Ríkið á skilyrðislaust að eiga alla innviði – líka dreifikerfi útvarps og sjónvarps

Kári Jónasson skrifar um söluna á Mílu til fransks heildsölufyrirtækis og sölu á fjarskiptainnviðum Vodafone til erlends sjóðs.

Auglýsing

Þessa dag­ana er mikið rætt um söl­una á Mílu til Ardian - ungs fransks heild­sölu­fyr­ir­tækis á fjar­skipta­mark­aði, sem hefur verið að hasla sér völl á þessu sviði. Minna hefur farið fyrir umræðu um sölu til erlendra sjóða á hluta dreifi­kerfis Voda­fone en fyr­ir­tækið sér eins og kunn­ugt er um dreif­ingu á útvarps og sjón­varps­efni um land allt. 

Hagn­að­ar­sjón­ar­mið ráða

Fyr­ir­tæki sem þessi eru að jafn­aði ekki rekin á sam­fé­lags­legum grund­velli, held­ur eru það hagn­að­ar­sjón­ar­miðin sem ráða þar för. Það eru gjarnan gefin alls­konar lof­orð við slík eigna­skipti og lofað öllu fögr­um. Hver man ekki þegar Sam­herji keypti Gugg­una á Ísa­firði, gula fleyið sem var stolt ekki aðeins Ísfirð­inga, heldur Vest­firð­inga allra. Ef ég man rétt var sér­stak­lega tekið fram við söl­una á útgerð­inn­i að skipið land­aði áfram á Ísa­firði yrði eftir sem áður gult að lit og héldi þar með ein­kennum sín­um. Ekki leið þó á löngu þar til guli lit­ur­inn hvarf, skipið hætti að landa vestra og rauði Sam­herja­lit­ur­inn tók yfir. Gott ef það er nú ekki gert út frá erlendum höfnum undir merkjum Sam­herja.

Dreif­ing­ar­kerfi ljós­vaka­miðla

En það er ekki aðeins að við séum að missa tökin á ljós­leið­ara­mark­aðnum hér á landi, því rætt hefur verið um að selja hluta af dreif­ing­ar­kerfi lands­ins fyrir ljós­vaka­miðla. Voda­fone sér nú um dreif­ing á útvarps- og sjón­varps­efni um land allt fyrir alla, að því mér skilst. Þar á bæ er Rík­is­út­varpið stærsti við­skipta­vin­ur­inn og greiðir þessu fyr­ir­tæki árlega hund­ruð millj­óna króna fyrir dreif­ing Útvarps og Sjón­varps. Í byrjun nam þessi upp­hæð á milli 700 og 800 millj­ónum króna vegna stofn­kostn­að­ar, en lík­lega eru þetta um 500 milj­ónir króna árlega um þessar mundir sem Rík­is­út­varpið þarf að greiða til einka­fyr­ir­tæk­is­ins Voda­fone til að koma dag­skrá sinni í Útvarpi og Sjón­varpi til hlust­enda og áhorf­enda sinna. 

Auglýsing
Í sumum nágranna­löndum okkar a.m.k. er fyr­ir­komu­lagið þannig, að opin­ber fyr­ir­tæki eiga dreifi­kerf­ið, sem allir eiga aðgang að, og greiðir þá hvert og eitt fyr­ir­tæki fyrir notk­un­ina eftir stærð og umfang­i. 

Sam­göngur raf­magn og fjöl­miðlar

Þessi tvö kerfi, ljós­leið­ara­kerfið og ljós­vaka­miðla­kerf­ið, sem hér hefur verið minnst á að fram­an, eiga að sjálf­sögðu að vera í eigu rík­is­ins með einum eða öðrum hætti, ann­að­hvort beint í eigu rík­is­ins eða félaga á vegum þessi. Þetta er ekki síður mik­il­vægir inn­við­ir, en veg­ir, hafn­ir, flug­vellir og raf­lín­ur, því við vitum aldrei hvern­ig veður skip­ast í lofti, og sýn einka­fyr­ir­tækja breyt­ist frá degi til dags, eins og dæmin sanna. Það dettur varla engum í hug að veg­ir, hafnir og flug­vell­ir, raf­magns­línur og fleira slíkt sé í eigu og rekin af einka­fyr­ir­tækj­um, og það sama á auð­vitað einnig að gilda um ljós­leiðar­ann og dreifi­kerfi útvarps og sjón­varps í loft­in­u. 

Það hefur tölu­vert verið rætt um stuðn­ing við einka­rekna fjöl­miðla á und­an­förnum mán­uð­um, og vel mætti hugsa sér að ef ríkið hefði yfir að ráða dreifi­kerfi útvarps og sjón­varps að einka­reknu ljós­vaka­fjöl­miðl­arnir fengju aðgang að þessu kerfi á hag­stæðum kjör­um. Það væri rétt eins og þegar blaða­styrkirnir voru við lýði hér á landi fyrrum og dag­blaða­pappír var í sér­stökum lágum toll­flokki til að greiða fyrir útgáfu dag­blað­anna sem þá voru og hétu, og héldu uppi lýð­ræð­is­legri umræðu hér frá degi til dags.

Við erum eyland

Það er hægt að færa marg­vís­leg rök fyrir því að þessi kerfi séu í eigu rík­is­ins, rétt eins og við þurfum að búa við mat­væla­ör­yggi og vegna þess að við erum eyþjóð, að hér séu áreið­an­leg og stöndug sam­göngu­fyr­ir­tæki til að tryggja öruggar og tíðar sam­göngur til og frá land­inu, að ekki sé minnst á inn­an­lands­sam­göng­ur. Öll þessi atriði sem hér hafa verið nefnd eru þáttur í öryggi lands­manna og að hér þró­ist líka fjöl­breytt og öflug fjöl­miðlaflóra, bæði Rík­is­út­varpið og einka­reknir fjöl­miðlar til að halda uppi lýð­ræð­is­legri umræðu og skoð­ana­skiptum um mál dags­ins og fram­tíð lands og þjóð­ar.

Höf­undur er leið­­sög­u­­mað­ur, ­fyrr­ver­and­i frétta­stjóri RÚV, rit­stjóri Frétta­blaðs­ins og frétta­­mað­­ur.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jarðskjálftahrinur ollu einnig mikilli hræðslu og engar upplýsingar voru veittar til fólksins, sem margt glímir við áfallastreituröskun. Ásbrú er því ekki ákjósanlegasti dvalarstaðurinn fyrir fólk sem flúið hefur stríðsátök, að mati UN Women á Íslandi.
Konur upplifi sig ekki öruggar á Ásbrú – og erfitt að koma óskum á framfæri
UN Women gera alvarlegar athugasemdir við svör Útlendingastofnunar varðandi útbúnað og aðstæður fyrir flóttafólk og umsækjendur um alþjóðlega vernd á Ásbrú.
Kjarninn 20. maí 2022
Myndir af börnum í Austur-Kongó með alvarleg einkenni apabólu.
Fimm staðreyndir um apabólu
Apabóla er orð sem Íslendingar höfðu fæstir heyrt þar til nýverið er tilfelli af þessum sjúkdómi hófu að greinast í Evrópu og Norður-Ameríku. Sjúkdómurinn er hins vegar vel þekktur í fátækustu ríkjum heims þar sem þúsundir sýkjast árlega.
Kjarninn 19. maí 2022
Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB
„Hlutverk hins opinbera er að tryggja öllum húsnæðisöryggi“
Formaður BSRB segir að margt sé til bóta í tillögunum starfshóps um aðgerðir og umbætur á húsnæðismarkaði – og gefi ástæðu til hóflegrar bjartsýni um betri tíma.
Kjarninn 19. maí 2022
Árni Guðmundsson
Af þreyttasta frumvarpi Íslandssögunnar
Kjarninn 19. maí 2022
Jóhannes Þór Skúlason er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Vilja margföldun á framlagi ríkisins til rannsókna í ferðaþjónustu
Samtök ferðaþjónustunnar gagnrýna framsetningu á framlögum til ferðamála í umsögn sinni við fjármálaáætlun. Samtökin óska eftir 250 milljón króna árlegri hækkun framlaga til rannsókna í greininni á gildistíma áætlunarinnar.
Kjarninn 19. maí 2022
Húsnæðisstuðningur skuli fyrst og fremst nýtast þeim sem á þurfa að halda
Ljóst er að staða leigjenda út frá húsnæðisöryggi og byrði húsnæðiskostnaðar er lakari en þeirra sem eiga eigin íbúð. Aðgerða er þörf sem miða m.a. að því að lækka byrði húsnæðiskostnaðar hjá efnaminni leigjendum, samkvæmt nýrri skýrslu.
Kjarninn 19. maí 2022
Margar kvartanir byggðar „á misskilningi“
UN Women lýsa yfir þungum áhyggjum af aðstæðum einstaklinga sem hingað hafa leitað að skjóli og eru hluti af búsetuúrræði ÚTL á Ásbrú. Samkvæmt ÚTL hefur aðstaðan verið í stöðugri endurskoðun undanfarna rúma tvo mánuði.
Kjarninn 19. maí 2022
Þórður Snær Júlíusson
Að vinna þegar maður tapar
Kjarninn 19. maí 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar