Eigið fé Vísis neikvætt um 174 milljónir í lok árs í fyrra

Þrátt fyrir tæplega milljarð í rekstrarhagnað í fyrra þá var eigið fé útgerðarfélagsins Vísis neikvætt í lok árs. Staðan hefur batnað mikið milli ára.

peturvisir_14165399243_o.jpg
Auglýsing

Eigið fé útgerð­ar­fé­lags­ins Vísis var nei­kvæmt um 1,4 millj­ón­ir ­evra í lok árs í fyrra, eða sem nemur um 174 millj­ónum króna, miðað við nú­ver­andi gengi.Þetta kemur fram í árs­reikn­ingi Vís­is­sam­stæð­unnar fyrir árið í fyrra. Sér­stak­lega er áréttað í skýr­ingum árs­reikn­ings­ins að stjórn­endur telji félag­ið ­rekstr­ar­hæft og að það geti staðið við allar skuld­bin­ingar þess. „Sam­kvæmt efna­hags­reikn­ingi var eigið fé félags­ins nei­kvætt um EUR 1,4 millj­ónir en hagn­aður árs­ins nam EUR 7,4 millj­ón­um. Lang­tíma­lán félags­ins eru í skilum og engin van­skil á skuldum til stað­ar. Stjórn­endur félags­ins telja að rekst­ur ­fé­lags­ins standi undir skuld­bind­ingum þess og það sé því rekstr­ar­hæft,“ segir í árs­reikn­ingn­um.

Í lok árs 2014 var staðan enn verri, en þá var eigið fé ­nei­kvætt um rúm­lega 10 millj­ónir evra, eða sem nemur um 1,25 millj­örðum króna.

Heild­ar­eignir félags­ins námu 132 millj­ónum evra, eða sem ­nemur um 16,5 millj­örðum króna. Heild­ar­skuldir námu 133,4 millj­ónum evra, eða ­sem nemur tæp­lega 16,7 millj­örðum króna.

Auglýsing

Tæpur millj­arður í hagnað

Hagn­aður Vísis í fyrra nam 7,4 milljón evra, eða um 980 millj­ónum króna. Eng­inn arður var greiddur úr félag­inu, enda félagið ekki með­ já­kvætt eigið fé.

Stærsti ein­staki eig­andi félags­ins í lok árs í fyrra var dán­arbú Páls H. Páls­son­ar, með rúm­lega 27 pró­sent hlut. Þá eiga Pét­ur, Krist­ín, Mar­grét, Sólný og Svan­hvít Páls­börn, 13,6 pró­sent hlut hvert og Páll J. Páls­son 4,8 pró­sent.

Á öðrum stað í reikn­ingnum koma þó fram önn­ur ­eig­enda­hlut­föll, en þar eru aðeins til­greindir inn­lendir hlut­haf­ar. Þar kem­ur fram að Pét­ur, Krist­ín, Mar­grét, Sólný og Svan­hvít eigi öll 10,46 pró­sent, Pál­l H. Páls­son 20,92 pró­sent, og Páll J. Páls­son 3,69 pró­sent. Afgang­ur­inn, rúm­lega 23 pró­sent, er ekki til­greindur í þeirri upp­taln­ingu.

Í stjórn Vísis eru Sveinn Ari Guð­jóns­son, Krist­ín Páls­dótt­ir, Mar­grét Páls­dótt­ir, Óskar Magn­ús­son og Gústaf Bald­vins­son. Þeir t­veir síð­ast­nefndu hafa báðir gegnt trún­að­ar­störfum fyrir Sam­herja um ára­bil, og hefur Óskar átt sæti í stjórn félags­ins.

Fram­kvæmd­ar­stjóri er Pétur H. Páls­son.

Lang­tíma­skuldir við banka aukast

Lang­tíma­skuldir Vísis við banka juk­ust umtals­vert á árin­u 2015 miðað við stöð­una eins og hún var í lok árs 2014. Í lok árs 2015 vor­u lang­tíma­skuldir við banka tæp­lega 105 millj­ónir evra, eða sem nemur um 13,2 millj­örðum króna. Í lok árs 2014 voru lang­tíma­skuld­irnar 40 millj­ónir evra, eða um fimm millj­örðum króna. Tæp­lega 70 millj­ónir evra töld­ust til skamm­tíma­skulda í lok árs 2014.

Rúm­lega 98 pró­sent skulda er í evrum en í reikn­ingnum seg­ir að 64,7 millj­ónir evra, eða um átta millj­arð­ar, séu á gjald­daga á næsta ári, 2017.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Boris Johnson var í kvöld lagður inn á spítala í London.
Boris Johnson lagður inn á spítala
Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands hefur verið lagður inn á spítala í London til skoðunar, en hann hefur verið með „þrálát einkenni“ COVID-19 sýkingar allt frá því að hann greindist með veiruna fyrir tíu dögum síðan.
Kjarninn 5. apríl 2020
Virði veðsettra bréfa dróst saman um 30 milljarða í mars
Heildarvirði allra félaga sem skráð eru á aðallista Kauphallar Íslands og First North markaðinn dróst saman um 184 milljarða króna á fyrstu þremur mánuðum ársins 2020.
Kjarninn 5. apríl 2020
Söngvaskáld gefur út Skrifstofuplöntu
Söngvaskáldið Sveinn Guðmundsson safnar fyrir útgáfu nýrrar plötu á Karolina Fund.
Kjarninn 5. apríl 2020
Frá Ísafirði. Þar og í Bolungarvík eru hertar sóttvarnaráðstafanir einnig áfram í gildi.
Hertar aðgerðir á Suðureyri, Flateyri, Þingeyri og í Súðavík
Rétt eins og á Ísafirði og í Bolungarvík hefur nú verið ákveðið að loka leik- og grunnskólum í minni bæjum á norðanverðum Vestfjörðum á meðan smitrakning nýrra smita á svæðinu stendur yfir.
Kjarninn 5. apríl 2020
Einar Helgason
Gömlum frethólki svarað
Kjarninn 5. apríl 2020
Ellefu sjúklingar liggja nú á gjörgæsludeild vegna COVID-19
Fólki í sóttkví fjölgar á ný
Í dag eru 1.054 einstaklingar með virk COVID-19 smit en í gær voru þeir 1.017. Alls er 428 manns batnað.
Kjarninn 5. apríl 2020
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
„Við þurfum að skuldsetja ríkissjóð verulega“
Fulltrúar stjórnarandstöðuflokkanna kvörtuðu undan samráðsleysi af hálfu ríkisstjórnarinnar í Silfrinu í morgun og sögðust telja að stjórnvöld þyrftu að bæta verulega í hvað varðar efnahagsleg viðbrögð við heimsfaraldrinum.
Kjarninn 5. apríl 2020
Hugfangin af jöklum og kvikunni sem kraumar undir
Hún gekk í geimbúningi á Vatnajökli og er með gasgrímu og öryggishjálm til taks í vinnunni. Hún heldur sig þó heima þessa dagana enda „verður maður að hugsa um landlækni,“ segir eldfjallafræðingurinn Helga Kristín Torfadóttir, dóttir Ölmu Möller.
Kjarninn 5. apríl 2020
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None