Eigið fé Vísis neikvætt um 174 milljónir í lok árs í fyrra

Þrátt fyrir tæplega milljarð í rekstrarhagnað í fyrra þá var eigið fé útgerðarfélagsins Vísis neikvætt í lok árs. Staðan hefur batnað mikið milli ára.

peturvisir_14165399243_o.jpg
Auglýsing

Eigið fé útgerð­ar­fé­lags­ins Vísis var nei­kvæmt um 1,4 millj­ón­ir ­evra í lok árs í fyrra, eða sem nemur um 174 millj­ónum króna, miðað við nú­ver­andi gengi.Þetta kemur fram í árs­reikn­ingi Vís­is­sam­stæð­unnar fyrir árið í fyrra. Sér­stak­lega er áréttað í skýr­ingum árs­reikn­ings­ins að stjórn­endur telji félag­ið ­rekstr­ar­hæft og að það geti staðið við allar skuld­bin­ingar þess. „Sam­kvæmt efna­hags­reikn­ingi var eigið fé félags­ins nei­kvætt um EUR 1,4 millj­ónir en hagn­aður árs­ins nam EUR 7,4 millj­ón­um. Lang­tíma­lán félags­ins eru í skilum og engin van­skil á skuldum til stað­ar. Stjórn­endur félags­ins telja að rekst­ur ­fé­lags­ins standi undir skuld­bind­ingum þess og það sé því rekstr­ar­hæft,“ segir í árs­reikn­ingn­um.

Í lok árs 2014 var staðan enn verri, en þá var eigið fé ­nei­kvætt um rúm­lega 10 millj­ónir evra, eða sem nemur um 1,25 millj­örðum króna.

Heild­ar­eignir félags­ins námu 132 millj­ónum evra, eða sem ­nemur um 16,5 millj­örðum króna. Heild­ar­skuldir námu 133,4 millj­ónum evra, eða ­sem nemur tæp­lega 16,7 millj­örðum króna.

Auglýsing

Tæpur millj­arður í hagnað

Hagn­aður Vísis í fyrra nam 7,4 milljón evra, eða um 980 millj­ónum króna. Eng­inn arður var greiddur úr félag­inu, enda félagið ekki með­ já­kvætt eigið fé.

Stærsti ein­staki eig­andi félags­ins í lok árs í fyrra var dán­arbú Páls H. Páls­son­ar, með rúm­lega 27 pró­sent hlut. Þá eiga Pét­ur, Krist­ín, Mar­grét, Sólný og Svan­hvít Páls­börn, 13,6 pró­sent hlut hvert og Páll J. Páls­son 4,8 pró­sent.

Á öðrum stað í reikn­ingnum koma þó fram önn­ur ­eig­enda­hlut­föll, en þar eru aðeins til­greindir inn­lendir hlut­haf­ar. Þar kem­ur fram að Pét­ur, Krist­ín, Mar­grét, Sólný og Svan­hvít eigi öll 10,46 pró­sent, Pál­l H. Páls­son 20,92 pró­sent, og Páll J. Páls­son 3,69 pró­sent. Afgang­ur­inn, rúm­lega 23 pró­sent, er ekki til­greindur í þeirri upp­taln­ingu.

Í stjórn Vísis eru Sveinn Ari Guð­jóns­son, Krist­ín Páls­dótt­ir, Mar­grét Páls­dótt­ir, Óskar Magn­ús­son og Gústaf Bald­vins­son. Þeir t­veir síð­ast­nefndu hafa báðir gegnt trún­að­ar­störfum fyrir Sam­herja um ára­bil, og hefur Óskar átt sæti í stjórn félags­ins.

Fram­kvæmd­ar­stjóri er Pétur H. Páls­son.

Lang­tíma­skuldir við banka aukast

Lang­tíma­skuldir Vísis við banka juk­ust umtals­vert á árin­u 2015 miðað við stöð­una eins og hún var í lok árs 2014. Í lok árs 2015 vor­u lang­tíma­skuldir við banka tæp­lega 105 millj­ónir evra, eða sem nemur um 13,2 millj­örðum króna. Í lok árs 2014 voru lang­tíma­skuld­irnar 40 millj­ónir evra, eða um fimm millj­örðum króna. Tæp­lega 70 millj­ónir evra töld­ust til skamm­tíma­skulda í lok árs 2014.

Rúm­lega 98 pró­sent skulda er í evrum en í reikn­ingnum seg­ir að 64,7 millj­ónir evra, eða um átta millj­arð­ar, séu á gjald­daga á næsta ári, 2017.

Hefnendurnir
Hefnendurnir
Hefnendurnir CLXXX - Bavíaninn sem át móður sína
Kjarninn 21. ágúst 2019
Jón Ólafsson, stofnandi Icelandic Glacial.
Icelandic Glacial stefnir að fjögurra milljarða hlutafjáraukningu
Drykkjarvöruframleiðandinn Icelandic Glacial efnir til hlutafjáraukningar að fjárhæð 31 milljón Bandaríkjadala eða tæplega fjögurra milljarða íslenskra króna sem boðin verður bæði núverandi og nýjum fjárfestum.
Kjarninn 21. ágúst 2019
Forgangsatriði hjá ríkisstjórninni að hlífa fjármagnseigendum
Samkvæmt ASÍ virðist það vera forgangsatriði hjá ríkisstjórninni að hlífa fjármagnseigendum við að greiða sitt til samfélagsins eins og launafólki ber að gera. Á meðan bóli ekkert á skattalækkunum fyrir lágtekjufólk.
Kjarninn 21. ágúst 2019
Fleiri gifta sig utan þjóðkirkjunnar
Helmingur þeirra para sem gekk í hjónaband í síðasta mánuði gifti sig innan þjóðkirkjunnar. Hlutfall kirkjunnar í hjónavígslum hefur farið minnkandi á síðustu árum en um aldarmótin var hlutur þjóðkirkjunnar rúmlega 71 prósent.
Kjarninn 21. ágúst 2019
Kristbjörn Árnason
Barlómur verslunareigenda og veitingamanna fer nú með himinskautum.
Leslistinn 21. ágúst 2019
Vilhjálmur Birgisson
Vill að Landsvirkjun niðurgreiði störf í áliðnaðinum
Formaður Verkalýðsfélags Akraness óttast um starfsöryggi félagsmanna sinna vegna samninga Landsvirkjunar við Elkem Ísland á Grundartanga og Norðurál.
Kjarninn 21. ágúst 2019
Réttindi Íslendinga sem flytja til Bretlands eftir Brexit skerðast
Sendiráð Íslands í London segir að réttindi Íslendinga sem búsettir eru í Bretlandi fyrir Brexit muni ekki skerðast í kjölfar útgöngu. Sendiráðið segir það hins vegar áhyggjuefni hversu fáir Íslendingar hafi sótt um svokallaðan Settled Status.
Kjarninn 21. ágúst 2019
Benedikt Jóhannesson
Meðal svikara, þjófa og ræningja í Evrópusambandinu
Kjarninn 21. ágúst 2019
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None