvæð áhrif á lífsgæði og velferð í þeim löndum.


SPI segir að lífsgæði yngra fólks í heiminum, þess sem sé undir 25 ára, séu umtalsvert lakari en þeirra sem séu í aldurshópnum 55 ára og eldri. Helsta ástæða þess er sú að stór hluti ungs fólks býr í löndum sem eru eftir á á nær öllum mælikvörðum sem hægt sé að leggja á lífsgæði. Sérstakleg er nefnt að aðgengi yngsta hópsins að vatni og hreinlæti og að æðri menntun sé lakari en annarra aldurshópa. 

Hægt er að lesa um stöðu Íslands samkvæmt vísitölunni hér.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Davíð Helgason, einn stofnenda og fyrrum forstjóri Unity.
Segir Ísland geta orðið „einhvers konar tilraunasetur fyrir framtíðina“
Frumkvöðullinn og milljarðamæringurinn Davíð Helgason flytur til Íslands í sumar og ætlar að fjárfesta í fyrirtækjunum sem vinna gegn loftslagsvandanum. Að hans mati er margt sem gerir landið að góðum fjárfestingarkosti.
Kjarninn 18. maí 2021
Palestínumennirnir fimm fyrir utan húsnæði Útlendingastofnunar í Hafnarfirði í dag.
„Við viljum frekar deyja á götunni á Íslandi en að fara aftur til Grikklands“
„Íslensk yfirvöld hlusta ekkert á okkur. Þó að þau viti hvernig ástandið er í okkar heimalandi og þær áhyggjur sem við höfum. Ég meina, húsin sem við bjuggum í hafa sum verið jöfnuð við jörðu.“ Þetta segir Palestínumaður sem er lentur á götunni á Íslandi.
Kjarninn 18. maí 2021
Fasteignaverð hækkar meira með hverjum mánuðinum sem líður, þar sem eftirspurn er mikil og minna er um nýbyggingar.
Ekki meiri hækkun síðan árið 2017
Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 13,7 prósent í apríl á ársgrundvelli, miðað við vísitölu Þjóðskrár. Vísitalan hefur ekki hækkað jafnmikið milli ára síðan í desember 2017.
Kjarninn 18. maí 2021
Þröstur Ólafsson
Var þanþolið rofið?
Kjarninn 18. maí 2021
„Þegar mikil eftirspurn er eftir húsnæði getur fyrirvari um ástandsskoðun fasteignar talist kauptilboði til frádráttar,“ segir í greinargerð með þingsályktunartillögunni.
Ástandsskýrslur fylgi öllum seldum fasteignum
Nýsamþykkt þingsályktunartillaga felur ráðherra að móta frumvarp um ástandsskýrslur fasteigna. Slíkum skýrslum er ætlað að auka traust í fasteignaviðskiptum en ábyrgð vegna galla sem ekki koma fram í ástandsskýrslum mun falla á matsaðila.
Kjarninn 18. maí 2021
Allir hljóta að hafa skoðun á vegferð Ísraelsmanna að mati Hönnu Katrínar Friðriksson þingmanns Viðreisnar.
„Við Íslendingar höfum sterka rödd á alþjóðavettvangi“
Íslensk stjórnvöld þurfa að láta í sér heyra og hvetja aðra til að gera slíkt hið sama vegna átaka milli Ísraels og Palestínu að mati þingmanna Viðreisnar og Framsóknarflokks. Þó svo að íslenska þjóðin sé fámenn hafi hún sterka rödd og hana þurfi að nota.
Kjarninn 18. maí 2021
Samkvæmt ASÍ og BSRB er skuldasöfnun ríkisins ekki áhyggjuefni þegar vextir eru lágir
Gagnrýna „afkomubætandi ráðstafanir“ og vilja breyta fjármálareglum
Sérfræðingahópur á vegum ASÍ og BSRB varar stjórnvöld við að beita niðurskurði í yfirstandandi kreppu og segir að fjármálareglur hins opinbera þurfi að vera sveigjanlegri í nýrri skýrslu um efnahagsleg áhrif faraldursins.
Kjarninn 18. maí 2021
Græni miðinn er aftur kominn upp á gafl Hafnarborgar.
Listaverk sem fjarlægt var af bæjaryfirvöldum í Hafnarfirði komið upp á nýjan leik
Listaverk þeirra Libiu Castro og Ólafs Ólafssonar var fjarlægt af gafli Hafnarborgar fyrr í þessum mánuði að beiðni bæjaryfirvalda. Listaverkið er nú aftur komið upp en líklega hafa bæjaryfirvöld látið undan þrýstingi fagfélaga að mati listamannanna.
Kjarninn 18. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None