#innanlandsflug#samgöngumál

Vilja hætta við beinar niðurgreiðslur til innanlandsflugs

Vinnuhópur innanríkisráðherra birti skýrslu á föstudaginn þar sem breytingar á greiðslufyrirkomulagi innanlandsflugs voru viðraðar. Meðal annars leggur hópurinn til að hætta skuli við beinar greiðslur ríkisins til innanlandsflugs.

Jón Gunnarsson, samgöngumálaráðherra
Jón Gunnarsson, samgöngumálaráðherra

Vinnu­hóp­ur ­sem skip­aður var af Ólöfu Nor­dal, fyrr­ver­andi inn­an­rík­is­ráð­herra, birti skýrslu á föstu­dag­inn um breyt­ingar á rekstr­ar­fyr­ir­komu­lagi inn­an­lands­flug­valla. Í henni segir að gera eigi stærstu flug­vell­ina fjár­hags­lega sjálf­stæða þannig að not­enda­gjöld flug­vall­anna end­ur­spegli í auknum mæli raun­kostnað við rekstur þeirra. 

Núver­andi rekstr­ar­fyr­ir­komu­lag á inn­an­lands­flug­völlum er byggt á því að inn­an­lands­flug­vell­irnir eru fjár­magn­aðir að stærstum hluta með þjón­ustu­samn­ingi við rík­ið. Vinnu­hóp­ur­inn leggur til í skýrsl­unni að hætt verði við þá samn­inga en að fjár­magn rík­is­ins renni að mestu í sér­tæk­ari styrki. 

Þar sem þjón­ustu­gjöld far­þega séu ekki bein­tengd kostn­aði á inn­an­lands­flug­völlum geri not­endur þeirra oft ýmsar kostn­að­ar­samar kröfur til flug­vall­anna, sam­kvæmt skýrsl­unni. Með því að byggja verð­skrá á raun­kostn­aði væri  hins vegar hægt að auka kostn­að­ar­vit­und flug­rek­enda og bæta hag­kvæmni í rekstri þeirra.

Auglýsing

Í stað þjón­ustu­samn­ings ríkis við flug­valla­rek­anda yrðu ein­ungis valdar flug­leiðir eða ákveðnir far­þegar styrktir með sér­tækri nið­ur­greiðslu á flug­mið­um. Val á umræddum flug­leiðum eða far­þegum væri svo í höndum ráðu­neyt­is­ins eftir því hvar væri mest þörf á að halda uppi styrkj­um.  

Ekki er litið á breyt­ing­arnar sem nið­ur­skurð­ar­að­gerð­ir, búist er við því að fram­lag rík­is­ins til flug­sam­ganga yrði óbreytt. Hins vegar yrði kostn­að­ar­byrð­i inn­an­lands­flug­vall­anna ­færð yfir á not­endur og rekstur þeirra gerður sjálf­bær­ari í auknum mæli. Sam­kvæmt vinnu­hópnum munu breyt­ing­arnar tryggja almenn­ingi aðgang að flug­sam­göngum á „verði sem hann er til­bú­inn að greiða.“  

Viðr­aðar eru hug­myndir að halda áfram nið­ur­greiðslum á íslenskum far­þegum en að erlendir ferða­menn borgi fullt verð. Sam­kvæmt skýrsl­unni sé það „rök­rétt“ í ljósi þess að ferða­mönnum fjölgi mikið og vilji til að auka gjald­töku af þeim eykst. 

Með því að gera rekstur flug­valla sjálf­bæran er opnað á þann mögu­leika að aðrir fái áhuga á að koma að rekstr­inum og taka þátt í að byggja hann upp, bæði einka­að­ilar og sveit­ar­fé­lög. Ein­hverjir gætu séð hag í að taka þátt í rekstri flug­valla á sínu svæði til að hafa beina aðkomu að upp­bygg­ingu sam­göngu­kerfa og ferða­manna­þjón­ust­u. 

Skýrslan var til­búin snemma í maí en ekki birt á vef ráðu­neyt­is­ins fyrr en síð­ast­lið­inn föstu­dag. Vig­dís Häsler, aðstoð­ar­maður sam­göngu­ráð­herra, segir sein­kun­ina vera hluta af eðli­legum umþótt­un­ar­tíma sem ráðu­neytið gefi sér til þess að fara yfir skýrsl­una.

Viltu styrkja sjálfstæða íslenska fjölmiðlun?
Lesendur Kjarnans geta kosið að greiða fast mánaðarlegt framlag til fjölmiðilsins til að efla starfsemi hans enn frekar. Markmiðið er upplýstari, gagnrýnni og málefnalegri umræða. Hjálpið okkur við að ná því markmiði með því að ganga til liðs við Kjarnasamfélagið.
Öðruvísi húðflúrstofa ætlar að flúra fólk með sjálfsofnæmi án endurgjalds
Emilia Dungal vinnur að hópfjármögnun í gegnum Karolina Fund til að opna húðflúrstofu. Hún ætlar að flúra fólk með sjálfsofnæmissjúkdóma án endurgjalds og gefa þeim sem vilja hylja erfið gömul húðflúr góðan afslátt.
24. júní 2017
Klíkuskapur í atvinnulífinu á Íslandi
Líklegt er að klíkuskapur ríki í valdamiklum stöðum úr viðskipta- og atvinnulífinu hér á landi, samkvæmt nýbirtri grein í tímaritinu Stjórnmál og Stjórnsýsla.
24. júní 2017
Þorsteinn Pálsson.
Grein Þorsteins á Kjarnanum gagnrýnd í veiðigjaldanefnd
Þrír fulltrúar í nefnd sem á að tryggja sanngjarna gjaldtöku fyrir afnot af fiskveiðiauðlindinni hafa bókað harða gagnrýni á formann hennar. Ástæða bókunarinnar er grein sem hann skrifaði á Kjarnann.
24. júní 2017
„Meiri tortryggni og reiði innan Sjálfstæðisflokksins en ég átti von á“
Benedikt Jóhannesson hefur verið fjármála- og efnahagsráðherra í fimm mánuði. Hann segir að Bjarni Benediktsson hafi ekki lokað á markaðsleið í sjávarútvegi í stjórnarmyndunarviðræðum og að krónan sé alvarlegasta viðfangsefni ríkisstjórnarinnar.
24. júní 2017
IKEA hendir tæplega 43.000 tonnum af mat á hverju ári.
43 þúsund tonn af mat fara í ruslið frá IKEA
IKEA hyggist ætla að taka á matarsóun frá veitingastöðum verslananna. Á ári hverju fara 43.000 tonn af mat í ruslið frá IKEA.
24. júní 2017
Fréttastofan Bloomberg segir hugsanlegt að FL Group hafi verið styrkt af rússneskum óligörkum.
Ráðleggur dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna að rannsaka FL Group
Í nýrri grein sem birtist á Bloomberg- fréttasíðunni var sagt frá því að grunur leiki á um að FL group hafi verið milliliður í fjártengslum Donald Trump við rússneska auðjöfra.
23. júní 2017
Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands
Ekki búist við endalokum reiðufjár
Hugmyndir fjármálaráðuneytisins um minnkun seðla í umferð og rafvæðingu gjaldeyris hafa áður komið fram á Indlandi og í Svíþjóð. Ekki er hins vegar búist við því að endalok reiðufjár muni líta dagsins ljós á Íslandi á næstunni.
23. júní 2017
Formaður Lögmannafélagsins: „Ráðherra mistókst“
Reimar Pétursson hrl. segir Alþingi hafa skort skilning á ýmsu því sem til álita kom við skipan 15 dómara við Landsrétt.
23. júní 2017
Meira úr sama flokkiInnlent