Efnahagsgjá = Pólitísk gjá

Staðan í einstaka ríkjum Bandaríkjanna er afar misjöfn, bæði pólitískt og efnahagslega.

Hillary
Auglýsing

Það eru margir undr­andi á stöðu mála í banda­rískum ­stjórn­mál­um. Í fram­boði fyrir Repúblik­ana er nú yfir­lýstur kyn­þátta­hat­ari sem talar fyrir aðskiln­aði á grund­velli upp­runa og trú­ar­bragða, og elur ótt­anum við efna­hags­leg áhrif alþjóða­væð­ing­ar.

Þessi boð­skapur verður ekki stað­settur hægra megin við miðj­una, svo mikið er víst. Það þjónar litlum til­gangi að stað­setja hann yfir­ höfuð á póli­tískan kvarða. En það er stór og mikil spurn­ing, hvernig á því stendur að hljóm­grunn­ur­inn í Banda­ríkj­unum fyrir þessum sjón­ar­miðum er það ­mik­ill að fylgi hans mælist nú, tæpum þremur vikum fyrir kosn­ing­ar, 42,3 ­pró­sent. Hill­ary Clinton mælist með 49,7 pró­sent og Gary John­son 5,8 pró­sent.

Þó allt bendi til þess að for­skot Hill­ary Clinton sé nú þegar það mikið að erfitt sé fyrir Trump að vinna kosn­ing­arn­ar, þá er ekki hægt að úti­loka neitt. 

Auglýsing

Kosn­inga­bar­áttan hefur verið for­dæma­laus þegar kemur að inni­stæðu­lausum upp­hróp­unum frá Trump, og margir spyrja hvort það skipt­i engu máli hvort hann sé að segja sann­leik­ann eða ekki.

Nokkur atriði er mik­il­vægt að fólk átti sig á þegar kemur að ­stöðu mála hér í Banda­ríkj­unum í aðdraga­anda kosn­ing­anna 8. nóv­em­ber.

1.       Efna­hags­legur veru­leiki ríkj­anna er mis­jafn og má aug­ljós­lega greina fylgni á milli þessi hvernig efn­hag­ur­inn er sam­sett­ur, og hvar Trump hefur verið að mæl­ast með mesta fylg­ið. Staðan hjá Repúblik­un­um hefur lengi verið slök í vest­ur- og aust­ur­strand­ar­ríkj­un­um, en hún hef­ur sjaldan verið jafn slök og nú. Helsta vígið er í mið­ríkj­un­um, þvert í gegn­um land­ið, og síðan í suð­ur­ríkj­un­um. 

2.       Vest­ur­strand­ar­ríkin þrjú, Was­hington, Oregon og Kali­forn­ía, eru öll á bandi Hill­ary (miðað við með­al­töl­in) og öll aust­ur­strand­ar­ríkin nema Suð­ur­-Kar­olína og Georgía eru á hennar bandi einnig, ­sam­kvæmt könn­un­um. Vaf­inn er helst um Flor­ída, eins og venju­lega, og Norð­ur­-Kar­olínu. En sé mið tekið af helstu könn­unum þá eru miklar líkur á að Hill­ary verði með afar sterka stöðu í strand­ríkj­un­um. Sú staða gæti skipt ­sköpum þegar upp er stað­ið.

3.       Á und­an­förnum ára­tug, ekki síst eftir að fjár­málakrepp­una á árunum 2007 til 2009, hefur efna­hags­leg staða þess­ara ­strand­ríkja verið að styrkj­ast í mörgum til­vik­um, á meðan staðan í mið­ríkj­un­um hefur versn­að. Fjölda­fram­leiðslu­störf­um, ekki síst í frum­fram­leiðslu, hef­ur ­fækkað hratt og fjár­fest­ing með þeim flust til Asíu, ekki síst Kína. Ríki eins og Ida­ho, Wyom­ing og Nebr­aska – þar sem Trump mælist með yfir­burða­stöðu – hafa far­ið einkar illa út úr þessum efna­hags­legu breyt­ing­um, sem teygja sig þó lengra aftur í tím­ann. Það sama má segja um Kansas, Okla­homa og Arkans­ans. Það er ekki að atvinnu­leysi sé vand­inn, heldur frekar að lág laun og lítil fram­þróun hái þeim. Atvinnu­leysi mælist nú mest að með­al­tali í Ala­ska, 6,8 pró­sent, en minnst í Suð­ur­-Da­kóta. Far­veg­ur ­fyrir öfga­hópa, sem styðja hug­myndir um kyn­þátta­hyggju og þjóð­ern­is­hyggju, hefur verið að styrkj­ast í þessum efna­hags­lega veik­burða ríkjum, og hefur Trump mark­visst unnið í því að efla þar stemmn­ingu meðal fólks og fá það með sér á kosn­inga­vagn­inn. Efa­semdir um jákvæð áhrif alþjóða­væddra við­skipta og samn­inga við önnur rík­i hljóma eins og múskík í eyrum kjós­enda á þessum slóð­um.

