Mun millistéttin velja tannkremið mitt líka?

Sæþór Randalsson, stjórnarmaður í Eflingu, segir kröfur stéttarfélagsins í komandi kjaraviðræðum lýðræðislegar og koma frá félagsfólki. „Ég hef enn ekki heyrt einn félaga í Eflingu nefna borgaða íslenskukennslu á vinnutíma við mig.“

sæþór kjaraviðræður
Auglýsing

Framundan eru samn­inga­við­ræð­ur. Ég er spennt­ur, þetta verður í fyrsta skipti sem ég er stjórn­ar­maður í stóru stétt­ar­fé­lagi. Ég er að horfa á við­töl við hina ýmsu hag­fræð­inga, verka­lýðs­leið­toga og emb­ætt­is­menn sem munu taka þátt. Það hefur verið verð­bólga, sér­stak­lega í hús­næð­is­mál­um, stytt­ing vinnu­vik­unnar hefur skapað auka álag fyrir félaga mína í verka­lýðs­fé­lög­unum og vinnu­stundum fjölgar á meðan tími með fjöl­skyldu, áhuga­málum og hvíld minnkar fyrir verka­lýð­inn.

Við í Efl­ingu ákveðum kröfur okkar á lýð­ræð­is­legan hátt. Við spyrjum félags­menn okkar með könn­un, erum með opnar samn­inga­við­ræður þar sem hver sem er innan stétt­ar­fé­lags­ins getur tekið þátt í kröfum okk­ar. Enn eru fleiri mál­efni sem við þurfum að berj­ast fyrir en bara hærri laun í krónum frekar en pró­sent­um, svo sem leigu­þak og önnur hús­næð­istengd mál. Ég hef enn ekki heyrt einn félaga í Efl­ingu nefna borg­aða íslensku­kennslu á vinnu­tíma við mig.

Ég hef séð þá ein­stak­linga sem hafa unnið stöðugt gegn verka­lýðs­stétt­inni koma með ráð frá hlið­ar­lín­unni. Ég verð að við­ur­kenna að flest and­lit þeirra voru ókunn­ug. Ég mundi ekki eftir stuðn­ingi frá þeim í síð­asta verk­falli okk­ar, eng­inn þeirra hefur aðstoðað mig við íslensku­nám í mínu eigin lífi og meiri­hluti þeirra til­heyrir milli­stétt eða efri stétt, eða eru nem­endur sem stefna að því að kom­ast í þá stétt. Ég hef heldur aldrei séð þá knýja á um auk­inn aðgang að íslensku fyrr en í þess­ari viku, þegar sam­stillt verk­efni til að grafa undan leið­toga stétt­ar­fé­lags okkar hóf­st, greini­lega hópá­tak frá hinni öruggu stétt Íslands.

Auglýsing

Það er þrennt sem ég sakna í þess­ari stétt­blindu umræðu:

  1. Kröfur stétt­ar­fé­lags­ins eru lýð­ræð­is­legar og koma frá félags­fólki. Ekki frá háskóla­pró­fess­orum sem eru með eigið stétt­ar­fé­lag og hærri laun, ekki frá náms­mönnum sem eiga eftir að koma út á vinnu­mark­að­inn og ímynda sér að þeir verði ekki festir í lág­launa­störfin þegar þeir gera það. Ekki frá milli­stétt eða starf­andi leið­toga ann­arra sam­taka held­ur. Þeir hafa ekk­ert um það að segja né ættu þeir að segja. Þeir hafa sín eigin verka­lýðs­fé­lög og sam­tök sem þeir geta notað til að hvetja til auk­ins aðgangs að íslensku­námi sem ég hvet þá sann­ar­lega til að nýta. Við munum hugsa um hags­muni okkar ef þeir hugsa um hags­muni þeirra, takk.
  2. Störfum Efl­ing­ar­fé­laga mun alltaf þurfa að sinna. Þeir halda uppi þessu sam­fé­lagi, frá því að hirða sorp, yfir í að hlúa að börnum okkar og öldruð­um, til að steikja kjúklinga­bit­ana okkar þegar ekki er tími fyrir heima­til­búnar mál­tíð­ir. Jafn­vel þótt við lifðum í full­komnu ríki þar sem skól­inn væri ókeypis og reikn­ing­arnir okkar greiddir þótt við værum í námi, mun áfram þurfa að manna þessi störf eða borgin myndi hrynja eftir viku.
  3. Hver krafa sem bætt er við í samn­inga­við­ræðum dregur úr vægi ann­arra krafna. Þegar raun­veru­legar launa­hækk­anir og hús­næð­is­bætur eru í for­gangi 1-10 er óvið­eig­andi að bæta laun­uðum íslensku­tímum á vinnu­tíma á list­ann. Ein­ungis ein­stak­lingur með öruggar tekjur og hús­næði getur hunsað bág­indi þeirra sem lifa við skert kjör. Fólk sem hefur ekki tekið þátt, til­heyrir ekki né fjár­magnar stétt­ar­fé­lagið okkar og mætir ekki til að hjálpa mál­stað okkar í verk­falli eða mót­mæla­tíma, ætti að hafa það í huga þegar krefst þess að við förum eftir hug­myndum þeirra um hvernig á að ná árangri.

