Vilja hætta við beinar niðurgreiðslur til innanlandsflugs

Vinnuhópur innanríkisráðherra birti skýrslu á föstudaginn þar sem breytingar á greiðslufyrirkomulagi innanlandsflugs voru viðraðar. Meðal annars leggur hópurinn til að hætta skuli við beinar greiðslur ríkisins til innanlandsflugs.

Jón Gunnarsson, samgöngumálaráðherra
Jón Gunnarsson, samgöngumálaráðherra
Auglýsing

Vinnuhópur sem skipaður var af Ólöfu Nordal, fyrrverandi innanríkisráðherra, birti skýrslu á föstudaginn um breytingar á rekstrarfyrirkomulagi innanlandsflugvalla. Í henni segir að gera eigi stærstu flugvellina fjárhagslega sjálfstæða þannig að notendagjöld flugvallanna endurspegli í auknum mæli raunkostnað við rekstur þeirra. 

Núverandi rekstrarfyrirkomulag á innanlandsflugvöllum er byggt á því að innanlandsflugvellirnir eru fjármagnaðir að stærstum hluta með þjónustusamningi við ríkið. Vinnuhópurinn leggur til í skýrslunni að hætt verði við þá samninga en að fjármagn ríkisins renni að mestu í sértækari styrki. 

Þar sem þjónustugjöld farþega séu ekki beintengd kostnaði á innanlandsflugvöllum geri notendur þeirra oft ýmsar kostnaðarsamar kröfur til flugvallanna, samkvæmt skýrslunni. Með því að byggja verðskrá á raunkostnaði væri  hins vegar hægt að auka kostnaðarvitund flugrekenda og bæta hagkvæmni í rekstri þeirra.

Auglýsing

Í stað þjónustusamnings ríkis við flugvallarekanda yrðu einungis valdar flugleiðir eða ákveðnir farþegar styrktir með sértækri niðurgreiðslu á flugmiðum. Val á umræddum flugleiðum eða farþegum væri svo í höndum ráðuneytisins eftir því hvar væri mest þörf á að halda uppi styrkjum.  

Ekki er litið á breytingarnar sem niðurskurðaraðgerðir, búist er við því að framlag ríkisins til flugsamganga yrði óbreytt. Hins vegar yrði kostnaðarbyrði innanlandsflugvallanna færð yfir á notendur og rekstur þeirra gerður sjálfbærari í auknum mæli. Samkvæmt vinnuhópnum munu breytingarnar tryggja almenningi aðgang að flugsamgöngum á „verði sem hann er tilbúinn að greiða.“  

Viðraðar eru hugmyndir að halda áfram niðurgreiðslum á íslenskum farþegum en að erlendir ferðamenn borgi fullt verð. Samkvæmt skýrslunni sé það „rökrétt“ í ljósi þess að ferðamönnum fjölgi mikið og vilji til að auka gjaldtöku af þeim eykst. 

Með því að gera rekstur flugvalla sjálfbæran er opnað á þann möguleika að aðrir fái áhuga á að koma að rekstrinum og taka þátt í að byggja hann upp, bæði einkaaðilar og sveitarfélög. Einhverjir gætu séð hag í að taka þátt í rekstri flugvalla á sínu svæði til að hafa beina aðkomu að uppbyggingu samgöngukerfa og ferðamannaþjónustu. 

Skýrslan var tilbúin snemma í maí en ekki birt á vef ráðuneytisins fyrr en síðastliðinn föstudag. Vigdís Häsler, aðstoðarmaður samgönguráðherra, segir seinkunina vera hluta af eðlilegum umþóttunartíma sem ráðuneytið gefi sér til þess að fara yfir skýrsluna.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Sonos fær uppreist æru og Framsóknarmaður vill aldurstakmark á snjalltæki
Kjarninn 7. maí 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra var bólusett í Laugardalshöllinni í gær. Bólusetningar ganga nú mjög hratt fyrir sig á Íslandi og samhliða dregur úr takmörkunum.
Fjöldatakmarkanir hækkaðar í 50 manns frá og með næsta mánudegi
Opnunartími veitingastaða verður lengdur um klukkustund, leyfilegur fjöldi í verslunum tvöfaldast, fleiri mega vera í sundi og fara í ræktina. Grímuskylda verður hins vegar óbreytt.
Kjarninn 7. maí 2021
Skálað á kaffihúsi í Danmörku.
Ýta við ferðaþjónustunni með 32 milljarða króna „sumarpakka“
Danska ríkisstjórnin ætlar að setja 1,6 milljarða danskra króna, um 32 milljarða íslenskra, í „sumarpakka“ til að örva ferðaþjónustu landsins.
Kjarninn 7. maí 2021
Kvótinn um 1.200 milljarða króna virði – Þrjár blokkir halda á tæplega helmingi hans
Miðað við síðustu gerðu viðskipti með aflaheimildir þá er virði þeirra langtum hærra en bókfært virði í ársreikningum útgerða. Í næstu viku munu örfáir eigendur útgerðar selja tæplega 30 prósent hlut sinn í henni.
Kjarninn 7. maí 2021
Páll Magnússon er formaður allsherjar- og menntamálanefndar.
Nefnd búin að afgreiða fjölmiðlastyrki og umsóknarfrestur verður til loka maímánaðar
Meirihluti allsherjar- og menntamálanefndar hefur skilað áliti um stuðningskerfi til fjölmiðla. Þar er lagt til að þrengja skilyrði fyrir stuðningi úr ríkissjóði og gildistími laganna er færður í eitt ár.
Kjarninn 7. maí 2021
Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, og verk Libiu og Ólafs áður en það var tekið niður af gafli Hafnarborgar.
Bæjarstjóri hafnar því að hafa gerst sek um ritskoðun þegar listaverk var fjarlægt
Fulltrúar minnihlutans í Hafnarfirðii segja fjarlægingu listaverks Libiu Castro og Ólafs Ólafssonar af gafli Hafnarborgar síðastliðinn sunnudag „alvarlega aðför að tjáningarfrelsi“ og vilja að bæjaryfirvöld biðji tvíeykið afsökunar.
Kjarninn 7. maí 2021
Svæðið fyrir og eftir að Rio Tinto hafði farið yfir það með stórvirkum vinnuvélum.
Hluthafar Rio Tinto hafna starfskjarastefnu sem ofurlaun forstjórans fyrrverandi byggðu á
Fyrstu viðbrögð Rio Tinto og forstjóra þess, þegar upp komst að fyrirtækið hefði eyðilagt 46 þúsund ára gamla steinhella, voru að segjast ekki hafa vitað að þeir væru heilagir í hugum frumbyggjanna. Þessar afsakanir voru hluthöfum ekki að skapi.
Kjarninn 6. maí 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsmálaráðherra.
Telur ásakanir um meint brot Samherja ekki hafa skaðað orðspor íslenskra fyrirtækja
Fjármála- og efnahagsráðherra segist aldrei hafa fengið símtal, ábendingu eða umkvörtun frá nokkrum einasta aðila sem heldur því fram að ásakanir um lögbrot Samherja séu að valda einhverjum verulegum vandræðum fyrir íslenskan útflutning.
Kjarninn 6. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent