Ríkið á skilyrðislaust að eiga alla innviði – líka dreifikerfi útvarps og sjónvarps

Kári Jónasson skrifar um söluna á Mílu til fransks heildsölufyrirtækis og sölu á fjarskiptainnviðum Vodafone til erlends sjóðs.

Auglýsing

Þessa dag­ana er mikið rætt um söl­una á Mílu til Ardian - ungs fransks heild­sölu­fyr­ir­tækis á fjar­skipta­mark­aði, sem hefur verið að hasla sér völl á þessu sviði. Minna hefur farið fyrir umræðu um sölu til erlendra sjóða á hluta dreifi­kerfis Voda­fone en fyr­ir­tækið sér eins og kunn­ugt er um dreif­ingu á útvarps og sjón­varps­efni um land allt. 

Hagn­að­ar­sjón­ar­mið ráða

Fyr­ir­tæki sem þessi eru að jafn­aði ekki rekin á sam­fé­lags­legum grund­velli, held­ur eru það hagn­að­ar­sjón­ar­miðin sem ráða þar för. Það eru gjarnan gefin alls­konar lof­orð við slík eigna­skipti og lofað öllu fögr­um. Hver man ekki þegar Sam­herji keypti Gugg­una á Ísa­firði, gula fleyið sem var stolt ekki aðeins Ísfirð­inga, heldur Vest­firð­inga allra. Ef ég man rétt var sér­stak­lega tekið fram við söl­una á útgerð­inn­i að skipið land­aði áfram á Ísa­firði yrði eftir sem áður gult að lit og héldi þar með ein­kennum sín­um. Ekki leið þó á löngu þar til guli lit­ur­inn hvarf, skipið hætti að landa vestra og rauði Sam­herja­lit­ur­inn tók yfir. Gott ef það er nú ekki gert út frá erlendum höfnum undir merkjum Sam­herja.

Dreif­ing­ar­kerfi ljós­vaka­miðla

En það er ekki aðeins að við séum að missa tökin á ljós­leið­ara­mark­aðnum hér á landi, því rætt hefur verið um að selja hluta af dreif­ing­ar­kerfi lands­ins fyrir ljós­vaka­miðla. Voda­fone sér nú um dreif­ing á útvarps- og sjón­varps­efni um land allt fyrir alla, að því mér skilst. Þar á bæ er Rík­is­út­varpið stærsti við­skipta­vin­ur­inn og greiðir þessu fyr­ir­tæki árlega hund­ruð millj­óna króna fyrir dreif­ing Útvarps og Sjón­varps. Í byrjun nam þessi upp­hæð á milli 700 og 800 millj­ónum króna vegna stofn­kostn­að­ar, en lík­lega eru þetta um 500 milj­ónir króna árlega um þessar mundir sem Rík­is­út­varpið þarf að greiða til einka­fyr­ir­tæk­is­ins Voda­fone til að koma dag­skrá sinni í Útvarpi og Sjón­varpi til hlust­enda og áhorf­enda sinna. 

Auglýsing
Í sumum nágranna­löndum okkar a.m.k. er fyr­ir­komu­lagið þannig, að opin­ber fyr­ir­tæki eiga dreifi­kerf­ið, sem allir eiga aðgang að, og greiðir þá hvert og eitt fyr­ir­tæki fyrir notk­un­ina eftir stærð og umfang­i. 

Sam­göngur raf­magn og fjöl­miðlar

Þessi tvö kerfi, ljós­leið­ara­kerfið og ljós­vaka­miðla­kerf­ið, sem hér hefur verið minnst á að fram­an, eiga að sjálf­sögðu að vera í eigu rík­is­ins með einum eða öðrum hætti, ann­að­hvort beint í eigu rík­is­ins eða félaga á vegum þessi. Þetta er ekki síður mik­il­vægir inn­við­ir, en veg­ir, hafn­ir, flug­vellir og raf­lín­ur, því við vitum aldrei hvern­ig veður skip­ast í lofti, og sýn einka­fyr­ir­tækja breyt­ist frá degi til dags, eins og dæmin sanna. Það dettur varla engum í hug að veg­ir, hafnir og flug­vell­ir, raf­magns­línur og fleira slíkt sé í eigu og rekin af einka­fyr­ir­tækj­um, og það sama á auð­vitað einnig að gilda um ljós­leiðar­ann og dreifi­kerfi útvarps og sjón­varps í loft­in­u. 

Það hefur tölu­vert verið rætt um stuðn­ing við einka­rekna fjöl­miðla á und­an­förnum mán­uð­um, og vel mætti hugsa sér að ef ríkið hefði yfir að ráða dreifi­kerfi útvarps og sjón­varps að einka­reknu ljós­vaka­fjöl­miðl­arnir fengju aðgang að þessu kerfi á hag­stæðum kjör­um. Það væri rétt eins og þegar blaða­styrkirnir voru við lýði hér á landi fyrrum og dag­blaða­pappír var í sér­stökum lágum toll­flokki til að greiða fyrir útgáfu dag­blað­anna sem þá voru og hétu, og héldu uppi lýð­ræð­is­legri umræðu hér frá degi til dags.

Við erum eyland

Það er hægt að færa marg­vís­leg rök fyrir því að þessi kerfi séu í eigu rík­is­ins, rétt eins og við þurfum að búa við mat­væla­ör­yggi og vegna þess að við erum eyþjóð, að hér séu áreið­an­leg og stöndug sam­göngu­fyr­ir­tæki til að tryggja öruggar og tíðar sam­göngur til og frá land­inu, að ekki sé minnst á inn­an­lands­sam­göng­ur. Öll þessi atriði sem hér hafa verið nefnd eru þáttur í öryggi lands­manna og að hér þró­ist líka fjöl­breytt og öflug fjöl­miðlaflóra, bæði Rík­is­út­varpið og einka­reknir fjöl­miðlar til að halda uppi lýð­ræð­is­legri umræðu og skoð­ana­skiptum um mál dags­ins og fram­tíð lands og þjóð­ar.

Höf­undur er leið­­sög­u­­mað­ur, ­fyrr­ver­and­i frétta­stjóri RÚV, rit­stjóri Frétta­blaðs­ins og frétta­­mað­­ur.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins á Kjarvalsstöðum í gær.
„Engin áform“ um að ríkið auki rekstrarframlög með tilkomu Borgarlínu
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segist ekki sjá fyrir sér að ríkið auki framlög sín til rekstrar almenningssamgangna höfuðborgarsvæðisins, eins og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu og Strætó bs. hafa kallað eftir.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Franskur fiskveiðibátur lokar á skipaumferð um Calais í Frakklandi.
Frakkar og Bretar berjast enn um fiskinn í Ermasundi
Enn er ósætti á milli Frakklands og Bretlands vegna fiskveiða í breskri landhelgi eftir Brexit. Á föstudaginn reyndu franskir sjómenn reyndu að loka fyrir vöruflutninga á milli landanna tveggja til að krefjast úthlutunar fleiri fiskveiðileyfa.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Sunnlenskir sjálfstæðismenn kalla eftir skýringum frá Bjarna Benediktssyni.
Ósáttir sunnlenskir sjálfstæðismenn krefja Bjarna um skýringar
Sjálfstæðismenn á Suðurlandi eru með böggum hildar yfir því að Guðrún Hafsteinsdóttir oddviti flokksins í kjördæminu eigi ekki sæti við ríkisstjórnarborðið nú þegar. Tíu af tólf ráðherrum eru þingmenn kjördæma höfuðborgarsvæðisins.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Bresk myndlistarkona málaði eitt hundrað málverk af eldgosinu í Fagradalsfjalli
Eldgosið í Fagradalsfjalli sem hófst í vor hefur vakið allskonar væringar hjá fólki. Amy Alice Riches ákvað að mála eitt málverk á dag af því í 100 daga. Hún safnar nú fyrir útgáfu bókar með verkunum.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Allt sem þú þarft að vita um nýjan stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar
Stefnt er að því að lækka skatta, selja banka og láta fjármagnseigendur greiða útsvar. Auðvelda á fyrirtækjum að virkja vind og endurskoða lög um rammaáætlun.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra við kynningu stjórnarsáttmálans á Kjarvalsstöðum í dag.
Talað um að lækka mögulega skatta en engu lofað
Engar almennar skattkerfisbreytingar eru útfærðar í nýjum stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Forsætisráðherra segir að horft verði til þess að lækka skatta á þá tekjulægstu eða til að bæta samkeppnisstöðu fyrirtækja ef svigrúm gefist.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Álfheiður Eymarsdóttir
Kosningaframkvæmd fjórflokksins
Kjarninn 28. nóvember 2021
Ríkisstjórnin stokkast upp í dag, eftir rúmlega tveggja mánaða viðræður þriggja flokka um áframhaldandi samstarf.
Þessi verða ráðherrar
Willum Þór Þórsson og Jón Gunnarsson verða ráðherrar í nýrri ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar sem kynnt er í dag. Guðrún Hafsteinsdóttir er sögð koma inn sem ráðherra dómsmála síðar á kjörtímabilinu.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar