Eigið fé Vísis neikvætt um 174 milljónir í lok árs í fyrra

Þrátt fyrir tæplega milljarð í rekstrarhagnað í fyrra þá var eigið fé útgerðarfélagsins Vísis neikvætt í lok árs. Staðan hefur batnað mikið milli ára.

peturvisir_14165399243_o.jpg
Auglýsing

Eigið fé útgerð­ar­fé­lags­ins Vísis var nei­kvæmt um 1,4 millj­ón­ir ­evra í lok árs í fyrra, eða sem nemur um 174 millj­ónum króna, miðað við nú­ver­andi gengi.Þetta kemur fram í árs­reikn­ingi Vís­is­sam­stæð­unnar fyrir árið í fyrra. Sér­stak­lega er áréttað í skýr­ingum árs­reikn­ings­ins að stjórn­endur telji félag­ið ­rekstr­ar­hæft og að það geti staðið við allar skuld­bin­ingar þess. „Sam­kvæmt efna­hags­reikn­ingi var eigið fé félags­ins nei­kvætt um EUR 1,4 millj­ónir en hagn­aður árs­ins nam EUR 7,4 millj­ón­um. Lang­tíma­lán félags­ins eru í skilum og engin van­skil á skuldum til stað­ar. Stjórn­endur félags­ins telja að rekst­ur ­fé­lags­ins standi undir skuld­bind­ingum þess og það sé því rekstr­ar­hæft,“ segir í árs­reikn­ingn­um.

Í lok árs 2014 var staðan enn verri, en þá var eigið fé ­nei­kvætt um rúm­lega 10 millj­ónir evra, eða sem nemur um 1,25 millj­örðum króna.

Heild­ar­eignir félags­ins námu 132 millj­ónum evra, eða sem ­nemur um 16,5 millj­örðum króna. Heild­ar­skuldir námu 133,4 millj­ónum evra, eða ­sem nemur tæp­lega 16,7 millj­örðum króna.

Auglýsing

Tæpur millj­arður í hagnað

Hagn­aður Vísis í fyrra nam 7,4 milljón evra, eða um 980 millj­ónum króna. Eng­inn arður var greiddur úr félag­inu, enda félagið ekki með­ já­kvætt eigið fé.

Stærsti ein­staki eig­andi félags­ins í lok árs í fyrra var dán­arbú Páls H. Páls­son­ar, með rúm­lega 27 pró­sent hlut. Þá eiga Pét­ur, Krist­ín, Mar­grét, Sólný og Svan­hvít Páls­börn, 13,6 pró­sent hlut hvert og Páll J. Páls­son 4,8 pró­sent.

Á öðrum stað í reikn­ingnum koma þó fram önn­ur ­eig­enda­hlut­föll, en þar eru aðeins til­greindir inn­lendir hlut­haf­ar. Þar kem­ur fram að Pét­ur, Krist­ín, Mar­grét, Sólný og Svan­hvít eigi öll 10,46 pró­sent, Pál­l H. Páls­son 20,92 pró­sent, og Páll J. Páls­son 3,69 pró­sent. Afgang­ur­inn, rúm­lega 23 pró­sent, er ekki til­greindur í þeirri upp­taln­ingu.

Í stjórn Vísis eru Sveinn Ari Guð­jóns­son, Krist­ín Páls­dótt­ir, Mar­grét Páls­dótt­ir, Óskar Magn­ús­son og Gústaf Bald­vins­son. Þeir t­veir síð­ast­nefndu hafa báðir gegnt trún­að­ar­störfum fyrir Sam­herja um ára­bil, og hefur Óskar átt sæti í stjórn félags­ins.

Fram­kvæmd­ar­stjóri er Pétur H. Páls­son.

Lang­tíma­skuldir við banka aukast

Lang­tíma­skuldir Vísis við banka juk­ust umtals­vert á árin­u 2015 miðað við stöð­una eins og hún var í lok árs 2014. Í lok árs 2015 vor­u lang­tíma­skuldir við banka tæp­lega 105 millj­ónir evra, eða sem nemur um 13,2 millj­örðum króna. Í lok árs 2014 voru lang­tíma­skuld­irnar 40 millj­ónir evra, eða um fimm millj­örðum króna. Tæp­lega 70 millj­ónir evra töld­ust til skamm­tíma­skulda í lok árs 2014.

Rúm­lega 98 pró­sent skulda er í evrum en í reikn­ingnum seg­ir að 64,7 millj­ónir evra, eða um átta millj­arð­ar, séu á gjald­daga á næsta ári, 2017.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Milljarða tap Arion banka
Taprekstur hjá Valitor, TravelCo og fall kísilverksmiðjunnar í Helguvík, leiða til milljarðaniðurfærslna í efnahagsreikningi Arion banka.
Kjarninn 14. október 2019
Stjórnvöld nýti tækifærið til að færa heimilum betri vaxtakjör
Samtök atvinnulífsins telja að stjórnvöld eigi að hraða því að lækka sérstakan skatt á fjármálafyrirtæki, meðal annars til að lækka vexti á lánum til heimila og fyrirtækja.
Kjarninn 14. október 2019
Bankasýslan fagnar lækkun bankaskattsins
Bankasýsla ríkisins heldur á eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum.
Kjarninn 14. október 2019
Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins.
Miðflokksþingmaður vill lækka bankaskattinn hægar
Stefnt er að því að bankaskattur verði lækkaður í skrefum frá árinu 2021. Tekjutap ríkissjóðs vegna þessa er áætlað á nokkurra ára tímabili vel á annan tug milljarða, en vonast er til þess að kjör neytenda batni á móti.
Kjarninn 14. október 2019
Ketill Sigurjónsson
Unaðsstundir við Olíufljótið
Kjarninn 14. október 2019
McDonald's á Íslandi lokaði árið 2009.
Táknræn staða McDonald's á Íslandi kom aftur í ljós í hruninu
Prófessor í mannfræði við Háskóla Íslands segir að Íslendingar hafi lengi verið mjög upptekið af því hvernig fjallað er um land og þjóð utan landsteinanna og að lokun McDonald's hafi verið enn ein niðurlægingin á alþjóðavettvangi.
Kjarninn 14. október 2019
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Konur í fangelsum
Kjarninn 14. október 2019
Eyþór Laxdal Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Félag Eyþórs sem á í Morgunblaðinu með neikvætt eigið fé upp á 239 milljónir
Félagið sem heldur utan um eignarhald oddvita Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í útgáfufélagi Morgunblaðsins skuldar 360,5 milljónir króna en metur einu eign sina á 121,5 milljónir króna.
Kjarninn 14. október 2019
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None