Ísland neðst Norðurlandanna hvað varðar velferð

15416922713-1ded9deb5a-z.jpg
Auglýsing

Ísland er í tíunda sæti í nýrri vel­ferð­ar­vísi­tölu The Social Progress Imper­ative (SPI) sem horfir til ann­arra þátta en lands­fram­leiðslu til að mæla vel­ferð í þjóð­fé­lög­um. Ísland lækkar um sex sæti milli ára og eru nú neðstir allra Norð­ur­landa. Frá þessu er greint í Frétta­blað­inu í dag. 

Vísi­talan sem um ræðir raðar ríkjum á lista eftir frammi­stöðu þeirra í 53 mis­mun­andi þátt­um. Á meðal þeirra þátta sem litið er til eru gæði mennt­un­ar, heil­brigð­is­þjón­usta, umburð­ar­lyndi og tæki­færi í sam­fé­lög­um. 

Í Frétta­blað­inu er rætt við Mich­ael Green, fram­kvæmda­stjóra sam­tak­ana sem standa að gerð vel­ferð­ar­vísi­töl­unn­ar. Þar kemur fram að tvær ástæður séu aðal­lega fyrir því að Ísland lækki. Önnur lönd séu nú að bæta sig hvað varðar öryggi ein­stak­linga og aðgengi að upp­lýs­ingum umfram það sem Íslend­ingar gera auk þess sem aðferð­ar­fræði hafi verið breytt sem breyti stöðu lands­ins til hins verra. 

AuglýsingFinn­land og Kanada eru í tveimur efstu sæt­unum á list­an­um. Í frétt sam­tak­ana vegna birt­ingu vísi­töl­unnar segir að há lands­fram­leiðsla sé engin trygg­ing fyrir lífs­gæð­um. Banda­ríkin falla til að mynda niður í 19. sæti list­ans í ár og eru að fær­ast nær Kína, Rúss­land og Íran en þeim löndum sem eru í efstu sætum list­ans. Öll Norð­ur­löndin fimm eru á meðal þeirra tólf landa sem fá mjög háa ein­kunn sam­kvæmt vísi­töl­unni. Ísland er, líkt og áður sagði, neðst þeirra í tíunda sæti. Öll Evr­ópu­sam­bands­lönd­in, og þau sem til­heyra EFTA, standa sig vel í sam­an­burði við önnur lönd sem mæl­ingin nær til. Sam­tökin segja að sterk frammi­staða fyrstu bylgju ríkja frá Aust­ur-­Evr­ópu sem gengu í Evr­ópu­sam­bandið sýni að sú aðild hafi haft mjög jákvæð áhrif á lífs­gæði og vel­ferð í þeim lönd­um.SPI segir að lífs­gæði yngra fólks í heim­in­um, þess sem sé undir 25 ára, séu umtals­vert lak­ari en þeirra sem séu í ald­urs­hópnum 55 ára og eldri. Helsta ástæða þess er sú að stór hluti ungs fólks býr í löndum sem eru eftir á á nær öllum mæli­kvörðum sem hægt sé að leggja á lífs­gæði. Sér­stak­leg er nefnt að aðgengi yngsta hóps­ins að vatni og hrein­læti og að æðri menntun sé lak­ari en ann­arra ald­urs­hópa. 

Hægt er að lesa um stöðu Íslands sam­kvæmt vísi­töl­unni hér.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fasteignamarkaðurinn að taka aftur við sér
Fasteignaverð tók kipp í októbermánuði og hækkaði vísitala markaðarins um 0,5 prósent frá því mánuðinn á undan.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Þjóðskrá afhendir upplýsingar um meðlimi í trú- og lífsskoðunarfélögum
Úrskurðarnefnd um upplýsingamál mat það svo að netföng væru ekki viðkæmar persónuupplýsingar.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS.
SFS segjast gera kröfu til sjávarútvegsins um að starfa heiðarlega og löglega
Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi segjast vilja vera fyrirmynd og í fremstu röð í heiminum þegar kemur að sjávarútvegi. Þau ætla að styðja stjórnvöld í aðgerðum sínum sem eru tilkomnar vegna Samherjamálsins.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Kristbjörn Árnason
Enn einu sinni springur kapítalisminn í loft upp á græðginni og siðleysinu
Leslistinn 19. nóvember 2019
Árni M. Mathiesen, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra.
Fyrrverandi ráðherra á meðal stjórnenda stofnunar sem gerir úttekt á útgerðum
Árni Mathiesen, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, er aðstoðarframkvæmdastjóri fiskveiðisviðs stofnunarinnar sem Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra, hefur falið að gera úttekt á viðskiptaháttum útgerða í þróunarlöndum.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra.
FAO vinni úttekt á viðskiptaháttum útgerða í þróunarlöndum
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra mun hafa frumkvæði að því Alþjóðamatvælastofnunin vinni úttekt á viðskiptaháttum útgerða sem stunda veiðar og eiga í viðskiptum með aflaheimildir í þróunarlöndum.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Björgólfur úr stjórn Sjóvá „vegna anna“
Björgólfur Jóhannsson hefur ákveðið að víkja tímabundið úr stjórn Sjóvá. Hann var stjórnarformaður félagsins. Björgólfur tók nýverið við forstjórastöðunni hjá Samherja.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Julian Assange
Rannsókn gegn Assange felld niður
Samkvæmt WikiLeaks hefur rannsókn á hendur Julian Assange verið felld niður. Ritstjóri miðilsins, Kristinn Hrafnsson, segir að um réttarfarsskandal sé að ræða.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None