Samhengi skortir í svari háskólaprófessors

Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands, skrifar um svar sem birtist á Vísindavef Háskóla Íslands og kostnað skattgreiðenda og neytenda vegna beinna og óbeinna styrkja til bænda.

Auglýsing

Í Kjarn­anum var skrifuð frétt upp úr svari á vís­inda­vefn­um, sem í kjöl­farið rataði á RÚV, þar sem leit­ast var við því að svara spurn­ing­unni hver útgjöld rík­is­sjóðs væru vegna beins og óbeins stuðn­ing við íslenskan land­bún­að. Ýmis­legt er hægt að gagn­rýna við hvernig höf­undur svars­ins, Þórólfur Matth­í­as­son, túlk­aði útreikn­inga og for­sendur Efna­hags og fram­fara­stofn­unar á stuðn­ingi við land­bún­að. Út í þá sálma verður þó ekki farið hér. Heldur verður farið yfir sam­hengi þessa stuðn­ings. 

Það er ekk­ert leynd­ar­mál að það eru tvær stoðir opin­bers stuðn­ings við land­búnað á Íslandi. Ann­ars vegar eru það búvöru­samn­ing­arn­ir, sem segja til um hvernig beinum útgjöldum rík­is­ins er varið og svo er það toll­vernd­in. Þetta er sama leið og flestar þjóðir heims beita til þess að styðja sinn land­bún­að. Til þess að hafa sam­an­burð­ar­hæfan mæli­kvarða setur OECD þetta fram sem hlut­fall af lands­fram­leiðslu sem gefur flestum löndum heims fall­ein­kunn þegar kemur að því hvernig stuðn­ingur við land­búnað er ákvarð­að­ur. Mark­mið ein­kunna­gjafar OECD er að hvetja til þess að stuðn­ingi við land­búnað verði settar skorður þannig að mark­aðs­öflin fái að leika lausum hala í mat­væla­fram­leiðslu. Flestar þjóðir heims virð­ast hafa metið það sem svo að mat­væli séu of mik­il­væg til þess að leyfa mark­aðnum einum að ákvarða hvar hann sé stund­að­ur. Sjón­ar­mið um fæðu­ör­yggi vega þar þungt víð­ast hvar. 

Auglýsing
Ísland er í alþjóð­legum sam­an­burði auðug þjóð. Þjóð­ar­tekjur eru hér háar, laun há og verð á vöru og þjón­ustu hátt. Ef þjóð í þeirri stöðu ætlar að hafa land­búnað þar sem bændur hafi kjör sem séu í sama efna­hags­lega veru­leika og aðrir þegnar þá þarf ann­að­hvort fram­leiðni að vera mun meiri en að með­al­tali í land­bún­aði eða að verð á afurðum bænda sé hærra en heims­mark­aðs­verð. Þannig kemur það ekki á óvart að allar þjóðir sem eru í svip­aðri stöðu og Ísland hvað þjóð­ar­hag varðar raða sér í hóp þeirra þjóða sem styðja land­búnað sinn mik­ið. Sviss, Suður Kór­ea, Nor­eg­ur, Japan og Ísland eru allt til­tölu­lega harð­býl lönd, þar sem að ógjörn­ingur er að fram­leiðni í land­bún­aði verði hærri en gengur og ger­ist í þeim löndum sem setja heims­mark­aðs­verð­ið. Lönd þar sem þjóð­ar­tekjur á mann eru háar og verð­lag hátt.

Í öllum þessum löndum er póli­tískur vilji til þess að búa þannig um hnút­ana að bændum sé gert kleift að búa í sama efna­hags­lega veru­leika og aðrir íbúar lands­ins. En sjálf­sagt er þar einnig deilt um sömu hluti og koma upp á hverju ári eftir að OECD birtir skýrslu sína þar sem þessi lönd fá fall­ein­kunn. Það er eðli­legt og sjálf­sagt að ræða mark­mið með opin­berum stuðn­ingi við land­bún­að. En til þess að upp­lýst umræða geti átt sér stað þarf að setja hlut­ina í sam­hengi. Slíkt sam­hengi skortir í svari pró­fess­ors­ins. 

Höf­undur er for­maður Bænda­sam­taka Íslands og garð­yrkju­bóndi.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Suðurhringþokan mynduð af WEBB-sjónaukanum í tveimur ólíkum útfærslum.
2.000 ljósár á sextíu sekúndum
Þau sem dreymir um að ferðast um geiminn ættu ekki að láta nýtt myndband geimferðastofnana Bandaríkjanna og Evrópu framhjá sér fara. Á sextíu sekúndum er boðið upp á 2.000 ljósára ferðalag með hjálp hins magnaða WEBB-sjónauka.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Bjarni Benediktsson er formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni segir rangt að hann „vilji Sósíalistaflokkinn feigan“
Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að Gunnar Smári Egilsson snúi út úr orðum sínum um styrki til stjórnmálaflokka. Honum þyki 120 milljóna styrkur á kjörtímabilinu til flokks sem fékk enga þingmenn kjörna einfaldlega of há fjárhæð.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Finnur Birgisson
Saga tekjutengingar ellilífeyris almannatrygginga frá 1946
Kjarninn 16. ágúst 2022
Gunnar Smári Egilsson er formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands.
Segir Bjarna vilja ýkja völd Sjálfstæðisflokks umfram fylgi og draga úr áhrifum annarra
Bjarni Benediktsson hefur sagt að hann vilji draga úr opinberum styrkjum til stjórnmálaflokka. Gunnar Smári Egilsson segir ástæðuna þá að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ekki jafn mikið á greiðslu frá ríkinu að halda og áður.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Hér má sjá Drífu Snædal, fyrrverandi forseta ASÍ, og Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar þegar betur áraði i samskiptum þeirra á milli.
Segir ASÍ hafa beinlínis unnið gegn nýjum öflum innan verkalýðshreyfingarinnar
Formaður Eflingar segir fram­kvæmda­stjóra SA ekki missa svefn yfir útbreiddum svikum atvinnu­rek­enda á þeim kjara­samn­ingum sem hann gerir fyrir þeirra hönd. Í greinaflokki, sem byrjaði að birtast í morgun, ætlar hún að rekja sögu ágreinings innan ASÍ.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Horft niður í Hvalfjörð frá Brekkukambi í Hvalfjarðarsveit. Á fjallinu stendur til að byggja vindorkuver.
Íslenskir sérhagsmunaaðilar með „erlenda orkurisa í farteskinu“
Þótt ekkert vindorkuver sé risið hafa áform um fjölmörg slík þegar valdið sundrungu og deilum innan samfélaga út um landið, segir Andrés Skúlason, verkefnisstjóri hjá Landvernd. Hann segir vindorkufyrirtæki beita miklum þrýstingi og jafnvel blekkingum.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Auglýsing frá upphafi áttunda áratugar síðustu aldar.
Ævintýrið um Carmen rúllurnar
Hvað gerir danskur kaupmaður sem finnst hann ekki hafa nóg fyrir stafni? Hjá Arne Bybjerg kaupmanni í danska bænum Kalundborg var svarið einfalt: að framleiða hárrúllur. Hann gaf þeim nafnið Carmen.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Ævintýrið um Carmen rúllurnar
Kjarninn 16. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar