Innflytjendur tíu prósent landsmanna og 16 prósent Suðurnesjabúa

Fyrstu og annarrar kynslóðar innflytjendur hafa aldrei verið hærraa hlutfall af mannfjöldanum hér, eða 10,8 prósent. Samkvæmt mannfjöldaspá verða innflytjendur og afkomendur þeirra fjórðungur landsmanna árið 2065.

img_3094_raw_1807130196_10016379835_o.jpg
Auglýsing

Inn­flyt­endur á Íslandi voru 31.812 tals­ins í upp­hafi þessa árs. Þeim fjölg­aði úr 29.192 á árinu. Frá árinu 2012 hefur inn­flytj­endum fjölgað úr því að vera átta pró­sent af þeim mann­fjölda sem býr á Íslandi og upp í 9,6 pró­sent. Hæst er hlut­fall inn­flytj­enda á Suð­ur­nesj­un­um, en þar eru 16 pró­sent þeirra sem þar búa inn­flytj­end­ur. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Hag­stofu Íslands.

Þar kemur einnig fram að annarri kyn­slóð inn­flytj­enda hefur líka fjölgað hratt á und­an­förnum árum og sam­an­lagt hlut­fall þeirra sem eru af fyrstu eða annarri kyn­slóð inn­flytj­enda hefur aldrei verið hærra, eða 10,8 pró­sent af mann­fjöld­an­um. Önnur kyn­slóð inn­flytj­enda telur nú 4.158 manns.

Þá hefur ein­stak­lingum með erlendan bak­grunn, aðrir en inn­flytj­end­ur, líka fjölg­að. Þeir eru nú 6,7 pró­sent mann­fjöld­ans.

Auglýsing

16 pró­sent íbúa á Suð­ur­nesjum

Sem fyrr eru Pól­verjar lang­fjöl­menn­asti hóp­ur­inn sem hér býr. Alls eru þeir 37,7 pró­sent allra inn­flytj­enda og í upp­hafi árs voru íslensku Pól­verjarnir 11.988 tals­ins.Þar á eftir koma inn­flytj­endur frá Lit­háen og Fil­ipps­eyj­um.

Flestir fyrstu og ann­arrar kyn­slóðar inn­flytj­endur búa á  höf­uð­borg­ar­svæð­inu, eða 23.707 manns. Það eru 65,9 pró­sent allra inn­flytj­enda á land­inu. Hlut­fall inn­flytj­enda af heildar­í­búa­fjölda á lands­svæði er hins vegar hæst á Suð­ur­nesj­unum þar sem 16 pró­sent íbúa eru inn­flytj­endur af fyrstu eða annarri kyn­slóð. Á Vest­fjörðum er hlut­fallið 14,1 pró­sent en lægst er hlut­fallið á Norð­ur­landi vestra þar sem ein­ungis 5,1 pró­sent mann­fjöld­ans eru inn­flytj­endur eða börn þeirra.

Inn­flytj­endum mun að óbreyttu fjölga mikið

Hag­stofan birti í lok júní nýja mann­fjölda­spá sem nær til árs­ins 2065. Í mið­spá stofn­un­ar­innar var gert ráð fyrir að Íslend­ingar væru orðnir 442 þús­und í lok spá­tíma­bils­ins, en þeir voru 332 þús­und í upp­hafi þessa árs.

Sam­­kvæmt spánni munu fleiri flytja til lands­ins en frá því næstu hálfu öld­ina. Þar sagði: „­Fjöldi aðfluttra verður meiri en brott­­­fluttra á hverju ári, fyrst og fremst vegna erlendra inn­­­flytj­enda. Íslenskir rík­­­is­­­borg­­­arar sem flytja frá land­inu munu halda áfram að vera fleiri en þeir sem flytja til lands­ins.“ 

Aðfluttir umfram brott­­flutta á árinu 2015 voru 1.447 tals­ins. Erlendum rík­­is­­borg­­urum sem búa á Íslandi fjölg­aði á sama tíma um 2.460. Hag­­stofan gerir ráð fyrir að þessi þróun muni halda áfram næstu 50 árin. Þ.e. að íslenskir rík­­is­­borg­­arar sem leiti tæki­­fær­anna í öðrum löndum frekar en hér verði 850 fleiri að með­­al­tali á ári en þeir sem skila sér aftur heim eftir dvöl erlend­­is. Á 50 árum eru þetta um 43 þús­und manns.Til lands­ins munu hins vegar koma um 1.600 fleiri útlend­ingar á ári en flytj­­ast frá því. Á 50 árum gera það um 80 þús­und manns. Verði Íslend­ingar 442 þús­und tals­ins árið 2065, líkt og spá Hag­­stof­unnar gerir ráð fyr­ir, ættu erlendir rík­­is­­borg­­arar þá að verða um 107 þús­und tals­ins, eða um fjórð­ungur þjóð­­ar­inn­­ar.

Borga meira í skatt og taka minna til sín

Í ágúst greindi Kjarn­inn frá því að erlendir rík­is­borg­arar eru nú yfir tíu pró­­sent þeirra sem greiða skatta á Íslandi. Rúm­­lega annar hver nýr skatt­greið­andi hér­­­lendis á síð­­­ustu árum hefur komið erlendis frá og á árinu 2015 einu saman voru 74,4 pró­­sent allra nýrra skatt­greið­enda erlendir rík­­is­­borg­­ar­­ar. Það þýðir að þrír af hverjum fjórum sem bætt­ist við skatt­grunn­­skrá lands­ins í fyrra voru erlendir rík­­is­­borg­­arar en einn af hverjum fjórum var íslenskur rík­­is­­borg­­ari.

Á sama tíma voru greiðslur í félags­­­lega aðstoð þær lægstu sem þær hafa verið frá hruni. Í fyrra, þegar útlend­ingum sem fluttu til Íslands fjölg­aði meira en þeim hafði gert árum sam­an, dróg­ust slíkar greiðslur saman í fyrsta sinn í átta ár. Umfang greiðslu atvinn­u­­leys­is­­bóta hefur enn fremur dreg­ist mjög saman sam­hliða fjölgun erlendra rík­­is­­borg­­ara á Íslandi. Árið 2011, þegar fjöldi þeirra náði lág­­marki eftir hrun, greiddi íslenska ríkið 24,7 millj­­arða króna í atvinn­u­­leys­is­bæt­­ur. Í fyrra, þegar fjöldi erlendra rík­­is­­borg­­ara náði hámarki eftir hrun, var sú upp­­hæð 8,8 millj­­arðar króna.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Nýir íbúðareigendur velja nú frekar að taka lán hjá bönkum en lífeyrissjóðum.
Eðlisbreyting á húsnæðislánamarkaði – Lántakendur flýja lífeyrissjóðina
Í fyrsta sinn síðan að Seðlabanki Íslands hóf að halda utan um útlán lífeyrissjóða greiddu sjóðsfélagar upp meira af lánum en þeir tóku. Á sama tíma hafa útlán viðskiptabanka til húsnæðiskaupa stóraukist. Ástæðan: þeir bjóða nú upp á mun lægri vexti.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Alma Möller, landlæknir á upplýsingafundi dagsins.
Alma: Ungt og hraust fólk getur orðið alvarlega veikt
„Það er ekki að ástæðulausu sem við erum í þessum aðgerðum,“ segir Alma D. Möller landlæknir. „Þessi veira er skæð og getur valdið veikindum hjá mjög mörgum ef ekkert er að gert.“ Maður á fertugsaldri liggur á gjörgæslu með COVID-19.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra.
Ferðamálaráðherra: Áhættan er í mínum huga ásættanleg
„Áhættan af því að skima og hleypa fólki inn [í landið] er svo lítil,“ segir ferðamálaráðherra. „Ég bara get ekki fallist á þau rök að hún sé svo mikil að það eigi bara að loka landi og ekki hleypa fólki inn.“
Kjarninn 8. ágúst 2020
Kanaguri Shizo árið 1912 og við enda hlaupsins 1967.
Ólympíuleikunum frestað – og hvað svo?
Þann 24. júlí hefði opnunarathöfn Ólympíuleikanna 2020 átt að fara fram, en heimsfaraldur hefur leitt til þess að leikunum í Tókýó verður frestað um eitt ár hið minnsta. Það er ekki einsdæmi að Ólympíuleikum sé frestað eða aflýst.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Þrjú ný innanlandssmit – 112 í einangrun
Þrjú ný innanlandssmit af kórónuveirunni greindust hér á landi í gær og tvö í landamæraskimun. 112 manns eru nú með COVID-19 og í einangrun.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, á upplýsingafundi almannavarna fyrr á árinu.
Hafa fengið 210 milljónir til baka frá fyrirtækjum sem nýttu hlutabótaleiðina
Alls hafa 44 fyrirtæki endurgreitt andvirði bóta sem starfsmenn þeirra fengu greiddar úr opinberum sjóðum fyrr á árinu vegna minnkaðs starfshlutfalls. Forstjóri Vinnumálastofnunar segist „nokkuð viss“ um að öll fyrirtækin hafi greitt af sjálfsdáðum.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Þórdís hafnar gagnrýni Gylfa – „Þekki ekki marga sem ætla að fara hringinn í október“
Ráðherra ferðamála segir gagnrýni hagfræðinga á opnun landamæra slá sig „svolítið eins og að fagna góðu stuði í gleðskap á miðnætti án þess að hugsa út í hausverkinn að morgni.“
Kjarninn 8. ágúst 2020
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði.
Gylfi: Stjórnvöld gerðu mistök með því að opna landið
Prófessor í hagfræði, sem varaði við áhrifum af opnun landamæra Íslands í sumar, segir að stjórnvöld hafi stefnt mikilvægum almannagæðum í hættu með því að halda þeim til streitu. Hagsmunir fárra hafi verið teknir fram yfir hagsmuni þorra landsmanna.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None