Sjálfstæðisflokkurinn öflugastur flokka á landsbyggðinni

Líkur eru á að Sjálfstæðisflokkurinn muni sigra í alþingiskosningunum í landsbyggðarkjördæmunum þremur. Þingsætaspá Kjarnans mælir Sjálfstæðisflokkinn sterkastan í Norðvestur-, Norðaustur- og Suðurkjördæmi. 13% líkur eru á að formaður Samfylkingarinnar nái kjöri.

rýnir í kosningaspána
rýnir í kosningaspána

Sjálfstæðisflokkurinn er öruggastur allra framboða í Norðvestur-, Norðaustur- og Suðurkjördæmi með að fá þingmenn kjörna á þing samkvæmt þingsætaspánni. Þingsætaspáin er ítarleg greining á gögnum Kosningaspár Kjarnans og Baldurs Héðinssonar stærðfræðings sem birt hefur verið hér á vefnum undanfarin misseri.

Oddvitar Sjálfstæðisflokksins í kjördæmunum þremur sem um ræðir mælast allir með 100 prósent í þingsætaspánni. Líkurnar eru fengnar eftir að 100.000 „sýndarkosningar“ voru gerðar á fyrirliggjandi könnunum í Kosningaspánni. Í öllum 100.000 hermunum náðu oddvitar Sjálfstæðisflokksins kjöri. Þeir eru Haraldur Benediktsson í Norðvesturkjördæmi, Kristján Þór Júlíusson í Norðausturkjördæmi og Páll Magnússon í Suðurkjördæmi.

Auglýsing

Líklegasta niðurstaðan er sú að Sjálfstæðismenn fái minnst sjö þingmenn úr þessum þremur kjördæmum. Bæði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir (annað sæti í Norðvesturkjördæmi) og Ásmundur Friðriksson (annað sæti í Suðurkjördæmi) náðu einnig kjöri í öllum 100.000 hermunum sýndarkosninganna.

Nánar má lesa um framkvæmd þingsætaspárinnar á Kosningaspárvef Kjarnans þar sem allar niðurstöður Kosningaspárinnar verða aðgengilegar fram að kosningum og kosningaúrslitin að þeim loknum.

Suðurkjördæmi
10 þingmenn kjörnir
FlokkarFramboðslistar
 • 93%
  Páll Valur Björnsson
 • 1%
  Þórunn Pétursdóttir
 • 100%
  Sigurður Ingi Jóhannsson
 • 81%
  Silja Dögg Gunnarsdóttir
 • 13%
  Ásgerður K. Gylfadóttir
 • 0.1%
  Einar Freyr Elínarson
 • 28%
  Jóna Sólveig Elínardóttir
 • 3%
  Jóhannes Albert Kristbjörnsson
 • 0.1%
  Ingunn Guðmundsdóttir
 • 100%
  Páll Magnús­son
 • 98%
  Ásmund­ur Friðriks­son
 • 51%
  Vil­hjálm­ur Árna­son
 • 4%
  Unn­ur Brá Kon­ráðsdótt­ir
 • 1%
  Krist­ín Trausta­dótt­ir
 • 53%
  Smári McCarty
 • 24%
  Oktavía Hrund Jónsdóttir
 • 34%
  Þórólfur Júlían Dagsson
 • 3%
  Álfheiður Eymarsdóttir
 • 96%
  Oddný G. Harðardóttir
 • 1%
  Ólafur Þór Ólafsson
 • 99%
  Ari Trausti Guð­munds­son
 • 57%
  Heiða Guðný Ásgeirs­dótt­ir
 • 4%
  Dan­íel E. Arn­ars­son

Ólíklegt að Oddný nái kjöri

Nokkuð ólíklegt þykir, miðað við fyrirliggjandi kannanir, að Oddný Harðardóttir, formaður Samfylkingarinnar, nái kjöri. Samfylkingin er eini flokkurinn af þeim sjö sem mælast í kosningaspánni sem nær ekki kjöri í líklegustu niðurstöðunni í Suðurkjördæmi. Aðeins 13 prósent líkur eru á því að Oddný nái kjöri, minnst allra oddvitanna í kjördæminu.

Sjálfstæðisflokkurinn er eins og áður sagði sterkastur í þessu kjördæmi og mun að öllum líkindum fá tvo þingmenn kjörna. Ekki þarf mikið upp á að Vilhjálmur Árnason, þriðji maður á lista Sjálfstæðisflokksins, fái einnig nær öruggt þingsæti. Hann náði kjöri í 58 prósent sýndarkosninganna 100.000.

Píratar mega gera sér vonir um að fá tvo þingmenn kjörna í Suðurkjördæmi. Smári McCarty, oddviti P-listans, verður að öllum líkindum kjörinn og Oktavía Hrund Jónsdóttir fær góðar líkur eða 83 prósent í kosningaspánni.

Suðurkjördæmi er sterkt vígi Framsóknarflokksins. Þar leiðir Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, lista flokksins. Hann náði kjöri í öllum sýndarkosningunum og mælist því með 100 prósent líkur á að ná kjöri í Alþingiskosningunum. Silja Dögg Gunnarsdóttir skipar annað sæti listans og mælist með 92 prósent líkur á að ná kjöri.

Ari Trausti Guðmundsson, oddviti Vinstri grænna, fær 99 prósent líkur á kjöri í kosningaspánni, Jóna Sólveig Elínardóttir, oddviti Viðreisnar, fær 85 prósent líkur og Páll Valur Björnsson, oddviti Bjartrar framtíðar, fær 83 prósent líkur.

Líklegasta niðurstaða kosninganna á laugardag miðað við fyrirliggjandi kannanir er eftirfarandi:

 • A-listi Bjartrar framtíðar = 1 fulltrúi
 • B-listi Framsóknarflokks = 2 fulltrúar
 • C-listi Viðreisnar = 1 fulltrúi
 • D-listi Sjálfstæðisflokks = 2 fulltrúar
 • P-listi Pírata = 1 fulltrúi
 • S-listi Samfylkingarinnar = 0 fulltrúar
 • V-listi Vinstri grænna = 1 fulltrúi

Auk þeirra tveir af eftirfarandi: D3, P2, V2, B3, A2 eða S1* Af þeim sem nefndir eru í listanum hér að ofan eru fulltrúar A1 og C1 veikastir.

* Listabókstafur og röð fulltrúa á listanum. Dæmi: X2 er sá sem skipar annað sæti á X-lista.
Norðausturkjördæmi
10 þingmenn kjörnir
FlokkarFramboðslistar
 • 48%
  Preben Pétursson
 • 1%
  Dagný Rut Haraldsdóttir
 • 100%
  Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
 • 93%
  Þórunn Egilsdóttir
 • 26%
  Líneik Anna Sævarsdóttir
 • 22%
  Benedikt Jóhannesson
 • 0.3%
  Hildur Betty Kristjánsdóttir
 • 100%
  Kristján Þór Júlíusson
 • 89%
  Njáll Trausti Friðbertsson
 • 21%
  Valgerður Gunnarsdóttir
 • 0.4%
  Arnbjörg Sveinsdóttir
 • 47%
  Einar Aðalsteinn Brynjólfsson
 • 2%
  Guðrún Ágústa Þórdísardóttir
 • 12%
  Gunnar Ómarsson
 • 0.2%
  Hans Jónsson
 • 99%
  Logi Már Einarsson
 • 2%
  Erla Björg Guðmundsdóttir
 • 0.1%
  Hildur Þórisdóttir
 • 100%
  Steingrímur Jóhann Sigfússon
 • 99%
  Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir
 • 14%
  Björn Valur Gíslason

Framsókn tapar þremur þingmönnum milli kosninga í norðaustri

Í Norðausturkjördæmi verða nokkrar sviptingar frá því í kosningunum árið 2013. Þá fékk Framsóknarflokkurinn fjóra þingmenn undir forystu oddvitans Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Nú er Sigmundur Davíð enn oddviti lista Framsóknarflokksins en samkvæmt líklegustu niðurstöðu kosninganna á laugardaginn nær hann einn Framsóknarmanna kjöri; líkurnar eru 98 prósent. Þórunn Egilsdóttir, sem situr í öðru sæti B-listans, gæti hins vegar komist að sem þingmaður en hún náði kjöri í aðeins 31 prósent tilvika í sýndarkosningunum.

Viðreisn mun nokkuð örugglega fá einn mann kjörinn. Oddviti flokksins í Norðausturkjördæmi er formaður flokksins Benedikt Jóhannesson. 96 prósent líkur eru á að hann nái kjöri.

Sjálfstæðisflokkurinn og Píratar verða nokkuð örugglega með tvo þingmenn kjörna í Norðausturkjördæmi. Oddvitar flokkanna; Sjálfstæðismaðurinn Kristján Þór Júlíusson og Píratinn Einar Aðalsteinn Brynjólfsson, náðu kjöri í öllum hermunum sýndarkosninganna og eru því með 100 prósent líkur á kjöri. Njáll Trausti Friðbertsson situr í öðru sæti lista Sjálfstæðisflokksins. Hann mælist með 99 prósent líkur á kjöri. Guðrún Ágústa Þórdísardóttir er í öðru sæti lista Pírata. Hún mælist með 89 prósent líkur á kjöri.

Þá er nokkuð öruggt að Steingrímur J. Sigfússon, oddviti Vinstri grænna, nái kjöri. Hann hlaut einnig 100% kosningu í sýndarkosningunum sem byggja á fyrirliggjandi könnunum á fylgi flokkanna.

Líklegasta niðurstaða kosninganna á laugardag miðað við fyrirliggjandi kannanir er eftirfarandi:

 • A-listi Bjartrar framtíðar = 0 fulltrúar
 • B-listi Framsóknarflokks = 1 fulltrúi
 • C-listi Viðreisnar = 1 fulltrúar
 • D-listi Sjálfstæðisflokks = 2 fulltrúar
 • P-listi Pírata = 2 fulltrúi
 • S-listi Samfylkingarinnar = 1 fulltrúar
 • V-listi Vinstri grænna = 1 fulltrúi

Auk þeirra tveir af eftirfarandi: V2, D3, S2, B2, P3 eða A1.* Af þeim sem nefndir eru hér í listanum eru fulltrúar S1 og P2 veikastir.

* Listabókstafur og röð fulltrúa á listanum. Dæmi: X2 er sá sem skipar annað sæti á X-lista.
Auglýsing
Norðvesturkjördæmi
8 þingmenn kjörnir
FlokkarFramboðslistar
 • 15%
  G. Valdimar Valdemarsson
 • 0%
  Kristín Sigurgeirsdóttir
 • 64%
  Gunnar Bragi Sveinsson
 • 0%
  Elsa Lára Arnardóttir
 • 29%
  Sigurður Páll Jónsson
 • 7%
  Gylfi Ólafsson
 • 0%
  Lee Ann Maginnis
 • 100%
  Haraldur Benediktsson
 • 99%
  Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir
 • 47%
  Teitur Björn Einarsson
 • 2%
  Hafdís Gunnarsdóttir
 • 24%
  Eva Pandora Baldursdóttir
 • 0.1%
  Gunnar I. Guðmundsson
 • 0.1%
  Eiríkur Þór Theódórsson
 • 94%
  Guðjón S. Brjánsson
 • 1%
  Inga Björk Bjarnadóttir
 • 99%
  Lilja Rafney Magnúsdóttir
 • 43%
  Bjarni Jónsson
 • 16%
  Dagný Rósa Úlfarsdóttir

Sjálfstæðismenn með þrjá, Píratar, Framsókn og Vinstri græn með einn hvert

Í minnsta kjördæmi landsins er Sjálfstæðisflokkurinn gríðarlega sterkur. Þar geta bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir verið nokkuð örugg um að ná kjöri og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan. Hann náði kjöri í 72 prósent sýndarkosninganna.

Þá eru þrír oddvitar annarra flokka mjög líklegir til þess að ná kjöri. Lilja Rafney Magnúsdóttir, oddviti Vinstri grænna í kjördæminu, fær 100% kjör í sýndarkosningunum. Næri því víst er að Gunnar Bragi Sveinsson, oddviti Framsóknarflokksins, nái einnig kjöri en hann er með 99% kjör í sýndarkosningunum alveg eins og Eva Pandora Baldursdóttir, oddviti Pírata.

Líklegasta niðurstaða kosninganna á laugardag miðað við fyrirliggjandi kannanir er eftirfarandi:

 • A-listi Bjartrar framtíðar = 0 fulltrúar
 • B-listi Framsóknarflokks = 1 fulltrúi
 • C-listi Viðreisnar = 0 fulltrúar
 • D-listi Sjálfstæðisflokks = 3 fulltrúar
 • P-listi Pírata = 1 fulltrúi
 • S-listi Samfylkingarinnar = 0 fulltrúar
 • V-listi Vinstri grænna = 1 fulltrúi

Auk þeirra tveir af eftirfarandi: V2, S1, C1, B2, A1 eða P2.*

* Listabókstafur og röð fulltrúa á listanum. Dæmi: X2 er sá sem skipar annað sæti á X-lista.

Þingsætaspáin

Þingsætaspáin er ítarlegri greining á gögnum kosningaspárinnar sem mælir líkindi þess að einstaka frambjóðandi nái kjöri í Alþingiskosningum. Niðurstöðurnar byggja á fyrirliggjandi könnunum á fylgi framboða í öllum sex kjördæmum landsins hverju sinni og eru niðurstöðurnar birtar hér að vefnum. Þingsætaspáin sem nú er birt byggir á Þjóðarpúlsi Gallup 3.–12 október (vægi 57%) og Þjóðmálakönnun Félagsvísindastofnunar 23. september - 5. október (vægi 43%). Ef fleiri könnunaraðilar birta fylgi framboða niður á kjördæmi ásamt upplýsingum um framkvæmd könnunar verður þeim upplýsingum bætt inn í þingsætaspánna.

Gallup er eini könnunaraðilinn sem hefur veitt opinn aðgang að fylgistölum niður á kjördæmi. Auk þess var að finna fylgi niður á kjördæmi í Þjóðmálakönnun Félagsvísindastofnunar sem birt var í Morgunblaðinu. Fylgi flokka í kjördæmum hefur ekki hefur verið birt í Þjóðmálakönnun Félagsvísindastofnunar 6.–12 október eða í Þjóðmálakönnun Félagsvísindastofnunar 13.–19 október.

Fyrir kjördæmin

Líkur á því að einstaka frambjóðandi nái kjöri byggja á reiknilíkani stærðfræðinganna Baldurs Héðinssonar og Stefáns Inga Valdimarssonar. Í stuttu máli er aðferðafræðin sú að fylgi framboða í skoðanakönnunum er talin líklegasta niðurstaða kosninga að viðbættri óvissu sem byggir á sögulegu fráviki kannana frá kosningaúrslitum. Söguleg gögn sýna fylgni er á milli þess að ofmeta/vanmeta fylgi flokks í einu kjördæmi og að ofmeta/vanmeta fylgi flokksins í öðrum kjördæmum. Frávikið frá líklegustu niðurstöðu fyrir flokk er því ekki óháð milli kjördæma. Ef frávikið er neikvætt í einu kjördæmi fyrir ákveðinn flokk aukast líkurnar á að það sé sömuleiðis neikvætt í öðrum kjördæmum.

Reiknilíkanið hermir 100.000 „sýndarkosningar“ og úthlutar kjördæma- og jöfnunarsætum út frá niðurstöðunum. Líkur frambjóðanda á að ná kjöri er þess vegna hlutfall „sýndarkosninga“ þar sem frambjóðandinn nær kjöri.

Tökum ímyndað framboð X-listans í Norðvesturkjördæmi sem dæmi: Framboðið mælist með 20 prósent fylgi. Í flestum „sýndarkosningunum“ fær X-listinn 2 þingmenn en þó kemur fyrir að fylgið í kjördæminu dreifist þannig að niðurstaðan er aðeins einn þingmaður. Sömuleiðis kemur fyrir að X-listinn fær þrjá þingmenn í kjördæminu og í örfáum tilvikum eru fjórir þingmenn í höfn.

Ef skoðað er í hversu mörgum „sýndarkosningum“ hver frambjóðandi komst inn sem hlutfall af heildarfjölda fást líkurnar á að sá frambjóðandi nái kjöri. Sem dæmi, hafi frambjóðandinn í 2. sæti X-listans í Norðvesturkjördæmi náð kjöri í 90.000 af 100.000 „sýndarkosningum“ þá reiknast líkurnar á því að hann nái kjöri í Alþingiskosningunum 90 prósent.

Skoðanakannanir í aðdraganda Alþingiskosninga 2009 og 2013 voru notaðar til að sannprófa þingsætaspánna, þar sem spáin er borin saman við endanlega úthlutun þingsæta.


Fyrir landið í heild

Þegar niðurstöður í öllum kjördæmum liggja fyrir er hægt taka niðurstöðurnar saman fyrir landið í heild og reikna út líkur á því hversu marga þingmenn hver flokkur fær á landsvísu. X-listinn gæti, svo dæminu hér að ofan sé haldið áfram, fengið:

 • 8 þingmenn í 4% tilfella
 • 9 þingmenn í 25% tilfella
 • 10 þingmenn í 42% tilfella
 • 11 þingmenn í 25% tilfella
 • 12 þingmenn í 4% tilfella

Þetta veitir tækifæri til þess að máta flokka saman reyna að mynda meirihluta þingmanna og skoða líkur á því hvaða flokkar muni ná meirihluta á þingi að afstöðnum kosningum. Ef X-listinn er einn af þeim flokkum sem myndar meirihluta að loknum kosningum er þingmannaframlag hans til meirihlutans aldrei færri en 8 þingmenn, í 96% tilfella a.m.k. 9 þingmenn, í 71% tilfella a.m.k. 10 þingmenn o.s.frv. Landslíkur X-listans eru því settar fram á forminu:

 • = > 8 þingmenn í 100% tilfella
 • = > 9 þingmenn í 96% tilfella
 • = > 10 þingmenn í 71% tilfella
 • = > 11 þingmenn í 29% tilfella
 • = > 12 þingmenn í 4% tilfella
 • = > 13 þingmenn í 0% tilfella

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnBirgir Þór Harðarson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None