Undirbúa mótmæli vegna komu Pence

Samtök hernaðarandstæðinga boða til opins fundar þar sem skipulögð verða mótmæli vegna heimsóknar Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna til landsins.

Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna.
Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna.
Auglýsing

Samtök hernaðarandstæðinga hafa boðaða til opins skipulagsfundar næstkomandi fimmtudag með fyrir augum að leiða saman ólíka hópa til að standa að mótmælum gegn heimsókn Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, til landsins. Samtökin segja að ljóst sé að fjöldamörg félög og hópar hafi ástæðu til að mótmæla heimsókn þessa manns til Íslands. 

Vanvirðing við samfélag hinsegin fólks

Greint var frá því í síðustu viku að Mike Pence muni koma í opinbera heimsókn til landsins þann 4. september næstkomandi. Í fréttatilkynningu frá Hvíta húsinu segir að í ferð Pence til Íslands muni und­ir­strika mik­il­vægi Íslands á Norð­ur­slóðum og ræða aðgerðir NATO til að vinna gegn auknum yfir­gangi Rússa á því svæði. Þá muni hann ræða tæki­færi til að ræða aukn­ingu á við­skiptum og fjár­fest­ingum milli land­anna, en eng­inn frí­versl­un­ar­samn­ingur er í gildi sem stendur milli Íslands og Banda­ríkj­anna. 

Þorbjörg Þorvaldsdóttir, formaður Samtakanna 78, er á meðal þeirra sem gagnrýnt hafa komu Pence til landsins harðlega. Í pistli hennar á Vísi bendir hún á endurtekin dæmi um það hvernig Pence vinni gegn réttindum hinsegin fólks og segir það vera mikla vanvirðingu við samfélag hinsegins fólks að íslensk stjórnvöld bjóði hann velkominn til landsins. 

Auglýsing

„Hinsegin fólk á Íslandi þarf að sitja undir því að íslensk stjórnvöld vinni nú hörðum höndum að komu manns sem hefur allan sinn feril - í stjórnmálum og utan þeirra - barist af fullum krafti gegn hinsegin réttindum,“ skrifar Þorbjörg í pistlinum. 

Fjölmörg félög og hópar hafa ástæðu til að mótmæla

Í fréttatilkynningu Samtaka hernaðarandstæðinga segir að Pence sé fulltrúi ríkisstjórnar sem rift hefur mikilvægum afvopnunarsamningum, blásið til vígbúnaðarkapphlaups og róið undir stríðsátökum víða um lönd. Bandaríkjastjórn hefur sagt sig frá Parísarsamkomulaginu og innan Hvíta hússins eru ráðandi öfl sem hafna tilvist loftslagsbreytinga af mannavöldum. 

Samtökin vilja því hafa forgöngu um að leiða saman ólíka hópa til að standa að mótmælum gegn varaforsetanum og ríkisstjórn hans en að mati þeirra er ljóst er að fjöldamörg félög og hópar hafa ástæðu til að mótmæla heimsókn þessa manns til Íslands. 

„Pence og félagar hafa með ýmsum hætti staðið í vegi fyrir mannréttindabaráttu hinsegin fólks og gengið á rétt kvenna til að ráða eigin líkama með baráttu gegn þungunarrofi. Úrsögn Bandaríkjanna úr Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna og stuðningur við einræðisstjórnir víða um lönd er til marks um þverrandi virðingu fyrir mannréttindum og það sama má segja um stefnuna gagnvart flóttafólki.“ segir í tilkynningunni.

Opni skipulagsfundur samtakanna verður þann 22. ágúst kl. 20 í Friðarhúsi, Njálsgötu 87.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Það liggur ekki fyrir hvort Ísland geti gert tvíhliða samning til að tengja krónu við evru
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur um það sé mögulegt fyrir Ísland að gera samkomulag við Seðlabanka Evrópu um að tengja krónuna við evru.
Kjarninn 23. september 2021
Sigríður Ólafsdóttir
Draumastarf og búseta – hvernig fer það saman?
Kjarninn 23. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd: Í aðdraganda kosninganna er blóðmeraiðnaðurinn svarti blettur búfjáreldis – Hluti II
Kjarninn 23. september 2021
Segist hafa reynt að komast að því hvað konan vildi í gegnum tengilið – „Við náðum aldrei að ræða við hana“
Fyrrverandi formaður KSÍ segir að sambandið hafi frétt af meintu kynferðisbroti landsliðsmanna í gegnum samfélagsmiðla. Formleg ábending hafi aldrei borist.
Kjarninn 23. september 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.
Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks vilja Katrínu sem forsætisráðherra en Bjarna
Alls segjast 45,2 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins að þeir vilji fá formann Vinstri grænna til að leiða þá ríkisstjórn sem mynduð verður eftir kosningar.
Kjarninn 23. september 2021
Hugarvilla að Ísland sé miðja heimsins
Þau Baldur, Kristrún og Gylfi spjölluðu um Evrópustefnu stjórnvalda í hlaðvarpsþættinum Völundarhús utanríkismála.
Kjarninn 23. september 2021
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 4: Byggir Evrópustefna íslenskra stjórnvalda á áfallastjórnun?
Kjarninn 23. september 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Kosningarnar núna snúast um loftslagsmál
Kjarninn 23. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent