Vilja hætta við beinar niðurgreiðslur til innanlandsflugs

Vinnuhópur innanríkisráðherra birti skýrslu á föstudaginn þar sem breytingar á greiðslufyrirkomulagi innanlandsflugs voru viðraðar. Meðal annars leggur hópurinn til að hætta skuli við beinar greiðslur ríkisins til innanlandsflugs.

Jón Gunnarsson, samgöngumálaráðherra
Jón Gunnarsson, samgöngumálaráðherra
Auglýsing

Vinnu­hóp­ur ­sem skip­aður var af Ólöfu Nor­dal, fyrr­ver­andi inn­an­rík­is­ráð­herra, birti skýrslu á föstu­dag­inn um breyt­ingar á rekstr­ar­fyr­ir­komu­lagi inn­an­lands­flug­valla. Í henni segir að gera eigi stærstu flug­vell­ina fjár­hags­lega sjálf­stæða þannig að not­enda­gjöld flug­vall­anna end­ur­spegli í auknum mæli raun­kostnað við rekstur þeirra. 

Núver­andi rekstr­ar­fyr­ir­komu­lag á inn­an­lands­flug­völlum er byggt á því að inn­an­lands­flug­vell­irnir eru fjár­magn­aðir að stærstum hluta með þjón­ustu­samn­ingi við rík­ið. Vinnu­hóp­ur­inn leggur til í skýrsl­unni að hætt verði við þá samn­inga en að fjár­magn rík­is­ins renni að mestu í sér­tæk­ari styrki. 

Þar sem þjón­ustu­gjöld far­þega séu ekki bein­tengd kostn­aði á inn­an­lands­flug­völlum geri not­endur þeirra oft ýmsar kostn­að­ar­samar kröfur til flug­vall­anna, sam­kvæmt skýrsl­unni. Með því að byggja verð­skrá á raun­kostn­aði væri  hins vegar hægt að auka kostn­að­ar­vit­und flug­rek­enda og bæta hag­kvæmni í rekstri þeirra.

Auglýsing

Í stað þjón­ustu­samn­ings ríkis við flug­valla­rek­anda yrðu ein­ungis valdar flug­leiðir eða ákveðnir far­þegar styrktir með sér­tækri nið­ur­greiðslu á flug­mið­um. Val á umræddum flug­leiðum eða far­þegum væri svo í höndum ráðu­neyt­is­ins eftir því hvar væri mest þörf á að halda uppi styrkj­um.  

Ekki er litið á breyt­ing­arnar sem nið­ur­skurð­ar­að­gerð­ir, búist er við því að fram­lag rík­is­ins til flug­sam­ganga yrði óbreytt. Hins vegar yrði kostn­að­ar­byrð­i inn­an­lands­flug­vall­anna ­færð yfir á not­endur og rekstur þeirra gerður sjálf­bær­ari í auknum mæli. Sam­kvæmt vinnu­hópnum munu breyt­ing­arnar tryggja almenn­ingi aðgang að flug­sam­göngum á „verði sem hann er til­bú­inn að greiða.“  

Viðr­aðar eru hug­myndir að halda áfram nið­ur­greiðslum á íslenskum far­þegum en að erlendir ferða­menn borgi fullt verð. Sam­kvæmt skýrsl­unni sé það „rök­rétt“ í ljósi þess að ferða­mönnum fjölgi mikið og vilji til að auka gjald­töku af þeim eykst. 

Með því að gera rekstur flug­valla sjálf­bæran er opnað á þann mögu­leika að aðrir fái áhuga á að koma að rekstr­inum og taka þátt í að byggja hann upp, bæði einka­að­ilar og sveit­ar­fé­lög. Ein­hverjir gætu séð hag í að taka þátt í rekstri flug­valla á sínu svæði til að hafa beina aðkomu að upp­bygg­ingu sam­göngu­kerfa og ferða­manna­þjón­ust­u. 

Skýrslan var til­búin snemma í maí en ekki birt á vef ráðu­neyt­is­ins fyrr en síð­ast­lið­inn föstu­dag. Vig­dís Häsler, aðstoð­ar­maður sam­göngu­ráð­herra, segir sein­kun­ina vera hluta af eðli­legum umþótt­un­ar­tíma sem ráðu­neytið gefi sér til þess að fara yfir skýrsl­una.

Meira úr sama flokkiInnlent