Ég þurfti að læra íslensku, ég þarf enn að bæta mál­fræði og orða­forða. Ég lærði hjá Tin Can Fact­ory á meðan ég var í atvinnu­leysi, ég lærði af fyrstu tveimur fóst­ur­börn­unum mínum sem töl­uðu bara íslensku. Mynd­ar­legu ungu menn­irnir í timb­ur­deild í Byko og hjálp­samir sölu­menn á Íspan, Vatns­virkj­anum og Ískraft hjálp­uðu mér að læra smíða­orð og hlust­uðu þol­in­móðir á mig lýsa þörfum mínum á ófull­kominni íslensku. Og félagar í Efl­ingu hafa aðstoðað mig við að læra orð og hug­tök tengd kjara­bar­áttu án þess að dæma mig. Ég styð full­kom­lega auka­fjár­veit­ingu til að vernda íslenska tungu, sem gerir það auð­veld­ara að læra hvort sem maður er ungur og ein­hleypur eða í fullu starfi með fjöl­skyldu.

Eins og ein­hver frægur kall sagði einu sinni: „Með miklu valdi fylgir mikil ábyrgð“. Þeir sem hafa meira fjár­hags­legt öryggi og völd ættu að vera fyrstir til að axla byrðar breyt­inga. Við á botn­inum erum bara í erf­ið­leikum með að anda.

Höf­undur situr í stjórn Efl­ing­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ráðast þyrfti í nauðsynlegar styrkingar vega vegna þungaflutninganna til og frá Mýrdalssandi.
Vikurnám á Mýrdalssandi myndi hafa „verulegan kostnað fyrir samfélagið“
Fullhlaðinn sex öxla vörubíll slítur burðarlagi á við 20-30 þúsund fólksbíla, bendir Umhverfisstofnun á varðandi áformaða vikurflutninga frá Mýrdalssandi til Þorlákshafnar. Ráðast þyrfti í mikla uppbyggingu vegakerfis vegna flutninganna.
Kjarninn 6. október 2022
Ólafur Þ. Harðarson prófessor emerítus í stjórnmálafræði.
„Íslendingar eiga langt í land“ með jöfnuð atkvæðavægis eftir búsetu
Frumvarp sem formaður Viðreisnar mælti fyrir á þingi í september myndi eyða misvægi atkvæða milli bæði flokka og kjördæma, eins og kostur er. Ólafur Þ. Harðarson telur að þingið ætti að samþykkja breytingarnar.
Kjarninn 6. október 2022
Fóru inn í tölvupósta Sólveigar Önnu og Viðars
Þá starfandi formaður Eflingar hafði aðgang að tölvupósthólfum fyrirrennara síns, Sólveigar Önnu Jónsdóttur, og fyrrverandi framkvæmdastjóra Eflingar, Viðars Þorsteinssonar, frá því í janúar á þessu ári og fram í apríl.
Kjarninn 6. október 2022
Hallarekstur SÁÁ stefnir í 450 milljónir
Færri innlagnir, færri meðferðir við ópíóðafíkn og sumarlokanir verður staðan hjá SÁÁ á næsta ári miðað við fyrirliggjandi fjárlagafrumvarp. Samtökin áætla að rekstrargrunnur samtakanna verði vanfjármagnaður um 450 milljónir króna á næsta ári.
Kjarninn 6. október 2022
Seðlabankinn hafnar því að aflétta leynd um ESÍ á grundvelli almannahagsmuna
Árið 2019 var ákvæði bætt við lög um Seðlabanka Íslands sem veitir bankanum heimild til að víkja frá þagnarskylduákvæði ef hagsmunir almennings af birtingu gagna vega þyngra en hagsmunir sem mæla með leynd.
Kjarninn 6. október 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Komdu í leirkerið 请君入瓮
Kjarninn 6. október 2022
Jón Björnsson, forstjóri Origo.
Eigið fé Origo margfaldast við söluna í Tempo fyrir 28 milljarða króna
Árið 2009 stofnuðu starfsmenn TM Software lítið hugbúnaðarfyrirtæki, sem nefnt var Tempo. Í dag er það metið á 85,4 milljarða króna og Origo var að selja hlut sinn í því á 28 milljarða króna. Við það fer eigið fé Origo úr níu milljörðum í 31 milljarða.
Kjarninn 6. október 2022
Kjartan Magnússon borgarfulltrúi bar tillöguna fram í borgarstjórn.
Borgarhverfi framtíðarinnar eða loftslagsskógur á Geldinganesi?
Tillögu sjálfstæðismanna í borgarstjórn Reykjavíkur um að skipuleggja Geldinganes undir íbúabyggð var hafnað á fundi borgarstjórnar á þriðjudag. Afar mismunandi sjónarmið komu fram um það hvernig skyldi nýta nesið til framtíðar.
Kjarninn 5. október 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar