Starfsmenn Eflingar vilja að stjórnendur „viðurkenni, taki ábyrgð á og leysi vandann“

Í ályktun starfsmanna Eflingar, sem samþykkt var á föstudag, kom fram að þeir töldu ósanngjarnt að stjórnendur veltu ábyrgð á innanhúsmálum yfir á sig. Bæði formaður og framkvæmdastjóri Eflingar hafa tilkynnt um afsagnir sínar vegna ályktunarinnar.

Sólveig Anna Jónsdóttir og Viðar Þorsteinsson.
Sólveig Anna Jónsdóttir og Viðar Þorsteinsson.
Auglýsing

Í ályktun starfs­manna­fundar Efl­ing­ar, sem sam­þykkt var síð­ast­lið­inn föstu­dag og send til stjórn­enda stétt­ar­fé­lags­ins, segir að starfs­menn telji ósann­gjarnt að stjórn­endur velti ábyrgð á inn­an­hús­málum yfir á starfs­fólk Efl­ing­ar. Ástæða hafi verið fyrir ályktun sem sam­þykkt var af starfs­fólki Efl­ingar í júní síð­ast­liðnum þar sem for­maður Efl­ing­ar, Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, var meðal ann­ars ásökuð um að halda aftöku­lista og um að fremja kjara­samn­ings­brot gegn starfs­fólki með fyr­ir­vara­lausum upp­sögn­um. Starfs­fólkið óskaði eftir því að stjórn­endur Efl­ingar myndu bregð­ast við álykt­un­inni frá því í júní. „Við gerum kröfur á stjórn­endur að þau við­ur­kenni, taki ábyrgð á og leysi vand­ann. Innan mán­aðar óskum við eftir því að halda annan starfs­manna­fund án stjórn­enda.“

Eftir að þessi ályktun starfs­fólks lá fyrir ákváðu bæði Sól­veig Anna og Viðar Þor­steins­son, fram­kvæmda­stjóri Efl­ing­ar, að segja af sér.

Sól­veig Anna bauð upp á tvo kosti

For­saga máls­ins er sú að í júní sam­þykktu starfs­menn Efl­ingar ályktun sem hefur ekki verið birt opin­ber­lega. Í henni voru stjórn­endur stétt­ar­fé­lags­ins gagn­rýndir með ýmsum hætti fyrir fram­komu sína gagn­vart starfs­fólki. Trún­að­ar­menn starfs­manna und­ir­rit­uðu álykt­un­ina og hún var sett fram fyrir hönd starfs­manna. 

Auglýsing
Á fimmtu­dag birti RÚV svo við­tal við Guð­mund Bald­urs­son, stjórn­ar­mann í Efl­ingu, þar sem hann greindi frá því að hann hefði ítrekað reynt að fá álykt­un­ina afhenta og að hann hefði áhyggjur af fram­komu stjórn­enda Efl­ingar gagn­vart starfs­fólki. Tal­aði hann meðal ann­ars um að starfs­fólk sem hefði hætt hjá Efl­ingu hefði talið sér „að ein­hverju leyti ógnað innan gæsalappa, af ógn­ar­stjórn.“

Guðmundur Baldursson, stjórnarmaður í Eflingu. Mynd: RÚV/Skjáskot

Dag­inn eftir að fréttin birtist, föstu­dag­inn 29. októ­ber, ákvað Sól­veig Anna að ávarpa starfs­fólk í upp­hafi vinnu­dags.

Í stöðu­upp­færslu sem hún birti á Face­book í gær sagði hún: „Ég sagði við starfs­fólk á þessum fundi að það væru tveir kostir í stöð­unni. Annað hvort kæmi eitt­hvað skrif­legt frá þeim sem myndi bera til baka ofstæk­is­fullar lýs­ingar úr ályktun trún­að­ar­manna og orð sem frétta­maður not­aði um „ógn­ar­stjórn“, eða að ég myndi segja af mér for­mennsku í félag­inu. Það var ekki auð­veld ákvörðun fyrir mig að stilla þessu upp svona en það er að mínu mati óhjá­kvæmi­legt. Starf mitt með félags­fólki Efl­ing­ar, sem er rétt­læt­is­bar­átta varð­andi kjör og aðstæður verka­fólks á vinnu­stöð­um, hefur ekki trú­verð­ug­leika ef trún­að­ar­menn starfs­fólks Efl­ingar eru til­búnir að full­yrða að ég reki hér vinnu­stað jafn slæman eða verri en þeir sem við höfum sjálf gagn­rýnt.“

Ástæða fyrir upp­haf­legu álykt­un­inni

Sól­veig Anna sagð­ist enn fremur aldrei geta borið þessar ásak­anir til baka sjálf. Ein­ungis starfs­menn gætu kveðið upp dóm um rétt­mæti þeirra. Hún hafi í kjöl­farið vikið af fund­inum og starfs­menn tekið sér tíma fram yfir hádegi til að ræða sam­an. Nið­ur­staða þess sam­tals hafi verið ályktun þess efnis að starfs­menn teldu það  ósann­gjarnt að stjórn­endur velti ábyrgð á þessum inn­an­hús­málum á starfs­fólk­ið. 

Í álykt­un­inni, sem Kjarn­inn hefur undir hönd­um, segir orð­rétt: „Við lýsum því yfir að ástæða hafi verið fyrir upp­haf­legu álykt­un­inni og óskum enn eftir að stjórn­endur bregð­ist við henni. Við gerum kröfur á stjórn­endur að þau við­ur­kenni, taki ábyrgð á og leysi vand­ann. Innan mán­aðar óskum við eftir því að halda annan starfs­manna­fund án stjórn­enda.

Starfs­fólk Efl­ingar fer fram á að reglu­legir starfs­manna­fund­ir, með og án við­veru stjórn­enda, verði haldnir fram­veg­is, og reglu­legir fundir trún­að­ar­manna með stjórn­endum verði settir á lagg­irn­ar. Skiln­ingur verði veittur á því að stór hluti starfs­manna hafi fundið og/eða finni til óör­yggis í starfi og að það verði ekki leyst án opins sam­tals innan vinnu­stað­ar­ins.“

For­maður og fram­kvæmda­stjóri hætta

Þessi nið­ur­staða gerði það að verkum að Sól­veig Anna til­kynnti stjórn Efl­ingar um afsögn sína um helg­ina. Viðar Þor­steins­son, fram­kvæmda­stjóri Efl­ing­ar, stað­festi það svo við Kjarn­ann í morgun að hann myndi fylgja henni út úr félag­inu og afhenda upp­sagn­ar­bréf síðar í dag. 

Viðar var ráð­inn í þá nýtt starf fram­­kvæmda­­stjóra Efl­ingar í maí 2018, í kjöl­far þess að Sól­­veig Anna var kjörin for­­maður stétt­­ar­­fé­lags­ins, sem er það næst fjöl­­menn­asta á land­inu. Hann hefur alla tíð unnið náið og í takti með for­­mann­in­­um. 

Í stöðu­upp­færslu Sól­veigar Önnu sagði að henni þætti það „ótrú­­­legt að það sé starfs­­­fólk Efl­ingar sem í reynd hrekur mig úr starfi, með því að leyfa and­­­stæð­ingum félags­­­ins að hossa sér á ýkj­um, lygum og rang­­­færslum um mig og sam­verka­­­fólk mitt. Starfs­­­fólk Efl­ingar hefur kosið að svipta mig því vopni sem hefur gert mér mög­u­­­legt að leiða sög­u­­­lega og árang­­­ur­s­­­ríka bar­áttu verka- og lág­­­launa­­­fólks síð­­­­­ustu ár, mann­orði mínu og trú­verð­ug­­­leika.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Oddný Harðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar.
Segir ofsagróða stórútgerða hafa ruðningsáhrif – „Þjóðin fær ekki réttlátan hlut í arðinum“
Þingmaður Samfylkingarinnar spurði matvælaráðherra á þingi i dag hvort hún hygðist leggja fram frumvarp um breytingar á lögum sem vinna gegn samþjöppun í sjávarútveginum. Ráðherrann telur mikilvægt að grafast fyrir um þessi mál.
Kjarninn 16. maí 2022
Anna Sigríður Jóhannsdóttir
„Með hækkandi sól“
Kjarninn 16. maí 2022
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Ítreka stuðning við ákvörðun Finnlands og Svíþjóðar að sækja um aðild að NATO
Forsætisráðherrar Íslands, Danmerkur og Noregs hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir segja að ríkin muni aðstoða Finnland og Svíþjóð með öllum ráðum verði öryggi þeirra ógnað áður en aðild að Atlantshafsbandalaginu gengur í gildi.
Kjarninn 16. maí 2022
Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ fékk fjóra bæjarfulltrúa kjörna í svietarstjórnakosningum um helgina og er í lykilstöðu við myndun meirihluta.
Framsóknarflokkur sagður horfa til samstarfs með öðrum en Sjálfstæðisflokki í Mosfellsbæ
Samkvæmt heimildum Kjarnans telur Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ niðurstöður kosninganna ákall frá kjósendum um að binda enda á stjórnartíð Sjálfstæðisflokksins. Þetta er í fyrsta sinn í rúm 50 ár sem flokkurinn er ekki sá stærsti í bænum.
Kjarninn 16. maí 2022
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir er oddviti Viðreisnar.
Þórdís Lóa útilokar ekki meirihlutasamstarf við Sjálfstæðisflokk og Framsókn
Þótt þrír af flokkunum sem standa að fráfarandi meirihluta ætli að fylgjast að í komandi viðræðum útilokar oddviti Viðreisnar og eini borgarfulltrúi þess flokks ekki að mynda annars konar meirihluta. Það opnar glufu fyrir Sjálfstæðisflokkinn að völdum.
Kjarninn 16. maí 2022
BJörgunarmenn að störfum í Durban eftir gríðarleg flóð.
Hamfarir í Suður-Afríku tvöfalt líklegri vegna loftslagsbreytinga
Ef veðurfar væri svipað nú og það var fyrir iðnbyltingu myndu hamfarir á borð við þær sem kostuðu 435 manneskjur lífið í Suður-Afríku í apríl eiga sér stað á 40 ára fresti en ekki einu sinni á hverjum tuttugu árum.
Kjarninn 16. maí 2022
Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, skrifar undir umsögnina ásamt aðalhagfræðingi samtakanna.
Samtök iðnaðarins vilja framlengja milljarða króna endurgreiðslur vegna byggingavinnu
Þegar kórónuveirufaraldurinn skall á voru endurgreiðslur vegna „Allir vinna“ átaksins hækkaðar upp í 100 prósent. Á tæpum tveimur árum kostaði það ríkissjóð 16,5 milljarða króna í tekjum sem voru ekki innheimtar.
Kjarninn 16. maí 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – iPod lagður til grafar
Kjarninn 16. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent