Eigið fé Vísis neikvætt um 174 milljónir í lok árs í fyrra

Þrátt fyrir tæplega milljarð í rekstrarhagnað í fyrra þá var eigið fé útgerðarfélagsins Vísis neikvætt í lok árs. Staðan hefur batnað mikið milli ára.

peturvisir_14165399243_o.jpg
Auglýsing

Eigið fé útgerð­ar­fé­lags­ins Vísis var nei­kvæmt um 1,4 millj­ón­ir ­evra í lok árs í fyrra, eða sem nemur um 174 millj­ónum króna, miðað við nú­ver­andi gengi.Þetta kemur fram í árs­reikn­ingi Vís­is­sam­stæð­unnar fyrir árið í fyrra. Sér­stak­lega er áréttað í skýr­ingum árs­reikn­ings­ins að stjórn­endur telji félag­ið ­rekstr­ar­hæft og að það geti staðið við allar skuld­bin­ingar þess. „Sam­kvæmt efna­hags­reikn­ingi var eigið fé félags­ins nei­kvætt um EUR 1,4 millj­ónir en hagn­aður árs­ins nam EUR 7,4 millj­ón­um. Lang­tíma­lán félags­ins eru í skilum og engin van­skil á skuldum til stað­ar. Stjórn­endur félags­ins telja að rekst­ur ­fé­lags­ins standi undir skuld­bind­ingum þess og það sé því rekstr­ar­hæft,“ segir í árs­reikn­ingn­um.

Í lok árs 2014 var staðan enn verri, en þá var eigið fé ­nei­kvætt um rúm­lega 10 millj­ónir evra, eða sem nemur um 1,25 millj­örðum króna.

Heild­ar­eignir félags­ins námu 132 millj­ónum evra, eða sem ­nemur um 16,5 millj­örðum króna. Heild­ar­skuldir námu 133,4 millj­ónum evra, eða ­sem nemur tæp­lega 16,7 millj­örðum króna.

Auglýsing

Tæpur millj­arður í hagnað

Hagn­aður Vísis í fyrra nam 7,4 milljón evra, eða um 980 millj­ónum króna. Eng­inn arður var greiddur úr félag­inu, enda félagið ekki með­ já­kvætt eigið fé.

Stærsti ein­staki eig­andi félags­ins í lok árs í fyrra var dán­arbú Páls H. Páls­son­ar, með rúm­lega 27 pró­sent hlut. Þá eiga Pét­ur, Krist­ín, Mar­grét, Sólný og Svan­hvít Páls­börn, 13,6 pró­sent hlut hvert og Páll J. Páls­son 4,8 pró­sent.

Á öðrum stað í reikn­ingnum koma þó fram önn­ur ­eig­enda­hlut­föll, en þar eru aðeins til­greindir inn­lendir hlut­haf­ar. Þar kem­ur fram að Pét­ur, Krist­ín, Mar­grét, Sólný og Svan­hvít eigi öll 10,46 pró­sent, Pál­l H. Páls­son 20,92 pró­sent, og Páll J. Páls­son 3,69 pró­sent. Afgang­ur­inn, rúm­lega 23 pró­sent, er ekki til­greindur í þeirri upp­taln­ingu.

Í stjórn Vísis eru Sveinn Ari Guð­jóns­son, Krist­ín Páls­dótt­ir, Mar­grét Páls­dótt­ir, Óskar Magn­ús­son og Gústaf Bald­vins­son. Þeir t­veir síð­ast­nefndu hafa báðir gegnt trún­að­ar­störfum fyrir Sam­herja um ára­bil, og hefur Óskar átt sæti í stjórn félags­ins.

Fram­kvæmd­ar­stjóri er Pétur H. Páls­son.

Lang­tíma­skuldir við banka aukast

Lang­tíma­skuldir Vísis við banka juk­ust umtals­vert á árin­u 2015 miðað við stöð­una eins og hún var í lok árs 2014. Í lok árs 2015 vor­u lang­tíma­skuldir við banka tæp­lega 105 millj­ónir evra, eða sem nemur um 13,2 millj­örðum króna. Í lok árs 2014 voru lang­tíma­skuld­irnar 40 millj­ónir evra, eða um fimm millj­örðum króna. Tæp­lega 70 millj­ónir evra töld­ust til skamm­tíma­skulda í lok árs 2014.

Rúm­lega 98 pró­sent skulda er í evrum en í reikn­ingnum seg­ir að 64,7 millj­ónir evra, eða um átta millj­arð­ar, séu á gjald­daga á næsta ári, 2017.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsmálaráðherra.
Telur enga ástæðu til að hafa uppi stór orð um „svartan dag í réttarsögunni“
Fjármála- og efnahagsráðherra segir að ekki þurfi að hafa áhyggjur af orðspori Íslands vegna niðurstöðu yfir­­­­­deildar Mann­rétt­inda­­­dóm­stóls Evr­­­ópu.
Kjarninn 1. desember 2020
Kristján Guy Burgess
Opið samfélag er besta bóluefnið
Kjarninn 1. desember 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
„Firra“ að lausnin á kreppunni sé að skerða kjör láglaunafólks
Efling mótmælir orðum framkvæmdastjóra SA harðlega og segir að honum sé nær að biðla til stéttbræðra sinna um að fjárfesta meira í atvinnuþróun eða auka neyslu í stað þess „að vega að verkafólki með laun undir opinberum framfærsluviðmiðum“.
Kjarninn 1. desember 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Eitt smit á Austurlandi í 3. bylgju – til álita kemur að slaka á aðgerðum á landsbyggðinni
„Í ljósi þess að mjög fá smit eru nú að greinast utan höfuðborgarsvæðisins þá kæmi til álita að mínu mati að beita minna takmarkandi aðgerðum á þeim svæðum,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Aðeins eitt smit greindist á Austurlandi í 3. bylgju.
Kjarninn 1. desember 2020
Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra.
Þeir sem brjóta niður traust á dómstólum ættu ekki að gegna trúnaðarstörfum fyrir hönd almennings
Gagnsæi, samtök gegn spillingu, telja að þeir sem bera ábyrgð á því að brjóta niður traust á dómstólum ættu ekki að koma að frekari trúnaðarstörfum fyrir hönd almennings.
Kjarninn 1. desember 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Dómsmálaráðherra: „Þessi niðurstaða veldur vissulega vonbrigðum“
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra ræddi niðurstöðu Landsréttarmálsins á ríkisstjórnarfundi og sagði hana í kjölfarið valda sér vonbrigðum. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir bent á mjög alvarlega annmarka.
Kjarninn 1. desember 2020
Kjartan Briem nýr framkvæmdastjóri Isavia ANS
Isavia ANS ehf. er dótturfélag Isaiva ohf. og annast rekstur og uppbygginu flugleiðsöguþjónustu.
Kjarninn 1. desember 2020
Áfram munu fjöldamörk miðast við tíu manns - að minnsta kosti í viku í viðbót.
Óbreyttar sóttvarnaaðgerðir í viku í viðbót
Ákveðið hefur verið að framlengja gildandi sóttvarnaráðstafanir til 9. desember. Til stóð að gera tilslakanir en vegna þróunar faraldursins síðustu daga var ákveðið að halda gildandi aðgerðum áfram.
Kjarninn 1. desember 2020
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None