Eigið fé Vísis neikvætt um 174 milljónir í lok árs í fyrra

Þrátt fyrir tæplega milljarð í rekstrarhagnað í fyrra þá var eigið fé útgerðarfélagsins Vísis neikvætt í lok árs. Staðan hefur batnað mikið milli ára.

peturvisir_14165399243_o.jpg
Auglýsing

Eigið fé útgerð­ar­fé­lags­ins Vísis var nei­kvæmt um 1,4 millj­ón­ir ­evra í lok árs í fyrra, eða sem nemur um 174 millj­ónum króna, miðað við nú­ver­andi gengi.Þetta kemur fram í árs­reikn­ingi Vís­is­sam­stæð­unnar fyrir árið í fyrra. Sér­stak­lega er áréttað í skýr­ingum árs­reikn­ings­ins að stjórn­endur telji félag­ið ­rekstr­ar­hæft og að það geti staðið við allar skuld­bin­ingar þess. „Sam­kvæmt efna­hags­reikn­ingi var eigið fé félags­ins nei­kvætt um EUR 1,4 millj­ónir en hagn­aður árs­ins nam EUR 7,4 millj­ón­um. Lang­tíma­lán félags­ins eru í skilum og engin van­skil á skuldum til stað­ar. Stjórn­endur félags­ins telja að rekst­ur ­fé­lags­ins standi undir skuld­bind­ingum þess og það sé því rekstr­ar­hæft,“ segir í árs­reikn­ingn­um.

Í lok árs 2014 var staðan enn verri, en þá var eigið fé ­nei­kvætt um rúm­lega 10 millj­ónir evra, eða sem nemur um 1,25 millj­örðum króna.

Heild­ar­eignir félags­ins námu 132 millj­ónum evra, eða sem ­nemur um 16,5 millj­örðum króna. Heild­ar­skuldir námu 133,4 millj­ónum evra, eða ­sem nemur tæp­lega 16,7 millj­örðum króna.

Auglýsing

Tæpur millj­arður í hagnað

Hagn­aður Vísis í fyrra nam 7,4 milljón evra, eða um 980 millj­ónum króna. Eng­inn arður var greiddur úr félag­inu, enda félagið ekki með­ já­kvætt eigið fé.

Stærsti ein­staki eig­andi félags­ins í lok árs í fyrra var dán­arbú Páls H. Páls­son­ar, með rúm­lega 27 pró­sent hlut. Þá eiga Pét­ur, Krist­ín, Mar­grét, Sólný og Svan­hvít Páls­börn, 13,6 pró­sent hlut hvert og Páll J. Páls­son 4,8 pró­sent.

Á öðrum stað í reikn­ingnum koma þó fram önn­ur ­eig­enda­hlut­föll, en þar eru aðeins til­greindir inn­lendir hlut­haf­ar. Þar kem­ur fram að Pét­ur, Krist­ín, Mar­grét, Sólný og Svan­hvít eigi öll 10,46 pró­sent, Pál­l H. Páls­son 20,92 pró­sent, og Páll J. Páls­son 3,69 pró­sent. Afgang­ur­inn, rúm­lega 23 pró­sent, er ekki til­greindur í þeirri upp­taln­ingu.

Í stjórn Vísis eru Sveinn Ari Guð­jóns­son, Krist­ín Páls­dótt­ir, Mar­grét Páls­dótt­ir, Óskar Magn­ús­son og Gústaf Bald­vins­son. Þeir t­veir síð­ast­nefndu hafa báðir gegnt trún­að­ar­störfum fyrir Sam­herja um ára­bil, og hefur Óskar átt sæti í stjórn félags­ins.

Fram­kvæmd­ar­stjóri er Pétur H. Páls­son.

Lang­tíma­skuldir við banka aukast

Lang­tíma­skuldir Vísis við banka juk­ust umtals­vert á árin­u 2015 miðað við stöð­una eins og hún var í lok árs 2014. Í lok árs 2015 vor­u lang­tíma­skuldir við banka tæp­lega 105 millj­ónir evra, eða sem nemur um 13,2 millj­örðum króna. Í lok árs 2014 voru lang­tíma­skuld­irnar 40 millj­ónir evra, eða um fimm millj­örðum króna. Tæp­lega 70 millj­ónir evra töld­ust til skamm­tíma­skulda í lok árs 2014.

Rúm­lega 98 pró­sent skulda er í evrum en í reikn­ingnum seg­ir að 64,7 millj­ónir evra, eða um átta millj­arð­ar, séu á gjald­daga á næsta ári, 2017.

Dýrasta málverk í heimi fundið
Hver er rétti staðurinn fyrir dýrasta málverk sem selt hefur verið á uppboði? Flestir myndu kannski svara: safn. Kaupandinn, sem borgaði jafngildi 56 milljarða íslenskra króna fyrir verkið, valdi annan stað fyrir þetta verðmæta skilirí.
Kjarninn 16. júní 2019
Höskuldur H. Ólafsson hringir bjöllunni frægu við upphaf viðskipta með bréf í Arion banka fyrir einu ári.
Fyrir einu ári síðan: Arion banki skráður á markað
Á þessum degi fyrir einu ári síðan, þann 15. júní 2018, voru bréf í Arion banka tekin til viðskipta í Kauphöll Íslands. Hann varð þar með fyrsti íslenski bankinn til að verða skráður á markað eftir bankahrunið í október 2008.
Kjarninn 15. júní 2019
Sigurður Hlöðversson
Makríll á leið í kvóta – Eftir höfðinu dansa limirnir
Kjarninn 15. júní 2019
Margrét Tryggvadóttir
Hver skapaði skrímslið?
Leslistinn 15. júní 2019
Tíðavörur loks viðurkenndar sem nauðsyn
Alþingi samþykkti á dögunum að lækka virðisaukaskatt á tíðavörum úr efra skattþrepi í neðra. Ákvörðunin kemur í kjölfar þess að konur hafa á síðustu árum vakið athygli á því að það skjóti skökku við að skattleggja ekki tíðavörur sem nauðsynjavörur.
Kjarninn 15. júní 2019
Órói í stjórnmálum haggar varla fylgi stjórnmálablokka
Meirihluti stjórnarandstöðunnar mælist nú með meira fylgi en stjórnarflokkarnir þrír, frjálslyndu miðjuflokkarnir hafa sýnt mikinn stöðugleika í könnunum um langt skeið og fylgi Miðflokksins haggast varla þrátt fyrir mikla fyrirferð.
Kjarninn 15. júní 2019
Wikileaks: Blaðamennska í almannaþágu eða glæpur?
Julian Assange, stofnandi Wikileaks, á í hættu á að vera framseldur til Bandaríkjanna þar sem hann gæti átt yfir höfði sér 175 ár í fangelsi verði hann fundinn sekur.
Kjarninn 15. júní 2019
Segir forystu Sjálfstæðisflokksins vera sama um vilja flokksmanna
Stríð Davíðs Oddssonar og Morgunblaðsins sem hann stýrir við Sjálfstæðisflokkinn heldur áfram á síðum blaðsins í dag. Þar gagnrýnir hann forystu flokksins harkalega og bætir í gagnrýni sína vegna þriðja orkupakkans.
Kjarninn 15. júní 2019
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None