4.       Fjöl­menn­asta ríki Banda­ríkj­anna með um 40 millj­ónir íbúa er Kali­forn­ía, þar á eftir kemur Texas með 28 millj­ónir og New York og Florida koma þar á eftir með um 20 millj­ónir íbúa hvort. Af um 320 millj­óna heildar­í­búa­fjölda býr um þriðj­ungur í þessum fjórum ríkj­u­m. Langstærsta ein­staka rík­is­-hag­kerfið er í Kali­forn­íu, með sjálfan síli­kondal­inn ­sem helstu upp­sprettu nýsköp­un­ar. New York kemur þar á eftir og síð­an Was­hington-­ríki.

Eins og sést á þessari mynd, frá FiveThirtyEight.com, þá er staða Hillary sterkust í strandríkjunum í austri og vestri, en Trump sækir sterkastan stuðning til mið- og suðurríkjanna.

5.       Þau ríki þar sem bar­áttan er einna tví­sýnust, ­sam­kvæmt spám og könn­un­um, eru Iowa og Arizona. Sam­kvæmt spá FiveT­hir­tyEight eru 56 pró­sent líkur á sigri Hill­ary Clinton í Iowa en 44 pró­sent líkur á sigri Trump. Í Arizona eru hlut­föllin þau sömu. Einnig er staðan spenn­andi í Ohio en lík­urnar eru þó heldur Hill­ary meg­in. Sam­tals búa um 10 millj­ónir í Arizona og I­owa. Þar eins og víða ann­ars staðar getur brugið til beggja vona, og ljóst að ­kosn­inga­þátt­taka mun skipta miklu máli.

Bankahöllin sem eigandinn vill ekki en er samt að rísa
Þegar íslensku bankarnir voru endurreistir úr ösku þeirra sem féllu í hruninu var lögð höfuðáhersla á að stjórnmálamenn gætu ekki haft puttanna í þeim.
Kjarninn 20. september 2019
Hrun fuglastofna í Norður-Ameríku vekur upp spurningar
Ný grein í Science greinir frá niðurstöðum viðamikilla rannsókna á fuglalífi í Norður-Ameríku.
Kjarninn 20. september 2019
Amazon lagði inn pöntun fyrir 100 þúsund rafmagns sendibíla
Nýsköpunarfyrirtækið Rivian sem er með höfuðstöðvar í Michigan er heldur betur að hrista upp í sendibílamarkaðnum.
Kjarninn 19. september 2019
Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Þingmenn fjögurra flokka fara fram á fullan aðskilnað ríkis og kirkju
Lögð hefur verið fram þingsályktunartillaga um að frumvarp um aðskilnað ríkis og kirkju verði lagt fram snemma árs 2021 og að sá aðskilnaður verði gengin í gegn í síðasta lagi 2034.
Kjarninn 19. september 2019
Guðmundur Ingi Guðbrandsson
Hamfarahlýnun – gripið til mikilvægra aðgerða
Kjarninn 19. september 2019
Að jafnaði eru konur líklegri en karlar til að gegna fleiri en einu starfi.
Talsvert fleiri í tveimur eða fleiri störfum hér á landi
Mun hærra hlutfall starfandi fólks gegna tveimur eða fleiri störfum hér á landi en í öðrum Evrópuríkjum. Þá vinna fleiri Íslendingar langar vinnuvikur eða tæp 18 prósent.
Kjarninn 19. september 2019
Árni Pétur Jónsson, forstjóri Skeljungs, stýrði áður Basko.
Skeljungur fær undanþágu vegna kaupa á Basko
Samkeppniseftirlitið hefur heimilað samruna Skeljungs og Basko með skilyrðum. Kaupverðið er 30 milljónir króna og yfirtaka skulda.
Kjarninn 19. september 2019
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
„Við getum ekki brugðist við með því að reyna að lifa eins og í sænskri hippakommúnu“
Formaður Miðflokksins segir að leyfa verði vísindum að leysa loftslagsvandann í stað þess að bregðast við með því að reyna að lifa eins og í sænskri hippakommúnu.
Kjarninn 19. september 2019
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None