Efnahagsgjá = Pólitísk gjá

Staðan í einstaka ríkjum Bandaríkjanna er afar misjöfn, bæði pólitískt og efnahagslega.

Hillary
Auglýsing

Það eru margir undr­andi á stöðu mála í banda­rískum ­stjórn­mál­um. Í fram­boði fyrir Repúblik­ana er nú yfir­lýstur kyn­þátta­hat­ari sem talar fyrir aðskiln­aði á grund­velli upp­runa og trú­ar­bragða, og elur ótt­anum við efna­hags­leg áhrif alþjóða­væð­ing­ar.

Þessi boð­skapur verður ekki stað­settur hægra megin við miðj­una, svo mikið er víst. Það þjónar litlum til­gangi að stað­setja hann yfir­ höfuð á póli­tískan kvarða. En það er stór og mikil spurn­ing, hvernig á því stendur að hljóm­grunn­ur­inn í Banda­ríkj­unum fyrir þessum sjón­ar­miðum er það ­mik­ill að fylgi hans mælist nú, tæpum þremur vikum fyrir kosn­ing­ar, 42,3 ­pró­sent. Hill­ary Clinton mælist með 49,7 pró­sent og Gary John­son 5,8 pró­sent.

Þó allt bendi til þess að for­skot Hill­ary Clinton sé nú þegar það mikið að erfitt sé fyrir Trump að vinna kosn­ing­arn­ar, þá er ekki hægt að úti­loka neitt. 

Auglýsing

Kosn­inga­bar­áttan hefur verið for­dæma­laus þegar kemur að inni­stæðu­lausum upp­hróp­unum frá Trump, og margir spyrja hvort það skipt­i engu máli hvort hann sé að segja sann­leik­ann eða ekki.

Nokkur atriði er mik­il­vægt að fólk átti sig á þegar kemur að ­stöðu mála hér í Banda­ríkj­unum í aðdraga­anda kosn­ing­anna 8. nóv­em­ber.

1.       Efna­hags­legur veru­leiki ríkj­anna er mis­jafn og má aug­ljós­lega greina fylgni á milli þessi hvernig efn­hag­ur­inn er sam­sett­ur, og hvar Trump hefur verið að mæl­ast með mesta fylg­ið. Staðan hjá Repúblik­un­um hefur lengi verið slök í vest­ur- og aust­ur­strand­ar­ríkj­un­um, en hún hef­ur sjaldan verið jafn slök og nú. Helsta vígið er í mið­ríkj­un­um, þvert í gegn­um land­ið, og síðan í suð­ur­ríkj­un­um. 

2.       Vest­ur­strand­ar­ríkin þrjú, Was­hington, Oregon og Kali­forn­ía, eru öll á bandi Hill­ary (miðað við með­al­töl­in) og öll aust­ur­strand­ar­ríkin nema Suð­ur­-Kar­olína og Georgía eru á hennar bandi einnig, ­sam­kvæmt könn­un­um. Vaf­inn er helst um Flor­ída, eins og venju­lega, og Norð­ur­-Kar­olínu. En sé mið tekið af helstu könn­unum þá eru miklar líkur á að Hill­ary verði með afar sterka stöðu í strand­ríkj­un­um. Sú staða gæti skipt ­sköpum þegar upp er stað­ið.

3.       Á und­an­förnum ára­tug, ekki síst eftir að fjár­málakrepp­una á árunum 2007 til 2009, hefur efna­hags­leg staða þess­ara ­strand­ríkja verið að styrkj­ast í mörgum til­vik­um, á meðan staðan í mið­ríkj­un­um hefur versn­að. Fjölda­fram­leiðslu­störf­um, ekki síst í frum­fram­leiðslu, hef­ur ­fækkað hratt og fjár­fest­ing með þeim flust til Asíu, ekki síst Kína. Ríki eins og Ida­ho, Wyom­ing og Nebr­aska – þar sem Trump mælist með yfir­burða­stöðu – hafa far­ið einkar illa út úr þessum efna­hags­legu breyt­ing­um, sem teygja sig þó lengra aftur í tím­ann. Það sama má segja um Kansas, Okla­homa og Arkans­ans. Það er ekki að atvinnu­leysi sé vand­inn, heldur frekar að lág laun og lítil fram­þróun hái þeim. Atvinnu­leysi mælist nú mest að með­al­tali í Ala­ska, 6,8 pró­sent, en minnst í Suð­ur­-Da­kóta. Far­veg­ur ­fyrir öfga­hópa, sem styðja hug­myndir um kyn­þátta­hyggju og þjóð­ern­is­hyggju, hefur verið að styrkj­ast í þessum efna­hags­lega veik­burða ríkjum, og hefur Trump mark­visst unnið í því að efla þar stemmn­ingu meðal fólks og fá það með sér á kosn­inga­vagn­inn. Efa­semdir um jákvæð áhrif alþjóða­væddra við­skipta og samn­inga við önnur rík­i hljóma eins og múskík í eyrum kjós­enda á þessum slóð­um.

4.       Fjöl­menn­asta ríki Banda­ríkj­anna með um 40 millj­ónir íbúa er Kali­forn­ía, þar á eftir kemur Texas með 28 millj­ónir og New York og Florida koma þar á eftir með um 20 millj­ónir íbúa hvort. Af um 320 millj­óna heildar­í­búa­fjölda býr um þriðj­ungur í þessum fjórum ríkj­u­m. Langstærsta ein­staka rík­is­-hag­kerfið er í Kali­forn­íu, með sjálfan síli­kondal­inn ­sem helstu upp­sprettu nýsköp­un­ar. New York kemur þar á eftir og síð­an Was­hington-­ríki.

Eins og sést á þessari mynd, frá FiveThirtyEight.com, þá er staða Hillary sterkust í strandríkjunum í austri og vestri, en Trump sækir sterkastan stuðning til mið- og suðurríkjanna.

5.       Þau ríki þar sem bar­áttan er einna tví­sýnust, ­sam­kvæmt spám og könn­un­um, eru Iowa og Arizona. Sam­kvæmt spá FiveT­hir­tyEight eru 56 pró­sent líkur á sigri Hill­ary Clinton í Iowa en 44 pró­sent líkur á sigri Trump. Í Arizona eru hlut­föllin þau sömu. Einnig er staðan spenn­andi í Ohio en lík­urnar eru þó heldur Hill­ary meg­in. Sam­tals búa um 10 millj­ónir í Arizona og I­owa. Þar eins og víða ann­ars staðar getur brugið til beggja vona, og ljóst að ­kosn­inga­þátt­taka mun skipta miklu máli.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stefan Löfven forsætisráðherra Svíþjóðar.
„Umgangist einungis þá sem þið búið með“
Stefan Löfven forsætisráðherra Svíþjóðar brýndi fyrir landsmönnum að sýna meiri ábyrgð í glímunni við veiruna í ávarpi í gær. Átta manna samkomutakmarkanir taka gildi víða í landinu á morgun, en þó ekki alls staðar.
Kjarninn 23. nóvember 2020
Ólafur Margeirsson
Eru 307 þúsund króna atvinnuleysisbætur rétta leiðin?
Kjarninn 23. nóvember 2020
Félag fréttamanna gagnrýnir yfirstjórn RÚV og stjórnvöld fyrir niðurskurð á fréttastofu
Stöðugildum á fréttastofu RÚV mun fækka um alls níu vegna niðurskurðar. Á meðal þeirra sem sagt var upp er starfsmaður með rúmlega aldarfjórðungs starfsaldur sem staðið hefur í viðræðum við yfirstjórn RÚV vegna vangoldinna yfirvinnugreiðslna.
Kjarninn 23. nóvember 2020
Telja áhrif þess að afnema stimpilgjald af íbúðarhúsnæði óveruleg
Átta þingmenn Sjálfstæðisflokks lögðu í síðasta mánuði fram frumvarp um afnám stimpilgjalda. Það er í sjötta sinn sem frumvarpið er lagt fram. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun telur afnámið líklegt til að hækka íbúðarverð.
Kjarninn 23. nóvember 2020
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins.
Flokkur fólksins sækir fylgið til ómenntaðra og tekjulágra á Suðurlandi og Suðurnesjum
Fylgi Flokks fólksins hefur ekki mælst mikið síðastliðið ár. Í nóvember er meðaltalsfylgið 3,9 prósent sem myndi líkast til ekki duga flokknum til að fá þingmann. Áferð kjósenda Flokks fólksins er þó enn svipuð því sem hún var fyrir rúmum þremur árum.
Kjarninn 23. nóvember 2020
Uwięzieni w płomieniach
Co wydarzyło się na miejscu pożaru przy Bræðraborgarstígur i jak potoczyły się losy tych, którzy go przeżyli? Poniżej znajduje się podsumowanie obszernej serii artykułów na temat tej tragedii opublikowanych przez Kjarninn.
Kjarninn 23. nóvember 2020
Húsnæði Kauphallarinnar
Verðlagning íslenskra félaga bjartsýnni en áður
Fjárfestum finnst meira varið í flest fyrirtæki í Kauphöllinni heldur en ársreikningar þeirra segja til um og hefur sá mælikvarði hækkað á síðustu árum. Verðlagningin er þó nokkuð lægri en í kauphöllum hinna Norðurlandanna.
Kjarninn 23. nóvember 2020
Geðheilsa þjóðar í krísu
Áhrif COVID-19 á samfélagið eru mikil og víða marka afleiðinga sjúkdómsins og sóttvarnaaðgerða djúp spor. Fyrirséð er að efnahagsáhrif verða mikil enda atvinnuleysi við það mesta sem Íslendingar hafa séð í áraraðir.
Kjarninn 23. nóvember 2020
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None