Tölvuárásir á fjölmargar vinsælar vefsíður

Netárásir á fjölmargar þekktar vefsíður, sem sumar hverjar innheimta gjald af greiðslukortum, voru gerðar í gær. Yfirvöld í Bandaríkjunum verjast frétta en

netflix
Auglýsing

Tölvu­árás átti sér stað á fjöl­margar vef­síður í gær og varð ­mikil truflun á net­notk­un, einkum í Banda­ríkj­un­um, vegna þessa. Árásin þykir gefa vís­bend­ingar um að óör­yggi vegna vax­andi við­skipta á inter­net­inu sé aðkalland­i ­mál að leysa.

Sam­fé­lags­miðl­ar og efn­isveit­ur á borð við Twitt­er, Air­bnb og Net­flix voru gerðar óað­geng­i­­leg­­ar ­fyr­ir millj­­ón­ir not­enda í Banda­­ríkj­un­um og Evr­­ópu, og þá var sam­band við Spotify einnig rofið á tíma­bili.

Árás­irn­ar voru ít­rekað gerðar og náðu varnir þess­ara vef­miðla ekki að koma í veg fyrir að þær trufl­uðu þjón­ustu og við­skipti.

Auglýsing



Netárás­irn­ar eru til rann­sóknar hjá þjóðar­ör­ygg­is­­stofn­un­­ar ­Banda­­ríkj­anna (NSA) og Banda­rísku al­­rík­­is­lög­regl­unni (FBI), og hafa stofn­an­irnar varist frétta af þeim.

Á meðan á árás­un­um stóð gátu net­verj­ar ekki birt færsl­ur á sam­­fé­lags­­síð­um, versl­að, horft á mynd­­bands­­upp­­tök­ur eða spilað tölvu­­leik­i á net­inu. Tjónið vegna þessa var gríð­ar­lega umfangs­mik­ið, þó erfitt sé að meta það til fjár, að því er fram kom í umfjöllun tækni­vefs­ins The Verge. Árás­irnar eru litnar alvar­legum aug­um.

Net­þjón­ust­u­­fyr­ir­tækið Dyna­mic Network Services Inc. (Dyn)  til­kynnti um ell­efu­­leytið í gær að ráð­ist hefði verið á þjón­ustu fyr­ir­tæk­is­ins.

Netárásirnar voru víðtækar og fundust víða um Bandaríkin. The Verge birti þessa mynd.

Meðal þeirra vef­síða sem urðu fyr­ir trufl­­un­um voru Reddit, fjöl­miðl­arn­ir CNN, Guar­d­i­an, HBO og People tíma­­rit­ið, sem og  greiðslu­þjón­usta PayP­al. 

Þá varð versl­un­ar- og fjöl­miðl­aris­inn Amazon einnig fyrir trufl­unum og komust not­endur ekki inn á heima­svæði sín á tíma­bili, vegna árásanna. Það tók þó ekki langan tíma að ná þjón­ust­unni aftur í lag.

Kort sem birt var af þeim stöðum sem yrðu fyr­ir trufl­­un­um vegna ­netárás­anna náði upp­­haf­­lega yfir stór­an hluta aust­­ur­­strand­ar Banda­­ríkj­anna og Texas, en síðar í dag voru áhrif árás­anna einnig grein­an­­leg í Mið­vest­­ur­­ríkj­un­um og Kali­­forn­­íu, og þá urðu not­end­ur Net­fl­ix, Spotify og Twitter í Evr­­ópu einnig fyr­ir ­trufl­­un­­um.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ný útlán banka til fyrirtækja umfram uppgreiðslur voru um átta milljarðar í fyrra
Ný útlán til atvinnufyrirtækja landsins á nýliðnu ári voru innan við tíu prósent þess sem þau voru árið 2019 og 1/27 af því sem þau voru árið 2018.
Kjarninn 24. janúar 2021
Býst við að 19 þúsund manns flytji hingað á næstu fimm árum
Mannfjöldaspá Hagstofu gerir ráð fyrir að fjöldi aðfluttra umfram brottfluttra á næstu fimm árum muni samsvara íbúafjölda Akureyrar.
Kjarninn 24. janúar 2021
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra.
Áfram gakk – En eru allir í takt?
Fulltrúar atvinnulífsins taka vel í skýra stefnumörkun utanríkisráðherra í átt að eflingu utanríkisviðskipta. Þó er kallað eftir heildstæðari mennta- og atvinnustefnu sem væri grundvöllur fjölbreyttara atvinnulífs og öflugri útflutningsgreina.
Kjarninn 24. janúar 2021
Pylsuvagn á Ráðhústorginu árið 1954.
Hundrað ára afmæli Cafe Fodkold
Árið 1921 hafði orðið skyndibiti ekki verið fundið upp. Réttur sem íbúum Kaupmannahafnar stóð þá, í fyrsta sinn, til boða að seðja hungrið með, utandyra standandi upp á endann, varð síðar eins konar þjóðareinkenni Dana. Og heitir pylsa.
Kjarninn 24. janúar 2021
Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
„Birtingarmynd af eindæma skilningsleysi stjórnvalda“
Þingmaður Samfylkingarinnar segir að félags- og barnamálaráðherra hafi tekist að hækka flækjustigið svo mikið varðandi sérstakan styrk til íþrótta- og tómstundastarfs barna frá tekjulágum heimilum að foreldrar geti ekki nýtt sér styrkinn.
Kjarninn 23. janúar 2021
Jón Baldvin Hannibalsson
Fimm hundruð milljarða spurningin – Í næstu kosningum
Kjarninn 23. janúar 2021
Freyja Haraldsdóttir
Baráttunni ekki lokið á meðan fólk gleymist og situr eftir
Freyja Haraldsdóttir segist vera þakklát fyrir að vera bólusett og að heilbrigðisyfirvöld hafi sett hópinn sem hún tilheyrir í forgang. Hún bendir þó á að fatlað fólk með aðstoð heima hafi gleymst í bólusetningarferlinu.
Kjarninn 23. janúar 2021
Húsnæðismarkaðurinn hefur verið á fleygiferð undanfarna mánuði. Ódýrt lánsfjármagn er þar helstu drifkrafturinn.
Bankar lána metupphæðir til húsnæðiskaupa og heimilin yfirgefa verðtrygginguna
Viðskiptabankarnir lánuðu 306 milljarða króna í ný húsnæðislán umfram upp- og umframgreiðslur í fyrra. Fordæmalaus vöxtur var í töku óverðtryggðra lána og heimili landsins greiddu upp meira af verðtryggðum lánum en þau tóku.
Kjarninn 23. janúar 2021
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None