Harðar deilur í Brussel - Farage sagður notast við „nasistaáróður“

Það var mikill hiti í Evrópuþinginu þegar rætt var um niðurstöður Brexit-atkvæðagreiðslunnar.

junckernota.jpg
Auglýsing

„Af hverju ertu hér­?,“ sagði Jean-Claude Juncker, for­seti fram­kvæmda­stjórnar Evr­ópu­sam­bands­ins, í Evr­ópu­þing­inu í Brus­sel í dag, og beindi orðum sínum að Nigel Fara­ge, leið­toga breska Sjálf­stæð­is­flokks­ins UKIP. Hann var einn þeirra sem leiddi Lea­ve-hreyf­ing­una svoköll­uðu, sem barð­ist fyrir útgöngu Bret­lands úr Evr­ópu­sam­band­inu (ES­B). Eins og kunn­ugt er, kaus meiri­hluti Breta, 52 pró­sent, með því yfir­gefa sam­band­ið. Um 48 pró­sent voru því mót­fall­in.

Ekki liggur fyrir enn, hvernig verður að því stað­ið, að fram­kvæma útgöngu Bret­lands úr sam­band­inu, en leið­togar stærstu ESB-­ríkj­anna segja ekki koma til greina að hefja óform­legar við­ræður um útgöngu, heldur geti þær ein­göngu haf­ist þegar Bretar hafa form­lega til­kynnt um útgöngu úr ESB. Ang­ela Merkel, kansl­ari Þýska­lands, hefur ítrekað þetta opin­ber­lega, nú síð­ast í morg­un.

Auglýsing


Sam­kvæmt frá­sögn breska rík­is­út­varps­ins BBC, var baulað á Nigel Farage og félaga, sem höfðu barist fyrir útgöngu Breta, og þeir sagðir hafa beitt blekk­ing­um, lygum og „nas­ista­á­róðri“ í aðdrag­anda Brex­it-­at­kvæða­greiðsl­unn­ar. Þeir gáfu lítið fyrir þetta. Farage sagði við frétta­menn að hann vildi að útgangan myndi ganga eins vel fyrir sig, og mögu­legt væri. Ekk­ert var meira gefið upp um hvernig útgangan gæti átt sér stað, en sam­kvæmt sátt­mála ESB-­ríkja fá ríki tveggja ára aðlög­un­ar­tíma til að yfir­gefa sam­band­ið, komi til þess að ríki geri það með til­kynn­ingu um úrsögn.

Bret­land hefur verið í ESB í 43 ár og aldrei hefur reynt á, að eitt af stærstu ríkjum sam­bands­ins yfir­gefi það. 

David Camer­on, frá­far­andi for­sæts­ráð­herra Bret­lands, hefur sagt að bresk stjórn­völd vilji und­ir­búa næstu skref eins vel og hugs­ast get­ur, til að vernda efna­hags­legan stöð­ug­leika og tryggja að Bret­land hafi traust land undir fótum þegar kemur að við­skipta­legum samn­ingum við önnur rík­i. 

Ekk­ert hefur þó verið end­an­lega ákveðið enn, í þessum efn­um. 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
Leggja fram ólíkar breytingar á erfðafjárskatti
Fjármálaráðherra og þingmenn Viðreisnar hafa lagt fram tvö ólík frumvörp um breytingar á lögum um erfðafjárskatt. Mikill munur er á frumvörpunum en annað tekur meðal annars mið af skattstofni dánarbúsins en hitt af arfgreiðslum hvers erfingja fyrir sig.
Kjarninn 18. október 2019
Kristbjörn Árnason
Koxgráa spillingar þjóðfélagið Ísland!
Leslistinn 18. október 2019
Punktur Punktur
Punktur Punktur
Punktur Punktur – Nr. 5 Guðmundur Atli Pétursson - ljósahönnuður hjá RÚV.
Kjarninn 18. október 2019
Guðmundur Ingi Guðbrandsson
Stóraukin áhersla á náttúruvernd
Kjarninn 18. október 2019
Molar
Molar
Molar – Lækkanir, Austin Texas og Guðmundur Jaki
Kjarninn 18. október 2019
Seðlabankinn dæmdur til að veita blaðamanni Fréttablaðsins upplýsingar
Seðlabanki Íslands var í morgun dæmdur til að afhenda blaðamanni Fréttablaðsins upplýsingar um samning sem Már Guðmundsson, þáverandi seðlabankastjóri, gerði við Ingibjörgu Guðbjartsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits bankans.
Kjarninn 18. október 2019
Ísland á gráa listann vegna peningaþvættis
Ísland hefur verið sett á gráa lista FATF ásamt Mongólíu og Simbabve. Aðgerðir sem ráðist hefur verið í síðastliðið eitt og hálft ár reyndust ekki nægjanlegar.
Kjarninn 18. október 2019
Helgi Magnússon eignast allt Fréttablaðið – Jón Þórisson nýr ritstjóri
Fjárfestirinn Helgi Magnússon hefur keypt þann hluta í Torgi, útgáfufélagi Fréttablaðsins, sem hann átti ekki fyrir. Til stendur að sameina Fréttablaðið og Hringbraut.
Kjarninn 18. október 2019
Meira úr sama flokkiErlent
None