Harðar deilur í Brussel - Farage sagður notast við „nasistaáróður“

Það var mikill hiti í Evrópuþinginu þegar rætt var um niðurstöður Brexit-atkvæðagreiðslunnar.

junckernota.jpg
Auglýsing

„Af hverju ertu hér­?,“ sagði Jean-Claude Juncker, for­seti fram­kvæmda­stjórnar Evr­ópu­sam­bands­ins, í Evr­ópu­þing­inu í Brus­sel í dag, og beindi orðum sínum að Nigel Fara­ge, leið­toga breska Sjálf­stæð­is­flokks­ins UKIP. Hann var einn þeirra sem leiddi Lea­ve-hreyf­ing­una svoköll­uðu, sem barð­ist fyrir útgöngu Bret­lands úr Evr­ópu­sam­band­inu (ES­B). Eins og kunn­ugt er, kaus meiri­hluti Breta, 52 pró­sent, með því yfir­gefa sam­band­ið. Um 48 pró­sent voru því mót­fall­in.

Ekki liggur fyrir enn, hvernig verður að því stað­ið, að fram­kvæma útgöngu Bret­lands úr sam­band­inu, en leið­togar stærstu ESB-­ríkj­anna segja ekki koma til greina að hefja óform­legar við­ræður um útgöngu, heldur geti þær ein­göngu haf­ist þegar Bretar hafa form­lega til­kynnt um útgöngu úr ESB. Ang­ela Merkel, kansl­ari Þýska­lands, hefur ítrekað þetta opin­ber­lega, nú síð­ast í morg­un.

Auglýsing


Sam­kvæmt frá­sögn breska rík­is­út­varps­ins BBC, var baulað á Nigel Farage og félaga, sem höfðu barist fyrir útgöngu Breta, og þeir sagðir hafa beitt blekk­ing­um, lygum og „nas­ista­á­róðri“ í aðdrag­anda Brex­it-­at­kvæða­greiðsl­unn­ar. Þeir gáfu lítið fyrir þetta. Farage sagði við frétta­menn að hann vildi að útgangan myndi ganga eins vel fyrir sig, og mögu­legt væri. Ekk­ert var meira gefið upp um hvernig útgangan gæti átt sér stað, en sam­kvæmt sátt­mála ESB-­ríkja fá ríki tveggja ára aðlög­un­ar­tíma til að yfir­gefa sam­band­ið, komi til þess að ríki geri það með til­kynn­ingu um úrsögn.

Bret­land hefur verið í ESB í 43 ár og aldrei hefur reynt á, að eitt af stærstu ríkjum sam­bands­ins yfir­gefi það. 

David Camer­on, frá­far­andi for­sæts­ráð­herra Bret­lands, hefur sagt að bresk stjórn­völd vilji und­ir­búa næstu skref eins vel og hugs­ast get­ur, til að vernda efna­hags­legan stöð­ug­leika og tryggja að Bret­land hafi traust land undir fótum þegar kemur að við­skipta­legum samn­ingum við önnur rík­i. 

Ekk­ert hefur þó verið end­an­lega ákveðið enn, í þessum efn­um. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Haukur V. Alfreðsson
Læsi og lífsgæði
Kjarninn 21. janúar 2021
Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB.
ESB þrýstir á Biden til að setja tæknifyrirtækjunum þröngar skorður
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins fagnaði í gær innsetningu Joe Biden í embætti Bandaríkjaforseta, en hvatti til aukins samstarfs milli ríkjanna við að takmarka vald stóru tæknifyrirtækjanna.
Kjarninn 21. janúar 2021
ESA hefur verið með augun á íslensku leigubílalöggjöfinni allt frá árinu 2017.
ESA boðar samningsbrotamál út af íslensku leigubílalöggjöfinni
Þrátt fyrir að frumvarp um breytingar á lögum liggi fyrir Alþingi sendi Eftirlitsstofnun EFTA íslenskum stjórnvöldum bréf í dag og boðar að mögulega verði farið í mál út af núgildandi lögum, sem brjóti gegn EES-samningnum.
Kjarninn 20. janúar 2021
Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, sór embættiseið fyrr í dag.
Biden: „Það verður enginn friður án samheldni“
Joe Biden var svarinn í embætti forseta Bandaríkjanna fyrr í dag. Í innsetningarræðu sinni kallaði hann eftir aukinni samheldni meðal Bandaríkjamanna svo að hægt yrði að takast á við þau erfiðu verkefni sem biðu þjóðarinnar.
Kjarninn 20. janúar 2021
Helgi Hrafn Gunnarsson
Mikið fagnaðarefni að „nýfasistinn og hrottinn Donald Trump“ láti af embætti
Þingflokksformaður Pírata fagnar brotthvarfi Donalds Trump úr embætti Bandaríkjaforseta og bendir á að uppgangur nýfasisma geti átt sér stað ef við gleymum því að það sé mögulegt.
Kjarninn 20. janúar 2021
Frá miðstjórnarfundi hjá Alþýðusambandi Íslands í febrúar árið 2019.
Segja skorta á röksemdir fyrir sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka
Miðstjórn ASÍ mótmælir harðlega áformum um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka, segir flýti einkenna ferlið og telur að ekki hafi verið færðar fram fullnægjandi röksemdir fyrir sölunni.
Kjarninn 20. janúar 2021
Gosi – ævintýri spýtustráks
Öll viljum við vera alvöru!
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um sýninguna Gosi – ævintýri spýtustráks sem sýnd er í Borgarleikhúsinu.
Kjarninn 20. janúar 2021
Á nýrri tölfræðisíðu sem sett var í loftið í dag má fylgjast með framgangi bólusetningar gegn COVID-19 hér á landi.
Tæplega 500 manns hafa þegar fengið tvær sprautur
Búið er að gefa rúmlega 40 prósent af Íslendingum yfir 90 ára aldri a.m.k. einn skammt af bóluefni og tæp 13 prósent þeirra sem eru 80-89 ára. Ný tölfræðisíða um bólusetningu hefur verið sett í loftið á vefnum covid.is.
Kjarninn 20. janúar 2021
Meira úr sama flokkiErlent
None