Beinir og óbeinir styrkir hins opinbera til bænda 29,1 milljarður króna í fyrra

Hagfræðiprófessor segir að íslenska landbúnaðarkerfið kosti skattgreiðendur og neytendur að minnsta kosti tæplega 30 milljarða króna á ári í beina og óbeina styrki. Enn eru fimm ár þar til gildandi búvörusamningar renna út.

Gildandi búvörusamningar, sem ramma inn beinar greiðslur til bænda, voru undirritaðir af þáverandi landbúnaðarráðherra og þáverandi fulltrúum bænda árið 2016.
Gildandi búvörusamningar, sem ramma inn beinar greiðslur til bænda, voru undirritaðir af þáverandi landbúnaðarráðherra og þáverandi fulltrúum bænda árið 2016.
Auglýsing

Á árinu 20202 námu beinir styrkir úr rík­is­sjóði til bænda 16,3 millj­örðum króna og óbeinir styrkir til þeirra 12,8 millj­örðum króna, með hlið­sjón af efni Efna­hags- og fram­fara­stofn­un­ar­innar (OECD). 

Beinu styrkirnir eru það skattfé sem rennur beint til bænda úr rík­is­sjóði en þeir óbeinu eru styrkir sem neyt­endur greiða í formi hærra vöru­verðs sem haldið er uppi með toll­skrá og öðrum inn­flutn­ings­tálm­un­um.

Þetta kemur fram í nýbirtu svari á Vís­inda­vef Háskóla Íslands þar sem spurn­ing­unni „Hvað greiðir rík­is­sjóður mikið á ári til land­bún­aðar á Ísland­i?“ er svarað af Þórólfi Matth­í­assyni, pró­fessor í hag­fræði við Háskóla Íslands. 

Í svar­inu segir þó að líta beri á þessa nið­ur­stöðu, að íslenskur land­bún­aður fái alls tæp­lega 30 millj­arða króna með­gjöf á ári frá skatt­greið­endum og neyt­end­um, sem lægri mörk hins raun­veru­lega stuðn­ings. Auk inn­flutn­ings­tak­mark­ana búi úrvinnslu­greinar land­bún­aðar við und­an­þágur frá sam­keppn­is­lögum sem ekki sé tekið til­lit til í reikni­verki OECD sem stuðst er við í svar­inu. „Það gefur þessum fyr­ir­tækjum færi á að stunda við­skipta­hætti sem önnur fyr­ir­tæki í skyldum rekstri geta ekki. Vís­bend­ingar eru um að slíkir við­skipta­hættir þrýsti upp verði á fram­leiðslu afurða­stöðva land­bún­að­ar­ins umfram það sem ella hefði orð­ið.“ 

Þá sé heldur ekki tekið til­lit til þess að bændur hafi gjald­frjálsan aðgang að afréttum sem þeir hafi nýtt með ósjálf­bærum hætti.

Umdeildir samn­ingar til tíu ára

Búvöru­­­samn­ing­­­arnir, sem ramma inn beinar greiðslur til bænda úr rík­is­sjóði, eru fjórir samn­ing­­­ar: Ramma­­­samn­ingur um almenn starfs­skil­yrði land­­­bún­­­að­­­ar­ins og samn­ingar um starfs­skil­yrði naut­­­­gripa­­­­rækt­­­­­­­ar, sauð­fjár­­­­­­­ræktar og garð­yrkju.

Auglýsing
Síðustu búvöru­­samn­ing­­­ar voru und­ir­­­­rit­aðir 19. febr­­­­úar 2016 af full­­­­trúum bænda ann­­­­ars vegar og full­­­­trúum rík­­­­is­ins hins veg­ar. Fyrir hönd rík­­­­is­ins skrif­uðu Sig­­­­urður Ingi Jóhanns­­­­son, þáver­andi land­­­­bún­­­­að­­­­ar­ráð­herra, og Bjarni Bene­dikts­­­­son, fjár­­­­­­­mála- og efna­hags­ráð­herra, undir samn­ing­anna.

Þeir voru afar umdeildir og vöktu upp miklar deilur í sam­­­fé­lag­inu. Þrennt skipti þar mestu. Í fyrsta lagi lengd þeirra, en samn­ing­­­arnir bundu hendur rík­­­is­­­stjórn­a í að minnsta kosti þrjú kjör­­tíma­bil. Í öðru lagi feik­i­­lega hár kostn­aður sem greiddur er úr rík­­­is­­­sjóði til að við­halda kerfi sem að mati margra hags­muna­að­ila er fjand­­­sam­­­legt neyt­endum og bændum sjálfum og gagn­­­ast fyrst og síð­­­­­ast stórum milli­­­liðs­­­fyr­ir­tækjum eins og Mjólk­­­ur­­­sam­­­söl­unni, Kaup­­­fé­lagi Skag­­­firð­inga og Slát­­­ur­­­fé­lagi Suð­­­ur­lands. Í þriðja lagi var gagn­rýnt að engir aðrir en bændur og for­svar­s­­­menn rík­­­is­ins hafi verið kall­aðir að borð­inu þegar samn­ing­­­arnir voru und­ir­­­bún­­­­­ir.

Kostn­að­ur­inn meiri en áætlað var

Greiðslur úr rík­­­is­­­sjóði vegna samn­ings­ins voru áætl­aðar 132 millj­­­örðum króna á samn­ings­­­tím­an­um, eða að með­­­al­tali 13,2 millj­­­arðar króna á ári.  Auk þess eru samn­ing­­­arnir tvö­­­falt verð­­­tryggð­­­ir. Þ.e. þeir taka árlegum breyt­ingum í sam­ræmi við verð­lags­­­upp­­­­­færslu fjár­­­laga og eru „leið­rétt­ir“ ef þróun með­­­al­tals­­­vísi­­­tölu neyslu­verðs verður önnur en verð­lags­­­for­­­sendur fjár­­­laga á árin­u.  

Ljóst er, miðað við svar Þór­ólfs sem birt­ist í vik­unni, að beini kostn­að­ur­inn við samn­ing­anna er meiri en áætlað var þegar þeir voru gerð­ir. 

Í samn­ing­unum var stefnt að því að kvóta­­­­kerfi í mjólk­­­­ur­fram­­­­leiðslu og sauð­fjár­­­­­­­rækt verði lagt nið­­­­ur. Hins vegar var ákveðið að halda þáver­andi stöðu óbreyttri um ein­hvern tíma og setja ákvörðun um afnám kvóta­­­­kerf­is­ins í atkvæða­greiðslu meðal bænda árið 2019. Þegar hún fór fram sam­þykktu 89 pró­sent bænda að við­halda kvóta­kerf­inu

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hefur ekki áhyggjur af því að almenningur sé orðin ónæmur eða hættur að hlusta þegar almannavarnastig er sett á.
„Almannavarnir lýsa ekki yfir almannavarnarstigi af léttuð“
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn telur að almenningur taki yfirlýsingu neyðarástands vegna COVID-19 ekki af meiri léttúð, þrátt fyrir að neyðarástandi hafi verið lýst yfir fjórum sinnum á síðustu tveimur árum.
Kjarninn 19. janúar 2022
Engin starfsemi hefur verið í kísilverksmiðjunni í Helguvík í rúmlega fjögur ár.
Bæjarstjórnin skorar á Arion banka að hætta við áform um endurræsingu kísilversins
Bæjarstjórn Reykjanesbæjar skorar á Arion banka að falla frá áformum um endurræsingu kísilversins í Helguvík og hefja viðræður við sveitarfélagið um aðrar og grænni leiðir.
Kjarninn 19. janúar 2022
Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra.
Hraðpróf í tengslum við smitgát úr sögunni og fólk í einangrun má fara í stutta göngutúra
Heilbrigðisráðherra hefur staðfest reglugerð þess efnis að þeir sem eru í smitgát þurfi ekki lengur að fara í hraðpróf, heldur einungis að fara gætilega. Einnig er rýmkað fyrir útiveru þeirra sem eru í einangrun.
Kjarninn 19. janúar 2022
Tómas A. Tómasson þingmaður Flokks fólksins.
„Það er ósanngjarnt að reka fólk heim þegar það getur unnið“
Þingmaður Flokks fólksins gerði málefni eldri borgara að umtalsefni á þinginu í dag.
Kjarninn 19. janúar 2022
Bólusetning með bóluefni Pfizer er hafin í Nepal.
Meira en milljarður skammta loks afhentur í gegnum COVAX
Markmið COVAX-samstarfsins náðust ekki á síðasta ári. Þó er komið að þeim áfanga að milljarður skammta hefur verið afhentur í gegnum samstarfið. Mun betur má ef duga skal.
Kjarninn 19. janúar 2022
Launafólk í verri stöðu en fyrir ári síðan
Þrátt fyrir mikinn hagvöxt í fyrra hefur fjárhagsstaða og andleg heilsa launafólks versnað töluvert á milli ára, samkvæmt nýrri skoðanakönnun frá Vörðu. Tæpur helmingur innflytjenda segist nú eiga erfitt með að ná endum saman.
Kjarninn 19. janúar 2022
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Vísar gagnrýni um samráðsleysi til föðurhúsanna
Sóttvarnalæknir vísar á bug gagnrýni um að hann hafi aðeins samráð við sjálfan sig. Hann á ekki von á því að leggja fram nýtt minnisblað þar til gildandi samkomutakmarkanir renna út. Til greina kemur að stytta einangrun smitaðra.
Kjarninn 19. janúar 2022
Fyrrverandi bæjarstjóri í Hafnarfirði ráðin sem aðstoðarmaður ráðherra
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra og varaformaður Vinstri grænna, hefur ráðið tvo aðstoðarmenn. Annar var einu sinni bæjarstjóri og síðar framkvæmdastjóri ASÍ um árabil.
Kjarninn 19. janúar 2022
Meira úr sama flokkiInnlent