Ekki vilji starfsmanna að Sólveig Anna segði af sér formennsku

Starfsfólk Eflingar hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að ályktun starfsmanna Eflingar frá því á föstudag hafi ekki verið sett fram til að lýsa vantrausti á eða hrekja Sólveigu Önnu Jónsdóttur úr starfi formanns.

Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Auglýsing

Starfs­fólk Efl­ingar hafa sent frá sér til­kynn­ingu, þar sem fram kemur að það hafi ekki verið vilji eða mein­ing starfs­manna­fund­ar­ins á föstu­dag að Sól­veig Anna Jóns­dóttir segði af sér sem for­maður Efl­ing­ar.

Í til­kynn­ing­unni, sem trún­að­ar­menn Efl­ingar senda út fyrir hönd starfs­manna, kemur jafn­framt fram að starfs­fólk hafi unnið af heilum hug sam­kvæmt þeirri stefnu sem for­ysta félags­ins hafi sett síð­ustu ár og að fjöldi starfs­manna starfi hjá Efl­ingu vegna þeirra bar­áttu sem Sól­veig hefur háð.

Þau vanda­mál sem starfs­fólk hafi rætt hafi það viljað leysa í sam­vinnu við yfir­menn hjá stétt­ar­fé­lag­inu.

„Yf­ir­lýs­ingin á föstu­dag var ekki sett fram í þeim til­gangi að lýsa van­trausti eða hrekja nokkurn úr starfi. Hún var hugsuð sem fyrsta skref á leið til lausn­ar,“ segir í til­kynn­ing­unni.

Kjarn­inn sagði frá inni­haldi álykt­unar starfs­manna­fund­ar­ins í gær, en í henni kom auk ann­ars fram að starfs­menn teldu ósann­gjarnt að stjórn­endur veltu ábyrgð á inn­an­hús­s­málum yfir á sig. Bæði for­maður og fram­kvæmda­stjóri Efl­ingar hafa til­kynnt um afsagnir sínar vegna álykt­un­ar­inn­ar.

Sól­veig Anna hefur lýst því að hún hafi boðið starfs­fólki upp á tvo kosti í upp­hafi þessa starfs­manna­fund­ar.

„Ég sagði við starfs­­fólk á þessum fundi að það væru tveir kostir í stöð­unni. Annað hvort kæmi eitt­hvað skrif­­legt frá þeim sem myndi bera til baka ofstæk­is­­fullar lýs­ingar úr ályktun trún­­að­­ar­­manna og orð sem frétta­­maður not­aði um „ógn­­ar­­stjórn“, eða að ég myndi segja af mér for­­mennsku í félag­inu. Það var ekki auð­veld ákvörðun fyrir mig að stilla þessu upp svona en það er að mínu mati óhjá­­kvæmi­­legt. Starf mitt með félags­­­fólki Efl­ing­­ar, sem er rétt­læt­is­bar­átta varð­andi kjör og aðstæður verka­­fólks á vinn­u­­stöð­um, hefur ekki trú­verð­ug­­leika ef trún­­að­­ar­­menn starfs­­fólks Efl­ingar eru til­­­búnir að full­yrða að ég reki hér vinn­u­­stað jafn slæman eða verri en þeir sem við höfum sjálf gagn­rýnt,“ sagði Sól­veig Anna í Face­book-­færslu á sunnu­dags­kvöld þar sem hún til­kynnti um afsögn sína.

Í ályktun starfs­manna­fund­ar­ins á föstu­dag var því lýst yfir að ástæða hefði verið fyrir upp­haf­legri ályktun trún­að­ar­manna hjá Efl­ingu, sem send var á stjórn­endur í sumar og hefur ekki enn litið dags­ins ljós, og óskað var eftir því að stjórn­endur myndu bregð­ast við henni.

„Við gerum kröfur á stjórn­­endur að þau við­­ur­­kenni, taki ábyrgð á og leysi vand­ann. Innan mán­aðar óskum við eftir því að halda annan starfs­­manna­fund án stjórn­­enda.

Starfs­­fólk Efl­ingar fer fram á að reglu­­legir starfs­­manna­fund­ir, með og án við­veru stjórn­­enda, verði haldnir fram­­veg­is, og reglu­­legir fundir trún­­að­­ar­­manna með stjórn­­endum verði settir á lagg­irn­­ar. Skiln­ingur verði veittur á því að stór hluti starfs­­manna hafi fundið og/eða finni til óör­yggis í starfi og að það verði ekki leyst án opins sam­tals innan vinn­u­­stað­­ar­ins,“ sagði einnig í ályktun starfs­manna­fund­ar­ins frá því á föstu­dag.

Auglýsing

Til­kynn­ing­una má lesa í heild sinni hér að neð­an.

Í ljósi frétta­flutn­ings síð­ustu daga viljum við koma eft­ir­far­andi á fram­færi:

Það var ekki vilji eða mein­ing starfs­manna­fund­ar­ins á föstu­dag að for­maður félags­ins segði af sér. Starfs­fólk félags­ins hefur unnið af heilum hug sam­kvæmt þeirri stefnu sem for­ysta félags­ins hefur sett síð­ustu ár. Fjöldi starfs­manna félags­ins starfar hér vegna þeirrar bar­áttu sem Sól­veig hefur háð. Þau vanda­mál sem starfs­fólk ræddi, vildi starfs­fólk leysa í sam­vinnu við yfir­menn.

Yfir­lýs­ingin á föstu­dag var ekki sett fram í þeim til­gangi að lýsa van­trausti eða hrekja nokkurn úr starfi. Hún var hugsuð sem fyrsta skref á leið til lausn­ar.

Starfs­fólk er, sem endranær, að vinna fyrir félags­menn með þeirra hag fyrir brjósti.

Fyrir hönd starfs­fólks Efl­ing­ar,

trún­að­ar­menn

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Suðurhringþokan mynduð af WEBB-sjónaukanum í tveimur ólíkum útfærslum.
2.000 ljósár á sextíu sekúndum
Þau sem dreymir um að ferðast um geiminn ættu ekki að láta nýtt myndband geimferðastofnana Bandaríkjanna og Evrópu framhjá sér fara. Á sextíu sekúndum er boðið upp á 2.000 ljósára ferðalag með hjálp hins magnaða WEBB-sjónauka.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Bjarni Benediktsson er formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni segir rangt að hann „vilji Sósíalistaflokkinn feigan“
Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að Gunnar Smári Egilsson snúi út úr orðum sínum um styrki til stjórnmálaflokka. Honum þyki 120 milljóna styrkur á kjörtímabilinu til flokks sem fékk enga þingmenn kjörna einfaldlega of há fjárhæð.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Finnur Birgisson
Saga tekjutengingar ellilífeyris almannatrygginga frá 1946
Kjarninn 16. ágúst 2022
Gunnar Smári Egilsson er formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands.
Segir Bjarna vilja ýkja völd Sjálfstæðisflokks umfram fylgi og draga úr áhrifum annarra
Bjarni Benediktsson hefur sagt að hann vilji draga úr opinberum styrkjum til stjórnmálaflokka. Gunnar Smári Egilsson segir ástæðuna þá að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ekki jafn mikið á greiðslu frá ríkinu að halda og áður.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Hér má sjá Drífu Snædal, fyrrverandi forseta ASÍ, og Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar þegar betur áraði i samskiptum þeirra á milli.
Segir ASÍ hafa beinlínis unnið gegn nýjum öflum innan verkalýðshreyfingarinnar
Formaður Eflingar segir fram­kvæmda­stjóra SA ekki missa svefn yfir útbreiddum svikum atvinnu­rek­enda á þeim kjara­samn­ingum sem hann gerir fyrir þeirra hönd. Í greinaflokki, sem byrjaði að birtast í morgun, ætlar hún að rekja sögu ágreinings innan ASÍ.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Horft niður í Hvalfjörð frá Brekkukambi í Hvalfjarðarsveit. Á fjallinu stendur til að byggja vindorkuver.
Íslenskir sérhagsmunaaðilar með „erlenda orkurisa í farteskinu“
Þótt ekkert vindorkuver sé risið hafa áform um fjölmörg slík þegar valdið sundrungu og deilum innan samfélaga út um landið, segir Andrés Skúlason, verkefnisstjóri hjá Landvernd. Hann segir vindorkufyrirtæki beita miklum þrýstingi og jafnvel blekkingum.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Auglýsing frá upphafi áttunda áratugar síðustu aldar.
Ævintýrið um Carmen rúllurnar
Hvað gerir danskur kaupmaður sem finnst hann ekki hafa nóg fyrir stafni? Hjá Arne Bybjerg kaupmanni í danska bænum Kalundborg var svarið einfalt: að framleiða hárrúllur. Hann gaf þeim nafnið Carmen.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Ævintýrið um Carmen rúllurnar
Kjarninn 16. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent