Björn Ingi segir kyrrsetningu hafa valdið sér fjártjóni og vandræðum

Ritstjóri Viljans segir að íþyngjandi og óréttmæt kyrrsetning eigna hans sé ástæða fjárhagsvandræða sem hann hafi átt við. Hann býst við að tjón sitt verði bætt af hinu opinbera.

Björn Ingi Hrafnsson.
Björn Ingi Hrafnsson.
Auglýsing

Björn Ingi Hrafns­son, rit­stjóri Vilj­ans, segir að fjár­hags­vand­ræði sín hafi fyrst og fremst stafað af „afar íþyngj­andi kyrr­setn­ing­ar­að­gerð sem Toll­stjóra­emb­ættið gerði á öllum mínum eigum að kröfu Skatt­rann­sókn­ar­stjóra á sínum tíma. Eignir fyrir vel á annað hund­rað millj­ónir króna voru kyrr­settar um langt skeið með til­heyr­andi fjár­tjóni og vand­ræðum fyrir mig, svo sem nærri má geta.“ 

Þetta kemur fram í stöðu­upp­færslu sem hann birti í Face­book í dag. Til­efni skrifa hans er frétt sem birt­ist á Stund­inni í gær þar sem greint var frá því að Björn Ingi hefði haft tæp­lega 2,9 millj­ónir króna í mán­að­ar­laun í fyrra. Þá var farið yfir það í frétt­inni að Björn Ingi hefði verið grun­aður um brot vegna bók­halds og skatt­skila á árunum 2014 til 2017. 

Björn Ingi segir í stöðu­upp­færsl­unni að fréttir af fjár­hags­vand­ræðum hans í Stund­inni séu orðnar ótelj­andi og að sér­stakt rann­sókn­ar­efni sé sú „áhersla sem þar er lögð á að setja mín per­sónu­legu mál í nei­kvætt ljós aftur og aft­ur. Nú eru tólf ár liðin frá því ég hætti afskiptum af stjórn­mál­um, en af frétta­flutn­ingi Stund­ar­innar að dæma mætti ætla að ég hafi átt sæti í rík­is­stjórn Íslands allan þann tíma.“

Seg­ist sak­laus uns sekt sann­ast

Kyrr­setn­ingin toll­stjóra á eigum hans upp á 115 millj­ónir króna var til­komin vegna skatt­rann­sókn­ar­innar á Birni Inga, sem felld var niður í lok jan­úar síð­ast­lið­ins. 

Auglýsing
Hann segir að í kjöl­far þess hafi tekið við ferli við að vinda ofan af afleið­ingum þessa. „Það er viða­mikið verk­efni og tíma­frekt. Krafa um nauð­ung­ar­upp­boð, sem Stundin hefur sagt frá, kemur að lang­mestu leyti til af áætl­unum á mig en ekki raun­veru­legri skuld og eru þau mál nú í kæru­með­ferð. Ætti leið­rétt nið­ur­staða úr þeim málum að liggja fyrir á næstu vik­um. Lög­maður minn hefur auk­in­heldur lýst því yfir að farið verði fram á það við emb­ætti Rík­is­lög­manns, að mér verði bætt það mikla tjón sem staf­aði af hinni órétt­mætu kyrr­setn­ing­ara­gerð og er það mál í ferli.“

Krafan um nauð­ung­ar­upp­boð er í fjórum eignum Björns Inga að Más­stöðum í Hval­firði og var upp­boðið aug­lýst í síð­asta mán­uði. Gerð­ar­beið­endur eru auk sýslu­manns­ins á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, Rík­is­skatt­stjóri, Hval­fjarð­ar­sveit og Vátrygg­inga­fé­lag Íslands.

Björn Ingi seg­ist hvetja til þess að var­lega verði farið í kyrr­setn­ing­ar­að­gerðir í fram­tíð­inn að hálfu hins opin­bera. „Hver maður er sak­laus uns sekt hans sannast, þótt ekki geri allir fjöl­miðlar mikið með þá mik­il­vægu meg­in­reglu rétt­ar­rík­is­ins. Ein­stak­lingur má sín lít­ils gegn kerf­inu við slíkar aðstæður og þótt ég hafi alltaf vitað að sann­leik­ur­inn kæmi fram að lok­um, var ömur­legt fyrir mig og fjöl­skyldu mína að þurfa að búa við óvissu og óör­yggi jafn lengi og raun bar vitn­i.“

Vegna end­ur­tek­innar umfjöll­un­ar­ Í Stund­inni í gær­kvöldi er enn á ný fjallað um per­sónu­leg fjár­mál mín og...

Posted by Björn Ingi Hrafns­son on Tues­day, Aug­ust 20, 2019


Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Trump sagði öruggt að opna bandaríska skóla því börn væru „næstum ónæm“ fyrir COVID-19.
Trump fer enn og aftur á svig við skilmála samfélagsmiðla
Donald Trump sagði í símaviðtali við Fox and Friends í gær að börn væru „næstum ónæm“ fyrir kórónuveirunni. Facebook-færslu frá forsetanum með ummælunum var eytt og Twitter frysti aðgang tengdan forsetanum.
Kjarninn 6. ágúst 2020
Þórólfur Matthíasson
Af sykurpúðum
Kjarninn 6. ágúst 2020
Alma Möller, landlæknir.
Alma: Tækifærið er núna
Hópsýkingar munu halda áfram að koma upp hér á landi. „Við verðum að vera undir það búin að horfa upp á þetta næstu mánuði alla vega,“ segir sóttvarnalæknir. Landlæknir sagði að núna væri tækifærið til að kveða niður það smit sem hér er í gangi.
Kjarninn 6. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason og Alma Möller.
„Þannig mun okkur takast að koma okkur út úr þessu COVID-fári“
Sóttvarnalæknir hefur sent heilbrigðisráðherra minnisblað þar sem hann leggur til að landamæraskimun verði haldið áfram með sama hætti og verið hefur. Hann ítrekar mikilvægi persónulegra sóttvarna, skimunar og að beita einangrun og sóttkví.
Kjarninn 6. ágúst 2020
Fordæma aðgerðir Icelandair í kjaraviðræðum
Norræna flutningamannasambandið sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem það fordæmir aðgerðir Icelandair í nýlegum kjarasamningaviðræðum. Samtökin segja þrýsting á stéttarfélög í formi hótana ekki leysa rekstrarvandann sem upp er kominn vegna COVID-19.
Kjarninn 6. ágúst 2020
Rannsóknir hafa sýnt, án nokkurs vafa, að andlitsgrímur geta komið í veg fyrir COVID-19-smit á milli einstaklinga. Grímurnar gera þó mest gagn við ákveðnar aðstæður og þær þarf að nota á réttan hátt.
„Stutta svarið er já“ – grímur geta komið í veg fyrir smit
Rannsóknir hafa sýnt, án nokkurs vafa, að andlitsgrímur geta komið í veg fyrir COVID-19-smit á milli einstaklinga. Þetta skrifar Jón Magnús Jóhannesson, deildarlæknir á Landspítala, í nýju svari á Vísindavefnum.
Kjarninn 6. ágúst 2020
Smitum fjölgar enn – 97 í einangrun
Fjögur ný innanlandssmit af kórónuveirunni greindust hér á landi í gær og 97 manns eru nú með COVID-19 og í einangrun.
Kjarninn 6. ágúst 2020
Þórður Snær Júlíusson
Það er komið að pólitíkinni
Kjarninn 6. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent