Ballaðan af Nancy og Tonyu

Tvær skautadrottningar settu íþróttaheiminn á annan endann árið 1994. Kristinn Haukur Guðnason sagnfræðingur kafaði ofan í ótrúlegt einvígi Nancy og Tonyu á skautasvellinu og utan þess.

Kristinn Haukur Guðnason
Nancy
Auglýsing

Í árs­byrjun árið 1994 beind­ist athygli heims­ins að tveimur ungum skauta­drottn­ing­um. Ástæðan var ekki sú hversu færar þær voru á svell­inu heldur vegna þess að önnur var grunuð um að skipu­leggja fólsku­lega lík­ams­árás á hina. Atburð­ar­rásin er ein­hver sú ótrú­leg­asta í íþrótta­sög­unni og heim­ur­inn fylgd­ist með í beinni útsend­ingu. Hvernig þær unnu úr reynsl­unni er svo saga út af fyrir sig. Sagan af Nancy og Tonyu er saga tveggja mjög ólíkra kvenna sem báðar voru drifnar áfram af sama kraft­in­um, keppn­is­skap­inu.

Ungstirni

Bak­grunnur Nancy Kerrigan og Tonyu Harding er að mörgu leyti álík­ur. Þær ólust báðar upp við þröngan kost, þóttu nokkuð stráka­legar í fasi og hæfi­leikar þeirra upp­götv­uð­ust í barn­æsku. En mun­ur­inn var þó tölu­verður á þeim. Kerrigan fædd­ist árið 1969 í smá­bænum Sto­neham í Massachu­setts fylki inn í mikla skauta­fjöl­skyldu. Báðir bræður hennar stund­uðu íshokkí og þegar ljóst var að hún hafði hæfi­leika á list­skautum fékk faðir hennar sér auka­vinnu til að geta ráðið þjálf­ara. Harding fædd­ist árið 1970 í stór­borg­inni Portland í Oregon fylki, hinum megin í Banda­ríkj­un­um. Hún ólst upp í mik­illi fátækt hjá veikum föður og ofbeld­is­fullri móður sem yfir­gaf fjöl­skyld­una þegar Tonya var á ung­lings­aldri. Móðir hennar hafði aldrei mikla trú á henni og því lenti það í verka­hring þjálf­ara hennar að ala hana upp í íþrótt­inni. Kerrigan og Harding byrj­uðu ferla sína á list­skautum með miklum krafti og þær þóttu báðar lík­am­lega sterk­ar. 

En þegar á leið fóru þær í alger­lega sitt hvora átt­ina. Harding skaut­aði hratt og ein­beitti sér að lík­am­lega erf­iðum og flóknum stökkum sem hún fram­kvæmdi með gríð­ar­legum sprengi­krafti. Kerrigan breytti alger­lega um stíl og fór að ein­beita sér frekar að fal­legum línum og list­rænum líð­andi dansi. Hún féll alger­lega að ímynd­inni um „ísprinsess­una”, sem hafði verið ríkj­andi í list­skautum kvenna í ára­tugi, bæði af dóm­ur­um, skauta­sam­band­inu, almenn­ingi og síð­ast en ekki síst stór­fyr­ir­tækj­um. Hún fékk aug­lýs­inga­samn­inga hjá mörgum fyr­ir­tækjum á borð við Ree­bok, Revlon og Camp­bell´s súpum og varð fyr­ir­mynd ungra skauta­stúlkna. 

Auglýsing

Harding var alger and­stæða. Hún þótti óhefluð utan svells­ins sem inn­an. Saum­aði bún­inga sína sjálf og valdi oft á tíðum óhefð­bundna og jafn­vel óvið­eig­andi tón­list fyrir atriði sín. Hún féll engan veg­inn að ímynd­inni um ísprinsess­una og fékk þar af leið­andi enga samn­inga og ekk­ert fjár­magn utan verð­launa­fés. En á ung­lings­árum leyndu hæfi­leikar Tonyu Harding sér ekki. Á seinni hluta níunda ára­tug­ar­ins reis frægð­ar­sól hennar hratt og hún kom til greina fyrir ólymp­íu­leik­ana árið 1988 í Cal­gary, aðeins 17 ára göm­ul. Fram­gangur Kerrigan var aðeins hæg­ari á ung­lings­ár­unum en báðar settu þær markið á ólymp­íu­leik­ana 1992 sem haldnir voru í Albert­ville í Frakk­landi.

Stefndu á ólymp­íugull

Í upp­hafi tíunda ára­tug­ar­ins voru Harding og Kerrigan tvær af skær­ustu stjörnum list­skaut­anna en lifðu þó báðar í skugga Kristi Yamag­uchi, einnar allra bestu skauta­konu sög­unn­ar. Árið 1991 var sér­lega gott fyrir Harding. Hún vann tvær af stærstu keppnum Banda­ríkj­anna (Am­er­íska meist­ara­mótið og Skate Amer­ica) þar sem hún braut blað í skauta­sög­unni með svoköll­uðu þre­földu öxul­stökki. Þar skautar kepp­and­inn aftur á bak stekkur þrefalt stökk og lendir á hinum fæt­in­um.

Þetta stökk varð að ein­kenn­is­merki Harding á þessum tíma. Hún tók mikla áhættu með þessu og datt stundum og gerði þá út um sig­ur­mögu­leika sína. Harding og Kerrigan kepptu í fyrsta skipti á heims­meist­ara­móti árið 1991 og end­uðu í öðru og þriðja sæti, á eftir Kristi Yamag­uchi. En eftir þetta byrj­aði frammi­staða Harding að dala og Kerrigan fór frammúr henni. Kerrigan vann brons á ólymp­íu­leik­unum í Albert­ville en Harding end­aði í fjórða sæt­i. 

Mán­uði seinna vann Kerrigan silfur á heims­meist­ara­mót­inu í Oakland á meðan Harding end­aði aðeins í sjötta sæti. Yamag­uchi vann bæði mót en ljóst var að hún myndi hætta ári seinna. Þá leit allt út fyrir að Nancy Kerrigan yrði hinn nýji meist­ari og Harding þoldi ekki þá til­hugs­un. Árið 1986 ákvað Alþjóð­lega ólymp­íu­sam­bandið að vetrar og sum­ar­leik­arnir yrðu ekki haldnir á sama ári eins og venjan var. Þessi breyt­ing komst í fram­kvæmd eftir leik­ana árið 1992. Sem­sagt vetr­ar­leikar yrðu haldnir strax tveimur árum seinna, árið 1994 í bænum Lil­lehammer í Nor­egi. Þetta var ein­stakt tæki­færi fyrir bæði Kerrigan og Harding þar sem fer­ill list­skauta­kvenna er ákaf­lega stutt­ur. Báðar stefndu á leik­ana í Lil­lehammer en eftir að Nancy Kerrigan vann amer­íska meist­ara­mótið árið 1993 og Harding lenti ein­ungis í fjórða sæti sá sú síð­ar­nefnda að hún yrði að grípa í taumana.Þaul­skipu­lögð árás

Hinn 6. jan­úar árið 1994 er dagur sem verður lengi í minnum hafður í heimi íþrótt­anna. Nancy Kerrigan var að ljúka æfingu á Cobo Arena æfinga­vell­inum fyrir amer­íska meist­ara­mótið sem var einnig úrtöku­mót fyrir ólymp­íu­leik­ana. Þegar gekk út af vell­inum veitt­ist að henni maður með útdrag­an­lega járn­kylfu og sló hana þétt­ings­fast í hægri fót­legg­inn, rétt ofan við hné, nokkrum sinnum og tók síðan á rás. Aðdrag­andi atviks­ins og eft­ir­leik­ur­inn náð­ist á mynd­band en mað­ur­inn komst á brott. Nancy grét hástöfum og kall­aði “Af hverju? Af hverju?” og faðir hennar bar hana svo út í bíl þar sem henni var ekið á sjúkra­hús. Fót­leggur hennar hafði ekki brotnað en hann var illa mar­inn, skor­inn og það bólg­inn að hún varð að hætta við þátt­töku á mót­inu. Tonya Harding steig hins vegar fram og sigr­aði mótið og vann sér inn þátt­töku­rétt á ólymp­íu­leik­un­um. 

Fólk var mjög hugsi yfir þessum atburði og fljót­lega komu fram kenn­ingar um að Harding hefði átt hlut að máli. Málið þótti það far­sa­kennt að fjöl­miðlar flykkt­ust að og um fátt annað var rætt á kom­andi vikum og mán­uð­um. Þegar þetta gerð­ist var ein­ungis rúmur mán­uður í ólymp­íu­leik­ana. Skömmu eftir atvikið fékk alrík­is­lög­reglan FBI nafn­lausar ábend­ingar um að menn tengdir Tonyu Harding hefðu framið verkn­að­inn. Nokkrum dögum seinna voru fjórir menn bendl­aðir við atburð­inn hand­tekn­ir. Einn af þeim var Jeff Gill­ooly eig­in­maður Harding og annar Shawn Eck­hardt, líf­vörður henn­ar. Harding réð Eck­hardt um haustið eftir að henni bár­ust morð­hót­anir að eigin sögn.

Þeir höfðu ráðið tvo menn, Shane Stant og Derrick Smith, til að fremja verkn­að­inn. Upp komst um fjór­menn­ing­ana eftir að Eck­hardt hafði grobbað sig af þætti sínum í árásinni við vin sinn Eugene Saund­ers sem leit­aði til lög­regl­unn­ar. Lög­reglan sendi Saund­ers til Eck­hardt með upp­töku­tæki inn­an­klæða þar sem við­ur­kenn­ing náð­ist á band. Þá kom í ljós að menn­irnir fjórir höfðu mælt sér mót og ákveðið hvernig best væri að losa Tonyu Harding við keppi­naut­inn. Það kom í hlut Stant að fram­kvæma árás­ina og Smith yrði flótta­öku­mað­ur. Eck­hart vildi að Stant myndi skera í sundur hásin Kerrigan en Stant var ekki reiðu­bú­inn til að nota hníf. Á fund­inum kom meira að segja til tals að myrða Kerrigan en það var fljót­lega slegið út af borð­inu. Á end­anum var samið um að Stant myndi fót­brjóta hana og fá 6500 doll­ara að launum fyrir verkn­að­inn.

Upp­gjör í Lil­lehammer

Banda­ríska skauta­sam­bandið ályktaði að ekki lægju nægj­an­legar sann­anir fyrir því að Harding hefði átt beina aðild að árásinni og því hélt hún sæti sínu í ólymp­íulið­inu. Kerrigan æfði stíft í gegnum mik­inn sárs­auka en náði fljót­lega að koma sér í gott form. Sökum aðstæðna var henni því veitt hitt sætið á kostnað hinnar 13 ára gömlu Michelle Kwan sem seinna varð stór­stjarna. Því var ljóst að Nancy og Tonya myndu mæt­ast á svell­inu í Lil­lehammer. 

Fjöl­miðla­her fylgdi þeim til Nor­egs og um fátt annað var talað fyrir leik­ana. Kerrigan og Harding voru m.a. á for­síðum blað­anna Time og Newsweek. Augu heims­ins voru á skauta­drottn­ing­unum þegar þær æfðu sig fyrir keppn­ina án þess að yrða eða líta á hvora aðra. Kerrigan var ein­beitt og til­búin þrátt fyrir meiðsl­in. Harding var hins vegar í ann­ar­legu ástandi and­lega og engan vegin reiðu­búin til keppni. Hún stóð sig illa og lenti í vand­ræðum með skaut­ana sína. Hún end­aði í 8. sæti. Kerrigan skaut­aði aftur á móti mjög vel og komst í úrslit. Þar mætti hún hinni úkra­ínsku Oksönu Baiul en tap­aði með minnsta mögu­lega mun og missti af gull­in­u. 

Mörgum fannst dóm­ar­arnir vil­hallir Baiul sem var ríkj­andi heims­meist­ari á þessum tíma. Keppnin í Lil­lehammer reynd­ist enda­punktur á ferlum  bæði Kerrigan og Harding. Við heim­kom­una lagði Kerrigan skaut­ana á hill­una en Harding beið yfir­heyrsla. Eig­in­maður hennar hafði sagt lög­regl­unni að Harding hefði tekið fullan þátt í að skipu­leggja árás­ina en hún neit­aði því. Hún við­ur­kenndi aftur á móti að hafa vitað af árásinni eftir á en ekki upp­lýst um það. Harding hlaut þriggja ára skil­orðs­bund­inn fang­els­dóm fyrir mein­særi. Að auki var hún dæmd til sam­fé­lags­þjón­ustu og til að greiða háa sekt. Fjór­menn­ing­arnir fengu allir fang­els­is­dóma fyrir aðild sína að mál­inu. Um sum­arið 1994 gerði banda­ríska skauta­sam­bandið sína eigin rann­sókn á mál­inu. Þá hafði fund­ist dag­bók og önnur gögn í rusla­tunnu sem bendl­uðu Harding við skipu­lagn­ingu árás­ar­inn­ar. Harding var í kjöl­farið sett í ævi­langt bann frá bæði keppni og þjálfun og svipt banda­ríska meist­aratitl­inum frá því í jan­ú­ar. 

Allt fyrir athygl­ina

Skömmu seinna mætt­ust Kerrigan og Harding í til­finn­inga­þrungnum sjón­varps­við­tali á sjón­varps­stöð­inni Fox. Harding bað­aði sig í sviðs­ljós­inu og tal­aði mikið en Kerrigan virt­ist vera búin með þennan kafla í lífi sínu. Eftir Lil­lehammer hvarf Kerrigan að mestu leyti úr sviðs­ljós­inu utan skauta­heims­ins. Ef undan er skilið vand­ræða­legt atvik í skrúð­göngu í Dis­ney-landi þar sem það náð­ist á mynd­band þegar hún sagði Mikka mús að henni þætti gangan heimsku­leg og hall­æris­leg. 

Í dag er Kerrigan gift þriggja barna móðir sem býr í Massachu­setts. Hún hefur m.a. unnið í sjón­varpi við lýs­ingar á list­skauta­keppn­um, skrifað bækur og unnið að góð­gerð­ar­mál­um. Árið 2010 komst hún óvænt í frétt­irnar þegar annar bróðir hennar olli dauðs­falli föður þeirra. Hann var dæmdur til tveggja ára fang­els­is­vistar fyrir lík­ams­árás en sýkn­aður af morð­á­kærunni. Nancy stóð með bróður sínum í gegnum rétt­ar­höld­in. Harding fór í þver­öf­uga átt. Hún naut sýn í sviðs­ljós­inu og gerði hvað sem var til að halda athygli fjöl­miðla á sér. Harding og Gill­ooly skildu á meðan rann­sókn árás­ar­innar fór fram en um haustið 1994 seldu þau klám­tíma­rit­inu Pent­house upp­töku af bólförum þeirra. Tveimur árum síðar lék hún í lélegri sjón­varps­kvik­mynd sem nefn­ist Breakawa­y. 

Hún hefur reynt fyrir sér í kappakstri, fjöl­bragða­glímu og veru­leika­sjón­varpi. Þá stofn­aði hún hljóm­sveit­ina The Golden Bla­des sem var púuð niður af sviði á sínum einu tón­leik­um. Mestri vel­gengni hefur hún þó náð í hnefa­leik­um. Árið 2002 keppti hún í veru­leika­sjón­varps­þætt­inum Celebrity Box­ing þar sem hún atti kappi við og sigr­aði Paulu Jones, sem sak­aði Banda­ríkja­for­set­ann Bill Clinton um kyn­ferð­is­lega áreitni árið 1994. Hún fékk atvinnu­manna­samn­ing og keppti alls sjö sinnum á tveimur árum þar sem hún vann fjóra bar­daga, einn gegn karl­manni. Harding er þrí­gift og á eitt barn. Hún nýtir hvert tæki­færi sem hún fær til að ræða feril sinn og Kerrig­an-árás­ina en hún neitar því enn þann dag í dag að hafa skipu­lagt hana. Nú er í fram­leiðslu kvik­mynd um ævi henn­ar, I, Tonya, þar sem ástr­alska leik­konan Margot Robbie mun fara með aðal­hlut­verk­ið.Dyna­sty á ís

Viður­eign Nancy Kerrigan og Tonyu Harding er einn furðu­leg­asti atburður í íþrótta­sög­unni og hann er langt því frá gleymdur þó að liðin séu meira en 20 ár. Það hafa gerðar heim­ild­ar­myndir og þættir um atvik­ið, skrif­aðar bæk­ur, samin lög og meira að segja óper­ur, bæði klass­ískar og nýmóð­ins. Árið 2015 var söng­leik­ur­inn Tonya & Nancy: The Rock Opera frum­sýndur á stærsta sviði heims, Broa­d­way í New York.  Kannski er þó athygl­is­verð­ast safnið sem komið var á fót um skauta­kon­urnar tvær. Her­berg­is­fé­lag­arnir og uppi­stand­ar­arnir Matt Hark­ins og Vivi­ana Olen komu safn­inu á fót á heim­ili sínu í New York eftir söfnun á hóp­fjár­mögn­un­ar­síð­unni Kickstart­er.com. Safnið er lít­ið, aðeins einn gangur en veggir hans eru þaktir munum tengdum atburð­un­um. Þau voru aðeins börn þegar atburð­irnir gerð­ust en muna þó vel eftir þeim. Olen seg­ir:

Við munum bara Dis­ney útgáf­una af sög­unni. Þið vit­ið, um þessa brjál­uðu, druslu­legu per­sónu sem lét lemja ísprinsess­una. Þetta er svo djúpt. Þetta er svo amer­ísk saga, þetta er sápu­ópera, Dyna­sty á ís.

Hark­ins bætir við að sagan og safnið snú­ist aðal­lega um per­són­urnar og að allir geti fundið sig í þeim. Hann seg­ir:

Ég er Nancy. En stundum óska ég þess að ég væri svo­lítil Tonya.Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Aðalsteinn Leifsson
Aðalsteinn Leifsson nýr ríkissáttasemjari
Félags- og barnamálaráðherra hefur skipað Aðalstein Leifsson framkvæmdastjóra hjá EFTA sem ríkissáttasemjara frá og með 1.apríl næstkomandi.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Stefán Eiríksson, sem nýverið var valinn af stjórn RÚV til að stýra fyrirtækinu til næstu fimm ára hið minnsta.
Verðandi útvarpsstjóri vill opna safn RÚV fyrir fjölmiðlum og almenningi
Stefán Eiríksson vill að allt efni sem er til staðar í safni RÚV, og er ekki bundið rétthafatakmörkunum, verði opið og aðgengilegt öllum almenningi og öðrum fjölmiðlum til frjálsra nota.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Ástráður með það til skoðunar að stefna íslenska ríkinu ... aftur
Ástráður Haraldsson hefur fjórum sinnum sóst eftir því að komast að sem dómari við Landsrétt. Þrívegis hefur honum verið hafnað en ekki hefur verið tekin ákvörðun um eina umsókn hans. Ástráður telur sig hafa mátt þola ítrekuð réttarbrot.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Mannréttindadómstóll Evrópu: Ríkið þarf að greiða Elínu bætur
Mannréttindadómstóll Evrópu hefur kveðið upp dóm í máli Elínar Sigfúsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra fyrirtækjasviðs Landsbankans, gegn íslenska ríkinu.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Margar konur af erlendum uppruna vissi ekki af kvennafrídeginum 2018 og unnu á meðan íslenskar konur tóku þátt.
Konur af erlendum uppruna vinna meira, eru í einhæfari störfum og á lægri launum
Ný skýrsla unnin fyrir félagsmálaráðuneytið sýnir að líta þurfi til margra þátta þegar hugað er að því hvar kreppir að varðandi stöðu kvenna af erlendum uppruna á Íslandi.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Veiran skekur markaði
Ótti við að kórónaveiran muni valda miklum efnahagslegum vandamálum, eins og hún hefur nú þegar gert í Kína, virðist hræða markaði um allan heim. Þeir einkenndust af röðum tölum lækkunar í dag.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Harvey Weinstein
Harvey Weinstein fundinn sekur
Kviðdómur í New York hefur sakfellt Harvey Weinstein fyrir kynferðisbrot.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Rauður dagur í kauphöllinni – Icelandair féll um tæp níu prósent
Heildarvirði félaga sem skráð eru á íslenskan hlutabréfamarkað dróst saman um tugi milljarða í dag.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None