Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bjarni Benediktsson voru glaðbeittir þegar þeir mynduðu saman ríkisstjórn.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bjarni Benediktsson voru glaðbeittir þegar þeir mynduðu saman ríkisstjórn.
Auglýsing

Á Íslandi ríkir efna­hags­leg vel­sæld um þessar mund­ir. Hér er rokna­hag­vöxt­ur, skuldir þjóð­ar­bús­ins hafa snar­lækk­að, atvinnu­leysi er nán­ast ekk­ert og verð­bólga hefur ekki verið vanda­mál í tvö og hálft ár. Samt sem áður mæl­ast stjórn­ar­flokk­arnir tveir ein­ungis með rétt rúm­lega 30 pró­sent fylgi sam­an­lagt og nokkuð ljóst að rík­is­stjórnin er fall­in. 

En hvað veldur því að þetta sé stað­an, þrátt fyrir allan efna­hags­batann sem þjóðin er að upp­lifa? Fyrir því eru margar ástæð­ur. Mörgum finnst gæð­unum allt of mis­jafn­lega skipt og telja sig ekk­ert finna fyrir góð­ær­inu. Öðrum finnst for­gangs­röðun í rík­is­fjár­málum röng og vilja mun meira fjár­magn í vel­ferð­ar­kerf­ið. En fram hjá því verður ekki litið að sumar ákvarð­anir sem rík­is­stjórnin hefur tekið , og mál sem komið hafa upp í kringum lyk­il­fólk í henni, á kjör­tíma­bil­inu hafa verið væg­ast sagt umdeild. Kjarn­inn tók saman þau fimm mál sem hafa skaðað rík­is­stjórn­ina mest á kjör­tíma­bil­in­u. 



Auglýsing



Lækkun veiðigjalda kom illa við ansi marga í þjóðfélaginu.5. Lækkun veiði­gjalda

Vorið 2013 tók ný rík­is­stjórn Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­sonar við völdum á Íslandi og í stefnu­yf­ir­lýs­ingu hennar kom fram að lög um veiði­gjöld yrðu end­ur­skoð­uð. Það varð eitt af fyrstu verkum þeirrar rík­is­stjórnar að sam­þykkja lög sem lækk­uðu veiði­gjöld, og voru þau sam­þykkt 5. júlí 2013. Sam­hliða var boðað að til stæði að leggja fram frum­varp um heild­ar­end­ur­skoðun laga um veiði­gjöld. Sú heild­ar­end­ur­skoðun hefur enn ekki átt sér stað.

Vegna þeirra breyt­inga sem ráð­ist hefur verið í hafa veiði­gjöld sem sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki greiða til rík­is­sjóðs lækkað mik­ið. Á næsta fisk­veiði­ári verða þau 4,8 millj­arðar króna, eða átta millj­örðum króna minna en þau voru fisk­veiði­árið 2012/2013, þegar þau voru 12,8 millj­arðar króna. Á sama tíma hefur íslenskur sjáv­ar­út­vegur upp­lifað for­dæma­lausa vel­sæld. Eigið fé sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja jókst um 265 millj­arða króna frá lokum árs 2008 og út árið 2014. Hagn­að­ur­inn var 242 millj­arðar króna og arð­greiðslur til eig­enda voru tæp­lega 50 millj­arðar króna. Morg­un­ljóst er að síð­ustu tvö ár, 2015 og það sem af er 2016, hafa bætt vel við eigið fé, hagnað og arð­greiðslur sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­anna.

Sú mis­skipt­ing auðs sem verður til vegna nýt­ingar þjóð­ar­auð­lind­ar­innar og hefur aldrei verið meiri en á und­an­förnum árum, er eitt dýpsta þjóð­fé­lags­sár íslensks sam­fé­lags. Með því að lækka veiði­gjöldin með þeim hætti sem gert var, og láta það vera sitt fyrsta verk, þá dýpkaði rík­is­stjórnin það sár.

Frá mótmælum vegna Lekamálsins sem fram fóru í nóvember 2014.4. Leka­málið

Leka­málið hófst með því að aðstoð­ar­maður Hönnu Birnu Krist­jáns­dótt­ur, þáver­andi inn­an­rík­is­ráð­herra og vara­for­manns Sjálf­stæð­is­flokks­ins, lak minn­is­blaði um nafn­greinda hæl­is­leit­endur til fjöl­miðla haustið 2013. Aðstoð­ar­mað­ur­inn, Gísli Freyr Val­dórs­son, neit­aði því reyndar stað­fast­lega í lengri tíma að hafa lekið minn­is­blað­inu og Hanna Birna neit­aði sömu­leiðis að hún eða hennar aðstoð­ar­menn hefðu gert slíkt.

Málið vatt upp á sig og næsta rúma árið tók Hanna Birna ævin­týra­lega margar vondar ákvarð­anir sem tengd­ust því. Hún hafði meðal ann­ars sam­band við þáver­andi rit­stjóra DV, sem fjall­aði mikið um leka­mál­ið, og reyndi að láta reka blaða­menn­ina sem skrif­uðu um mál­ið. Hún bendl­aði Rauða kross Íslands við lek­ann á minn­is­blað­in­u. Hún í besta falli villti um fyrir þing­heimi og í versta falli laug hún að hon­­um. Hún skamm­aði sam­­þing­­menn sína fyrir að spyrja sig út í leka­­málið á þingi og ásak­aði þá um „ljótan póli­­tískan leik“. Hún lét rekstr­­ar­­fé­lag stjórn­­­ar­ráðs­ins fram­­kvæmda hvít­þvotta­rann­­sókn á leka­­mál­inu sem skil­aði vill­and­i ­nið­­ur­­stöðu. Lög­­­maður fyrrum aðstoð­­ar­­manns henn­­ar, sem starf­aði í hennar umboði og á hennar ábyrgð, gaf í skyn í grein­­ar­­gerð sem lögð var fram fyrir dómi að ræst­ing­­ar­­fólk eða örygg­is­verð­ir í inn­­an­­rík­­is­ráðu­­neyt­inu hefði getað lekið minn­is­­blað­inu. Hún fór langt út fyrir vald­­svið sitt og reyndi að hafa áhrif á lög­­­reglu­rann­­sókn sem snéri að henni og aðstoð­­ar­­mönnum hennar með því að ham­­ast á þáver­andi lög­­­reglu­­stjóra höf­uð­­borg­­ar­­svæð­is­ins, Stef­áni Eirík­s­­syni, með sím­­töl­um, fund­­ar­­boðum og hót­­un­­um. Eftir að umboðs­maður Alþingis hóf rann­sókn á sam­skiptum Hönnu Birnu við lög­reglu­stjór­ann krafði lög­­­maður á hennar vegum sama lög­­­reglu­­stjóra, sem síðar hætti í starfi sínu, um skýr­ingar á því sem hann hefði greint umboðs­­manni Alþingis frá um sam­­skipti þeirra. Hún reyndi ítrekað að hafa áhrif á athugun umboðs­­manns Alþingis á fram­­göngu hennar í leka­­mál­inu og gaf í skyn að hann setti fram „eigin dylgjur og dóma án rök­­stuðn­­ings eða rétt­­ar­halda."

Allt varð þetta þó til einskis gert. Aðstoð­ar­maður hennar var ákærður fyrir að leka minn­is­blað­inu og skömmu áður en málið var tekið fyrir ját­aði hann á sig verkn­að­inn. Hanna Birna sagði af sér sem inn­an­rík­is­ráð­herra nokkru síð­ar, eða í lok árs 2014. ­Um­boðs­­maður Alþingis birt nið­­ur­­stöðu frum­­kvæð­is­at­hug­unar sinnar á sam­­skiptum Hönnu Birnu og fyrr­ver­andi lög­­­reglu­­stjór­ans vegna rann­­sóknar leka­­máls­ins í jan­úar 2015. Þar sagði hann að ráð­herr­ann hafi gengið langt út fyrir vald­­svið sitt. Hanna Birna hafði þá þegar beðist afsök­unar á fram­göngu sinni gagn­vart Stef­áni.

Hanna Birna fór í leyfi eftir afsögn sína og skömmu eftir að hún snéri aftur ákvað hún að bjóða sig ekki fram áfram til vara­for­manns Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hún ákvað enn fremur að hætta stjórn­mála­þátt­töku og er ekki fram­boði um næstu helgi.

Fjölmenn mótmæli voru vegna ákvörðunar ríkisstjórnarinnar að draga til baka aðildarumsókn að Evrópusambandinu.3. Svikin lof­orð um þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu um við­ræður við Evr­ópu­sam­bandið

21. febr­úar 2014 lagði Gunnar Bragi Sveins­son, þáver­andi utan­rík­is­ráð­herra í rík­is­stjórn Sjálf­stæð­is­flokks og Fram­sókn­ar­flokks, fram þings­á­lykt­un­ar­til­lögu um að draga umsókn Íslands að Evr­ópu­sam­band­inu til baka.

Fram­lagn­ing til­lög­unnar var keyrð áfram af Fram­sókn­ar­flokkn­um, sem hafði und­ir­búið hana vel. Þing­flokki Sjálf­stæð­is­flokks­ins var hins vegar ekki kynnt efni hennar fyrr en sama dag og hún var lögð fram. Samt stóð hann með til­lög­unni.

Í kjöl­far þess að til­lagan var lögð fram urðu fjölda­mót­mæli á Aust­ur­velli og hópur alþjóða­sinn­aðra sjálf­stæð­is­manna klauf sig opin­ber­lega frá flokknum sín­um.  Á meðal þeirra sem til­heyra þeim hópi má nefna fyrr­ver­andi flokks­for­mann­inn Þor­stein Páls­son, Bene­dikt Jóhann­es­son, líf­eyr­is­sjóða­á­hrifa­mann­inn Helga Magn­ús­son, Þórð Magn­ús­son fjár­festi og fyrr­ver­andi borg­ar­full­trú­ann Jór­unni Frí­manns­dótt­ur.  Þess utan gagn­rýndi fyrr­ver­andi vara­for­mað­ur­inn Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dóttir stefnu flokks­ins harð­lega og sagði að hún vildi ekki að harð­lífið tæki yfir. „Við viljum ekki að svart­stakk­arnir í flokknum eigi flokk­inn meira en ég og þú,“ sagði Þor­gerður Katrín í þætti á RÚV skömmu eftir að til­lagan var sam­þykkt. Þetta fólk stóð síðar að stofnun Við­reisn­ar.

Ástæða þess að reiðin varð svona mikil var sú að fjórir af þeim sex þing­­mönnum Sjálf­­stæð­is­­flokks­ins sem leiddu kjör­­dæmi flokks­ins fyrir síð­­­ustu kosn­­ingar lof­uðu því að áfram­hald við­ræðna um aðild að Evr­­ópu­­sam­­band­inu yrði sett í þjóð­­ar­at­­kvæða­greiðslu á kjör­­tíma­bil­inu sem nú er að líða. Allir fjórir urðu síðar ráð­herrar í þeirri rík­­is­­stjórn sem tók við völdum vorið 2013. Engir fyr­ir­varar um meiri­hluta á Alþingi, meiri­hluta innan rík­­is­­stjórnar eða sýn­i­­legan þjóð­­ar­vilja í skoð­ana­könn­unum voru settir fram. Bjarni Bene­dikts­­son, for­maður flokks­ins, sagði það oftar en nokkur annar Sjálf­­stæð­is­­maður að þjóð­­ar­at­­kvæðið myndi fara fram og að flokkur hans myndi standa við það. Meira að segja Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, sem síðar varð for­sæt­is­ráð­herra um tíma, sagði að að sjálf­sögðu myndi koma til þjóðar­at­kvæða­greiðslu um mál­ið.

Af henni varð ekki og rík­is­stjórnin dró umsókn­ina til baka án aðkomu þings og þjóð­ar. Ástæðan var, að sögn Bjarna, „póli­tískur ómögu­leiki“ sem fólst fyrst og fremst í því að rík­is­stjórn­ar­flokk­arnir voru á móti aðild að Evr­ópu­sam­band­inu.

Leiðtogar ríkisstjórnarinnar kynna Leiðréttinguna í Hörpu.2. Leið­rétt­ingin

Helsta kosn­inga­lof­orð Fram­sókn­ar­flokks­ins fyrir síð­ustu kosn­ingar var að „leið­rétta“ verð­tryggðar hús­næð­is­skuldir heim­ila lands­ins. Ýjað var af því að um mörg hund­ruð millj­arða króna nið­ur­greiðslu á skuldum þeirra yrði að ræða og að pen­ing­arnir til að gera það myndu koma frá vog­un­ar­sjóð­um. Þetta lof­orð hafði gríð­ar­leg áhrif á að Fram­sókn vann mik­inn ­kosn­inga­sig­ur og fékk að leiða rík­is­stjórn.

Fram­kvæmd lof­orðs­ins varð tölu­vert öðru­vísi en flestir áttu von á. Hún var kynnt með lúðra­blæstri í Hörpu sem 150 millj­arða króna aðgerð fyrir heim­ilin í land­inu. Í reynd var um að ræða 80,4 millj­arða króna milli­færslu af fé úr rík­is­sjóði inn á hluta þjóð­ar­innar sem hafði verið með verð­tryggð hús­næð­is­lán á árunum 2008 og 2009 óháð efna­hags­stöðu þeirra og þeirri stað­reynd að hækkun hús­næð­is­verðs hafði þegar „bætt“ flestum upp það tap sem verð­bólga eft­ir­hrunsár­anna hafði skilið eftir sig. Hinn hluti aðgerð­ar­inn­ar sner­ist um að leyfa Íslend­ingum að nota sér­eign­ar­sparn­að­inn sinn til að borga inn á hús­næð­is­lánið sitt upp að 70 millj­örðum króna. Lands­menn hafa ein­ungis nýtt brota­brot af þess­ari heim­ild.

Það sem gagn­rýnt var mest við Leið­rétt­ing­una var að í aðgerð­inni runnu tugir millj­arða króna úr rík­is­sjóði til 94 þús­und Íslend­inga og barna þeirra. ⅔ hluti þjóð­ar­innar var því „óleið­rétt­ur“. Hlut­falls­lega voru flestir þeirra sem sóttu um leið­rétt­ingu yfir fimm­tugt en ungt fólk fékk sára­lít­ið. Pen­ing­arnir streymdu aðal­lega til höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins og þeir sem voru með mestar tekj­ur, fengu mest. Þá skuld­aði tæpur þriðj­ungur þeirra sem fékk Leið­rétt­ing­ar­tékka undir tíu millj­ónum króna í hús­næði sínu, sem verður vart talið til mik­illar skuld­setn­ing­ar. Meira að segja stór­eigna­fólk, sem greiddi auð­legð­ar­skatt, fékk leið­rétt. Til að greiða slíkan skatt þurftu hjón að eiga meira en 100 millj­ónir króna í hreinni eign. Alls fengu 1.250 manns úr þeim stór­eigna­hópi alls 1,5 millj­arð króna vegna Leið­rétt­ing­ar­inn­ar.

Afleið­ingar leið­rétt­ing­ar­innar eru þær að pen­ingar rík­is­sjóðs sem ella hefði verið hægt að nota í sam­fé­lags­leg verk­efni eins og upp­bygg­ingu inn­viða, laga heil­brigð­is­kerfið eða fjár­festa í mennta­kerf­inu, runnu til val­ins hóps Íslend­inga, sem margir hverjir þurftu ekk­ert á þeim að halda. Aðgerðin olli ruðn­ings­á­hrifum á fast­eigna­mark­aði með hækk­andi fast­eigna­verði. Það gerði þeim sem eru að reyna að koma þaki yfir höf­uð­ið, sér­stak­lega ungu fólki og lág­tekju­hóp­um, enn erf­ið­ara fyrir að gera slíkt. Og síð­ast en ekki síst þá skert­ust vaxta­bætur þeirra sem fengu leið­rétt, en lægstar höfðu tekj­urn­ar, þar sem ­eigna­staða þeirra batn­aði. Vaxta­bætur falla niður þegar ein­stak­lingur hefur náð 533 þús­und krónum í tekjur á mán­uði og þegar hjón ná sitt­hvorum 433 þús­und krón­un­um. Þess vegna hefur þessi skerð­ing ein­ungis áhrif á þá sem eru með lægri laun en ofan­greind. Og sá hópur greiðir því leið­rétt­ingu sína, að minnsta kosti að hluta, úr eigin vasa. Vaxta­bætur lækk­uðu um 25,7 pró­sent á síð­asta ári og þeim fjöl­skyldum sem fengu þær greiddar fækk­aði um 21,3 pró­sent.

1. Wintris-­málið

Þann 15. mars 2016 birti Anna Sig­ur­laug Páls­dótt­ir, eig­in­kona Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­sonar þáver­andi for­sæt­is­ráð­herra, stöðu­upp­færslu á Face­book þar sem hún greindi frá því að hún ætti aflands­fé­lag á Bresku Jóm­frú­areyj­unni Tortóla. Það héti Wintris og í því væri að finna arf henn­ar. Anna Sig­ur­laug sagð­ist segja frá þessu vegna þess að umræða væri farin af stað um erlendar eignir henn­ar. Hún bað síðan um að Gróu á Leiti yrði gefið smá frí.

Síðar kom í ljós að nokkrum dögum áður, nánar til­tekið 11. mars, hafði sænski frétta­skýr­inga­þátt­ur­inn Upp­drag Granskning, í sam­starfi við Reykja­vík Media og alþjóð­legu rann­sókn­ar­blaða­manna­sam­tök­in ICIJ, tekið við­tal við Sig­mund Davíð og spurt hann út í Wintris. Sig­mundur Davíð sagði ósatt í við­tal­inu og gekk svo út úr því. Næstu daga átti sér stað heift­úð­leg um­ræða þar sem fjöl­margir þing­menn ásök­uðu fjöl­miðla um að fara offorsi í árásum gegn Sig­mundi Dav­íð.

3. apríl síð­­ast­lið­inn var sýndur sér­­stak­ur Kast­ljóss­þáttur þar sem við­talið var sýnt. Þar var einnig greint frá tengslum Sig­­mundar Dav­­íðs, Bjarna Bene­dikts­­sonar og Ólafar Nor­dal við aflands­­fé­lög í skatta­­skjól­­um. Þar kom skýrt fram að Sig­mundur Davíð hafði átt Wintris um tíma með eig­in­konu sinni, að hann hafi leynt til­vist félags­ins og að það væri kröfu­hafi í bú föllnu bank­anna. Enn fremur kom fram að félagið hafi lýst þeim kröfum á meðan að Sig­mundur Davíð var eig­andi þess. Aldrei hafa verið birtar upp­lýs­ingar um hvaða eignir eru inni í Wintris en full­yrt er að allir skattar hafi verið greiddir af þeim hér­lend­is.

Dag­inn eft­ir, þann 4. apr­íl, voru hald­in mót­­mæli sem lög­regla og kann­­anir segja að séu stærstu mót­­mæli Íslands­­­sög­unn­­ar. Yfir­­­skrift mót­­mæl­anna var krafan um að flýta kosn­­ing­­um. Flestir sem mættu sögð­ust vera að mót­­mæla spill­ingu stjórn­­­mála og hags­muna­­tengslum ráð­herra, til þess að knýja á um kosn­­ingar strax og til þess að Sig­­mundur Davíð segði af sér.

Degi síðar fór af stað ótrú­­leg atburða­rás. Þá var það Sig­­mundur Davíð sjálf­­ur, sem greindi frá því á Face­­book-­­síðu sinni, að hann hefði á fundi með Bjarna Bene­dikts­­syni sagt að ef þing­­menn Sjálf­­stæð­is­­flokks­ins „treystu sér ekki til að styðja rík­­is­­stjórn­­ina við að ljúka sam­eig­in­­legum verk­efnum okkar myndi ég rjúfa þing og boða til kosn­­inga hið fyrsta.“ Að þessu búnu fór hann á Bessa­­staði, þar sem honum og Ólafi Ragn­­ari Gríms­­syni, þáver­andi for­­seta, ber ekki saman um hvort Sig­­mundur hafi for­m­­lega óskað eftir þing­rofi eða ekki. Að minnsta kosti sagði Ólafur Ragnar að hann hefði hafnað beiðni um þing­rof. Þegar deg­inum lauk hafði verið til­­kynnt að Sig­­mundur Davíð myndi stíga til hliðar sem for­­sæt­is­ráð­herra og Sig­­urður Ingi Jóhanns­son tæki við. Þeir Bjarni Bene­dikts­­son kynntu málið fyrir frétta­­mönnum degi síð­­­ar.

Wintris-­málið varð að heims­frétt. Og til­urð máls­ins er ástæða þess að gengið verður til kosn­inga eftir sex daga, rúmu hálfu ári fyrr en áætlað var.

Í gær birt­ist sam­­bæri­­leg umfjöllun um afleiki vinstri stjórnar Sam­fylk­ingar og Vinstri grænna sem sat 2009-2013. Hægt er að lesa hana hér.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None