Tölvuárásir á fjölmargar vinsælar vefsíður

Netárásir á fjölmargar þekktar vefsíður, sem sumar hverjar innheimta gjald af greiðslukortum, voru gerðar í gær. Yfirvöld í Bandaríkjunum verjast frétta en

netflix
Auglýsing

Tölvu­árás átti sér stað á fjöl­margar vef­síður í gær og varð ­mikil truflun á net­notk­un, einkum í Banda­ríkj­un­um, vegna þessa. Árásin þykir gefa vís­bend­ingar um að óör­yggi vegna vax­andi við­skipta á inter­net­inu sé aðkalland­i ­mál að leysa.

Sam­fé­lags­miðl­ar og efn­isveit­ur á borð við Twitt­er, Air­bnb og Net­flix voru gerðar óað­geng­i­­leg­­ar ­fyr­ir millj­­ón­ir not­enda í Banda­­ríkj­un­um og Evr­­ópu, og þá var sam­band við Spotify einnig rofið á tíma­bili.

Árás­irn­ar voru ít­rekað gerðar og náðu varnir þess­ara vef­miðla ekki að koma í veg fyrir að þær trufl­uðu þjón­ustu og við­skipti.

AuglýsingNetárás­irn­ar eru til rann­sóknar hjá þjóðar­ör­ygg­is­­stofn­un­­ar ­Banda­­ríkj­anna (NSA) og Banda­rísku al­­rík­­is­lög­regl­unni (FBI), og hafa stofn­an­irnar varist frétta af þeim.

Á meðan á árás­un­um stóð gátu net­verj­ar ekki birt færsl­ur á sam­­fé­lags­­síð­um, versl­að, horft á mynd­­bands­­upp­­tök­ur eða spilað tölvu­­leik­i á net­inu. Tjónið vegna þessa var gríð­ar­lega umfangs­mik­ið, þó erfitt sé að meta það til fjár, að því er fram kom í umfjöllun tækni­vefs­ins The Verge. Árás­irnar eru litnar alvar­legum aug­um.

Net­þjón­ust­u­­fyr­ir­tækið Dyna­mic Network Services Inc. (Dyn)  til­kynnti um ell­efu­­leytið í gær að ráð­ist hefði verið á þjón­ustu fyr­ir­tæk­is­ins.

Netárásirnar voru víðtækar og fundust víða um Bandaríkin. The Verge birti þessa mynd.

Meðal þeirra vef­síða sem urðu fyr­ir trufl­­un­um voru Reddit, fjöl­miðl­arn­ir CNN, Guar­d­i­an, HBO og People tíma­­rit­ið, sem og  greiðslu­þjón­usta PayP­al. 

Þá varð versl­un­ar- og fjöl­miðl­aris­inn Amazon einnig fyrir trufl­unum og komust not­endur ekki inn á heima­svæði sín á tíma­bili, vegna árásanna. Það tók þó ekki langan tíma að ná þjón­ust­unni aftur í lag.

Kort sem birt var af þeim stöðum sem yrðu fyr­ir trufl­­un­um vegna ­netárás­anna náði upp­­haf­­lega yfir stór­an hluta aust­­ur­­strand­ar Banda­­ríkj­anna og Texas, en síðar í dag voru áhrif árás­anna einnig grein­an­­leg í Mið­vest­­ur­­ríkj­un­um og Kali­­forn­­íu, og þá urðu not­end­ur Net­fl­ix, Spotify og Twitter í Evr­­ópu einnig fyr­ir ­trufl­­un­­um.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rósa Björk Brynólfsdóttir
Er rétt að dæma fólk í fangelsi fyrir pólitískar skoðanir ?
Kjarninn 20. október 2019
Dagatalið mitt
Ásta Júlía Hreinsdóttir safnar fyrir útgáfukostnaði fyrir Dagatalið mitt, sem er fjölnota afmælisdagatal með texta og myndum eftir hana.
Kjarninn 20. október 2019
Árni Már Jensson
Að skilja okkur sjálf: Annar hluti
Kjarninn 20. október 2019
Paul Copley, forstjóri Kaupþings ehf.
6.400 kröfuhafar höfðu ekki sótt peningana sína
Nokkur þúsund kröfuhafa í bú Kaupþings hafa ekki sótt þá fjármuni sem þeir eiga að fá greitt í samræmi við nauðasamninga félagsins. Þeir fjármunir sem geymdir eru á vörslureikningi eru um 8,5 milljarða króna virði á gengi dagsins í dag.
Kjarninn 20. október 2019
Hvar endar tap Arion banka á United Silicon?
Arion banki á kísilmálsverksmiðju Í Helguvík sem hefur ekki verið í starfsemi í þrjú ár. Bankinn hefur fjárfest í úrbótum en óljóst er hvort að þær dugi til að koma verksmiðjunni aftur í gang. Í vikunni var bókfært virði hennar fært niður um 1,5 milljarð.
Kjarninn 20. október 2019
Örn Bárður Jónsson
Afmæliskveðja til Alþingis
Kjarninn 20. október 2019
Leikskólakennurum fækkað um 360 frá árinu 2013
Börnum af erlendum uppruna hefur fjölgað mikið á skömmum tíma. Meira en helmingur þeirra sem starfar við uppeldi og menntun er ófaglærður.
Kjarninn 20. október 2019
Jean Claude Juncker er forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.
Atvinnuleysi innan ESB ekki mælst minna frá því að mælingar hófust
Atvinnuleysi hjá ríkjum Evrópusambandsins hefur dregist verulega saman á undanförnum árum, en er samt umtalsvert meira en í Bandaríkjunum og á Íslandi.
Kjarninn 19. október 2019
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None