400 skotum hleypt af við morðið á blaðamanni og fjölskyldu hans

Frá árinu 1992 hafa yfir 1.400 blaðamenn verið myrtir víðs vegar um heiminn. Sett hefur verið á stofn sérstök rannsóknarnefnd innan alþjóða glæpadómstólsins sem mun fjalla um nokkur morðanna.

Á tæplega þrjátíu árum hafa yfir1.400 blaðamenn verið myrtir.
Á tæplega þrjátíu árum hafa yfir1.400 blaðamenn verið myrtir.
Auglýsing

Síð­asta skoð­ana­grein mexíkóska blaða­manns­ins Miguel Angel Lopez Velasco fjall­aði um morð á kon­um, frænd­hygli og mengað drykkj­ar­vatn. Greinin birt­ist í dag­blað­inu Noti­ver og í henni skrif­aði Velasco að yfir­völd hefðu heitið því að taka á öllum þessum málum og greinin væri áminn­ing um að standa við þau lof­orð. Aðeins nokkrum klukku­stundum síðar var hann lát­inn.

Á jún­ín­óttu árið 2011 brut­ust menn inn á heim­ili hins 55 ára gamla blaða­manns er hann var í fasta svefni og skutu hann til bana. Þeir létu ekki þar við sitja heldur myrtu einnig eig­in­konu hans og yngsta son þeirra hjóna. Þeir hleyptu sam­tals 400 skotum af í árásinni. Nú, ára­tug síð­ar, hafa morð­in­gj­arnir enn ekki fund­ist. Balb­ina Flor­es, sem fer fyrir sam­tök­unum Frétta­menn án landamæra í Mexíkó, segir að í yfir 90 pró­sent til­vika kom­ist morð­ingjar blaða­manna upp með glæpi sína í land­inu.

Auglýsing

Morðið á Velasco er nú hins vegar komið til með­ferðar rann­sókn­ar­nefndar á vegum alþjóða glæpa­dóm­stóls­ins í Haag og í dag hófust opin rétt­ar­höld hans um brot á fjöl­miðla­frelsi víðs vegar um heim­inn. Morð á þremur blaða­mönnum verða tekin sér­stak­lega fyr­ir. Morðið á Velasco er eitt þeirra. Morðið á blaða­kon­unni og rit­stjór­anum Lasantha Wickre­ma­tunge frá Sri Lanka er annað og það þriðja er morðið á sýr­lenska blaða­mann­inum Nabil al-S­harbaji.

Nokkur alþjóð­leg sam­tök blaða­manna komu að stofnun rann­sókn­ar­nefnd­ar­innar enda morð á blaða­mönnum tíð, hafa verið yfir 1.400 tals­ins frá árinu 1992. Átta af hverjum tíu eru óupp­lýst.

Flest voru þau framin í Mið- og Suð­ur­-Am­er­íku og á þeim slóðum er einnig lík­leg­ast að morð­ingjar kom­ist upp með verknað sinn. Ástandið er verst í Mexíkó og er landið eitt það hættu­leg­asta í heimi fyrir blaða­menn að starfa í.

Miguel Angel Lopez Velasco.

Morðið á Velasco var öðrum til við­vör­unar og aðeins byrj­un­in, segir Flor­es. Í kjöl­far þess voru fleiri blaða­menn drepnir í Ver­acruz-­ríki Mexíkó þar sem Velasco starf­aði. Blaða­konan Yol­anda Ordaz de la Cruz, sem vann með Velasco á dag­blað­inu Noti­ver, var einnig drepin og það aðeins mán­uði síð­ar. Árið 2012 var önnur blaða­kona, Reg­ina Martinez Per­ez, sem starf­aði á viku­blað­inu Proceso, myrt.

Allt gerð­ist þetta í valda­tíð rík­is­stjór­ans Javier Duarte de Ochoa. Á meðan hann gegndi emb­ætti á árunum 2010-2016 voru sautján blaða­menn myrtir í Ver­acruz og þrír hurfu spor­laust. Hann var þekktur fyrir að láta njósna um blaða­menn og hélt „svartan lista“ yfir þá sem gagn­rýndu hann og honum mis­lík­aði.

Lítið breytt­ist með nýjum for­seta

Rík­is­sak­sókn­ar­inn í Ver­acruz hélt því fram að morðið á Velasco væri tengt valda­miklum eit­ur­lyfja­barón á svæð­inu. Rann­sókn máls­ins var síðar látin niður falla án þess að nokkur botn feng­ist í mál­ið. Duarte var hins vegar ákærður fyrir spill­ingu árið 2018 og dæmdur til níu ára fang­els­is­vist­ar.

Er Andres Manuel Lopez Obrador varð for­seti Mexíkó árið 2018 hét hann því að auka öryggi blaða­manna í land­inu og taka fastar á málum en lítið hefur breyst. Frá því hann tók við emb­ætti hafa 43 blaða­menn verið myrtir og 69 akti­vistar, m.a. fólk sem er að berj­ast fyrir mann­rétt­ind­um, nátt­úru­vernd og öðrum umhverf­is­mál­um.

Daphne Caruana Galizia var myrt skammt frá heimili sínu árið 2017. Mynd: EPA

Morð á blaða­mönnum eru tíð í löndum þar sem póli­tísk ólga ríkir eða vopnuð átök geisa. Blaða­menn eru hins vegar ekki heldur öryggir í öðrum ríkj­um. Morðið á blaða­kon­unni Dap­hne Caru­ana Galizia á Möltu árið 2017 er dæmi um slíkt. „Eng­inn á von á því að nokkuð slíkt geti gerst í Evr­ópu­sam­bands­rík­i,“ segir systir henn­ar, Cor­inne Vella. „Við getum aðeins dregið þá ályktun að ef þetta er slæmt í ríkjum sem almennt verja rétt­indi fólks, gildi þess og tján­ing­ar­frelsi, þá hljóti þetta að vera enn verra á stöðum þar sem ekk­ert slíkt er í hávegum haft.“

Blaða­konan hafði verið að rann­saka Panama­skjölin og spill­ingu í heima­land­inu um það leyti sem hún var myrt. Lög­reglan hefur hand­tekið þrjá í tengslum við morðið og einn þeirra var fyrr á þessu ári sak­felldur fyrir þátt sinn í því. Í ágúst til­kynntu yfir­völd svo að við­skipta­maður sem Galizia hafði verið að rann­saka áður en hún lést verði einnig dreg­inn fyrir dóm.

Vald að greina opin­ber­lega frá

Rann­sókn­ar­nefndin sem fjalla mun um fjöl­miðla­frelsi og morð á blaða­mönnum hefur ekki vald­heim­ildir til að sak­fella fólk en get­ur, í ljósi nið­ur­staðna sinna, þrýst á rík­is­stjórnir að vernda blaða­menn. Starf hennar mun einnig setja kast­ljósið á þau ríki þar sem fjöl­miðla­frelsi er fótum troðið og rann­sóknir morða á blaða­mönnum í mol­um. „Það felst vald í því að nafn­greina opin­ber­lega, upp­hátt, land þar sem yfir­völd hafa ekki tekið ábyrgð og van­rækt ákveðnar rann­sókn­ir,“segir mann­rétt­inda­lög­fræð­ing­ur­inn Almu­dena Berna­beu sem mun leiða rann­sókn­ar­nefnd­ina og rétt­ar­höld­in. „Eng­inn vill heyra slíkt um sín eigin kerfi og sínar eigin stofn­an­ir. Ég held að það hafi gildi að tala um þetta opin­ber­lega.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiErlent