Norrænt menningarstarf er í hættu! – Nokkrar rangfærslur menntamálaráðherra leiðréttar

Oddný Harðardóttir segir að nú væri ráð að næsti mennta- og menningarmálaráðherra léti til sín taka við að styrkja stöðu skandinavísku tungumálanna í skólakerfinu, efla Norræna húsið og vinna að traustari tengslum við Norðurlöndin.

Auglýsing

Nýlega birt­ist á vef Stjórn­ar­ráðs­ins frétta­til­kynn­ing um fund menn­ing­ar­mála­ráð­herra Norð­ur­landa sem hald­inn var í tengslum við þing Norð­ur­landa­ráðs í Kaup­manna­höfn í byrjun mán­að­ar­ins. Færsla sama efnis birt­ist á fés­bók­ar­síðu íslenska full­trú­ans í þessum ráð­herra­hópi og síðar kom blaða­grein í nafni ráð­herra í Morg­un­blað­inu.

Í frétta­til­kynn­ing­unni kom meðal ann­ars fram að ráð­herr­arnir hefðu ákveðið að veita 180 millj­ónum króna auka­lega til nor­ræns menn­ing­ar­sam­starfs á næsta ári. Í fés­bók­ar­færsl­unni og blaða­grein­inni sagði einnig að fjár­veit­ingar til þessa mála­flokks yrðu aukn­ar. Það er rangt. Raunar er það svo öfug­snúin túlkun á því sem gerð­ist við mótun fjár­hags­á­ætl­unar nor­ræns sam­starfs fyrir næsta ár að halda mætti að boð­skap­ur­inn hafi komið úr öfl­ugri áróð­ursmask­ínu. Þetta er undr­un­ar­efni því engin ástæða er til að ætla annað en að full­trúi Íslands í hópi nor­rænu ráð­herr­anna vilji veg sam­starfs­ins og menn­ing­ar­lífs­ins sem mest­an. Hvers vegna vill ráð­herr­ann þá hreykja sér af afrekum sem eru í raun ekki annað en orða­leikir og bók­halds­brell­ur?

Ráð­herr­ann sagði einnig þær gleði­fréttir að ákveðið hefði verið að verja rúmum 76 millj­ónum íslenskra króna til nauð­syn­legra við­gerða á Nor­ræna hús­inu, sem er ágætt fyrsta skref, því á næstu árum þarf 600 millj­ónir króna til að ljúka við­gerð­un­um. Mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra verður að fylgja þessu máli fastar eftir og verja þessa borg­ar­prýði og meist­ara­verk finnska arki­tekts­ins Aal­var Altos sem er helsta mið­stöð og merki nor­ræns sam­starfs á Íslandi.

Auglýsing

Rík­is­stjórnir Norð­ur­landa sam­þykktu árið 2019 nýja fram­tíð­ar­sýn nor­ræns sam­starfs til árs­ins 2030. Þar eru lofs­verð mark­mið um að gera Norð­ur­lönd að sjálf­bærasta og sam­þættasta svæði heims. Meg­in­á­herslan er lögð á að efla starf í lofts­lags- og umhverf­is­mál­um.

Rík­is­stjórn­unum var ljóst að til að ná mark­mið­unum þyrfti að auka fjár­veit­ingar til þess­ara mála­flokka. Ein­hverjum kann að finn­ast þetta sjálf­gefin og aug­ljós nið­ur­staða: Ef styrkja á starf á til­teknu sviði þarf að jafn­aði að verja til þess auknu fé. Í nor­rænu sam­starfi er þetta engu að síður nokkur nýlunda því á síð­ustu 25 árum rúmum hafa ráða­menn í lönd­unum talað af mik­illi sann­fær­ingu fyrir efl­ingu nor­ræns sam­starfs en á sama tíma hafa fjár­veit­ingar til þess dreg­ist veru­lega sam­an. Sem hlut­fall af þjóð­ar­fram­leiðslu eru þær aðeins helm­ingur þess sem var fyrir ald­ar­fjórð­ungi.

Tal­naglöggir sér­fræð­ingar Nor­rænu ráð­herra­nefnd­ar­innar virð­ast hafa farið í gegnum reikn­inga sam­starfs­ins og séð að feit­ustu bit­arnir sem hægt var að tálga af nor­ræna sauð­inum væru fram­lög til menn­ing­ar- og mennta­mála. Ekki höfðu menn miklar áhyggjur af því hvort skepn­unni yrði meint af þess­ari með­ferð. Lík­lega hefur þar ráðið reynsla und­an­far­inna ára sem sýnt hefur að sam­starfið tórir þótt það sé svelt, skorið og beitt harð­ræði. Ekki var hnífnum heldur beitt af nákvæmni eða með umhugs­un. Þau menn­ing­ar- og mennta­verk­efni sem látin voru fjúka virð­ast hafa verið valin af handa­hófi því ekki var haft fyrir því að rök­styðja af hverju þau skyldu valin fremur en önn­ur.

Norð­ur­landa­ráð stöðv­aði nið­ur­skurð­inn

Nið­ur­skurð­ar­starfið hófst 2019 þegar farið var að und­ir­búa fjár­hags­á­ætlun næsta árs á eft­ir. Um líkt leyti hófst far­ald­ur­inn sem heims­byggðin hefur tek­ist á við síð­an. Menn­ing­ar­lífið varð eins og kunn­ugt er illi­lega fyrir barð­inu á þeim vágesti. Við þing­menn í Norð­ur­landa­ráði, sam­starfs­vett­vangi nor­rænu þing­anna, sem ekki vorum höfð með í ráðum við mótun fram­tíð­ar­sýn­ar­inn­ar, átt­uðum okkur á því að tíma­setn­ingin væri óheppi­leg og að rétt­ast væri í það minnsta að fresta til­færslum á fjár­munum þangað til ástandið hefði batn­að. Eftir strangar samn­inga­við­ræður okkar íslensku þing­mann­anna, sem þá vorum í for­mennsku í Norð­ur­landa­ráði, við full­trúa rík­is­stjórn­anna tókst tíma­bundið að fá nokkuð dregið úr nið­ur­skurð­inum í mennta- og menn­ing­ar­mál­um.

Á þessu ári ætl­aði Nor­ræna ráð­herra­nefndin að halda nið­ur­skurð­inum áfram en nú höfðum við þing­menn­irnir fengið nóg. Jafn­framt benti Nor­ræna félagið og fleiri fylg­is­menn nor­ræns sam­starfs á hversu van­rækt sam­starfið hefði verið und­an­farin ár og ára­tugi og lögðu til að í stað þess að færa fé milli mála­flokka yrðu fram­lög land­anna aukin þannig að hægt yrði að gera fram­tíð­ar­sýn­ina að veru­leika án þess að veikja þá grunn­stoð sem menn­ing­ar- og mennta­málin eru.

Með miklu harð­fylgi og breiðri sam­stöðu þing­manna þvert á flokka­hópa tókst Norð­ur­landa­ráði að stöðva að mestu nið­ur­skurð­inn á fram­lögum til mennta- og menn­ing­ar­mála í fjár­hags­á­ætlun kom­andi árs. Sam­komu­lag náð­ist einnig um að hefja við­ræður milli Norð­ur­landa­ráðs og Nor­rænu ráð­herra­nefnd­ar­innar um end­ur­skoðun á fjár­hags­á­ætl­un­ar­ferli og fjár­málum nor­ræns sam­starfs.

Og þá kemur að kjarna máls­ins: Rausnin sem mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra gumar af í frétta­til­kynn­ingu, fés­bók­ar­færslu og blaða­grein felst ekki í því að auka fram­lög til mála­flokks­ins heldur í því að hætta við fyr­ir­hug­aðan nið­ur­skurð. Og það var ekki gert að frum­kvæði ráð­herranna, heldur af því að Norð­ur­landa­ráð, Nor­ræna félagið og full­trúar menn­ing­ar­lífs­ins beittu rík­is­stjórn­irnar hörðum þrýst­ingi. Meðal ann­ars hót­uðu þing­menn að fella fjár­hags­á­ætlun næsta árs á Norð­ur­landa­ráðs­þingi en það hefur aldrei gerst síðan Nor­ræna ráð­herra­nefndin var stofnuð í byrjun átt­unda ára­tugar síð­ustu aldar og hefði orðið rík­is­stjórn­unum og sam­starf­inu mik­ill álits­hnekk­ir. Jafn­framt þarf að hafa í huga að rík­is­stjórnir Norð­ur­landa hafa engu lofað um fram­hald­ið. Sam­kvæmt lang­tíma­á­ætl­unum þeirra á að halda áfram nið­ur­skurð­inum í menn­ing­ar- og mennta­málum á næstu árum. Í þetta sinn var hægt að stoppa í götin með því að nota fé sem spar­ast hafði í fyrra í nor­rænu sam­starfi vegna sam­dráttar á Covid-­tím­um. Það er ekki fram­tíð­ar­lausn.

Mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra Íslands þarf því ekki annað en að leið­rétta mis­skiln­ing sinn á stöðu mála og ein­henda sér síðan í að tryggja fjár­mögnun nor­ræns sam­starfs til fram­tíð­ar, verði hún ráð­herra í næstu rík­is­stjórn.

Menn­ing­ar­sam­starfið er grunnur alls ann­ars

Þegar ráð­ist var í nið­ur­skurð á fram­lögum til til menn­ing­ar- og mennta­mála á Norð­ur­löndum virð­ist það eitt hafa ráðið ferð­inni að þar var mest fé fyr­ir. Eng­inn virð­ist hafa velt því fyrir sér af hverju þessir mála­flokka hafa allt frá upp­hafi opin­bers sam­starfs Norð­ur­landa hlotið meira fjár­magn en önnur svið þess. Nor­rænir ráða­menn fyrri tíma átt­uðu sig á því að menn­ingin og mennta­sam­starf­ið, ekki síst kennsla í tungu­málum nágranna­land­anna, var og er und­ir­staða alls ann­ars. Ef inn­byrðis tengsl og sam­kennd land­anna er ekki sterk verður sam­starfið í heild sinni bit­laust sverð þegar kemur að því að vinna saman að lofts­lags- og umhverf­is­mál­um, fram­gangi lýð­ræðis og mann­rétt­inda á alþjóða­vett­vangi, við­halda nor­ræna mód­el­inu eða öðrum hags­muna­málum Norð­ur­landa.

Þegar nefnd eru aukin fram­lög til nor­ræns sam­starfs er lík­legt að ein­hverjir geri þá athuga­semd að allar opin­berar stofn­anir telji sig alltaf þurfa aukið fé. En hafa ber í huga að þær óskir sem flokka­hópur jafn­að­ar­manna í Norð­ur­landa­ráði, Nor­ræna félagið og fleiri stuðn­ings­menn nor­ræns sam­starfs hafa borið upp á und­an­förnum mán­uðum og árum ganga ekki út á annað en að laga þá miklu skerð­ingu sem það hefur orðið fyrir á síð­ustu 25 árum.

Einnig þarf að hafa í huga þann ávinn­ing sem löndin hafa af sam­starf­inu. Sú krafa er ávallt gerð til verk­efna sem fá nor­rænan fjár­stuðn­ing að þau hafi "nor­rænt nota­gildi" sem þýðir að þau þurfa að skila meiru en ef löndin ynnu að sama marki sitt í hvoru lagi. Ávinn­ingur Íslend­inga af sam­vinn­unni er svo mik­ill og óum­deil­an­legur að íslenskir ráð­herrar ættu allir að minna sem oft­ast á mik­il­vægi þess og vinna að því sam­stíga að efla nor­rænt sam­starf. Um gagn­semi nor­ræns sam­starfs fyrir Íslend­inga vísa ég að öðru leyti í nýlega grein Hrann­ars Björns Arn­ars­son­ar, for­manns Nor­ræna félags­ins, með fyr­ir­sögn­inni "Björgum nor­rænu sam­starfi".

Sam­starf með djúpar rætur

Eftir lok síð­ari heims­styrj­ald­ar­innar treystu Íslend­ingar um ára­tuga skeið á her­vernd og efna­hags­legan og póli­tískan stuðn­ing Banda­ríkja­manna. Það skjól byggð­ist fyrst og fremst á hags­munum stór­veld­is­ins af því hafa aðstöðu til her­varna á miðju Atl­ants­hafi. Þegar dró úr þeirri þörf hvarf stuðn­ing­ur­inn við Ísland að mestu og Banda­ríkja­menn beindu sjónum í aðrar átt­ir. Nú höfum við fangað athygli þeirra á ný að nokkru leyti í ljósi breyttra aðstæðna í alþjóða­málum en eng­inn veit hversu lengi það end­ist eða hvert sú athygli leið­ir.

Sam­band okkar við Norð­ur­lönd byggir á öðrum og traust­ari grunni. Milli land­anna eru djúp sögu­leg og menn­ing­ar­leg tengsl. Við höfum sam­eig­in­lega sýn og gildi í grund­vall­ar­málum sem varða lýð­ræði, mann­rétt­indi, rétt­ar­ríkið og almennt um upp­bygg­ingu og skipu­lag rétt­láts þjóð­fé­lags. Nor­rænu ríkin hafa löngu gefið upp á bát­inn alla stór­veld­is­drauma. Stuðn­ingur þeirra við Ísland síð­ustu ára­tugi hefur ekki ráð­ist af hern­að­ar­hags­munum eða miðað að yfir­ráðum eða að því að þröngva Íslend­inga til að fylgja þeim að mál­um.

Norð­ur­löndin eru öll smá­ríki en Ísland þeirra minnst og fram­lag okkar til sam­starfs­ins er lítið í krónum talið. Engu að síður er hlustað á rödd Íslend­inga, ekki síst þegar skýrt kemur fram vilji til náinna tengsla við hin löndin og virð­ing fyrir menn­ingu þeirra og gild­um. Nú væri ráð að næsti mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra léti til sín taka heima fyrir við að styrkja stöðu skand­in­av­ísku tungu­mál­anna í íslenska skóla­kerf­inu, efla Nor­ræna húsið og að öðru leyti vinna að traust­ari tengslum Íslands við Norð­ur­lönd­in. Næst þegar ráð­herra kemur á fund nor­rænna starfs­systk­ina sinna getur ráð­herr­ann þá talað af trú­verð­ug­leika um að efla þurfi nor­rænt sam­starf og að Ísland vilji ein­hverju kosta til. Þá verða spuna­meist­ar­arnir óþarfir og sömu­leiðis bók­halds­brell­urn­ar. Það mun skila raun­veru­legum árangri.

Höf­undur er þing­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins á Kjarvalsstöðum í gær.
„Engin áform“ um að ríkið auki rekstrarframlög með tilkomu Borgarlínu
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segist ekki sjá fyrir sér að ríkið auki framlög sín til rekstrar almenningssamgangna höfuðborgarsvæðisins, eins og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu og Strætó bs. hafa kallað eftir.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Franskur fiskveiðibátur lokar á skipaumferð um Calais í Frakklandi.
Frakkar og Bretar berjast enn um fiskinn í Ermasundi
Enn er ósætti á milli Frakklands og Bretlands vegna fiskveiða í breskri landhelgi eftir Brexit. Á föstudaginn reyndu franskir sjómenn reyndu að loka fyrir vöruflutninga á milli landanna tveggja til að krefjast úthlutunar fleiri fiskveiðileyfa.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Sunnlenskir sjálfstæðismenn kalla eftir skýringum frá Bjarna Benediktssyni.
Ósáttir sunnlenskir sjálfstæðismenn krefja Bjarna um skýringar
Sjálfstæðismenn á Suðurlandi eru með böggum hildar yfir því að Guðrún Hafsteinsdóttir oddviti flokksins í kjördæminu eigi ekki sæti við ríkisstjórnarborðið nú þegar. Tíu af tólf ráðherrum eru þingmenn kjördæma höfuðborgarsvæðisins.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Bresk myndlistarkona málaði eitt hundrað málverk af eldgosinu í Fagradalsfjalli
Eldgosið í Fagradalsfjalli sem hófst í vor hefur vakið allskonar væringar hjá fólki. Amy Alice Riches ákvað að mála eitt málverk á dag af því í 100 daga. Hún safnar nú fyrir útgáfu bókar með verkunum.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Allt sem þú þarft að vita um nýjan stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar
Stefnt er að því að lækka skatta, selja banka og láta fjármagnseigendur greiða útsvar. Auðvelda á fyrirtækjum að virkja vind og endurskoða lög um rammaáætlun.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra við kynningu stjórnarsáttmálans á Kjarvalsstöðum í dag.
Talað um að lækka mögulega skatta en engu lofað
Engar almennar skattkerfisbreytingar eru útfærðar í nýjum stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Forsætisráðherra segir að horft verði til þess að lækka skatta á þá tekjulægstu eða til að bæta samkeppnisstöðu fyrirtækja ef svigrúm gefist.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Álfheiður Eymarsdóttir
Kosningaframkvæmd fjórflokksins
Kjarninn 28. nóvember 2021
Ríkisstjórnin stokkast upp í dag, eftir rúmlega tveggja mánaða viðræður þriggja flokka um áframhaldandi samstarf.
Þessi verða ráðherrar
Willum Þór Þórsson og Jón Gunnarsson verða ráðherrar í nýrri ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar sem kynnt er í dag. Guðrún Hafsteinsdóttir er sögð koma inn sem ráðherra dómsmála síðar á kjörtímabilinu.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar