Starfsmenn Eflingar vilja að stjórnendur „viðurkenni, taki ábyrgð á og leysi vandann“

Í ályktun starfsmanna Eflingar, sem samþykkt var á föstudag, kom fram að þeir töldu ósanngjarnt að stjórnendur veltu ábyrgð á innanhúsmálum yfir á sig. Bæði formaður og framkvæmdastjóri Eflingar hafa tilkynnt um afsagnir sínar vegna ályktunarinnar.

Sólveig Anna Jónsdóttir og Viðar Þorsteinsson.
Sólveig Anna Jónsdóttir og Viðar Þorsteinsson.
Auglýsing

Í ályktun starfs­manna­fundar Efl­ing­ar, sem sam­þykkt var síð­ast­lið­inn föstu­dag og send til stjórn­enda stétt­ar­fé­lags­ins, segir að starfs­menn telji ósann­gjarnt að stjórn­endur velti ábyrgð á inn­an­hús­málum yfir á starfs­fólk Efl­ing­ar. Ástæða hafi verið fyrir ályktun sem sam­þykkt var af starfs­fólki Efl­ingar í júní síð­ast­liðnum þar sem for­maður Efl­ing­ar, Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, var meðal ann­ars ásökuð um að halda aftöku­lista og um að fremja kjara­samn­ings­brot gegn starfs­fólki með fyr­ir­vara­lausum upp­sögn­um. Starfs­fólkið óskaði eftir því að stjórn­endur Efl­ingar myndu bregð­ast við álykt­un­inni frá því í júní. „Við gerum kröfur á stjórn­endur að þau við­ur­kenni, taki ábyrgð á og leysi vand­ann. Innan mán­aðar óskum við eftir því að halda annan starfs­manna­fund án stjórn­enda.“

Eftir að þessi ályktun starfs­fólks lá fyrir ákváðu bæði Sól­veig Anna og Viðar Þor­steins­son, fram­kvæmda­stjóri Efl­ing­ar, að segja af sér.

Sól­veig Anna bauð upp á tvo kosti

For­saga máls­ins er sú að í júní sam­þykktu starfs­menn Efl­ingar ályktun sem hefur ekki verið birt opin­ber­lega. Í henni voru stjórn­endur stétt­ar­fé­lags­ins gagn­rýndir með ýmsum hætti fyrir fram­komu sína gagn­vart starfs­fólki. Trún­að­ar­menn starfs­manna und­ir­rit­uðu álykt­un­ina og hún var sett fram fyrir hönd starfs­manna. 

Auglýsing
Á fimmtu­dag birti RÚV svo við­tal við Guð­mund Bald­urs­son, stjórn­ar­mann í Efl­ingu, þar sem hann greindi frá því að hann hefði ítrekað reynt að fá álykt­un­ina afhenta og að hann hefði áhyggjur af fram­komu stjórn­enda Efl­ingar gagn­vart starfs­fólki. Tal­aði hann meðal ann­ars um að starfs­fólk sem hefði hætt hjá Efl­ingu hefði talið sér „að ein­hverju leyti ógnað innan gæsalappa, af ógn­ar­stjórn.“

Guðmundur Baldursson, stjórnarmaður í Eflingu. Mynd: RÚV/Skjáskot

Dag­inn eftir að fréttin birtist, föstu­dag­inn 29. októ­ber, ákvað Sól­veig Anna að ávarpa starfs­fólk í upp­hafi vinnu­dags.

Í stöðu­upp­færslu sem hún birti á Face­book í gær sagði hún: „Ég sagði við starfs­fólk á þessum fundi að það væru tveir kostir í stöð­unni. Annað hvort kæmi eitt­hvað skrif­legt frá þeim sem myndi bera til baka ofstæk­is­fullar lýs­ingar úr ályktun trún­að­ar­manna og orð sem frétta­maður not­aði um „ógn­ar­stjórn“, eða að ég myndi segja af mér for­mennsku í félag­inu. Það var ekki auð­veld ákvörðun fyrir mig að stilla þessu upp svona en það er að mínu mati óhjá­kvæmi­legt. Starf mitt með félags­fólki Efl­ing­ar, sem er rétt­læt­is­bar­átta varð­andi kjör og aðstæður verka­fólks á vinnu­stöð­um, hefur ekki trú­verð­ug­leika ef trún­að­ar­menn starfs­fólks Efl­ingar eru til­búnir að full­yrða að ég reki hér vinnu­stað jafn slæman eða verri en þeir sem við höfum sjálf gagn­rýnt.“

Ástæða fyrir upp­haf­legu álykt­un­inni

Sól­veig Anna sagð­ist enn fremur aldrei geta borið þessar ásak­anir til baka sjálf. Ein­ungis starfs­menn gætu kveðið upp dóm um rétt­mæti þeirra. Hún hafi í kjöl­farið vikið af fund­inum og starfs­menn tekið sér tíma fram yfir hádegi til að ræða sam­an. Nið­ur­staða þess sam­tals hafi verið ályktun þess efnis að starfs­menn teldu það  ósann­gjarnt að stjórn­endur velti ábyrgð á þessum inn­an­hús­málum á starfs­fólk­ið. 

Í álykt­un­inni, sem Kjarn­inn hefur undir hönd­um, segir orð­rétt: „Við lýsum því yfir að ástæða hafi verið fyrir upp­haf­legu álykt­un­inni og óskum enn eftir að stjórn­endur bregð­ist við henni. Við gerum kröfur á stjórn­endur að þau við­ur­kenni, taki ábyrgð á og leysi vand­ann. Innan mán­aðar óskum við eftir því að halda annan starfs­manna­fund án stjórn­enda.

Starfs­fólk Efl­ingar fer fram á að reglu­legir starfs­manna­fund­ir, með og án við­veru stjórn­enda, verði haldnir fram­veg­is, og reglu­legir fundir trún­að­ar­manna með stjórn­endum verði settir á lagg­irn­ar. Skiln­ingur verði veittur á því að stór hluti starfs­manna hafi fundið og/eða finni til óör­yggis í starfi og að það verði ekki leyst án opins sam­tals innan vinnu­stað­ar­ins.“

For­maður og fram­kvæmda­stjóri hætta

Þessi nið­ur­staða gerði það að verkum að Sól­veig Anna til­kynnti stjórn Efl­ingar um afsögn sína um helg­ina. Viðar Þor­steins­son, fram­kvæmda­stjóri Efl­ing­ar, stað­festi það svo við Kjarn­ann í morgun að hann myndi fylgja henni út úr félag­inu og afhenda upp­sagn­ar­bréf síðar í dag. 

Viðar var ráð­inn í þá nýtt starf fram­­kvæmda­­stjóra Efl­ingar í maí 2018, í kjöl­far þess að Sól­­veig Anna var kjörin for­­maður stétt­­ar­­fé­lags­ins, sem er það næst fjöl­­menn­asta á land­inu. Hann hefur alla tíð unnið náið og í takti með for­­mann­in­­um. 

Í stöðu­upp­færslu Sól­veigar Önnu sagði að henni þætti það „ótrú­­­legt að það sé starfs­­­fólk Efl­ingar sem í reynd hrekur mig úr starfi, með því að leyfa and­­­stæð­ingum félags­­­ins að hossa sér á ýkj­um, lygum og rang­­­færslum um mig og sam­verka­­­fólk mitt. Starfs­­­fólk Efl­ingar hefur kosið að svipta mig því vopni sem hefur gert mér mög­u­­­legt að leiða sög­u­­­lega og árang­­­ur­s­­­ríka bar­áttu verka- og lág­­­launa­­­fólks síð­­­­­ustu ár, mann­orði mínu og trú­verð­ug­­­leika.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent