Ættum að deila bóluefni og björgum með fátækari löndum

Þingflokksformaður Samfylkingarinnar hélt ræðu á þingi Norðurlandaráðs í Kaupamannahöfn í dag. Hún sagði m.a. að vandinn vegna heimsfaraldursins hyrfi ekki fyrr en öll ríki heims hefðu fengið bóluefni sem nægðu til að bólusetja flesta íbúa jarðarinnar.

Oddný Harðardóttir ávarpaði þing Norðurlandaráðs í dag.
Oddný Harðardóttir ávarpaði þing Norðurlandaráðs í dag.
Auglýsing

„Kór­ónu­veiran hefur dregið fram veik­leika í innviðum nor­ræna ríkj­anna en við erum ríkar þjóðir og munum vinna bug á vanda­mál­un­um. En vand­inn vegna heims­far­ald­urs­ins hverfur ekki fyrr en öll ríki heims hafa fengið bólu­efni sem nægja til að bólu­setja flesta íbúa jarð­ar­inn­ar. Þess vegna ættum við að deila bólu­efnum og björgum með fátæk­ari lönd­um.“

Þetta sagði Oddný Harð­ar­dóttir þing­flokks­for­maður Sam­fylk­ing­ar­innar á þingi Norð­ur­landa­ráðs sem nú stendur yfir í Kaup­manna­höfn en hún situr í for­sætis­nefnd ráðs­ins fyrir jafn­að­ar­menn.

Spurði hún í fram­hald­inu utan­rík­is­ráð­herrana í Norð­ur­landa­ráði hvernig þeir litu á hlut­verk Norð­ur­landa við að tryggja fátæk­ari ríkjum bólu­efni.

Auglýsing

Við­brögð land­anna við far­aldr­inum sýndu hvar veik­leik­arnir í sam­starf­inu liggja

Oddný hóf mál sitt á því að segja að mik­il­vægt væri að utan­rík­is­ráð­herr­arnir settu nor­rænt sam­starf í for­gang. „Sendi­ráð land­anna gegna mik­il­vægu hlut­verki í utan­rík­is­starfi og við að standa vörð um nor­ræna hags­muni á tímum hnatt­væð­ing­ar. Við verðum alltaf að gæta að jafn­rétti, lýð­ræði og mann­rétt­ind­um.

Sam­starf okkar byggir á vin­áttu og trausti sem byggt hefur verið upp yfir langan tíma. Kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn og við­brögð land­anna og aðgerðir – sem ekki voru alltaf í takt – sýndi okkur hversu mik­il­vægt nor­rænt sam­starf er og einnig hvar veik­leik­arnir í sam­starf­inu liggja. Af því verðum við að læra,“ sagði hún.

„Verðum að vinna saman gegn því að kapp­hlaup um auð­lind­irnar hefj­ist“

Þá tók Oddný fram að Norð­ur­landa­ráð legði ríka áherslu á að vinna gegn lofts­lags­vá. Áhrif lofts­lags­breyt­inga á norð­ur­slóðum væru mikil og hlýn­unin hrað­ari þar en ann­ars stað­ar. Áhrifin væru félags­leg, efna­hags­leg, póli­tísk og auð­vitað umhverf­is­leg.

„Þegar ísinn bráðnar á norð­ur­slóðum verða auð­lindir aðgengi­legri. Við verðum að vinna saman gegn því að kapp­hlaup um auð­lind­irnar hefj­ist, kapp­hlaup á milli stórra valda­mik­illa ríkja svo sem Rúss­lands, Kína eða Banda­ríkj­anna. Við fengum nasa­sjón af óásætt­an­legu við­horfi þegar Trump sagð­ist vilja kaupa Græn­land.

Vel­ferð íbú­anna á Norð­ur­slóðum á að vera okkur efst í huga og að vinna að lausn mála á frið­sam­legan hátt,“ sagði hún.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Heiðrún Jónsdóttir.
Heiðrún ráðin framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja
Katrín Júlíusdóttir hætti skyndilega sem framkvæmdastjóri SFF um síðustu mánaðamót. Nú hefur nýr framkvæmdastjóri verið ráðinn og hún hefur þegar hafið störf.
Kjarninn 5. október 2022
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 30. þáttur: „Hnattræni þróunariðnaðurinn er mjög yfirgrípandi hugtak yfir mjög fjölbreytilegan geira“
Kjarninn 5. október 2022
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri er formaður peningastefnunefndar.
Stýrivextir hækka í níunda skiptið í röð – Nú upp í 5,75 prósent
Stýrivextir hafa verið hækkaðir upp í 5,75 prósent. Greiðslubyrði margra heimila mun fyrir vikið þyngjast. Ákvarðanir í atvinnulífi, á vinnumarkaði og í ríkisfjármálum munu skipta miklu um þróun vaxta á næstu misserum, að sögn peningastefnunefndar.
Kjarninn 5. október 2022
Bjarni Benediktsson, Katrín Jakobsdóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson, formenn ríkissjórnarflokkanna, sendu frá sér yfirlýsingu í apríl þar sem segir að ekki verði ráðist í frekari sölu á hlutum ríkissin í Íslandsbanka að sinni. Sú yfirlýsing stendur enn.
Standa enn við að ekki verði ráðist í frekari sölu á hlutum í Íslandsbanka
Fjármálaráðherra sagði mikilvægt að halda áfram að selja hlut ríkisins í Íslandsbanka við kynningu fjárlagafrumvarpsins. Í yfirlýsingu stjórnarflokkanna frá því í vor segir að ekki verði ráðist í sölu á frekari hlutum bankans að sinni. Hún gildir enn.
Kjarninn 5. október 2022
Eyþór Arnalds var oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Félag Eyþórs hagnaðist um 388,4 milljónir vegna afskriftar á láni frá Samherja
Eigið fé félags Eyþórs Arnalds fór úr því að vera neikvætt um 305 milljónir í að vera jákvætt um 83,9 milljónir í fyrra. Félag í eigu Samherja afskrifaði seljendalán sem veitt var vegna kaupa í útgáfufélagi Morgunblaðsins.
Kjarninn 4. október 2022
Neyðarúrræði en ekki neyðarástand
Fjöldahjálparstöð fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd hefur verið opnuð í skrifstofuhúsnæði í Borgartúni þar sem Vegagerðin var áður til húsa. Hægt verður að taka á móti 150 manns að hámarki og miðað er við að fólk dvelji ekki lengur en þrjár nætur.
Kjarninn 4. október 2022
Örn Bárður Jónsson
Um skjálífi og skjána
Kjarninn 4. október 2022
Þrjú félög voru skráð á markað í sumar. Þeirra stærst er Alvotech, sem var skráð á First North markaðinn í júní. Hér sést Róbert Wessman, stofnandi og stjórnarformaður félagsins, hringja inn fyrstu viðskipti með bréfin.
Virði skráðra félaga í Kauphöllinni lækkað um 254 milljarða króna á tveimur mánuðum
Það sem af er ári hefur Úrvalsvísitala Kauphallarinnar lækkað um 28,3 prósent. Hún hækkaði um rúmlega 20 prósent árið 2020 og 33 prósent í fyrra. Leiðrétting er að eiga sér stað á virði skráðra félaga.
Kjarninn 4. október 2022
Meira úr sama flokkiErlent