Ríkið á skilyrðislaust að eiga alla innviði – líka dreifikerfi útvarps og sjónvarps

Kári Jónasson skrifar um söluna á Mílu til fransks heildsölufyrirtækis og sölu á fjarskiptainnviðum Vodafone til erlends sjóðs.

Auglýsing

Þessa dag­ana er mikið rætt um söl­una á Mílu til Ardian - ungs fransks heild­sölu­fyr­ir­tækis á fjar­skipta­mark­aði, sem hefur verið að hasla sér völl á þessu sviði. Minna hefur farið fyrir umræðu um sölu til erlendra sjóða á hluta dreifi­kerfis Voda­fone en fyr­ir­tækið sér eins og kunn­ugt er um dreif­ingu á útvarps og sjón­varps­efni um land allt. 

Hagn­að­ar­sjón­ar­mið ráða

Fyr­ir­tæki sem þessi eru að jafn­aði ekki rekin á sam­fé­lags­legum grund­velli, held­ur eru það hagn­að­ar­sjón­ar­miðin sem ráða þar för. Það eru gjarnan gefin alls­konar lof­orð við slík eigna­skipti og lofað öllu fögr­um. Hver man ekki þegar Sam­herji keypti Gugg­una á Ísa­firði, gula fleyið sem var stolt ekki aðeins Ísfirð­inga, heldur Vest­firð­inga allra. Ef ég man rétt var sér­stak­lega tekið fram við söl­una á útgerð­inn­i að skipið land­aði áfram á Ísa­firði yrði eftir sem áður gult að lit og héldi þar með ein­kennum sín­um. Ekki leið þó á löngu þar til guli lit­ur­inn hvarf, skipið hætti að landa vestra og rauði Sam­herja­lit­ur­inn tók yfir. Gott ef það er nú ekki gert út frá erlendum höfnum undir merkjum Sam­herja.

Dreif­ing­ar­kerfi ljós­vaka­miðla

En það er ekki aðeins að við séum að missa tökin á ljós­leið­ara­mark­aðnum hér á landi, því rætt hefur verið um að selja hluta af dreif­ing­ar­kerfi lands­ins fyrir ljós­vaka­miðla. Voda­fone sér nú um dreif­ing á útvarps- og sjón­varps­efni um land allt fyrir alla, að því mér skilst. Þar á bæ er Rík­is­út­varpið stærsti við­skipta­vin­ur­inn og greiðir þessu fyr­ir­tæki árlega hund­ruð millj­óna króna fyrir dreif­ing Útvarps og Sjón­varps. Í byrjun nam þessi upp­hæð á milli 700 og 800 millj­ónum króna vegna stofn­kostn­að­ar, en lík­lega eru þetta um 500 milj­ónir króna árlega um þessar mundir sem Rík­is­út­varpið þarf að greiða til einka­fyr­ir­tæk­is­ins Voda­fone til að koma dag­skrá sinni í Útvarpi og Sjón­varpi til hlust­enda og áhorf­enda sinna. 

Auglýsing
Í sumum nágranna­löndum okkar a.m.k. er fyr­ir­komu­lagið þannig, að opin­ber fyr­ir­tæki eiga dreifi­kerf­ið, sem allir eiga aðgang að, og greiðir þá hvert og eitt fyr­ir­tæki fyrir notk­un­ina eftir stærð og umfang­i. 

Sam­göngur raf­magn og fjöl­miðlar

Þessi tvö kerfi, ljós­leið­ara­kerfið og ljós­vaka­miðla­kerf­ið, sem hér hefur verið minnst á að fram­an, eiga að sjálf­sögðu að vera í eigu rík­is­ins með einum eða öðrum hætti, ann­að­hvort beint í eigu rík­is­ins eða félaga á vegum þessi. Þetta er ekki síður mik­il­vægir inn­við­ir, en veg­ir, hafn­ir, flug­vellir og raf­lín­ur, því við vitum aldrei hvern­ig veður skip­ast í lofti, og sýn einka­fyr­ir­tækja breyt­ist frá degi til dags, eins og dæmin sanna. Það dettur varla engum í hug að veg­ir, hafnir og flug­vell­ir, raf­magns­línur og fleira slíkt sé í eigu og rekin af einka­fyr­ir­tækj­um, og það sama á auð­vitað einnig að gilda um ljós­leiðar­ann og dreifi­kerfi útvarps og sjón­varps í loft­in­u. 

Það hefur tölu­vert verið rætt um stuðn­ing við einka­rekna fjöl­miðla á und­an­förnum mán­uð­um, og vel mætti hugsa sér að ef ríkið hefði yfir að ráða dreifi­kerfi útvarps og sjón­varps að einka­reknu ljós­vaka­fjöl­miðl­arnir fengju aðgang að þessu kerfi á hag­stæðum kjör­um. Það væri rétt eins og þegar blaða­styrkirnir voru við lýði hér á landi fyrrum og dag­blaða­pappír var í sér­stökum lágum toll­flokki til að greiða fyrir útgáfu dag­blað­anna sem þá voru og hétu, og héldu uppi lýð­ræð­is­legri umræðu hér frá degi til dags.

Við erum eyland

Það er hægt að færa marg­vís­leg rök fyrir því að þessi kerfi séu í eigu rík­is­ins, rétt eins og við þurfum að búa við mat­væla­ör­yggi og vegna þess að við erum eyþjóð, að hér séu áreið­an­leg og stöndug sam­göngu­fyr­ir­tæki til að tryggja öruggar og tíðar sam­göngur til og frá land­inu, að ekki sé minnst á inn­an­lands­sam­göng­ur. Öll þessi atriði sem hér hafa verið nefnd eru þáttur í öryggi lands­manna og að hér þró­ist líka fjöl­breytt og öflug fjöl­miðlaflóra, bæði Rík­is­út­varpið og einka­reknir fjöl­miðlar til að halda uppi lýð­ræð­is­legri umræðu og skoð­ana­skiptum um mál dags­ins og fram­tíð lands og þjóð­ar.

Höf­undur er leið­­sög­u­­mað­ur, ­fyrr­ver­and­i frétta­stjóri RÚV, rit­stjóri Frétta­blaðs­ins og frétta­­mað­­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Maria Witteman og kollegar að störfum í skógum Rúanda.
Regnskógar gætu illa ráðið við loftslagsbreytingar
Það getur verið heitt og rakt í regnskógunum en þeir þola þó ekki langvarandi hátt hitastig og þurrka. Þannig gætu loftslagsbreytingar haft áhrif á hina náttúrulegu kolefnisbindingu þeirra.
Kjarninn 1. október 2022
Jina Amini, 22 ára Kúrdi, lést í haldi írönsku siðgæðislögreglunnar í síðasta mánuði. Mótmæli hafa staðið yfir í Íran, og víðar, frá því að hún lést.
Kona, líf, frelsi
Mannréttindasamtök segja að minnsta kosti 83 látna í mótmælum í Íran. Yfirvöld segja töluna mun lægri, 41 í mesta lagi. Þingmaður Pírata hvetur fólk til að segja nafn konunnar sem kom mómæltunum af stað: Jina Amini.
Kjarninn 1. október 2022
Tækninni á sviði snjallgreiðslna fleygir fram og Íslendingar hafa tileinkað sér það hratt að nota síma og önnur snjalltæki til þess að greiða fyrir verslun og þjónustu.
Plastkort enn mest notaða greiðslulausnin en snjallgreiðslur sækja á
Í hópi þess þorra fólks sem greiðir fyrir vörur eða þjónustu einu sinni í viku að lágmarki eru nú hátt í fjörutíu prósent byrjuð að nota snjalltæki af einhverju tagi til þess að inna greiðslur að hendi, að jafnaði. Vægi reiðufjár minnkar sífellt.
Kjarninn 1. október 2022
Sjö molar um efnahags- og stjórnmálastorm í Bretlandi
Er Bretar leyfðu sér loks að líta upp úr langdreginni erfidrykkju Elísabetar drottningar tók ekki skárra við. Ný ríkisstjórn Liz Truss virðist búin að skapa sér djúpa efnahagslega og pólitíska krísu, ofan á orkukrísuna.
Kjarninn 1. október 2022
Líffræðileg fjölbreytni er grunnþáttur í viðhaldi vistkerfa í sjó, á landi, í vatni og lofti.
Landeigendur fái meiri hvata til endurheimtar vistkerfa
Loftslagsbreytingar, mengun, ágengar tegundir, eyðing búsvæða og bein nýting mannsins eru helstu áskoranir varðandi hnignun líffræðilegrar fjölbreytni á Íslandi. Neysla er t.d. drifkraftur framleiðslu sem oft leiðir til ósjálfbærrar nýtingar auðlinda.
Kjarninn 1. október 2022
Þeir skipta þúsundum, tannburstarnir í norska skóginum.
Tannburstarnir í skóginum
Jordan, tannburstaframleiðandinn þekkti, hefur auglýst eftir notuðum tannburstum sem áhugi er á að reyna að endurvinna. Í norskum skógi hafa fleiri þúsund tannburstar frá Jordan legið í áratugi og rifist er um hver beri ábyrgð á að tína þá upp.
Kjarninn 30. september 2022
Orri Hauksson, forstjóri Símans.
Síminn vill greiða hluthöfum 31,5 milljarða vegna sölunnar á Mílu – og svo sennilega meira
Franska fyrirtækið Ardian er búið að gera upp við Símann vegna kaupanna á Mílu. Síminn ætlar að leggja tillögu um að greiða hluthöfum 31,5 milljarða króna af söluandvirðinu fyrir hluthafafund í lok október.
Kjarninn 30. september 2022
Á fjórum stöðum streymir gas upp af leiðslunni í Eystrasalti.
„Um viljaverk var að ræða“
Götin á Nord Stream-gasleiðslunum er mjög stór og gríðarlegt magn metans streymir enn út í andrúmsloftið. Danir og Svíar ætla að gæta þess að á fundi öryggisráðs Sþ í kvöld verði fjallað um staðreyndir, „nefnilega þær að um viljaverk var að ræða“.
Kjarninn 30. september 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar