Skjótt skipast veður í lofti

Danski Þjóðarflokkurinn er í vanda vegna Evrópusambandsstyrkja sem notaðir hafa verið í þágu flokksins, en eitt meginstef hans er að vera gagnrýninn á Evrópusambandið. Styrkirnir hafa nú verið endurgreiddir.

Í kosningunum til Evrópuþingsins árið 2014 fékk fulltrúi Danska Þjóðarflokksins Morten Messerschmidt tæplega fimm hundruð þúsund atkvæði.
Í kosningunum til Evrópuþingsins árið 2014 fékk fulltrúi Danska Þjóðarflokksins Morten Messerschmidt tæplega fimm hundruð þúsund atkvæði.
Auglýsing

Oft er haft á orði að vika sé langur tími í póli­tík. Þetta orða­til­tæki á sann­ar­lega við um allt það fjaðrafok sem þyrl­ast hefur upp í kringum Danska Þjóð­ar­flokk­inn að und­an­förnu. Þótt lengri tími en ein vika sé liðin síðan fyrstu blikur sáust á lofti varð­andi mál­efni tengd flokknum eru ein­ungis nokkrir dagar síðan mold­viðrið skall á, ef svo má að orði kom­ast. Mold­viðrið teng­ist fjár­mál­um, einkum með­ferð Evr­ópu­þing­manna flokks­ins á fjár­munum sem þeir hafa sótt í sjóði Evr­ópu­sam­bands­ins. 

Árið 1995 sögðu fjórir þing­menn Fram­fara­flokks­ins (sem kenndur var við Mog­ens Glistrup) sig úr flokkn­um, þar sem allt log­aði í ill­deil­um, og stofn­uðu nýjan flokk, Danska Þjóð­ar­flokk­inn. Með­al­ þess­ara þing­manna voru Pia Kjærs­gaard, sem varð for­maður hins nýja flokks, og Krist­i­an Thulesen Dahl sem tók sæti í flokks­stjórn­inni. Danski þjóð­ar­flokk­ur­inn bauð fyrst fram til þings árið 1998 og fékk þá 13 þing­menn af þeim 179 sem sæti eiga á danska þing­in­u, Fol­ket­ingetPia Kjærs­gaard, sem nú er for­seti þings­ins, gegndi for­mennsku í flokknum til árs­ins 2012 en þá tók áður­nefndur Krist­i­an Thulesen Dahl við for­mennsk­unni. Fylgi flokks­ins jókst mjög í kjöl­far for­manns­skipt­anna og í þing­kosn­ingum 2015 fékk Danski Þjóð­ar­flokk­ur­inn 37 þing­menn og er næst fjöl­menn­asti flokk­ur­inn á danska þing­inu. Sós­í­alde­mókratar eru fjöl­mennast­ir, hafa 46 þing­menn, stjórn­ar­flokk­ur­inn Ven­stre er með 34 þing­menn. Danski Þjóð­ar­flokk­ur­inn hefur fram til þessa ekki viljað taka þátt í rík­is­stjórn­ar­sam­starfi en styður núver­andi stjórn, ásamt tveimur öðrum flokk­um. Flokk­ur­inn er fylgj­andi ströngum reglum um inn­flytj­end­ur, lætur sig miklu varða mál­efni aldr­aðra og þeirra sem standa höllum fæti í sam­fé­lag­inu og er mjög gagn­rýn­inn á Evr­ópu­sam­bands­sam­starf­ið. 

Morten Mess­erschmidt

Í kosn­ing­unum til Evr­ópu­þings­ins árið 2014 fékk full­trúi Danska Þjóð­ar­flokks­ins Morten Mess­erschmidt tæp­lega fimm hund­ruð þús­und atkvæði. Eng­inn þing­maður hafði áður fengið svo mörg atkvæði í slíkum kosn­ingum en hann hafði setið á Evr­ópu­þing­inu síðan árið 2004. Morten Mess­erschmit hefur af mörgum verið tal­inn ein skærasta stjarna Danska Þjóð­ar­flokks­ins, og iðu­lega nefndur sem næsti for­maður flokks­ins. Það hefur stundum gustað um Morten Mess­erschmith og árið 2007 sló dag­blað­ið BT því upp á for­síðu að hann hefði, ölv­aður á veit­inga­stað í Tívolí, hyllt Adolf Hitler og sungið nas­ista­söngva. Morten Mess­erschmidt sagði að hann hefði vissu­lega verið við skál og hann hefði sungið fyrsta erindið af „Lied der Deutchen“ (þriðja erindið er þjóð­söngur Þjóð­verja) en neit­aði að hafa hyllt Hitler. Morten Mess­erschmidt stefndi blað­inu og vann mál­ið. 

Auglýsing

ESB sjóð­irnir og Morten Mess­erschmidt

Í októ­ber 2015 til­kynnti Evr­ópu­þing­mað­ur­inn Rikke Karls­son úrsögn sína úr Danska Þjóð­ar­flokkn­um. Ástæð­una sagði hún vera þá að hún hefði ekki, þrátt fyrir ítrek­aðar til­raun­ir, fengið að sjá bók­hald sjóðs, sem nefnd­ist FELD og félags að nafni MELD. Hún hefði þó verið skráð sem stjórn­ar­maður í báðum, reyndar án þess að hún hefði nokkru sinni verið spurð hvort hún vildi sitja í þessum tveim stjórn­um. Rikke Karls­son sagði að fjár­munir sem bæði FELD og MELD hefðu fengið frá Evr­ópu­sam­band­inu hefðu ein­göngu verið not­aðir í þágu Danska þjóð­ar­flokks­ins. MELD er skamm­stöfun sam­taka félaga úr ólíkum flokkum og Evr­ópu­þing­mönnum ESB landa. Slík sam­tök geta fengið styrki til starf­sem­innar frá ESB. FELD er sjóður sem teng­ist til­teknum flokki eða sam­tökum (í þessu til­viki MELD) og úthlutar fjár­munum til að rann­saka, skil­greina og taka þátt í stjórn­mála­um­ræðu og halda nám­skeið og ráð­stefn­ur. 

Rikke Karls­son full­yrti að fjár­munum sem MELD og FELD hefðu fengið frá ESB um ára­bil hefði öllum verið varið í sum­ar­þing og fleiri sam­komur og ráð­stefnur á vegum Danska Þjóð­ar­flokks­ins án þess að nokkrir aðrir tækju þar þátt. Að nota fjár­muni frá Evr­ópu­sam­band­inu með þessum hætti er algjör­lega bann­að. Morten Mess­erschmidt hafn­að­i þessum ásök­unum en neit­aði jafn­framt að leggja fram nokkur gögn vegna máls­ins. Málið hafð­i hins veg­ar þegar þarna var komið ratað inn á borð rann­sókn­ar­stofn­unar Evr­ópu­sam­bands­ins (OLAF) og nið­ur­staða þeirrar rann­sóknar var sú að reglum hefði ekki verið fylgt og þess kraf­ist að styrkirnir yrðu end­ur­greidd­ir. Morten Mess­erschmidt neit­aði sem fyrr að nokkuð ólög­legt hefði átt sér stað en 9. maí á þessu ári krafð­ist ESB að MELD og FELD myndu end­ur­greiða tæp­lega þrjár millj­ónir danskra króna. 18. ágúst sl. birti Ekstra blaðið gögn sem sýndu fram á að Rikke Karls­son hefði verið kjörin í stjórn MELD og FELD án þess að hún hefði vitað af því og án hennar sam­þykk­is. Rikke Karls­son kærði í fram­hald­inu Morten Mess­erschmidt sem í lok ágúst lét af for­mennsku í Evr­ópu­þing­flokki Danska Þjóð­ar­flokks­ins. 

Fleira kemur í ljós

Fyrir viku síðan greindi frétta­stofa danska sjón­varps­ins, DR, frá því að fjár­styrkur frá Evr­ópu­sam­band­inu hefði verið not­aður til að fjár­magna sum­ar­ferða­lag og fundi Danska Þjóð­ar­flokks­ins. Upp­hæðin var 200 þús­und krónur dansk­ar. Frétta­stofan komst yfir gögn sem sýndu að styrk­um­sóknin stang­að­ist á við raun­veru­leik­ann og styrk­ur­inn því veittur á fölskum for­send­um. Dag­inn eftir að frétta­stofa DR greindi frá þessu end­ur­greiddi Danski þjóð­ar­flokk­ur­inn 300 þús­und krónur til ESB, hærri upp­hæð en DR hafði nefnt. Skýr­ingin kom hins veg­ar fljót­lega í ljós. Danski þjóð­ar­flokk­ur­inn hafði nefni­lega fengið 100 þús­und króna styrk til kynn­ing­ar­ferðar í höf­uð­stöðvar Evr­ópu­sam­bands­ins í Brus­sel. Ekki tókst þó betur til með skipu­lag ferð­ar­innar en svo að þegar til Brus­sel var komið var svokölluð frí­helgi hjá starfs­fólki ESB og allt lokað og læst. Hóp­ur­inn frá Dan­mörku varð því láta sér nægja að skoða húsa­kost Evr­ópu­sam­bands­ins, að utan. Danskir fjöl­miðlar gerðu óspart grín að þessu ferða­lagi.

For­mað­ur­inn þög­ull 

Dönskum fjöl­miðlum hefur gengið illa að fá Krist­i­an Thulesen Dahl for­mann Danska þjóð­ar­flokks­ins til að tjá sig um allt þetta mál. Hann er þó ekki vanur að láta ganga á eftir sér þegar fjöl­miðlar leita við­bragða hans en miðl­arnir túlka tján­ing­ar­stíflu hans (eins og Politi­ken orð­aði það) sem merki um að for­mað­ur­inn eigi í mestu vand­ræðum vegna máls­ins og viti ekki alveg hvernig við skuli brugð­ist. Fyrir nokkrum dögum var til­kynnt að Morten Mess­erschmidt hefði verið vikið úr flokks­stjórn­inni, sú ákvörðun segir kannski meira en mörg orð. Fram­tíð hans er, þessa stund­ina, mjög óljós en danskir frétta­skýrendur segja hann hafa eyði­lagt mögu­leika sína sem fram­tíð­ar­leið­toga flokks­ins. For­síðu­fyr­ir­sögn Ekstra­blaðs­ins sl. föstu­dag var: MESS­ERSKIDT.

End­ur­greiðir millj­ónir

Síð­ast­lið­inn föstu­dag (21.októ­ber) sendi Danski þjóð­ar­flokk­ur­inn frá sér til­kynn­ingu þar sem fram kom að flokk­ur­inn myndi end­ur­greiða Evr­ópu­sam­band­inu tæp­lega eina milljón danskra króna og þar með hefði flokk­ur­inn end­ur­greitt alla fjár­muni sem hann hefði fengið frá ESB á liðnum árum. Þessi end­ur­greiðsla kæmi til við­bótar þeim pen­ingum sem flokk­ur­inn hafði þegar borgað til baka. Ekki reynd­ist þetta þó öll upp­hæðin því í gær (laug­ar­dag) til­kynnti flokks­stjórnin að alls myndi flokk­ur­inn end­ur­greiða 2.6 millj­ónir króna (44 millj­ónir íslenskar). Rann­sókn­ar­stofnun ESB (OLAF) held­ur hins­vegar áfram sinni rann­sókn sem búist er við að taki nokkra mán­uð­i. 

Skaðar Danska þjóð­ar­flokk­inn

Danski þjóð­ar­flokk­ur­inn hefur til skamms tíma komið vel út úr skoð­ana­könn­un­um. Ný könnun sýnir að allt umrótið í kringum Morten Mess­erschmidt mælist ekki vel fyrir meðal kjós­enda, að minnsta kosti þessa dag­ana og fylgið hefur dal­að. Tals­menn flokks­ins hafa lengi látið að því liggja að flokk­ur­inn myndi ekki leggj­ast gegn kosn­ingum á næstu mán­uðum ef mál æxl­uð­ust með þeim hætti en Frjáls­ræð­is­banda­lag­ið, Liberal Alli­ance, hefur ítrekað hótað að fella stjórn­ina vegna ágrein­ings um skatta­mál. Lík­legt verður að telja að Danski þjóð­ar­flokk­ur­inn hafi, eins og málum er nú hátt­að, tak­mark­aðar áhyggjur af því þótt ekki verði kosið í bráð. 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Páll Hermannsson
Sundabraut og Sundahöfn
Kjarninn 22. nóvember 2019
Samruninn bjargaði Hringbraut frá þroti
Hringbraut var á leið í þrot og því bjargaði samnruninn við Torg, útgáfufélags Fréttablaðsins, því sem bjargað varð.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Kraumandi óánægja hjá starfsfólki Hafró
Starfsfólk Hafrannsóknarstofnunar hefur miklar áhyggjur af því að hagræðing hjá stofnuninni muni höggva í kjarnastarfsemi stofnunarinnar.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Þóra Sveinsdóttir
Eru konur kannski menn?
Kjarninn 22. nóvember 2019
Ilia Shumanov
Hægt að lágmarkað skaðann vegna peningaþvættis með ákveðnum skrefum
Aðstoð­ar­fram­kvæmda­stjóri Rúss­lands­deildar Tran­sparency International mun á umræðufundi í dag fjalla um hvernig alþjóð­legir hringir séu oft­ast einu skrefi á undan yfir­völdum og hvert hlut­verk milli­liða sé í pen­ingaþvætti.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Risatogarinn Heineste kyrrsettur
Yfirvöld í Namibíu hafa ákveðið að kyrrsetja risatogarann Heineste sem er í eigu félags í Namibíu sem Samherji á hlut í, samkvæmt RÚV.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Miðflokkurinn með 16,8 prósent – Sjálfstæðisflokkur með 18,1 prósent
Sjálfstæðisflokkurinn missir þrjú prósentustig af fylgi milli kannana og hefur aldrei mælst lægra. Miðflokkurinn tekur það fylgistap til sín.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Blása til mótmæla – Vilja að Kristján Þór segi tafarlaust af sér
Boðað er til mótmæla á morgun, laugardag, en helstu kröfur mótmælenda eru að sjávarútvegsráðherra segi af sér embætti, Alþingi lögfesti nýja og endurskoðaða stjórnarskrá og að arður af nýtingu sameiginlegra auðlinda landsmanna renni í sjóði almennings.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None