Segir að mistök við einkavæðingu hafi breytt bönkum í spilavíti

Benedikt Jóhannesson
Auglýsing

Bene­dikt Jóhann­es­son, for­maður Við­reisn­ar, segir að í síð­ustu einka­væð­ingu banka­kerf­is­ins upp úr alda­mót­unum hafi íslenskum bönkum verið breytt í spila­víti, í þeim spilað djarft og Ísland var lagt að veði. Síð­asta spilið tap­að­ist og þjóðin sat eftir í rúst­un­um. Sú saga megi ekki end­ur­taka sig nú þegar ríkið hugar á ný að sölu á eign­ar­hlutum sínum í bönk­um. Þetta kemur fram í ára­móta­grein Bene­dikts sem birt var í Morg­un­blað­inu í dag. Þar skrifa allir leið­togar stjórn­mála­flokka sem eiga full­trúa á þingi að venju grein.

Til­kynnt var um það í gær að form­legar við­ræður séu nú hafnar milli Við­reisn­ar, Bjartrar fram­tíðar og Sjálf­stæð­is­flokks um myndun nýrrar rík­is­stjórnar og að mál­efna­samn­ingur sé langt kom­in. Fyrir liggur að Bjarni Bene­dikts­son, for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, verði for­sæt­is­ráð­herra í slíkri stjórn en heim­ildir Kjarn­ans herma að allar líkur séu á því að Bene­dikt verði fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra. Eign­ar­hlutir rík­is­ins í bönk­um, og sala á þeim, myndi þá heyra undir hans ráðu­neyti. Íslenska ríkið á nær allt hlutafé í Lands­bank­anum og allt hlutafé í Íslands­banka. Heim­ild er í fjár­lögum til að selja stóran hlut í Lands­bank­anum og allan hlut­inn í Íslands­banka. 

Í grein Bene­dikts segir að versta ákvörðun stjórn­valda við einka­væð­ingu bank­anna í upp­hafi 21. ald­ar­innar hafi verið sú að hverfa frá­ ­stefnu um dreift eign­ar­hald og hand­velja þess í stað „kjöl­festu­fjár­festa“ sem litu á bank­ana sem fram­leng­ingu á eigin buddu. „Bankar sem áður höfðu verið þung­lama­legar þjón­ustu­stofn­anir skiptu út flestum „gam­al­menn­um“ yfir fer­tugt og inn stigu djarf­huga menn sem vildu „láta pen­ing­ana vinna“. Bank­arnir hættu að vera þjónar atvinnu­lífs­ins og aðhalds­samir ráð­gjaf­ar. Þess í stað urðu þeir beinir þátt­tak­endur í fyr­ir­tækjum og atvinnu­lífið skipt­ist í fylk­ingar sem tengd­ust bönk­unum og eig­endum þeirra. Bank­arnir voru eins og spila­víti, spilað var djarft og Ísland sett að veði. Síð­asta spilið tap­að­ist og þjóðin sat eftir í rúst­un­um. Nú þegar ríkið hugar að sölu á eign­ar­hlut sínum í bönk­unum verður að hafa þessa sögu í huga, því að hún má ekki end­ur­taka sig.“

Auglýsing

Til­efni til að tala um hug­mynda­fræði

Í greinum hinna tveggja leið­togar flokk­anna sem eru í stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræðum er einnig fjallað stutt­lega um þær við­ræð­ur. Ótt­arr Proppé, for­maður Bjartrar fram­tíð­ar, segir að ­nið­ur­stöð­ur­ ­kosn­ing­anna í haust hafi verið óljósar og erf­iðar úrlausn­ar. ­Rík­is­stjórnin hafi misst meiri­hluta sinn en stjórn­ar­and­staðan fékk ekki heldur meiri­hluta. Nýr flokkur hafi kom­ist á þing og bæst í hóp tveggja ann­arra nýrra flokka sem hafa bæst í íslensku stjórn­málaflór­una frá hruni. „Hvorki hægri arm­ur­inn né sá vinstri fengu skýran stuðn­ing heldur fengu flokkar sem skil­greina sig sem miðju­flokka, eða hvorki hægri né vinstri, góða kosn­ingu. Þetta er mikil upp­stokkun á íslensku stjórn­mála­lands­lagi og verður athygl­is­vert að sjá hvert fram­haldið verð­ur. Breytt staða kallar á að unnið sé úr henni og lausnir fundn­ar. Það tókst að sam­þykkja þverpóli­tísk fjár­lög í des­em­ber þegar ekki var fyrir hendi tryggur meiri­hluti eins og venju­lega. Það að ekki sé hægt að halla sér að því sem hefur virkað hingað til kallar á eitt­hvað nýtt. Þótt staðan sé snúin felast líka í henni óþekkt tæki­færi. Það er á ábyrgð okkar sem störfum í stjórn­málum að finna leiðir til að vinna saman landi og þjóð til gagns.“

Bjarni Bene­dikts­son segir einnig í sinni grein að þrátt fyr­ir­ hag­felldar aðstæður í efna­hags­málum Íslend­inga hafi nið­ur­stöður kosn­ing­anna reynst öllum flokkum flókið úrlausn­ar­efni. Leið­togar stjórn­mála­flokk­anna ásamt nýkjörnum for­seta hafi því þurft að takast á við stjórn­ar­myndun sem hefur tekið lengri tíma en þekkst hefur í ára­tugi. „Þótt æski­legt sé að slík staða komi ekki upp hefur hún þó gefið flokk­unum til­efni til að ræða saman um hug­mynda­fræði og mál­efni á öðrum nótum en venju­lega tíðkast í íslenskum stjórn­mál­um. Ef til vill hafa þau sam­töl leitt til þess að þing­inu auðn­að­ist að ljúka mik­il­vægum málum fyrir jól, þar á meðal fjár­lögum og brýnum breyt­ingum á líf­eyr­is­rétt­indum opin­berra starfs­manna, sem verða mik­il­vægt lóð á vog­ar­skál­arnar þegar kemur að því að mynda hér einn vinnu­mark­að.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Tara Margrét Vilhjálmsdóttir
Pólitíkin og eiginhagsmunirnir á bak við stríðið gegn offitu – I. hluti
Kjarninn 7. júlí 2020
Kristbjörn Árnason
80 milljarða skattsvik á ári
Leslistinn 6. júlí 2020
Huawei á undir högg að sækja beggja vegna Ermasunds
Kínverski fjarskiptarisinn Huawei hefur mætt andstöðu franskra og breskra yfirvalda í kjölfar viðskiptaþvingana Bandaríkjanna gegn fyrirtækinu.
Kjarninn 6. júlí 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Úthlutar 400 milljónum til einkarekinna fjölmiðla
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur undirritað reglugerð um stuðning við einkarekna fjölmiðla.
Kjarninn 6. júlí 2020
Icelandair flutti rúmlega 18 þúsund farþega í júní
Icelandair flutti rúmlega 18 þúsund farþega í júnímánuði, en flutti 553 þúsund farþega í sama mánuði í fyrra. Mun minni samdráttur hefur orðið í fraktflutningum hjá félaginu.
Kjarninn 6. júlí 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Katrín: Ég vonast til þess að við finnum lausn á þessu máli
Forsætisráðherrann hefur tjáð sig um þá ákvörðun Íslenskrar erfðagreiningar að hætta að skima fyrir COVID-19 sjúkdómnum.
Kjarninn 6. júlí 2020
Veirufræðideildin ekki í stakk búin til að taka við fyrr en í lok ágúst
Karl G. Kristinsson, yfirlæknir á sýkla- og veirufræðideild Landspítala, segist vonast til þess að Kára Stefánssyni snúist hugur varðandi aðkomu Íslenskrar erfðagreinar að landamæraskimunum. Deildin sé ekki tilbúin til að taka verkefnið að sér strax.
Kjarninn 6. júlí 2020
Kári Stefánsson
Íslensk erfðagreining mun hætta öllum samskiptum við sóttvarnalækni og landlækni
„Okkar skoðun er sú að öll framkoma þín og heilbrigðismálaráðherra gagnvart ÍE í þessu máli hafi markast af virðingarleysi fyrir okkur,“ segir í opnu bréfi Kára Stefánssonar til Katrínar Jakobsdóttur.
Kjarninn 6. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None