Forréttindagrobb formanns BHM

Birna Gunnarsdóttir segir skort á íslenskukennslu fyrir aðflutt fólk ekki vera nýtt vandamál og ekki tilkomið vegna konu sem hefur í fáein ár verið í forystu fyrir verkalýðsfélag láglaunafólks.

Auglýsing

Frið­rik Jóns­son for­maður BHM  finnur sig knú­inn – „að gefnu til­efn­i“  til að „árétta fyrir félögum aðild­ar­fé­laga […] sem starfa hjá ríki og sveit­ar­fé­lögum að þau eiga rétt á að sækja sér nám­skeið á borð við íslensku­kennslu á vinnu­tíma“. Þetta gerir hann á Face­book með orð­un­um: „Nei sko, hald­iði að það sé svo ekki bara hægt að skella sér í íslensku­nám á vinnu­tíma sam­kvæmt fjöl­mörgum samn­ingum BHM-­fé­laga [Broskall].“

Auð­vitað eru þetta góðar fréttir fyrir erlenda félags­menn, einkum þá sem þegar skilja íslensku nógu vel til að geta lesið frétt­ina sem birt­ist ein­göngu á íslensku. Tíma­setn­ingin bendir þó óneit­an­lega til þess að frétt­inni sé aðal­lega ætlað að vera inn­legg í umræður um þá hug­mynd háskóla­fólks að það sé upp­lagt fyrir samn­inga­nefndir lág­launa­fólks að verja tíma sínum í að reyna að fá íslensku­kennslu á vinnu­tíma – eins og hjá BHM – frekar en ein­beita sér að kröf­unni um um laun sem dugi fyrir mat út mán­uð­inn – eins og hjá BHM.  

Margt  lág­launa­fólk á íslenskum vinnu­mark­aði fær svo léleg laun að það nær ekki endum saman og þarf jafn­vel að reiða sig á mat­ar­gjafir góð­ar­gerð­ar­fé­laga til að brauð­fæða sig og börn sín. Um lífs­kjör lág­launa­fólks hafa verið rit­aðar skýrslur sem Frið­rik ætti endi­lega að kynna sér þannig að hann sé betur upp­lýstur um sam­fé­lagið sem við búum í og átti sig kannski á þeim  raun­veru­leika sem blasir við stórum lág­tekju­hóp­um. Það er ekki mennt­un­ar­skortur sem heldur vinn­andi fólki í fátækt – inn­lendu eða aðfluttu – heldur virð­ing­ar­leysið fyrir stör­f­unum sem mun alltaf þurfa að vinna og fólk­inu sem vinnur þau. 

Auglýsing
Formaður BHM hlýtur að vita – eins og allir áhuga­menn um íslensku­kennslu fyrir aðflutta – að kennslu­efni í íslensku er ekki til fyrir fjöl­breyttan hóp fólks sem hefur mis­mikla mennt­un, og á fjöl­mörg móð­ur­mál af ólíkum tungu­mála­ættum sem ekki eru öll rituð með lat­ínu­letri. Honum hlýtur sömu­leiðis að vera kunn­ugt að kennsla í íslensku sem öðru máli er sér­fræði­starf, en íslensku­kenn­arar liggja ekki á lausu og vantar reyndar svo mjög að stöður íslensku­kenn­ara í efstu bekkjum grunn­skóla eru iðu­lega mann­aðar fólki sem hefur enga sér­menntun í íslensku. Börn sem hingað flytja og stunda lög­bundið grunn­skóla­nám fá ekki íslensku­stuðn­ing sem mætir þörfum þeirra. Ung­menni af erlendum upp­runa sækja sér síður fram­halds­menntun af því að þau hafa ekki fengið full­nægj­andi íslensku­kennslu í grunn­skóla.

Öll sem hér búa og vilja læra íslensku ættu að eiga kost á góðri íslensku­kennslu við hæfi. Um það er ekki deilt, hverju sem útúr­snún­inga­menn vilja halda fram. Skortur á íslensku­kennslu fyrir aðflutt fólk er ekki nýtt vanda­mál og ekki til­kom­inn vegna konu sem hefur í fáein ár verið í for­ystu fyrir verka­lýðs­fé­lag lág­launa­fólks. Hann hefur verið þekktur frá því að erlendu starfs­fólki í ýmsum grein­um,  – fyrst og fremst lág­launa­störfum – tók að fjölga veru­lega hér á landi, ekki síst í kjöl­far evr­ópskra sam­þykkta um frjálsa för vinnu­afls en einnig fyrr. Ríkið og sveit­ar­fé­lög­in  – þau sem tryggja háskóla­mennt­uðu starfs­fólki sínu íslensku­kennslu á vinnu­tíma – hafa ekki brugð­ist við, frekar en aðrir atvinnu­rek­endur sem reiða sig á störf aðflutts verka­fólks. For­maður félags kvenna af erlendum upp­runa brást heldur ekki við vand­anum þegar hún sat á þingi fyrir Bjarta fram­tíð fyrir nokkrum árum þótt flokkur hennar væri í rík­is­stjórn og upp­lagt að vinna þar að bættu aðgengi að íslensku­kennslu, sem hið opin­bera ætti með réttu að sinna og tryggja fjár­veit­ingar til.

Allt þetta vita öll sem vilja. Samt kýs ótrú­leg­asta fólk að láta eins og íslensku­kennsla fyrir útlend­inga strandi á samn­inga­nefndum lág­launa­fólks sem eigi alls ekki að ein­beita sér að sér að bar­átt­unni um laun sem dugi fyrir fram­færslu, heldur skuli þau sóa tíma og kröftum sínum og við­semj­enda sinna í karp um íslensku­kennslu sem hvorki er til kennslu­efni fyrir né kenn­arar til að sinna. Og eru þá ótalin og óleyst praktísk úrlausn­ar­efni eins og hvort eða hvar í leik­skól­an­um, á bygg­inga­svæð­inu eða í slát­ur­hús­inu kennslan á að fara fram á vinnu­tíma. Eða hvernig þessi við­bót­ar­stytt­ing ætti ann­ars að útfær­ast.

Ekki er ljóst hve stóran vanda Banda­lag háskóla­manna leysir fyrir félags­menn sína með íslensku­námi á vinnu­tíma þar sem ekki kemur fram hve stórt hlut­fall það er sem ekki talar íslensku en hefur áhuga á að læra hana. Félagar sem ekki skilja íslensku fá a.m.k. ekki mikla þjón­ustu hjá BHM ef marka má vef­inn www.bhm.is. Frum­stæð heima­síða kostar banda­lagið um 4 m.kr. á ári en er nán­ast alfarið á íslensku og mik­il­væg­ustu upp­lýs­ingar um rétt­indi og skyldur á íslenskum vinnu­mark­aði ekki einu sinni aðgengi­legar á ensku, hvað þá öðrum tungu­mál­um. „Mínar síð­ur“ eru aðeins á íslensku og upp­lýs­ingar sem BHM sendir frá sér á Face­book sömu­leið­is. 

Það er erfitt að átta sig á hvaða mark­miðum for­maður BHM telur sig vera að ná fyrir okkur sem til­heyrum félögum háskóla­manna með því að senda lág­launa­fólki tón­inn, fólk­inu sem m.a. ann­ast börnin okk­ar, byggir hús og leggur vegi, þrí­fur vinnu­stað­ina okkar og aðstoðar gamla fólk­ið, og fær fyrir það laun sem halda því mörgu í sára­fá­tækt. 

Flest erum við lík­lega sam­mála um að sam­fé­lag verði aldrei fylli­lega gott meðan stórir hópar fólks hafa það slæmt. Þau sem hafa völd og áhrif í þjóð­fé­lag­inu bera ábyrgð á að beita þeim góðs. En frekar en hlusta á þau sem lýsa ömur­legum efna­hags­legum aðstæðum lág­launa­fólks – og sýna kjara­bar­áttu þeirra þótt ekki væri nema eitt­hvað sem gæti nálg­ast lág­marks­virð­ingu – velur for­maður banda­lags hinna sem hafa það hvað best í sam­fé­lag­inu að láta standa sig að for­rétt­inda­grobb­i. 

Það sæmir hvorki honum né banda­lag­inu okk­ar.

Höf­undur er háskóla­mennt­aður rík­is­starfs­mað­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ráðast þyrfti í nauðsynlegar styrkingar vega vegna þungaflutninganna til og frá Mýrdalssandi.
Vikurnám á Mýrdalssandi myndi hafa „verulegan kostnað fyrir samfélagið“
Fullhlaðinn sex öxla vörubíll slítur burðarlagi á við 20-30 þúsund fólksbíla, bendir Umhverfisstofnun á varðandi áformaða vikurflutninga frá Mýrdalssandi til Þorlákshafnar. Ráðast þyrfti í mikla uppbyggingu vegakerfis vegna flutninganna.
Kjarninn 6. október 2022
Ólafur Þ. Harðarson prófessor emerítus í stjórnmálafræði.
„Íslendingar eiga langt í land“ með jöfnuð atkvæðavægis eftir búsetu
Frumvarp sem formaður Viðreisnar mælti fyrir á þingi í september myndi eyða misvægi atkvæða milli bæði flokka og kjördæma, eins og kostur er. Ólafur Þ. Harðarson telur að þingið ætti að samþykkja breytingarnar.
Kjarninn 6. október 2022
Fóru inn í tölvupósta Sólveigar Önnu og Viðars
Þá starfandi formaður Eflingar hafði aðgang að tölvupósthólfum fyrirrennara síns, Sólveigar Önnu Jónsdóttur, og fyrrverandi framkvæmdastjóra Eflingar, Viðars Þorsteinssonar, frá því í janúar á þessu ári og fram í apríl.
Kjarninn 6. október 2022
Hallarekstur SÁÁ stefnir í 450 milljónir
Færri innlagnir, færri meðferðir við ópíóðafíkn og sumarlokanir verður staðan hjá SÁÁ á næsta ári miðað við fyrirliggjandi fjárlagafrumvarp. Samtökin áætla að rekstrargrunnur samtakanna verði vanfjármagnaður um 450 milljónir króna á næsta ári.
Kjarninn 6. október 2022
Seðlabankinn hafnar því að aflétta leynd um ESÍ á grundvelli almannahagsmuna
Árið 2019 var ákvæði bætt við lög um Seðlabanka Íslands sem veitir bankanum heimild til að víkja frá þagnarskylduákvæði ef hagsmunir almennings af birtingu gagna vega þyngra en hagsmunir sem mæla með leynd.
Kjarninn 6. október 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Komdu í leirkerið 请君入瓮
Kjarninn 6. október 2022
Jón Björnsson, forstjóri Origo.
Eigið fé Origo margfaldast við söluna í Tempo fyrir 28 milljarða króna
Árið 2009 stofnuðu starfsmenn TM Software lítið hugbúnaðarfyrirtæki, sem nefnt var Tempo. Í dag er það metið á 85,4 milljarða króna og Origo var að selja hlut sinn í því á 28 milljarða króna. Við það fer eigið fé Origo úr níu milljörðum í 31 milljarða.
Kjarninn 6. október 2022
Kjartan Magnússon borgarfulltrúi bar tillöguna fram í borgarstjórn.
Borgarhverfi framtíðarinnar eða loftslagsskógur á Geldinganesi?
Tillögu sjálfstæðismanna í borgarstjórn Reykjavíkur um að skipuleggja Geldinganes undir íbúabyggð var hafnað á fundi borgarstjórnar á þriðjudag. Afar mismunandi sjónarmið komu fram um það hvernig skyldi nýta nesið til framtíðar.
Kjarninn 5. október 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar