Megum engan tíma missa

Loftslags- og öryggismál voru áberandi í ræðu utanríkisráðherra á þingi Norðurlandaráðs fyrr í dag.

Utanríkisráðherra hélt ræðu á þingi Norðurlandaráðs í dag.
Utanríkisráðherra hélt ræðu á þingi Norðurlandaráðs í dag.
Auglýsing

Guð­laugur Þór Þórð­ar­son utan­rík­is­ráð­herra segir að Norð­ur­löndin verði að bregð­ast við áskor­unum í lofts­lags­málum og breyttu lands­lagi í örygg­is­málum „af fullum þunga“. Aðgerðir kalli á inn­leið­ingu til­lagna skýrslu Björns Bjarna­son­ar, sem kom út í fyrra, í æðstu stjórn­sýslu, bæði hjá fagráðu­neytum og utan­rík­is­ráðu­neyt­um. Þær þurfi einnig að sam­þætta sam­starfi þjóð­anna við alþjóða­stofn­anir og önnur ríki.

Þetta kom fram í máli ráð­herr­ans í dag á þingi Norð­ur­landa­ráðs sem nú stendur yfir í Kaup­manna­höfn.

„Nor­rænt sam­starf er ein­stakt og sem ríkja­hópur eiga Norð­ur­löndin sterka rödd á alþjóða­vett­vangi sem gerir þeim kleift að hafa umtals­verð áhrif í fjöl­þjóð­legu sam­starf­i,“ sagði hann.

Auglýsing

Árangur næst ein­ungis með öfl­ugri sam­vinnu

Vitn­aði Guð­laugur Þór, eins og áður seg­ir, í skýrslu Björns Bjarna­sonar sem kom út á síð­asta ári og sagði hann skýrsl­una varpar ljósi „á nýjan kafla í nor­rænu sam­starfi þar sem sam­vinna í örygg­is- og utan­rík­is­málum þarf í auknum mæli að taka mið af breyttu örygg­is­um­hverfi og þeim áskor­unum sem blasa við okkur í dag“.

„­Loft­lags­breyt­ingar og fjöl­þáttaógnir á borð við netárásir og upp­lýs­inga­óreiðu grafa nú undan þeim stöð­ug­leika sem við höfum búið við og ekk­ert ríki getur eitt og sér tekið á þeim áskor­un­um. Árangur næst ein­ungis með öfl­ugri sam­vinnu og því er mik­il­vægt að við sam­einum krafta okkar og byggjum á sterkum stoðum nor­rænnar sam­vinnu.

Við eigum þegar far­sælt sam­starf á mörgum mál­efna­sviðum sem til­lögur skýrsl­unnar fjalla um, en það má efla enn frekar með ýmsum hætti. Við getum til að mynda lagt enn meira af mörkum á sviði lofts­lags­mála, til dæmis með auknu sam­ráði á sviði haf­rann­sókna og útflutn­ingi á grænum lausnum,“ sagði hann.

Ákall á ríki heims að þau sýni auk­inn metnað í lofts­lags­að­gerðum

Ráð­herr­ann hélt áfram að tala um skýrslu Björns Bjarna­son­ar. „Auk lofts­lags­mála, fjalla til­lög­urnar um lofts­lags­ör­yggi og þró­un­ar­mál, við­búnað vegna heims­far­aldra, sam­starf um utan­rík­is­þjón­ustu og rann­sóknir á sviði utan­rík­is- og örygg­is­mála, svo fátt eitt sé nefnt. Allt eru þetta mik­il­væg mál­efni þar sem nor­ræn sam­vinna getur reynst dýr­mæt eins og reynsla síð­ast­lið­inna sjö ára­tuga hefur sýnt okk­ur.“

Vék hann máli sínu að lofts­lags­ráð­stefnu Sam­ein­uðu þjóð­anna sem nú stendur yfir.

„Vænt­ingar til útkomu hennar eru miklar og ákall er á ríki heims að þau sýni auk­inn metnað í lofts­lags­að­gerð­um. Einnig má merkja nýjar áherslur í starfi Nor­rænu ráð­herra­nefnd­ar­innar og almennt í nor­rænu sam­starfi. Bjarna­son skýrslan er mik­il­vægt tól í þessu sam­hengi og ég vil að lokum und­ir­strika þýð­ingu hennar fyrir nor­rænt sam­starf.

Við megum þó engan tíma missa,“ sagði Guð­laugur Þór að lok­um.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Chanel Björk Sturludóttir, Elinóra Guðmundsdóttir og Elínborg Kolbeinsdóttir.
Markmiðið að auka skilning á veruleika kvenna af erlendum uppruna á Íslandi
Chanel Björk, Elinóra og Elínborg safna nú á Karolina Fund fyrir bókinni Hennar rödd: Sögur kvenna af erlendum uppruna á Íslandi.
Kjarninn 22. maí 2022
Kristín Ása Guðmundsdóttir
Illa fengin vatnsréttindi og ósvaraðar spurningar um Hvammsvirkjun í Þjórsá
Kjarninn 22. maí 2022
Einar kveðst þurfa að íhuga stöðuna sem upp er komin.
Einar ætlar að ræða við baklandið um eina möguleikann í stöðunni
Einar Þorsteinsson oddivit Framsóknarflokksins í Reykjavík segir aðeins einn meirihluta mögulegan í ljósi yfirlýsingar oddvita Viðreisnar um að ekki komi annað til greina en að virða bandalagið við Samfylkinguna og Pírata.
Kjarninn 22. maí 2022
Þórdís Lóa segir Viðreisn vilji láta á bandalagið reyna með því að hefja formlegar meirihlutaviræður með Framsóknarflokknum.
Vill hefja formlegar meirihlutaviðræður með Framsóknarflokknum
Oddviti Viðreisnar í Reykjavík segir flokkinn vera í bandalagi með Pírötum og Samfylkingu af heilum hug og vill láta á það reyna með því að hefja formlegar meirihlutaviðræður með Framsóknarflokknum.
Kjarninn 22. maí 2022
Silja Bára var gestur í Silfrinu á RÚV þar sem hún sagði óásættanlegt að senda eigi 300 flóttamenn frá Íslandi til Grikklands á næstu misserum.
Útlendingastefnan elti þá hörðustu í hinum Norðurlöndunum
Silja Bára Ómarsdóttir stjórnmálafræðingur og nýkjörinn formaður Rauða krossins á Íslandi segir óásættanlegt að flóttafólki sé mismunað eftir uppruna og að verið sé að taka upp á Íslandi útlendingastefnu sem elti hörðustu stefnur annarra Norðurlanda.
Kjarninn 22. maí 2022
Blikastaðalandið sem var í aðalhlutverki í ólögmætri einkavæðingu ríkisfyrirtækisins
Nýverið var tilkynnt um stórtæka uppbyggingu á jörðinni Blikastöðum, sem tilheyrir Mosfellsbæ. Þar á að byggja þúsundir íbúða og fjölga íbúum bæjarins um tugi prósenta. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem áform hafa verið uppi um uppbyggingu þar.
Kjarninn 22. maí 2022
Liðsmenn úkraínsku þjóðlagarappsveitarinnar Kalush Orchestra, sem unnu Eurovision um síðasta helgi, voru mættir til úkraínsku borgarinnar Lviv þremur dögum eftir sigurinn.
Ógjörningur að hunsa pólitíkina í Eurovision
Sigur Úkraínu í Eurovision sýnir svart á hvítu að keppnin er pólitísk. Samstaðan sem Evrópuþjóðir sýndu með með orðum og gjörðum hefur þrýst á Samband evrópskra sjónvarpsstöðva að endurskoða reglur um pólitík í Eurovision.
Kjarninn 22. maí 2022
Mette Frederiksen, Ursula van der Leyen forseti framkvæmdastjórnar ESB, Olaf Scholz kanslari Þýskalands, Mark Rutte forsætisráðherra Hollands og Alexander De Croo forsætisráðherra Belgíu hittust í Esbjerg.
Tíu þúsund risastórar vindmyllur
Á næstu árum og áratugum verða reistar 10 þúsund vindmyllur, til raforkuframleiðslu, í Norðursjónum. Samkomulag um þessa risaframkvæmd, sem fjórar þjóðir standa að, var undirritað í Danmörku sl. miðvikudag.
Kjarninn 22. maí 2022
Meira úr sama flokkiErlent