Segir að mistök við einkavæðingu hafi breytt bönkum í spilavíti

Benedikt Jóhannesson
Auglýsing

Bene­dikt Jóhann­es­son, for­maður Við­reisn­ar, segir að í síð­ustu einka­væð­ingu banka­kerf­is­ins upp úr alda­mót­unum hafi íslenskum bönkum verið breytt í spila­víti, í þeim spilað djarft og Ísland var lagt að veði. Síð­asta spilið tap­að­ist og þjóðin sat eftir í rúst­un­um. Sú saga megi ekki end­ur­taka sig nú þegar ríkið hugar á ný að sölu á eign­ar­hlutum sínum í bönk­um. Þetta kemur fram í ára­móta­grein Bene­dikts sem birt var í Morg­un­blað­inu í dag. Þar skrifa allir leið­togar stjórn­mála­flokka sem eiga full­trúa á þingi að venju grein.

Til­kynnt var um það í gær að form­legar við­ræður séu nú hafnar milli Við­reisn­ar, Bjartrar fram­tíðar og Sjálf­stæð­is­flokks um myndun nýrrar rík­is­stjórnar og að mál­efna­samn­ingur sé langt kom­in. Fyrir liggur að Bjarni Bene­dikts­son, for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, verði for­sæt­is­ráð­herra í slíkri stjórn en heim­ildir Kjarn­ans herma að allar líkur séu á því að Bene­dikt verði fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra. Eign­ar­hlutir rík­is­ins í bönk­um, og sala á þeim, myndi þá heyra undir hans ráðu­neyti. Íslenska ríkið á nær allt hlutafé í Lands­bank­anum og allt hlutafé í Íslands­banka. Heim­ild er í fjár­lögum til að selja stóran hlut í Lands­bank­anum og allan hlut­inn í Íslands­banka. 

Í grein Bene­dikts segir að versta ákvörðun stjórn­valda við einka­væð­ingu bank­anna í upp­hafi 21. ald­ar­innar hafi verið sú að hverfa frá­ ­stefnu um dreift eign­ar­hald og hand­velja þess í stað „kjöl­festu­fjár­festa“ sem litu á bank­ana sem fram­leng­ingu á eigin buddu. „Bankar sem áður höfðu verið þung­lama­legar þjón­ustu­stofn­anir skiptu út flestum „gam­al­menn­um“ yfir fer­tugt og inn stigu djarf­huga menn sem vildu „láta pen­ing­ana vinna“. Bank­arnir hættu að vera þjónar atvinnu­lífs­ins og aðhalds­samir ráð­gjaf­ar. Þess í stað urðu þeir beinir þátt­tak­endur í fyr­ir­tækjum og atvinnu­lífið skipt­ist í fylk­ingar sem tengd­ust bönk­unum og eig­endum þeirra. Bank­arnir voru eins og spila­víti, spilað var djarft og Ísland sett að veði. Síð­asta spilið tap­að­ist og þjóðin sat eftir í rúst­un­um. Nú þegar ríkið hugar að sölu á eign­ar­hlut sínum í bönk­unum verður að hafa þessa sögu í huga, því að hún má ekki end­ur­taka sig.“

Auglýsing

Til­efni til að tala um hug­mynda­fræði

Í greinum hinna tveggja leið­togar flokk­anna sem eru í stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræðum er einnig fjallað stutt­lega um þær við­ræð­ur. Ótt­arr Proppé, for­maður Bjartrar fram­tíð­ar, segir að ­nið­ur­stöð­ur­ ­kosn­ing­anna í haust hafi verið óljósar og erf­iðar úrlausn­ar. ­Rík­is­stjórnin hafi misst meiri­hluta sinn en stjórn­ar­and­staðan fékk ekki heldur meiri­hluta. Nýr flokkur hafi kom­ist á þing og bæst í hóp tveggja ann­arra nýrra flokka sem hafa bæst í íslensku stjórn­málaflór­una frá hruni. „Hvorki hægri arm­ur­inn né sá vinstri fengu skýran stuðn­ing heldur fengu flokkar sem skil­greina sig sem miðju­flokka, eða hvorki hægri né vinstri, góða kosn­ingu. Þetta er mikil upp­stokkun á íslensku stjórn­mála­lands­lagi og verður athygl­is­vert að sjá hvert fram­haldið verð­ur. Breytt staða kallar á að unnið sé úr henni og lausnir fundn­ar. Það tókst að sam­þykkja þverpóli­tísk fjár­lög í des­em­ber þegar ekki var fyrir hendi tryggur meiri­hluti eins og venju­lega. Það að ekki sé hægt að halla sér að því sem hefur virkað hingað til kallar á eitt­hvað nýtt. Þótt staðan sé snúin felast líka í henni óþekkt tæki­færi. Það er á ábyrgð okkar sem störfum í stjórn­málum að finna leiðir til að vinna saman landi og þjóð til gagns.“

Bjarni Bene­dikts­son segir einnig í sinni grein að þrátt fyr­ir­ hag­felldar aðstæður í efna­hags­málum Íslend­inga hafi nið­ur­stöður kosn­ing­anna reynst öllum flokkum flókið úrlausn­ar­efni. Leið­togar stjórn­mála­flokk­anna ásamt nýkjörnum for­seta hafi því þurft að takast á við stjórn­ar­myndun sem hefur tekið lengri tíma en þekkst hefur í ára­tugi. „Þótt æski­legt sé að slík staða komi ekki upp hefur hún þó gefið flokk­unum til­efni til að ræða saman um hug­mynda­fræði og mál­efni á öðrum nótum en venju­lega tíðkast í íslenskum stjórn­mál­um. Ef til vill hafa þau sam­töl leitt til þess að þing­inu auðn­að­ist að ljúka mik­il­vægum málum fyrir jól, þar á meðal fjár­lögum og brýnum breyt­ingum á líf­eyr­is­rétt­indum opin­berra starfs­manna, sem verða mik­il­vægt lóð á vog­ar­skál­arnar þegar kemur að því að mynda hér einn vinnu­mark­að.“

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jóhannes: Þeim er velkomið að reyna að villa um fyrir fólki
Jóhannes Stefánsson, fyrrverandi starfsmaður Samherja og uppljóstrari í málum fyrirtækisins í Namibíu, var í viðtali við Kastljós í kvöld.
Kjarninn 11. desember 2019
Molar
Molar
Molar – 2020 verði ár tollastríðsins
Kjarninn 11. desember 2019
Jóhannes Stefánsson
Rannsaka ítrekaðar tilraunir til að ráða Jóhannes af dögum
Lögreglan í Namibíu rannsakar nú ítrekaðar tilraunir til að ráða Jóhannes Stefánsson uppljóstrara í Samherjamálinu af dögum.
Kjarninn 11. desember 2019
Þórhildur Fjóla Kristjánsdóttir
Jörðum jarðefnaeldsneytið 2035 og verum fyrirmynd
Kjarninn 11. desember 2019
Oddný Harðardóttir
Vilja að embætti skattrannsóknarstjóra verði veitt ákæruvald
Lögð hefur verið fram þingsályktunartillaga þar sem lagðar eru til breyt­ingar á emb­ætti skatt­rann­sókn­ar­stjóra rík­is­ins í þá veru að emb­ætt­inu verði veitt ákæru­vald og heim­ild til sak­sóknar í þeim málum sem það rann­sak­ar.
Kjarninn 11. desember 2019
Greta Thunberg manneskja ársins hjá TIME
Tímaritið TIME Magazine hefur valið manneskju ársins frá árinu 1927 og þetta árið varð loftslagsaktívistinn Greta Thunberg fyrir valinu.
Kjarninn 11. desember 2019
Herdís sótti um að verða næsti útvarpsstjóri
Fyrrverandi forsetaframbjóðandinn Herdís Kjerulf Þorgeirsdóttir er á meðal þeirra 41 sem sóttu um stöðu útvarpsstjóra RÚV.
Kjarninn 11. desember 2019
Íslandi gert að breyta skilyrðum um búsetu framkvæmdastjóra og stjórnarmanna
Samkvæmt Eftirlitsstofnun EFTA þarf Ísland að breyta reglum sem skylda stjórnarmenn og framkvæmdastjórn félaga til þess að vera ríkisborgarar eða búsettir í EES ríki.
Kjarninn 11. desember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None