Segir að mistök við einkavæðingu hafi breytt bönkum í spilavíti

Benedikt Jóhannesson
Auglýsing

Bene­dikt Jóhann­es­son, for­maður Við­reisn­ar, segir að í síð­ustu einka­væð­ingu banka­kerf­is­ins upp úr alda­mót­unum hafi íslenskum bönkum verið breytt í spila­víti, í þeim spilað djarft og Ísland var lagt að veði. Síð­asta spilið tap­að­ist og þjóðin sat eftir í rúst­un­um. Sú saga megi ekki end­ur­taka sig nú þegar ríkið hugar á ný að sölu á eign­ar­hlutum sínum í bönk­um. Þetta kemur fram í ára­móta­grein Bene­dikts sem birt var í Morg­un­blað­inu í dag. Þar skrifa allir leið­togar stjórn­mála­flokka sem eiga full­trúa á þingi að venju grein.

Til­kynnt var um það í gær að form­legar við­ræður séu nú hafnar milli Við­reisn­ar, Bjartrar fram­tíðar og Sjálf­stæð­is­flokks um myndun nýrrar rík­is­stjórnar og að mál­efna­samn­ingur sé langt kom­in. Fyrir liggur að Bjarni Bene­dikts­son, for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, verði for­sæt­is­ráð­herra í slíkri stjórn en heim­ildir Kjarn­ans herma að allar líkur séu á því að Bene­dikt verði fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra. Eign­ar­hlutir rík­is­ins í bönk­um, og sala á þeim, myndi þá heyra undir hans ráðu­neyti. Íslenska ríkið á nær allt hlutafé í Lands­bank­anum og allt hlutafé í Íslands­banka. Heim­ild er í fjár­lögum til að selja stóran hlut í Lands­bank­anum og allan hlut­inn í Íslands­banka. 

Í grein Bene­dikts segir að versta ákvörðun stjórn­valda við einka­væð­ingu bank­anna í upp­hafi 21. ald­ar­innar hafi verið sú að hverfa frá­ ­stefnu um dreift eign­ar­hald og hand­velja þess í stað „kjöl­festu­fjár­festa“ sem litu á bank­ana sem fram­leng­ingu á eigin buddu. „Bankar sem áður höfðu verið þung­lama­legar þjón­ustu­stofn­anir skiptu út flestum „gam­al­menn­um“ yfir fer­tugt og inn stigu djarf­huga menn sem vildu „láta pen­ing­ana vinna“. Bank­arnir hættu að vera þjónar atvinnu­lífs­ins og aðhalds­samir ráð­gjaf­ar. Þess í stað urðu þeir beinir þátt­tak­endur í fyr­ir­tækjum og atvinnu­lífið skipt­ist í fylk­ingar sem tengd­ust bönk­unum og eig­endum þeirra. Bank­arnir voru eins og spila­víti, spilað var djarft og Ísland sett að veði. Síð­asta spilið tap­að­ist og þjóðin sat eftir í rúst­un­um. Nú þegar ríkið hugar að sölu á eign­ar­hlut sínum í bönk­unum verður að hafa þessa sögu í huga, því að hún má ekki end­ur­taka sig.“

Auglýsing

Til­efni til að tala um hug­mynda­fræði

Í greinum hinna tveggja leið­togar flokk­anna sem eru í stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræðum er einnig fjallað stutt­lega um þær við­ræð­ur. Ótt­arr Proppé, for­maður Bjartrar fram­tíð­ar, segir að ­nið­ur­stöð­ur­ ­kosn­ing­anna í haust hafi verið óljósar og erf­iðar úrlausn­ar. ­Rík­is­stjórnin hafi misst meiri­hluta sinn en stjórn­ar­and­staðan fékk ekki heldur meiri­hluta. Nýr flokkur hafi kom­ist á þing og bæst í hóp tveggja ann­arra nýrra flokka sem hafa bæst í íslensku stjórn­málaflór­una frá hruni. „Hvorki hægri arm­ur­inn né sá vinstri fengu skýran stuðn­ing heldur fengu flokkar sem skil­greina sig sem miðju­flokka, eða hvorki hægri né vinstri, góða kosn­ingu. Þetta er mikil upp­stokkun á íslensku stjórn­mála­lands­lagi og verður athygl­is­vert að sjá hvert fram­haldið verð­ur. Breytt staða kallar á að unnið sé úr henni og lausnir fundn­ar. Það tókst að sam­þykkja þverpóli­tísk fjár­lög í des­em­ber þegar ekki var fyrir hendi tryggur meiri­hluti eins og venju­lega. Það að ekki sé hægt að halla sér að því sem hefur virkað hingað til kallar á eitt­hvað nýtt. Þótt staðan sé snúin felast líka í henni óþekkt tæki­færi. Það er á ábyrgð okkar sem störfum í stjórn­málum að finna leiðir til að vinna saman landi og þjóð til gagns.“

Bjarni Bene­dikts­son segir einnig í sinni grein að þrátt fyr­ir­ hag­felldar aðstæður í efna­hags­málum Íslend­inga hafi nið­ur­stöður kosn­ing­anna reynst öllum flokkum flókið úrlausn­ar­efni. Leið­togar stjórn­mála­flokk­anna ásamt nýkjörnum for­seta hafi því þurft að takast á við stjórn­ar­myndun sem hefur tekið lengri tíma en þekkst hefur í ára­tugi. „Þótt æski­legt sé að slík staða komi ekki upp hefur hún þó gefið flokk­unum til­efni til að ræða saman um hug­mynda­fræði og mál­efni á öðrum nótum en venju­lega tíðkast í íslenskum stjórn­mál­um. Ef til vill hafa þau sam­töl leitt til þess að þing­inu auðn­að­ist að ljúka mik­il­vægum málum fyrir jól, þar á meðal fjár­lögum og brýnum breyt­ingum á líf­eyr­is­rétt­indum opin­berra starfs­manna, sem verða mik­il­vægt lóð á vog­ar­skál­arnar þegar kemur að því að mynda hér einn vinnu­mark­að.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Chanel Björk Sturludóttir, Elinóra Guðmundsdóttir og Elínborg Kolbeinsdóttir.
Markmiðið að auka skilning á veruleika kvenna af erlendum uppruna á Íslandi
Chanel Björk, Elinóra og Elínborg safna nú á Karolina Fund fyrir bókinni Hennar rödd: Sögur kvenna af erlendum uppruna á Íslandi.
Kjarninn 22. maí 2022
Kristín Ása Guðmundsdóttir
Illa fengin vatnsréttindi og ósvaraðar spurningar um Hvammsvirkjun í Þjórsá
Kjarninn 22. maí 2022
Einar kveðst þurfa að íhuga stöðuna sem upp er komin.
Einar ætlar að ræða við baklandið um eina möguleikann í stöðunni
Einar Þorsteinsson oddivit Framsóknarflokksins í Reykjavík segir aðeins einn meirihluta mögulegan í ljósi yfirlýsingar oddvita Viðreisnar um að ekki komi annað til greina en að virða bandalagið við Samfylkinguna og Pírata.
Kjarninn 22. maí 2022
Þórdís Lóa segir Viðreisn vilji láta á bandalagið reyna með því að hefja formlegar meirihlutaviræður með Framsóknarflokknum.
Vill hefja formlegar meirihlutaviðræður með Framsóknarflokknum
Oddviti Viðreisnar í Reykjavík segir flokkinn vera í bandalagi með Pírötum og Samfylkingu af heilum hug og vill láta á það reyna með því að hefja formlegar meirihlutaviðræður með Framsóknarflokknum.
Kjarninn 22. maí 2022
Silja Bára var gestur í Silfrinu á RÚV þar sem hún sagði óásættanlegt að senda eigi 300 flóttamenn frá Íslandi til Grikklands á næstu misserum.
Útlendingastefnan elti þá hörðustu í hinum Norðurlöndunum
Silja Bára Ómarsdóttir stjórnmálafræðingur og nýkjörinn formaður Rauða krossins á Íslandi segir óásættanlegt að flóttafólki sé mismunað eftir uppruna og að verið sé að taka upp á Íslandi útlendingastefnu sem elti hörðustu stefnur annarra Norðurlanda.
Kjarninn 22. maí 2022
Blikastaðalandið sem var í aðalhlutverki í ólögmætri einkavæðingu ríkisfyrirtækisins
Nýverið var tilkynnt um stórtæka uppbyggingu á jörðinni Blikastöðum, sem tilheyrir Mosfellsbæ. Þar á að byggja þúsundir íbúða og fjölga íbúum bæjarins um tugi prósenta. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem áform hafa verið uppi um uppbyggingu þar.
Kjarninn 22. maí 2022
Liðsmenn úkraínsku þjóðlagarappsveitarinnar Kalush Orchestra, sem unnu Eurovision um síðasta helgi, voru mættir til úkraínsku borgarinnar Lviv þremur dögum eftir sigurinn.
Ógjörningur að hunsa pólitíkina í Eurovision
Sigur Úkraínu í Eurovision sýnir svart á hvítu að keppnin er pólitísk. Samstaðan sem Evrópuþjóðir sýndu með með orðum og gjörðum hefur þrýst á Samband evrópskra sjónvarpsstöðva að endurskoða reglur um pólitík í Eurovision.
Kjarninn 22. maí 2022
Mette Frederiksen, Ursula van der Leyen forseti framkvæmdastjórnar ESB, Olaf Scholz kanslari Þýskalands, Mark Rutte forsætisráðherra Hollands og Alexander De Croo forsætisráðherra Belgíu hittust í Esbjerg.
Tíu þúsund risastórar vindmyllur
Á næstu árum og áratugum verða reistar 10 þúsund vindmyllur, til raforkuframleiðslu, í Norðursjónum. Samkomulag um þessa risaframkvæmd, sem fjórar þjóðir standa að, var undirritað í Danmörku sl. miðvikudag.
Kjarninn 22. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent
None