Sjálfstæðisflokkurinn öflugastur flokka á landsbyggðinni

Líkur eru á að Sjálfstæðisflokkurinn muni sigra í alþingiskosningunum í landsbyggðarkjördæmunum þremur. Þingsætaspá Kjarnans mælir Sjálfstæðisflokkinn sterkastan í Norðvestur-, Norðaustur- og Suðurkjördæmi. 13% líkur eru á að formaður Samfylkingarinnar nái kjöri.

rýnir í kosningaspána
rýnir í kosningaspána

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn er öruggastur allra fram­boða í Norð­vest­ur-, Norð­aust­ur- og Suð­ur­kjör­dæmi með að fá þing­menn kjörna á þing sam­kvæmt þing­sæta­spánni. Þing­sæta­spáin er ítar­leg grein­ing á gögnum Kosn­inga­spár Kjarn­ans og Bald­urs Héð­ins­sonar stærð­fræð­ings sem birt hefur verið hér á vefnum und­an­farin miss­eri.

Odd­vitar Sjálf­stæð­is­flokks­ins í kjör­dæm­unum þremur sem um ræðir mæl­ast allir með 100 pró­sent í þing­sæta­spánni. Lík­urnar eru fengnar eftir að 100.000 „sýnd­ar­kosn­ing­ar“ voru gerðar á fyr­ir­liggj­andi könn­unum í Kosn­inga­spánni. Í öllum 100.000 hermunum náðu odd­vitar Sjálf­stæð­is­flokks­ins kjöri. Þeir eru Har­aldur Bene­dikts­son í Norð­vest­ur­kjör­dæmi, Krist­ján Þór Júl­í­us­son í Norð­aust­ur­kjör­dæmi og Páll Magn­ús­son í Suð­ur­kjör­dæmi.

Lík­leg­asta nið­ur­staðan er sú að Sjálf­stæð­is­menn fái minnst sjö þing­menn úr þessum þremur kjör­dæm­um. Bæði Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dóttir (annað sæti í Norð­vest­ur­kjör­dæmi) og Ásmundur Frið­riks­son (annað sæti í Suð­ur­kjör­dæmi) náðu einnig kjöri í öllum 100.000 hermunum sýnd­ar­kosn­ing­anna.

Nánar má lesa um fram­kvæmd þing­sæta­spár­innar á Kosn­inga­spár­vef Kjarn­ans þar sem allar nið­ur­stöður Kosn­inga­spár­innar verða aðgengi­legar fram að kosn­ingum og kosn­inga­úr­slitin að þeim lokn­um.

Suðurkjördæmi
10 borgarfulltrúar kjörnir
FlokkarFramboðslistar
 • 93%
  Páll Valur Björnsson
 • 1%
  Þórunn Pétursdóttir
 • >99%
  Sigurður Ingi Jóhannsson
 • 81%
  Silja Dögg Gunnarsdóttir
 • 13%
  Ásgerður K. Gylfadóttir
 • 0.1%
  Einar Freyr Elínarson
 • 28%
  Jóna Sólveig Elínardóttir
 • 3%
  Jóhannes Albert Kristbjörnsson
 • 0.1%
  Ingunn Guðmundsdóttir
 • 100%
  Páll Magnús­son
 • 98%
  Ásmund­ur Friðriks­son
 • 51%
  Vil­hjálm­ur Árna­son
 • 4%
  Unn­ur Brá Kon­ráðsdótt­ir
 • 1%
  Krist­ín Trausta­dótt­ir
 • 53%
  Smári McCarty
 • 24%
  Oktavía Hrund Jónsdóttir
 • 34%
  Þórólfur Júlían Dagsson
 • 70%
  Álfheiður Eymarsdóttir
 • 86%
  Oddný G. Harðardóttir
 • 1%
  Ólafur Þór Ólafsson
 • 99%
  Ari Trausti Guð­munds­son
 • 16%
  Heiða Guðný Ásgeirs­dótt­ir
 • 4%
  Dan­íel E. Arn­ars­son

Ólík­legt að Oddný nái kjöri

Nokkuð ólík­legt þyk­ir, miðað við fyr­ir­liggj­andi kann­an­ir, að Oddný Harð­ar­dótt­ir, for­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, nái kjöri. Sam­fylk­ingin er eini flokk­ur­inn af þeim sjö sem mæl­ast í kosn­inga­spánni sem nær ekki kjöri í lík­leg­ustu nið­ur­stöð­unni í Suð­ur­kjör­dæmi. Aðeins 13 pró­sent líkur eru á því að Oddný nái kjöri, minnst allra odd­vit­anna í kjör­dæm­inu.

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn er eins og áður sagði sterkastur í þessu kjör­dæmi og mun að öllum lík­indum fá tvo þing­menn kjörna. Ekki þarf mikið upp á að Vil­hjálmur Árna­son, þriðji maður á lista Sjálf­stæð­is­flokks­ins, fái einnig nær öruggt þing­sæti. Hann náði kjöri í 58 pró­sent sýnd­ar­kosn­ing­anna 100.000.

Píratar mega gera sér vonir um að fá tvo þing­menn kjörna í Suð­ur­kjör­dæmi. Smári McCar­ty, odd­viti P-list­ans, verður að öllum lík­indum kjör­inn og Oktavía Hrund Jóns­dóttir fær góðar líkur eða 83 pró­sent í kosn­inga­spánni.

Suð­ur­kjör­dæmi er sterkt vígi Fram­sókn­ar­flokks­ins. Þar leiðir Sig­urður Ingi Jóhanns­son, for­sæt­is­ráð­herra og for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins, lista flokks­ins. Hann náði kjöri í öllum sýnd­ar­kosn­ing­unum og mælist því með 100 pró­sent líkur á að ná kjöri í Alþing­is­kosn­ing­un­um. Silja Dögg Gunn­ars­dóttir skipar annað sæti list­ans og mælist með 92 pró­sent líkur á að ná kjöri.

Ari Trausti Guð­munds­son, odd­viti Vinstri grænna, fær 99 pró­sent líkur á kjöri í kosn­inga­spánni, Jóna Sól­veig Elín­ar­dótt­ir, odd­viti Við­reisn­ar, fær 85 pró­sent líkur og Páll Valur Björns­son, odd­viti Bjartrar fram­tíð­ar, fær 83 pró­sent lík­ur.

Lík­leg­asta nið­ur­staða kosn­ing­anna á laug­ar­dag miðað við fyr­ir­liggj­andi kann­anir er eft­ir­far­andi:

 • A-listi Bjartrar fram­tíðar = 1 full­trúi
 • B-listi Fram­sókn­ar­flokks = 2 full­trúar
 • C-listi Við­reisnar = 1 full­trúi
 • D-listi Sjálf­stæð­is­flokks = 2 full­trúar
 • P-listi Pírata = 1 full­trúi
 • S-listi Sam­fylk­ing­ar­innar = 0 full­trúar
 • V-listi Vinstri grænna = 1 full­trúi

Auk þeirra tveir af eft­ir­far­andi: D3, P2, V2, B3, A2 eða S1* Af þeim sem nefndir eru í list­anum hér að ofan eru full­trúar A1 og C1 veik­ast­ir.

* Lista­bók­stafur og röð full­trúa á list­an­um. Dæmi: X2 er sá sem skipar annað sæti á X-lista.
Norðausturkjördæmi
10 borgarfulltrúar kjörnir
FlokkarFramboðslistar
 • 48%
  Preben Pétursson
 • 1%
  Dagný Rut Haraldsdóttir
 • 70%
  Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
 • 93%
  Þórunn Egilsdóttir
 • 87%
  Líneik Anna Sævarsdóttir
 • 22%
  Benedikt Jóhannesson
 • 0.3%
  Hildur Betty Kristjánsdóttir
 • 100%
  Kristján Þór Júlíusson
 • >99%
  Njáll Trausti Friðbertsson
 • 21%
  Valgerður Gunnarsdóttir
 • 0.4%
  Arnbjörg Sveinsdóttir
 • 71%
  Einar Brynjólfsson
 • 2%
  Guðrún Ágústa Þórdísardóttir
 • 12%
  Gunnar Ómarsson
 • 0.2%
  Hans Jónsson
 • 93%
  Logi Már Einarsson
 • 2%
  Erla Björg Guðmundsdóttir
 • 0.1%
  Hildur Þórisdóttir
 • 100%
  Steingrímur Jóhann Sigfússon
 • 93%
  Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir
 • 14%
  Björn Valur Gíslason

Fram­sókn tapar þremur þing­mönnum milli kosn­inga í norð­austri

Í Norð­aust­ur­kjör­dæmi verða nokkrar svipt­ingar frá því í kosn­ing­unum árið 2013. Þá fékk Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn fjóra þing­menn undir for­ystu odd­vit­ans Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­son­ar. Nú er Sig­mundur Davíð enn odd­viti lista Fram­sókn­ar­flokks­ins en sam­kvæmt lík­leg­ustu nið­ur­stöðu kosn­ing­anna á laug­ar­dag­inn nær hann einn Fram­sókn­ar­manna kjöri; lík­urnar eru 98 pró­sent. Þór­unn Egils­dótt­ir, sem situr í öðru sæti B-list­ans, gæti hins vegar kom­ist að sem þing­maður en hún náði kjöri í aðeins 31 pró­sent til­vika í sýnd­ar­kosn­ing­un­um.

Við­reisn mun nokkuð örugg­lega fá einn mann kjör­inn. Odd­viti flokks­ins í Norð­aust­ur­kjör­dæmi er for­maður flokks­ins Bene­dikt Jóhann­es­son. 96 pró­sent líkur eru á að hann nái kjöri.

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn og Píratar verða nokkuð örugg­lega með tvo þing­menn kjörna í Norð­aust­ur­kjör­dæmi. Odd­vitar flokk­anna; Sjálf­stæð­is­mað­ur­inn Krist­ján Þór Júl­í­us­son og Pírat­inn Einar Aðal­steinn Brynj­ólfs­son, náðu kjöri í öllum hermunum sýnd­ar­kosn­ing­anna og eru því með 100 pró­sent líkur á kjöri. Njáll Trausti Frið­berts­son situr í öðru sæti lista Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hann mælist með 99 pró­sent líkur á kjöri. Guð­rún Ágústa Þór­dís­ar­dóttir er í öðru sæti lista Pírata. Hún mælist með 89 pró­sent líkur á kjöri.

Þá er nokkuð öruggt að Stein­grímur J. Sig­fús­son, odd­viti Vinstri grænna, nái kjöri. Hann hlaut einnig 100% kosn­ingu í sýnd­ar­kosn­ing­unum sem byggja á fyr­ir­liggj­andi könn­unum á fylgi flokk­anna.

Lík­leg­asta nið­ur­staða kosn­ing­anna á laug­ar­dag miðað við fyr­ir­liggj­andi kann­anir er eft­ir­far­andi:

 • A-listi Bjartrar fram­tíðar = 0 full­trúar
 • B-listi Fram­sókn­ar­flokks = 1 full­trúi
 • C-listi Við­reisnar = 1 full­trúar
 • D-listi Sjálf­stæð­is­flokks = 2 full­trúar
 • P-listi Pírata = 2 full­trúi
 • S-listi Sam­fylk­ing­ar­innar = 1 full­trúar
 • V-listi Vinstri grænna = 1 full­trúi

Auk þeirra tveir af eft­ir­far­andi: V2, D3, S2, B2, P3 eða A1.* Af þeim sem nefndir eru hér í list­anum eru full­trúar S1 og P2 veik­ast­ir.

* Lista­bók­stafur og röð full­trúa á list­an­um. Dæmi: X2 er sá sem skipar annað sæti á X-lista.
Norðvesturkjördæmi
8 borgarfulltrúar kjörnir
FlokkarFramboðslistar
 • 15%
  G. Valdimar Valdemarsson
 • 0%
  Kristín Sigurgeirsdóttir
 • 64%
  Gunnar Bragi Sveinsson
 • 0%
  Elsa Lára Arnardóttir
 • 3%
  Sigurður Páll Jónsson
 • 7%
  Gylfi Ólafsson
 • 0%
  Lee Ann Maginnis
 • 92%
  Haraldur Benediktsson
 • >99%
  Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir
 • 30%
  Teitur Björn Einarsson
 • 2%
  Hafdís Gunnarsdóttir
 • 24%
  Eva Pandora Baldursdóttir
 • 0.1%
  Gunnar I. Guðmundsson
 • 0.1%
  Eiríkur Þór Theódórsson
 • 94%
  Guðjón S. Brjánsson
 • 1%
  Inga Björk Bjarnadóttir
 • 9%
  Lilja Rafney Magnúsdóttir
 • 79%
  Bjarni Jónsson
 • 16%
  Dagný Rósa Úlfarsdóttir

Sjálf­stæð­is­menn með þrjá, Pírat­ar, Fram­sókn og Vinstri græn með einn hvert

Í minnsta kjör­dæmi lands­ins er Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn gríð­ar­lega sterk­ur. Þar geta bæði Har­aldur Bene­dikts­son og Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dóttir verið nokkuð örugg um að ná kjöri og þriðji maður á lista, Teitur Björn Ein­ars­son, er ekki langt und­an. Hann náði kjöri í 72 pró­sent sýnd­ar­kosn­ing­anna.

Þá eru þrír odd­vitar ann­arra flokka mjög lík­legir til þess að ná kjöri. Lilja Raf­ney Magn­ús­dótt­ir, odd­viti Vinstri grænna í kjör­dæm­inu, fær 100% kjör í sýnd­ar­kosn­ing­un­um. Næri því víst er að Gunnar Bragi Sveins­son, odd­viti Fram­sókn­ar­flokks­ins, nái einnig kjöri en hann er með 99% kjör í sýnd­ar­kosn­ing­unum alveg eins og Eva Pand­ora Bald­urs­dótt­ir, odd­viti Pírata.

Lík­leg­asta nið­ur­staða kosn­ing­anna á laug­ar­dag miðað við fyr­ir­liggj­andi kann­anir er eft­ir­far­andi:

 • A-listi Bjartrar fram­tíðar = 0 full­trúar
 • B-listi Fram­sókn­ar­flokks = 1 full­trúi
 • C-listi Við­reisnar = 0 full­trúar
 • D-listi Sjálf­stæð­is­flokks = 3 full­trúar
 • P-listi Pírata = 1 full­trúi
 • S-listi Sam­fylk­ing­ar­innar = 0 full­trúar
 • V-listi Vinstri grænna = 1 full­trúi

Auk þeirra tveir af eft­ir­far­andi: V2, S1, C1, B2, A1 eða P2.*

* Lista­bók­stafur og röð full­trúa á list­an­um. Dæmi: X2 er sá sem skipar annað sæti á X-lista.

Þing­sæta­spáin

Þing­sæta­spáin er ítar­legri grein­ing á gögnum kosn­inga­spár­innar sem mælir lík­indi þess að ein­staka fram­bjóð­andi nái kjöri í Alþing­is­kosn­ing­um. Nið­ur­stöð­urnar byggja á fyr­ir­liggj­andi könn­unum á fylgi fram­boða í öllum sex kjör­dæmum lands­ins hverju sinni og eru nið­ur­stöð­urnar birtar hér að vefn­um. Þing­sæta­spáin sem nú er birt byggir á Þjóð­ar­púlsi Gallup 3.–12 októ­ber (vægi 57%) og Þjóð­mála­könnun Félags­vís­inda­stofn­unar 23. sept­em­ber - 5. októ­ber (vægi 43%). Ef fleiri könn­un­ar­að­ilar birta fylgi fram­boða niður á kjör­dæmi ásamt upp­lýs­ingum um fram­kvæmd könn­unar verður þeim upp­lýs­ingum bætt inn í þing­sæta­spánna.

Gallup er eini könn­un­ar­að­il­inn sem hefur veitt opinn aðgang að fylgis­tölum niður á kjör­dæmi. Auk þess var að finna fylgi niður á kjör­dæmi í Þjóð­mála­könnun Félags­vís­inda­stofn­unar sem birt var í Morg­un­blað­inu. Fylgi flokka í kjör­dæmum hefur ekki hefur verið birt í Þjóð­mála­könnun Félags­vís­inda­stofn­unar 6.–12 októ­ber eða í Þjóð­mála­könnun Félags­vís­inda­stofn­unar 13.–19 októ­ber.

Fyrir kjör­dæmin

Líkur á því að ein­staka fram­bjóð­andi nái kjöri byggja á reikni­lík­ani stærð­fræð­ing­anna Bald­urs Héð­ins­sonar og Stef­áns Inga Valdi­mars­son­ar. Í stuttu máli er aðferða­fræðin sú að fylgi fram­boða í skoð­ana­könn­unum er talin lík­leg­asta nið­ur­staða kosn­inga að við­bættri óvissu sem byggir á sögu­legu frá­viki kann­ana frá kosn­inga­úr­slit­um. Sögu­leg gögn sýna fylgni er á milli þess að ofmeta/van­meta fylgi flokks í einu kjör­dæmi og að ofmeta/van­meta fylgi flokks­ins í öðrum kjör­dæm­um. Frá­vikið frá lík­leg­ustu nið­ur­stöðu fyrir flokk er því ekki óháð milli kjör­dæma. Ef frá­vikið er nei­kvætt í einu kjör­dæmi fyrir ákveð­inn flokk aukast lík­urnar á að það sé sömu­leiðis nei­kvætt í öðrum kjör­dæm­um.

Reikni­líkanið hermir 100.000 „sýnd­ar­kosn­ing­ar“ og úthlutar kjör­dæma- og jöfn­un­ar­sætum út frá nið­ur­stöð­un­um. Líkur fram­bjóð­anda á að ná kjöri er þess vegna hlut­fall „sýnd­ar­kosn­inga“ þar sem fram­bjóð­and­inn nær kjöri.

Tökum ímyndað fram­boð X-list­ans í Norð­vest­ur­kjör­dæmi sem dæmi: Fram­boðið mælist með 20 pró­sent fylgi. Í flestum „sýnd­ar­kosn­ing­un­um“ fær X-list­inn 2 þing­menn en þó kemur fyrir að fylgið í kjör­dæm­inu dreif­ist þannig að nið­ur­staðan er aðeins einn þing­mað­ur. Sömu­leiðis kemur fyrir að X-list­inn fær þrjá þing­menn í kjör­dæm­inu og í örfáum til­vikum eru fjórir þing­menn í höfn.

Ef skoðað er í hversu mörgum „sýnd­ar­kosn­ing­um“ hver fram­bjóð­andi komst inn sem hlut­fall af heild­ar­fjölda fást lík­urnar á að sá fram­bjóð­andi nái kjöri. Sem dæmi, hafi fram­bjóð­and­inn í 2. sæti X-list­ans í Norð­vest­ur­kjör­dæmi náð kjöri í 90.000 af 100.000 „sýnd­ar­kosn­ing­um“ þá reikn­ast lík­urnar á því að hann nái kjöri í Alþing­is­kosn­ing­unum 90 pró­sent.

Skoð­ana­kann­anir í aðdrag­anda Alþing­is­kosn­inga 2009 og 2013 voru not­aðar til að sann­prófa þing­sæta­spánna, þar sem spáin er borin saman við end­an­lega úthlutun þing­sæta.Fyrir landið í heild

Þegar nið­ur­stöður í öllum kjör­dæmum liggja fyrir er hægt taka nið­ur­stöð­urnar saman fyrir landið í heild og reikna út líkur á því hversu marga þing­menn hver flokkur fær á lands­vísu. X-list­inn gæti, svo dæm­inu hér að ofan sé haldið áfram, feng­ið:

 • 8 þing­menn í 4% til­fella
 • 9 þing­menn í 25% til­fella
 • 10 þing­menn í 42% til­fella
 • 11 þing­menn í 25% til­fella
 • 12 þing­menn í 4% til­fella

Þetta veitir tæki­færi til þess að máta flokka saman reyna að mynda meiri­hluta þing­manna og skoða líkur á því hvaða flokkar muni ná meiri­hluta á þingi að afstöðnum kosn­ing­um. Ef X-list­inn er einn af þeim flokkum sem myndar meiri­hluta að loknum kosn­ingum er þing­manna­fram­lag hans til meiri­hlut­ans aldrei færri en 8 þing­menn, í 96% til­fella a.m.k. 9 þing­menn, í 71% til­fella a.m.k. 10 þing­menn o.s.frv. Lands­líkur X-list­ans eru því settar fram á form­inu:

 • = > 8 þing­menn í 100% til­fella
 • = > 9 þing­menn í 96% til­fella
 • = > 10 þing­menn í 71% til­fella
 • = > 11 þing­menn í 29% til­fella
 • = > 12 þing­menn í 4% til­fella
 • = > 13 þing­menn í 0% til­fella

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnBirgir Þór Harðarson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None