Það stefnir allt í Reykjavíkurstjórn

Píratar virðast ætla að verða sigurvegarar komandi kosninga og bæta meira við sig en Framsókn gerði 2013. Þrír rótgrónustu flokkarnir stefna allir í sögulegt afhroð. Það er Reykjavíkurstjórn í kortunum.

Það virð­ist ekki vera mikil til­færsla á fylgi stjórn­mála­flokk­anna síð­ustu daga, sam­kvæmt nýj­ustu Kosn­inga­spá Kjarn­ans. Stjórn­ar­flokk­arnir virð­ast nokkuð fastir í sínu rétt rúm­lega 30 pró­sent sam­eig­in­lega fylgi og Við­reisn er aðeins að missa flug­ið. Þær örfáu pró­sentur sem eru á hreyf­ingu virð­ast vera að fara til Vinstri grænna og Pírata. Miðað við vend­ingar síð­ustu daga stefnir allt í sama stjórn­ar­mynstur og ræður ríkjum í Reykja­vík­ur­borg um þessar mund­ir. Þ.e. sam­steypu­stjórn Vinstri grænna, Pírata, Bjartrar fram­tíðar og Sam­fylk­ing­ar.

Píratar bæta við sig meira en Fram­sókn gerði síð­ast

Píratar verða alltaf sig­ur­veg­arar kosn­ing­anna ef litið er á þær með hefð­bundnum gler­aug­um. Flokk­ur­inn var stofn­aður skömmu fyrir síð­ustu kosn­ing­ar, fékk 5,1 pró­sent í þeim og skreið inn á þing með þrjá þing­menn. Sam­kvæmt nýj­ustu kosn­inga­spá Kjarn­ans er flokk­ur­inn með 20 pró­sent fylgi, er far­inn að bæta aftur við sig á síð­ustu metrum kosn­inga­bar­átt­unnar og sumar kann­anir í vik­unni sýndu hann stærri en Sjálf­stæð­is­flokk­inn, sem er á hægri nið­ur­leið í fylgi.

Verði þetta nið­ur­staðan munu Píratar hafa bætt við sig um 15 pró­sentu­stigum milli kosn­inga. Til að setja þá tölu í sam­hengi þá má benda á að Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn fékk 14,8 pró­sent atkvæða í kosn­ing­unum 2009. Fjórum árum síð­ar, í kjöl­far Ices­a­ve-­dóms­ins og Leið­rétt­ing­ar­lof­orðs­ins, fékk flokk­ur­inn 24,4 pró­sent atkvæða. Það var sam­dóma álit nær allra álits­gjafa og sér­fræð­inga að Fram­sókn hefði verið sig­ur­veg­ari kosn­ing­anna 2013. Samt bætti flokk­ur­inn undir tíu pró­sentu­stigum við sig á milli kosn­inga, eða mun minna en það sem Píratar stefna á að bæta við sig.

Fylgi Pírata er þó við­kvæm­ast allra stjórn­mála­flokka, sér­stak­lega þar sem þeir sækja mikið af því til ungs fólks sem sögu­lega er langólík­leg­ast til að skila sér á kjör­stað. Það mun því skipta miklu máli fyrir úrslit kosn­ing­anna hvernig kosn­inga­þátt­taka yngstu kjós­end­anna verð­ur.

Reykja­vík­ur­stjórn í kort­unum

Í des­em­ber í fyrra birt­ist frétta­skýr­ing á Kjarn­anum þar sem því var haldið fram að Píratar héldu á lykl­inum að kosn­inga­banda­lagi stjórn­ar­and­stöðu­flokk­anna, væri vilji fyrir því. Og Píratar halda sann­ar­lega á lykl­inum að myndun næstu rík­is­stjórnar vegna þess að þeir munu að öllum lík­indum geta valið hvort þeir starfi til vinstri, myndi miðju­stjórn, eða líti til hægri með Sjálf­stæð­is­flokki og Við­reisn.

Eins og stendur verður miðju­stjórnin þó að telj­ast ólík­leg vegna þess að hún þyrfti fimm flokka (Pírata, Bjarta fram­tíð, Sam­fylk­ingu, Við­reisn og Fram­sókn) til að ná meiri­hluta, þar á meðal Fram­sókn­ar­flokk­inn. Og Píratar hafa gefið það skýrt til kynna að þeir vilji ekki vinna með Sjálf­stæð­is­flokkn­um. Afar ólík­legt verður að telj­ast að mynduð verði minni­hluta­stjórn sem treystir á stuðn­ing ann­arra flokka fyrir setu sinni.

Þótt kosn­inga­banda­lagið sé enn sem komið er óform­legt gefa tíð­indi helg­ar­inn­ar, að leið­togar stjórn­ar­and­stöðu­flokk­anna séu að hitt­ast í dag til að fara yfir for­gangs­mál sín og sam­starfs­fleti, það skýrt til kynna hver vilji flokk­anna fjög­urra er: að mynda rík­is­stjórn eftir sama stjórn­ar­mynstri og ræður í borg­ar­stjórn Reykja­vík­ur. Miðað við Kosn­inga­spána ættu flokk­arnir að ná meiri­hluta atkvæða, eða 51,4 pró­sent. Það er betri pró­sentu­tala en sitj­andi rík­is­stjórn fékk sam­an­lagt í kosn­ing­unum 2013, þegar Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn og Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn fengu sam­tals 51,1 pró­sent atkvæða. Það skil­aði þeim flokkum þá hins vegar 60 pró­sent þing­sæta. Sam­kvæmt þing­sæta­skipt­ingu í síð­ustu könnun Félags­vís­inda­stofn­unar fyrir Morg­un­blaðið myndu stjórn­ar­and­stöðu­flokk­arnir fjórir fá 36 þing­sæti, eða 57 pró­sent þing­sæta og því afar stjórn­tækan meiri­hluta.

Ánægja á miðj­unni og til vinstri

Vinstri grænir geta líka verið afar sáttir við sína stöðu svona skömmu fyrir kosn­ing­ar. Flokk­ur­inn hefur verið að bæta við sig hægt og rólega og ætlar að ná að toppa á réttum tíma. Sam­kvæmt Kosn­inga­spánni mælist fylgi hans 17 pró­sent, en var 12,7 pró­sent í lok sept­em­ber. Þar skiptir styrkur Katrínar Jak­obs­dótt­ur, sem er í algjöru aðal­hlut­verki í kosn­inga­bar­áttu flokks­ins, lík­ast til mestu máli. Og per­sónu­legar vin­sældir hennar þvert á flokka munu nær örugg­lega gera það að verkum að hún verður for­sæt­is­ráð­herra í stjórn núver­andi stjórn­ar­and­stöðu­flokka, myndi þeir rík­is­stjórn.

Við­reisn ætti líka að geta vel við unað þótt að fylgið sé að dala eilítið frá því að það náði hápunkti um síð­ustu mán­aða­mót (11,7 pró­sent). Flokk­ur­inn mun samt sem áður, hald­ist fylgi hans, ná því að verða það nýja stjórn­mála­afl sem nær mestu fylgi í fyrstu kosn­ingum sínum séu und­ir­stöðu­flokkar íslenskra stjórn­mála und­an­skild­ir.

En glað­astir allra eru lík­lega liðs­menn Bjartrar fram­tíð­ar. Á örfáum vikum hefur flokk­ur­inn farið frá því að vera algjör­lega afskrif­aður í íslenskri póli­tík í að ná að verða stærri en Sam­fylk­ingin og lík­ast til gegna lyk­il­hlut­verki í næstu rík­is­stjórn.

Þrír stefna í sögu­lega slaka nið­ur­stöðu

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn stefnir í sína verstu útkomu í sög­unni. Fylgi flokks­ins mælist 22 pró­sent og verði það nið­ur­staða kosn­ing­anna mun flokk­ur­inn bæta lág­fylg­is­met sitt frá árinu 2009, þegar hann fékk 23,7 pró­sent. Miðað við stöð­una getur Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn búist við að fá um 15 þing­menn og afar ólík­legt verður að telj­ast að hann muni geta myndað rík­is­stjórn. Við­reisn hefur þegar úti­lokað að verða þriðja hjólið undir vagni sitj­andi rík­is­stjórnar og helsta von Sjálf­stæð­is­manna hlýtur að vera sú að mark­aðs­sinn­uðu miðju­flokk­arn­ir, Við­reisn og Björt fram­tíð, nái að kroppa af Pírötum og Vinstri grænum á loka­sprett­inum og ákveði að starfa frekar með Fram­sókn og Sjálf­stæð­is­flokki en til vinstri. Slík rík­is­stjórn yrði þó með ansi tæpan meiri­hluta.

Annar stjórn­mála­flokkur sem stefnir í afhroð er Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn. Hann hefur aldrei fengið undir tíu pró­sent fylgi í Alþing­is­kosn­ingum frá því að hann bauð fyrst fram fyrir tæpri öld. Þing­flokkur flokks­ins eftir kom­andi kosn­ingar stefnir í að vera sex manns, og hefur þá aldrei verið minni í sög­unni.

Ríkisstjórnin sem mynduð var í kjölfar Wintris-málsins virðist ekki eiga neina möguleika á að lifa af. Þvert á móti stefna báðir flokkarnir innan hennar í sína verstu niðurstöðu í sögunni.
Mynd: Birgir Þór Harðarson

Sam­fylk­ingin var stofnuð um síð­ustu ald­ar­mót og náði til að byrja að verða sá turn jafn­að­ar­manna sem að var stefnt. Í fyrstu fjórum kosn­ingum flokks­ins fékk hann 26,8-31 pró­sent atkvæða. Sam­fylk­ingin hrundi 2013 og fékk ein­ungis 12,9 pró­sent. Þeir sem héldu að botn­inum væri náð hafa þurft að end­ur­skoða þá ákvörðun veru­lega. Nú mælist fylgi flokks­ins rétt yfir sjö pró­sent og engar blikur eru á lofti um að það sé að fara að aukast á loka­metrum kosn­inga­bar­átt­unn­ar. Þvert á móti hefur fylgið verið að dala síð­ustu vik­urn­ar. Alþýðu­flokk­ur­inn, helsti fyr­ir­renn­ari Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, fékk ein­ungis einu sinni verri útreið í kosn­ingum en það sem Sam­fylk­ingin stefnir nú í. Það var árið 1916 þegar flokk­ur­inn fékk 6,8 pró­sent atkvæða í fyrstu kosn­ing­unum sem hann bauð fram í.

Það liggur því fyrir að þrír rót­grón­ustu flokkar lands­ins eru allir að stefna í verstu útkomu sína i sög­unni í kom­andi kosn­ing­um.

Um kosn­­­inga­­­spána 21. októ­ber

Nýjasta kosn­­­­inga­­­­spáin tekur mið af fimm nýj­­­­ustu könn­unum sem gerðar hafa verið á fylgi fram­­­­boða í Alþing­is­­­­kosn­­­­ing­unum í haust. Í spálík­­­­an­inu eru allar kann­­­­anir vegnar eftir fyrir fram ákveðnum atrið­­­­um. Þar vega þyngst atriði eins og stærð úrtaks, svar­hlut­­­­fall, lengd könn­un­­­­ar­­­­tíma­bils og sög­u­­­­legur áreið­an­­­­leiki könn­un­­­­ar­að­ila. Kann­an­­­­irnar sem kosn­­­­inga­­­­spáin tekur mið af eru:

  • Þjóð­mála­könnun Félags­vís­inda­stofn­unar HÍ fyrir Morg­un­blaðið 13.-19. októ­ber (vægi: 27,6%)
  • Skoð­ana­könnun Frétta­blaðs­ins 17.-18. októ­ber (vægi: 17,8%)
  • Skoð­ana­könnun MMR 6.-13. októ­ber (vægi: 16,2%)
  • Þjóð­mála­könnun Félags­vís­inda­stofn­unar HÍ fyrir Morg­un­blaðið 6.-12. októ­ber (vægi: 16,7%)
  • Þjóð­ar­púls Gallup 3.-12. októ­ber (vægi: 21,7%)

Kosn­­­­­­­­­­­inga­­­­­­­­­­­spálíkan Bald­­­­­­­­­­­urs Héð­ins­­­­­­­­­­­sonar miðar að því að setja upp­­­­­­­­­­­lýs­ing­­­­­­­­­­­arnar sem skoð­ana­kann­­­­­­­­­­­anir veita í sam­hengi. Fyr­ir­liggj­andi skoð­ana­kann­­­­­­­­­­­anir eru teknar saman og þeim gefið vægi til þess að spá fyrir um úrslit kosn­­­­­­­­­­­inga. Kjarn­inn birti Kosn­­­­­­­­­­­inga­­­­­­­­­­­spá Bald­­­­­­­­­­­urs fyrir sveit­­­­­­­­­­­ar­­­­­­­­­­­stjórn­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­ar­­­­­­­­­­­kosn­­­­­­­­­­­ing­­­­­­­­­­­arnar og reynd­ist sú til­­­­­­­­­­­raun vel. Á vefn­um kosn­inga­spá.is má lesa nið­­­­­­­­­­­ur­­­­­­­­­­­stöður þeirrar spár og hvernig vægi kann­ana var í takt við frá­­­­­­­­­­­vik kann­ana miðað við kosn­­­­­­­­­­inga­úr­slit­in.

Áreið­an­­­­­­­­­­­leiki könn­un­­­­­­­­­­­ar­að­ila er reikn­aður út frá sög­u­­­­­­­­­­­legum skoð­ana­könn­unum og kosn­­­­­­­­­­­inga­úr­slit­­­­­­­­­­­um. Einnig hefur það vægi hversu langt er síðan könn­unin var fram­­­­­­­­­­­kvæmd og svo hversu margir svara í könn­un­un­­­­­­­­­­­um.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar