Meirihluti Bandaríkjamanna ósáttur með frammistöðu Bidens í embætti

Eftir tæplega 300 daga í embætti mælist mikil og vaxandi óánægja með störf Joe Bidens Bandaríkjaforseta í skoðanakönnunum. Einungis einn fyrrverandi forseti landsins hefur mælst óvinsælli eftir jafn marga daga í embætti og Biden hefur setið nú.

Joe Biden forseti Bandaríkjanna mælist slælega í skoðanakönnunum um þessar mundir.
Joe Biden forseti Bandaríkjanna mælist slælega í skoðanakönnunum um þessar mundir.
Auglýsing

Tals­vert fleiri Banda­ríkja­menn segj­ast þessa dag­ana vera óánægðir með frammi­stöðu Joe Biden sem for­seta en ánægð­ir, þegar spurt er um þetta efni í skoð­ana­könn­un­um. Sam­kvæmt vegnu með­al­tali kann­anna sem sjá má á vef mið­ils­ins FiveT­hir­tyEight segj­ast nú ein­ungis 42,8 pró­sent Banda­ríkja­manna sátt með frammi­stöðu Biden, en rúmur helm­ing­ur, 51,6 pró­sent, lýsa sig ósátt.

Í einni nýlegri könn­un, sem Suffolk-há­skóli fram­kvæmdi fyrir USA Today dag­ana 3.-5. nóv­em­ber, sögð­ust ein­ungis 37,8 pró­sent sátt með frammi­stöðu for­set­ans í emb­ætti, nú þegar stytt­ist í að hann hafi gegnt for­seta­emb­ætt­inu í 300 daga.

Bara Trump óvin­sælli

Ein­ungis einn for­seti hefur mælst óvin­sælli en Biden á þessum tíma­punkti á for­seta­ferl­in­um, sam­kvæmt yfir­liti sem finna má á vef FiveT­hir­tyEight.

Það var Don­ald Trump, en nær alla fjög­urra ára for­seta­tíð Trump sagð­ist rösk­lega helm­ingur Banda­ríkja­manna ósáttur með störf hans.

Afganistan, efna­hag­ur­inn, veiran

Ánægja með störf for­set­ans hefur farið lækk­andi frá því í lok júlí og óánægjan vaxið að sama skapi.

Í ágúst­mán­uði, eða um það leyti sem Talí­banar sóttu fram í Afganistan og sölsuðu undir sig stjórn lands­ins á meðan að banda­rískt her­lið hrað­aði sér á brott í óða­goti frammi fyrir augum heims­ins, féll ánægjan með störf for­set­ans mark­vert.

Undir lok mán­að­ar­ins voru þeir orðnir fleiri sem sögð­ust ósáttir með störf hans en sátt­ir, í flestum könn­un­um.

Auglýsing

Síðan þá hefur enn syrt í álinn.

Erf­ið­lega hefur gengið hjá Biden að koma þeim stefnu­málum sem hann setti á odd­inn í kosn­inga­bar­áttu síð­asta árs í gegnum þingið og óvissa í efna­hags­mál­um, verð­bólga og áfram­hald­andi útbreiðsla kór­ónu­veirunnar valda for­set­anum vand­ræð­um.

Í frétta­skýr­ingu á vef Vox um versn­andi stöðu for­set­ans er athygli vakin á því að hvað bæði efna­hags­mál og veiruna varðar hefur almenn­ings­á­litið snú­ist Biden í óhag svo um mun­ar.

Þar er vísað til könn­unar NBC News, en í þeirri sömu könnun voru Banda­ríkja­menn einnig spurðir hvort þeir teldu landið vera á réttri eða rangri braut. Fleiri en sjö af hverjum tíu sem svör­uðu töldu Banda­ríkin á rangri braut, er könn­unin var fram­kvæmd undir lok októ­ber­mán­að­ar.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Liðsmenn úkraínsku þjóðlagarappsveitarinnar Kalush Orchestra, sem unnu Eurovision um síðasta helgi, voru mættir til úkraínsku borgarinnar Lviv þremur dögum eftir sigurinn.
Ógjörningur að hunsa pólitíkina í Eurovision
Sigur Úkraínu í Eurovision sýnir svart á hvítu að keppnin er pólitísk. Samstaðan sem Evrópuþjóðir sýndu með með orðum og gjörðum hefur þrýst á Samband evrópskra sjónvarpsstöðva að endurskoða reglur um pólitík í Eurovision.
Kjarninn 22. maí 2022
Mette Frederiksen, Ursula van der Leyen forseti framkvæmdastjórnar ESB, Olaf Scholz kanslari Þýskalands, Mark Rutte forsætisráðherra Hollands og Alexander De Croo forsætisráðherra Belgíu hittust í Esbjerg.
Tíu þúsund risastórar vindmyllur
Á næstu árum og áratugum verða reistar 10 þúsund vindmyllur, til raforkuframleiðslu, í Norðursjónum. Samkomulag um þessa risaframkvæmd, sem fjórar þjóðir standa að, var undirritað í Danmörku sl. miðvikudag.
Kjarninn 22. maí 2022
Jódís Skúladóttir þingmaður VG.
Segir náin tengsl á milli hatursglæpa, vændis, kvenhaturs og útlendingahaturs
Þingmaður Vinstri grænna segir að hinsegin fólk sem fellur undir hatt fleiri minnihlutahópa sé útsettara fyrir ofbeldi en annað hinsegin fólk og því sé aldrei hægt að gefa afslátt í málaflokkum sem viðkoma þessum hópum.
Kjarninn 21. maí 2022
Hanna Katrín Friðriksson þingmaður Viðreisnar.
„Hvernig stendur á þessari vitleysu?“
Þingflokksformaður Viðreisnar telur að líta þurfi á heilbrigðiskerfið í heild sinni og spyr hvort það sé „í alvöru til of mikils ætlast að stjórnvöld ráði við það verkefni án þess að það bitni á heilsu og líðan fólks“.
Kjarninn 21. maí 2022
Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ er í lykilstöðu um myndun meirihluta bæjarstjórnar.
Viðræðum Framsóknarflokksins og Vina Mosfellsbæjar slitið
Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ tilkynnti Vinum Mosfellsbæjar skömmu fyrir áætlaðan fund þeirra í morgun að ákveðið hefði verið að slíta viðræðum. Líklegast er að Framsókn horfi til þess að mynda meirihluta með Samfylkingunni og Viðreisn.
Kjarninn 21. maí 2022
Gísli Pálsson
„Svartur undir stýri“: Tungutak á tímum kynþáttafordóma
Kjarninn 21. maí 2022
Horft frá toppi Úlfarsfells yfir Blikastaði
Blikastaðir eru „fallegasta byggingarland við innanverðan Faxaflóa“
„Notaleg“ laxveiði, æðardúnn í eina sæng á ári og næstu nágrannar huldufólk í hóli og kerling í bæjarfjallinu. Blikastaðir, ein fyrsta jörðin sem Viðeyjarklaustur eignaðist á 13. öld, á sér merka sögu.
Kjarninn 21. maí 2022
Selur í sínu náttúrulega umhverfi.
Ætla að gelda selina í garðinum með lyfjum
Borgaryfirvöld fundu enga lausn á óviðunandi aðstöðu selanna í Húsdýragarðinum aðra en að stækka laugina. Þeir yngstu gætu átt 3-4 áratugi eftir ólifaða. 20-30 kópum sem fæðst hafa í garðinum hefur verið lógað frá opnun hans.
Kjarninn 21. maí 2022
Meira úr sama flokkiErlent