Samhengi skortir í svari háskólaprófessors

Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands, skrifar um svar sem birtist á Vísindavef Háskóla Íslands og kostnað skattgreiðenda og neytenda vegna beinna og óbeinna styrkja til bænda.

Auglýsing

Í Kjarn­anum var skrifuð frétt upp úr svari á vís­inda­vefn­um, sem í kjöl­farið rataði á RÚV, þar sem leit­ast var við því að svara spurn­ing­unni hver útgjöld rík­is­sjóðs væru vegna beins og óbeins stuðn­ing við íslenskan land­bún­að. Ýmis­legt er hægt að gagn­rýna við hvernig höf­undur svars­ins, Þórólfur Matth­í­as­son, túlk­aði útreikn­inga og for­sendur Efna­hags og fram­fara­stofn­unar á stuðn­ingi við land­bún­að. Út í þá sálma verður þó ekki farið hér. Heldur verður farið yfir sam­hengi þessa stuðn­ings. 

Það er ekk­ert leynd­ar­mál að það eru tvær stoðir opin­bers stuðn­ings við land­búnað á Íslandi. Ann­ars vegar eru það búvöru­samn­ing­arn­ir, sem segja til um hvernig beinum útgjöldum rík­is­ins er varið og svo er það toll­vernd­in. Þetta er sama leið og flestar þjóðir heims beita til þess að styðja sinn land­bún­að. Til þess að hafa sam­an­burð­ar­hæfan mæli­kvarða setur OECD þetta fram sem hlut­fall af lands­fram­leiðslu sem gefur flestum löndum heims fall­ein­kunn þegar kemur að því hvernig stuðn­ingur við land­búnað er ákvarð­að­ur. Mark­mið ein­kunna­gjafar OECD er að hvetja til þess að stuðn­ingi við land­búnað verði settar skorður þannig að mark­aðs­öflin fái að leika lausum hala í mat­væla­fram­leiðslu. Flestar þjóðir heims virð­ast hafa metið það sem svo að mat­væli séu of mik­il­væg til þess að leyfa mark­aðnum einum að ákvarða hvar hann sé stund­að­ur. Sjón­ar­mið um fæðu­ör­yggi vega þar þungt víð­ast hvar. 

Auglýsing
Ísland er í alþjóð­legum sam­an­burði auðug þjóð. Þjóð­ar­tekjur eru hér háar, laun há og verð á vöru og þjón­ustu hátt. Ef þjóð í þeirri stöðu ætlar að hafa land­búnað þar sem bændur hafi kjör sem séu í sama efna­hags­lega veru­leika og aðrir þegnar þá þarf ann­að­hvort fram­leiðni að vera mun meiri en að með­al­tali í land­bún­aði eða að verð á afurðum bænda sé hærra en heims­mark­aðs­verð. Þannig kemur það ekki á óvart að allar þjóðir sem eru í svip­aðri stöðu og Ísland hvað þjóð­ar­hag varðar raða sér í hóp þeirra þjóða sem styðja land­búnað sinn mik­ið. Sviss, Suður Kór­ea, Nor­eg­ur, Japan og Ísland eru allt til­tölu­lega harð­býl lönd, þar sem að ógjörn­ingur er að fram­leiðni í land­bún­aði verði hærri en gengur og ger­ist í þeim löndum sem setja heims­mark­aðs­verð­ið. Lönd þar sem þjóð­ar­tekjur á mann eru háar og verð­lag hátt.

Í öllum þessum löndum er póli­tískur vilji til þess að búa þannig um hnút­ana að bændum sé gert kleift að búa í sama efna­hags­lega veru­leika og aðrir íbúar lands­ins. En sjálf­sagt er þar einnig deilt um sömu hluti og koma upp á hverju ári eftir að OECD birtir skýrslu sína þar sem þessi lönd fá fall­ein­kunn. Það er eðli­legt og sjálf­sagt að ræða mark­mið með opin­berum stuðn­ingi við land­bún­að. En til þess að upp­lýst umræða geti átt sér stað þarf að setja hlut­ina í sam­hengi. Slíkt sam­hengi skortir í svari pró­fess­ors­ins. 

Höf­undur er for­maður Bænda­sam­taka Íslands og garð­yrkju­bóndi.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Guðlaugur Þór Þórðarson, nýr umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra fer með málefni lista og menningu
Miklar tilfærslur eru á málaflokkum milli ráðuneyta í nýrri ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Samkvæmt forsetaúrskurði heyrir fjölmiðlar undir atvinnuvegaráðuneytið og nýtt ráðuneyti fer með málefni þjóðarleikvanga.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins á Kjarvalsstöðum í gær.
„Engin áform“ um að ríkið auki rekstrarframlög með tilkomu Borgarlínu
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segist ekki sjá fyrir sér að ríkið auki framlög sín til rekstrar almenningssamgangna höfuðborgarsvæðisins, eins og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu og Strætó bs. hafa kallað eftir.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Franskur fiskveiðibátur lokar á skipaumferð um Calais í Frakklandi.
Frakkar og Bretar berjast enn um fiskinn í Ermarsundi
Enn er ósætti á milli Frakklands og Bretlands vegna fiskveiða í breskri landhelgi eftir Brexit. Á föstudaginn reyndu franskir sjómenn reyndu að loka fyrir vöruflutninga á milli landanna tveggja til að krefjast úthlutunar fleiri fiskveiðileyfa.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Sunnlenskir sjálfstæðismenn kalla eftir skýringum frá Bjarna Benediktssyni.
Ósáttir sunnlenskir sjálfstæðismenn krefja Bjarna um skýringar
Sjálfstæðismenn á Suðurlandi eru með böggum hildar yfir því að Guðrún Hafsteinsdóttir oddviti flokksins í kjördæminu eigi ekki sæti við ríkisstjórnarborðið nú þegar. Tíu af tólf ráðherrum eru þingmenn kjördæma höfuðborgarsvæðisins.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Bresk myndlistarkona málaði eitt hundrað málverk af eldgosinu í Fagradalsfjalli
Eldgosið í Fagradalsfjalli sem hófst í vor hefur vakið allskonar væringar hjá fólki. Amy Alice Riches ákvað að mála eitt málverk á dag af því í 100 daga. Hún safnar nú fyrir útgáfu bókar með verkunum.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Allt sem þú þarft að vita um nýjan stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar
Stefnt er að því að lækka skatta, selja banka og láta fjármagnseigendur greiða útsvar. Auðvelda á fyrirtækjum að virkja vind og endurskoða lög um rammaáætlun.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra við kynningu stjórnarsáttmálans á Kjarvalsstöðum í dag.
Talað um að lækka mögulega skatta en engu lofað
Engar almennar skattkerfisbreytingar eru útfærðar í nýjum stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Forsætisráðherra segir að horft verði til þess að lækka skatta á þá tekjulægstu eða til að bæta samkeppnisstöðu fyrirtækja ef svigrúm gefist.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Álfheiður Eymarsdóttir
Kosningaframkvæmd fjórflokksins
Kjarninn 28. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar