Ballaðan af Nancy og Tonyu

Tvær skautadrottningar settu íþróttaheiminn á annan endann árið 1994. Kristinn Haukur Guðnason sagnfræðingur kafaði ofan í ótrúlegt einvígi Nancy og Tonyu á skautasvellinu og utan þess.

Kristinn Haukur Guðnason
Nancy
Auglýsing

Í árs­byrjun árið 1994 beind­ist athygli heims­ins að tveimur ungum skauta­drottn­ing­um. Ástæðan var ekki sú hversu færar þær voru á svell­inu heldur vegna þess að önnur var grunuð um að skipu­leggja fólsku­lega lík­ams­árás á hina. Atburð­ar­rásin er ein­hver sú ótrú­leg­asta í íþrótta­sög­unni og heim­ur­inn fylgd­ist með í beinni útsend­ingu. Hvernig þær unnu úr reynsl­unni er svo saga út af fyrir sig. Sagan af Nancy og Tonyu er saga tveggja mjög ólíkra kvenna sem báðar voru drifnar áfram af sama kraft­in­um, keppn­is­skap­inu.

Ungstirni

Bak­grunnur Nancy Kerrigan og Tonyu Harding er að mörgu leyti álík­ur. Þær ólust báðar upp við þröngan kost, þóttu nokkuð stráka­legar í fasi og hæfi­leikar þeirra upp­götv­uð­ust í barn­æsku. En mun­ur­inn var þó tölu­verður á þeim. Kerrigan fædd­ist árið 1969 í smá­bænum Sto­neham í Massachu­setts fylki inn í mikla skauta­fjöl­skyldu. Báðir bræður hennar stund­uðu íshokkí og þegar ljóst var að hún hafði hæfi­leika á list­skautum fékk faðir hennar sér auka­vinnu til að geta ráðið þjálf­ara. Harding fædd­ist árið 1970 í stór­borg­inni Portland í Oregon fylki, hinum megin í Banda­ríkj­un­um. Hún ólst upp í mik­illi fátækt hjá veikum föður og ofbeld­is­fullri móður sem yfir­gaf fjöl­skyld­una þegar Tonya var á ung­lings­aldri. Móðir hennar hafði aldrei mikla trú á henni og því lenti það í verka­hring þjálf­ara hennar að ala hana upp í íþrótt­inni. Kerrigan og Harding byrj­uðu ferla sína á list­skautum með miklum krafti og þær þóttu báðar lík­am­lega sterk­ar. 

En þegar á leið fóru þær í alger­lega sitt hvora átt­ina. Harding skaut­aði hratt og ein­beitti sér að lík­am­lega erf­iðum og flóknum stökkum sem hún fram­kvæmdi með gríð­ar­legum sprengi­krafti. Kerrigan breytti alger­lega um stíl og fór að ein­beita sér frekar að fal­legum línum og list­rænum líð­andi dansi. Hún féll alger­lega að ímynd­inni um „ísprinsess­una”, sem hafði verið ríkj­andi í list­skautum kvenna í ára­tugi, bæði af dóm­ur­um, skauta­sam­band­inu, almenn­ingi og síð­ast en ekki síst stór­fyr­ir­tækj­um. Hún fékk aug­lýs­inga­samn­inga hjá mörgum fyr­ir­tækjum á borð við Ree­bok, Revlon og Camp­bell´s súpum og varð fyr­ir­mynd ungra skauta­stúlkna. 

Auglýsing

Harding var alger and­stæða. Hún þótti óhefluð utan svells­ins sem inn­an. Saum­aði bún­inga sína sjálf og valdi oft á tíðum óhefð­bundna og jafn­vel óvið­eig­andi tón­list fyrir atriði sín. Hún féll engan veg­inn að ímynd­inni um ísprinsess­una og fékk þar af leið­andi enga samn­inga og ekk­ert fjár­magn utan verð­launa­fés. En á ung­lings­árum leyndu hæfi­leikar Tonyu Harding sér ekki. Á seinni hluta níunda ára­tug­ar­ins reis frægð­ar­sól hennar hratt og hún kom til greina fyrir ólymp­íu­leik­ana árið 1988 í Cal­gary, aðeins 17 ára göm­ul. Fram­gangur Kerrigan var aðeins hæg­ari á ung­lings­ár­unum en báðar settu þær markið á ólymp­íu­leik­ana 1992 sem haldnir voru í Albert­ville í Frakk­landi.

Stefndu á ólymp­íugull

Í upp­hafi tíunda ára­tug­ar­ins voru Harding og Kerrigan tvær af skær­ustu stjörnum list­skaut­anna en lifðu þó báðar í skugga Kristi Yamag­uchi, einnar allra bestu skauta­konu sög­unn­ar. Árið 1991 var sér­lega gott fyrir Harding. Hún vann tvær af stærstu keppnum Banda­ríkj­anna (Am­er­íska meist­ara­mótið og Skate Amer­ica) þar sem hún braut blað í skauta­sög­unni með svoköll­uðu þre­földu öxul­stökki. Þar skautar kepp­and­inn aftur á bak stekkur þrefalt stökk og lendir á hinum fæt­in­um.

Þetta stökk varð að ein­kenn­is­merki Harding á þessum tíma. Hún tók mikla áhættu með þessu og datt stundum og gerði þá út um sig­ur­mögu­leika sína. Harding og Kerrigan kepptu í fyrsta skipti á heims­meist­ara­móti árið 1991 og end­uðu í öðru og þriðja sæti, á eftir Kristi Yamag­uchi. En eftir þetta byrj­aði frammi­staða Harding að dala og Kerrigan fór frammúr henni. Kerrigan vann brons á ólymp­íu­leik­unum í Albert­ville en Harding end­aði í fjórða sæt­i. 

Mán­uði seinna vann Kerrigan silfur á heims­meist­ara­mót­inu í Oakland á meðan Harding end­aði aðeins í sjötta sæti. Yamag­uchi vann bæði mót en ljóst var að hún myndi hætta ári seinna. Þá leit allt út fyrir að Nancy Kerrigan yrði hinn nýji meist­ari og Harding þoldi ekki þá til­hugs­un. Árið 1986 ákvað Alþjóð­lega ólymp­íu­sam­bandið að vetrar og sum­ar­leik­arnir yrðu ekki haldnir á sama ári eins og venjan var. Þessi breyt­ing komst í fram­kvæmd eftir leik­ana árið 1992. Sem­sagt vetr­ar­leikar yrðu haldnir strax tveimur árum seinna, árið 1994 í bænum Lil­lehammer í Nor­egi. Þetta var ein­stakt tæki­færi fyrir bæði Kerrigan og Harding þar sem fer­ill list­skauta­kvenna er ákaf­lega stutt­ur. Báðar stefndu á leik­ana í Lil­lehammer en eftir að Nancy Kerrigan vann amer­íska meist­ara­mótið árið 1993 og Harding lenti ein­ungis í fjórða sæti sá sú síð­ar­nefnda að hún yrði að grípa í taumana.Þaul­skipu­lögð árás

Hinn 6. jan­úar árið 1994 er dagur sem verður lengi í minnum hafður í heimi íþrótt­anna. Nancy Kerrigan var að ljúka æfingu á Cobo Arena æfinga­vell­inum fyrir amer­íska meist­ara­mótið sem var einnig úrtöku­mót fyrir ólymp­íu­leik­ana. Þegar gekk út af vell­inum veitt­ist að henni maður með útdrag­an­lega járn­kylfu og sló hana þétt­ings­fast í hægri fót­legg­inn, rétt ofan við hné, nokkrum sinnum og tók síðan á rás. Aðdrag­andi atviks­ins og eft­ir­leik­ur­inn náð­ist á mynd­band en mað­ur­inn komst á brott. Nancy grét hástöfum og kall­aði “Af hverju? Af hverju?” og faðir hennar bar hana svo út í bíl þar sem henni var ekið á sjúkra­hús. Fót­leggur hennar hafði ekki brotnað en hann var illa mar­inn, skor­inn og það bólg­inn að hún varð að hætta við þátt­töku á mót­inu. Tonya Harding steig hins vegar fram og sigr­aði mótið og vann sér inn þátt­töku­rétt á ólymp­íu­leik­un­um. 

Fólk var mjög hugsi yfir þessum atburði og fljót­lega komu fram kenn­ingar um að Harding hefði átt hlut að máli. Málið þótti það far­sa­kennt að fjöl­miðlar flykkt­ust að og um fátt annað var rætt á kom­andi vikum og mán­uð­um. Þegar þetta gerð­ist var ein­ungis rúmur mán­uður í ólymp­íu­leik­ana. Skömmu eftir atvikið fékk alrík­is­lög­reglan FBI nafn­lausar ábend­ingar um að menn tengdir Tonyu Harding hefðu framið verkn­að­inn. Nokkrum dögum seinna voru fjórir menn bendl­aðir við atburð­inn hand­tekn­ir. Einn af þeim var Jeff Gill­ooly eig­in­maður Harding og annar Shawn Eck­hardt, líf­vörður henn­ar. Harding réð Eck­hardt um haustið eftir að henni bár­ust morð­hót­anir að eigin sögn.

Þeir höfðu ráðið tvo menn, Shane Stant og Derrick Smith, til að fremja verkn­að­inn. Upp komst um fjór­menn­ing­ana eftir að Eck­hardt hafði grobbað sig af þætti sínum í árásinni við vin sinn Eugene Saund­ers sem leit­aði til lög­regl­unn­ar. Lög­reglan sendi Saund­ers til Eck­hardt með upp­töku­tæki inn­an­klæða þar sem við­ur­kenn­ing náð­ist á band. Þá kom í ljós að menn­irnir fjórir höfðu mælt sér mót og ákveðið hvernig best væri að losa Tonyu Harding við keppi­naut­inn. Það kom í hlut Stant að fram­kvæma árás­ina og Smith yrði flótta­öku­mað­ur. Eck­hart vildi að Stant myndi skera í sundur hásin Kerrigan en Stant var ekki reiðu­bú­inn til að nota hníf. Á fund­inum kom meira að segja til tals að myrða Kerrigan en það var fljót­lega slegið út af borð­inu. Á end­anum var samið um að Stant myndi fót­brjóta hana og fá 6500 doll­ara að launum fyrir verkn­að­inn.

Upp­gjör í Lil­lehammer

Banda­ríska skauta­sam­bandið ályktaði að ekki lægju nægj­an­legar sann­anir fyrir því að Harding hefði átt beina aðild að árásinni og því hélt hún sæti sínu í ólymp­íulið­inu. Kerrigan æfði stíft í gegnum mik­inn sárs­auka en náði fljót­lega að koma sér í gott form. Sökum aðstæðna var henni því veitt hitt sætið á kostnað hinnar 13 ára gömlu Michelle Kwan sem seinna varð stór­stjarna. Því var ljóst að Nancy og Tonya myndu mæt­ast á svell­inu í Lil­lehammer. 

Fjöl­miðla­her fylgdi þeim til Nor­egs og um fátt annað var talað fyrir leik­ana. Kerrigan og Harding voru m.a. á for­síðum blað­anna Time og Newsweek. Augu heims­ins voru á skauta­drottn­ing­unum þegar þær æfðu sig fyrir keppn­ina án þess að yrða eða líta á hvora aðra. Kerrigan var ein­beitt og til­búin þrátt fyrir meiðsl­in. Harding var hins vegar í ann­ar­legu ástandi and­lega og engan vegin reiðu­búin til keppni. Hún stóð sig illa og lenti í vand­ræðum með skaut­ana sína. Hún end­aði í 8. sæti. Kerrigan skaut­aði aftur á móti mjög vel og komst í úrslit. Þar mætti hún hinni úkra­ínsku Oksönu Baiul en tap­aði með minnsta mögu­lega mun og missti af gull­in­u. 

Mörgum fannst dóm­ar­arnir vil­hallir Baiul sem var ríkj­andi heims­meist­ari á þessum tíma. Keppnin í Lil­lehammer reynd­ist enda­punktur á ferlum  bæði Kerrigan og Harding. Við heim­kom­una lagði Kerrigan skaut­ana á hill­una en Harding beið yfir­heyrsla. Eig­in­maður hennar hafði sagt lög­regl­unni að Harding hefði tekið fullan þátt í að skipu­leggja árás­ina en hún neit­aði því. Hún við­ur­kenndi aftur á móti að hafa vitað af árásinni eftir á en ekki upp­lýst um það. Harding hlaut þriggja ára skil­orðs­bund­inn fang­els­dóm fyrir mein­særi. Að auki var hún dæmd til sam­fé­lags­þjón­ustu og til að greiða háa sekt. Fjór­menn­ing­arnir fengu allir fang­els­is­dóma fyrir aðild sína að mál­inu. Um sum­arið 1994 gerði banda­ríska skauta­sam­bandið sína eigin rann­sókn á mál­inu. Þá hafði fund­ist dag­bók og önnur gögn í rusla­tunnu sem bendl­uðu Harding við skipu­lagn­ingu árás­ar­inn­ar. Harding var í kjöl­farið sett í ævi­langt bann frá bæði keppni og þjálfun og svipt banda­ríska meist­aratitl­inum frá því í jan­ú­ar. 

Allt fyrir athygl­ina

Skömmu seinna mætt­ust Kerrigan og Harding í til­finn­inga­þrungnum sjón­varps­við­tali á sjón­varps­stöð­inni Fox. Harding bað­aði sig í sviðs­ljós­inu og tal­aði mikið en Kerrigan virt­ist vera búin með þennan kafla í lífi sínu. Eftir Lil­lehammer hvarf Kerrigan að mestu leyti úr sviðs­ljós­inu utan skauta­heims­ins. Ef undan er skilið vand­ræða­legt atvik í skrúð­göngu í Dis­ney-landi þar sem það náð­ist á mynd­band þegar hún sagði Mikka mús að henni þætti gangan heimsku­leg og hall­æris­leg. 

Í dag er Kerrigan gift þriggja barna móðir sem býr í Massachu­setts. Hún hefur m.a. unnið í sjón­varpi við lýs­ingar á list­skauta­keppn­um, skrifað bækur og unnið að góð­gerð­ar­mál­um. Árið 2010 komst hún óvænt í frétt­irnar þegar annar bróðir hennar olli dauðs­falli föður þeirra. Hann var dæmdur til tveggja ára fang­els­is­vistar fyrir lík­ams­árás en sýkn­aður af morð­á­kærunni. Nancy stóð með bróður sínum í gegnum rétt­ar­höld­in. Harding fór í þver­öf­uga átt. Hún naut sýn í sviðs­ljós­inu og gerði hvað sem var til að halda athygli fjöl­miðla á sér. Harding og Gill­ooly skildu á meðan rann­sókn árás­ar­innar fór fram en um haustið 1994 seldu þau klám­tíma­rit­inu Pent­house upp­töku af bólförum þeirra. Tveimur árum síðar lék hún í lélegri sjón­varps­kvik­mynd sem nefn­ist Breakawa­y. 

Hún hefur reynt fyrir sér í kappakstri, fjöl­bragða­glímu og veru­leika­sjón­varpi. Þá stofn­aði hún hljóm­sveit­ina The Golden Bla­des sem var púuð niður af sviði á sínum einu tón­leik­um. Mestri vel­gengni hefur hún þó náð í hnefa­leik­um. Árið 2002 keppti hún í veru­leika­sjón­varps­þætt­inum Celebrity Box­ing þar sem hún atti kappi við og sigr­aði Paulu Jones, sem sak­aði Banda­ríkja­for­set­ann Bill Clinton um kyn­ferð­is­lega áreitni árið 1994. Hún fékk atvinnu­manna­samn­ing og keppti alls sjö sinnum á tveimur árum þar sem hún vann fjóra bar­daga, einn gegn karl­manni. Harding er þrí­gift og á eitt barn. Hún nýtir hvert tæki­færi sem hún fær til að ræða feril sinn og Kerrig­an-árás­ina en hún neitar því enn þann dag í dag að hafa skipu­lagt hana. Nú er í fram­leiðslu kvik­mynd um ævi henn­ar, I, Tonya, þar sem ástr­alska leik­konan Margot Robbie mun fara með aðal­hlut­verk­ið.Dyna­sty á ís

Viður­eign Nancy Kerrigan og Tonyu Harding er einn furðu­leg­asti atburður í íþrótta­sög­unni og hann er langt því frá gleymdur þó að liðin séu meira en 20 ár. Það hafa gerðar heim­ild­ar­myndir og þættir um atvik­ið, skrif­aðar bæk­ur, samin lög og meira að segja óper­ur, bæði klass­ískar og nýmóð­ins. Árið 2015 var söng­leik­ur­inn Tonya & Nancy: The Rock Opera frum­sýndur á stærsta sviði heims, Broa­d­way í New York.  Kannski er þó athygl­is­verð­ast safnið sem komið var á fót um skauta­kon­urnar tvær. Her­berg­is­fé­lag­arnir og uppi­stand­ar­arnir Matt Hark­ins og Vivi­ana Olen komu safn­inu á fót á heim­ili sínu í New York eftir söfnun á hóp­fjár­mögn­un­ar­síð­unni Kickstart­er.com. Safnið er lít­ið, aðeins einn gangur en veggir hans eru þaktir munum tengdum atburð­un­um. Þau voru aðeins börn þegar atburð­irnir gerð­ust en muna þó vel eftir þeim. Olen seg­ir:

Við munum bara Dis­ney útgáf­una af sög­unni. Þið vit­ið, um þessa brjál­uðu, druslu­legu per­sónu sem lét lemja ísprinsess­una. Þetta er svo djúpt. Þetta er svo amer­ísk saga, þetta er sápu­ópera, Dyna­sty á ís.

Hark­ins bætir við að sagan og safnið snú­ist aðal­lega um per­són­urnar og að allir geti fundið sig í þeim. Hann seg­ir:

Ég er Nancy. En stundum óska ég þess að ég væri svo­lítil Tonya.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sigrún Sif Jóelsdóttir og Grant Wyeth
Hæstiréttur leiðir dómstóla á hættulega braut í málum barna
Kjarninn 28. september 2021
Þorkell Helgason
Kosningakerfið þarf að bæta
Kjarninn 28. september 2021
Seðlabankinn stendur við Kalkofnsveg sem kenndur er við kalkofn sem þar var í notkun á síðari hluta 19. aldar.
Varaseðlabankastjórar gerast ritstjórar
Kalkofninn er nýr vettvangur fyrir greinar um verkefni og verksvið Seðlabanka Íslands sem finna má á vef bankans. Kalkofninum er ætlað að höfða til almennings, atvinnulífs, fjölmiðla og fræðasamfélags.
Kjarninn 28. september 2021
Árni Páll Árnason.
Árni Páll skipaður í stjórn Eftirlitsstofnunar EFTA
Fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar hefur gengt starfi varaframkvæmdastjóra Uppbyggingarsjóðs EES undanfarið. Hann hefur nú verið skipaður í stjórn ESA.
Kjarninn 28. september 2021
Þau fimm sem duttu inn á þing sem jöfnunarmenn síðdegis á sunnudag verða að óbreyttu þingmenn.
Listar yfir nýkjörna þingmenn sendir á yfirkjörstjórnir
Þeir fimm frambjóðendur sem duttu skyndilega inn á þing sem jöfnunarmenn eftir endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi á sunnudag munu verða þingmenn á næsta kjörtímabili, nema Alþingi ákveði annað.
Kjarninn 28. september 2021
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 9. þáttur: „Íkarus virti ekki viðvörunarorðin og hélt af stað“
Kjarninn 28. september 2021
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra úthlutaði úr Matvælasjóði í liðinni viku.
Síldarvinnslan og félag í meirihlutaeigu Samherja fengu milljónir úr Matvælasjóði
Vel á sjötta hundrað milljóna var úthlutað úr Matvælasjóði fyrr í mánuðinum. Stór fyrirtæki í sjávarútvegi á borð við Síldarvinnsluna og Útgerðarfélag Reykjavíkur á meðal styrkþega.
Kjarninn 28. september 2021
Þórður Snær Júlíusson
Ný valdahlutföll og fleiri möguleikar leiða af sér öðruvísi ríkisstjórn
Kjarninn 28. september 2021
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None