Björn Ingi segir kyrrsetningu hafa valdið sér fjártjóni og vandræðum

Ritstjóri Viljans segir að íþyngjandi og óréttmæt kyrrsetning eigna hans sé ástæða fjárhagsvandræða sem hann hafi átt við. Hann býst við að tjón sitt verði bætt af hinu opinbera.

Björn Ingi Hrafnsson.
Björn Ingi Hrafnsson.
Auglýsing

Björn Ingi Hrafns­son, rit­stjóri Vilj­ans, segir að fjár­hags­vand­ræði sín hafi fyrst og fremst stafað af „afar íþyngj­andi kyrr­setn­ing­ar­að­gerð sem Toll­stjóra­emb­ættið gerði á öllum mínum eigum að kröfu Skatt­rann­sókn­ar­stjóra á sínum tíma. Eignir fyrir vel á annað hund­rað millj­ónir króna voru kyrr­settar um langt skeið með til­heyr­andi fjár­tjóni og vand­ræðum fyrir mig, svo sem nærri má geta.“ 

Þetta kemur fram í stöðu­upp­færslu sem hann birti í Face­book í dag. Til­efni skrifa hans er frétt sem birt­ist á Stund­inni í gær þar sem greint var frá því að Björn Ingi hefði haft tæp­lega 2,9 millj­ónir króna í mán­að­ar­laun í fyrra. Þá var farið yfir það í frétt­inni að Björn Ingi hefði verið grun­aður um brot vegna bók­halds og skatt­skila á árunum 2014 til 2017. 

Björn Ingi segir í stöðu­upp­færsl­unni að fréttir af fjár­hags­vand­ræðum hans í Stund­inni séu orðnar ótelj­andi og að sér­stakt rann­sókn­ar­efni sé sú „áhersla sem þar er lögð á að setja mín per­sónu­legu mál í nei­kvætt ljós aftur og aft­ur. Nú eru tólf ár liðin frá því ég hætti afskiptum af stjórn­mál­um, en af frétta­flutn­ingi Stund­ar­innar að dæma mætti ætla að ég hafi átt sæti í rík­is­stjórn Íslands allan þann tíma.“

Seg­ist sak­laus uns sekt sann­ast

Kyrr­setn­ingin toll­stjóra á eigum hans upp á 115 millj­ónir króna var til­komin vegna skatt­rann­sókn­ar­innar á Birni Inga, sem felld var niður í lok jan­úar síð­ast­lið­ins. 

Auglýsing
Hann segir að í kjöl­far þess hafi tekið við ferli við að vinda ofan af afleið­ingum þessa. „Það er viða­mikið verk­efni og tíma­frekt. Krafa um nauð­ung­ar­upp­boð, sem Stundin hefur sagt frá, kemur að lang­mestu leyti til af áætl­unum á mig en ekki raun­veru­legri skuld og eru þau mál nú í kæru­með­ferð. Ætti leið­rétt nið­ur­staða úr þeim málum að liggja fyrir á næstu vik­um. Lög­maður minn hefur auk­in­heldur lýst því yfir að farið verði fram á það við emb­ætti Rík­is­lög­manns, að mér verði bætt það mikla tjón sem staf­aði af hinni órétt­mætu kyrr­setn­ing­ara­gerð og er það mál í ferli.“

Krafan um nauð­ung­ar­upp­boð er í fjórum eignum Björns Inga að Más­stöðum í Hval­firði og var upp­boðið aug­lýst í síð­asta mán­uði. Gerð­ar­beið­endur eru auk sýslu­manns­ins á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, Rík­is­skatt­stjóri, Hval­fjarð­ar­sveit og Vátrygg­inga­fé­lag Íslands.

Björn Ingi seg­ist hvetja til þess að var­lega verði farið í kyrr­setn­ing­ar­að­gerðir í fram­tíð­inn að hálfu hins opin­bera. „Hver maður er sak­laus uns sekt hans sannast, þótt ekki geri allir fjöl­miðlar mikið með þá mik­il­vægu meg­in­reglu rétt­ar­rík­is­ins. Ein­stak­lingur má sín lít­ils gegn kerf­inu við slíkar aðstæður og þótt ég hafi alltaf vitað að sann­leik­ur­inn kæmi fram að lok­um, var ömur­legt fyrir mig og fjöl­skyldu mína að þurfa að búa við óvissu og óör­yggi jafn lengi og raun bar vitn­i.“

Vegna end­ur­tek­innar umfjöll­un­ar­ Í Stund­inni í gær­kvöldi er enn á ný fjallað um per­sónu­leg fjár­mál mín og...

Posted by Björn Ingi Hrafns­son on Tues­day, Aug­ust 20, 2019


Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
Hækkanir á fasteignagjöldum áhyggjuefni
Forseti ASÍ segir að hækkanir á fasteignagjöldum muni hafa áhrif á lífskjarasamningana ef ekkert annað verði gert á móti.
Kjarninn 17. janúar 2020
Heiða María Sigurðardóttir
Einlæg bón um að endurskoða skerðingu leikskóla
Kjarninn 17. janúar 2020
Skrokkölduvirkjun er fyrirhuguð á Sprengisandsleið milli Hofsjökuls og Vatnajökuls. Það svæði er innan marka fyrirhugaðs hálendisþjóðgarðs.
Telja stórframkvæmdir ekki rúmast innan þjóðgarða
Nýjar virkjanir falla illa eða alls ekki að markmiðum hálendisþjóðgarðs. Stórframkvæmdir þjóna ekki verndarmarkmiðum, yrðu „stórslys“ og myndu ganga að þjóðgarðshugtakinu dauðu.
Kjarninn 17. janúar 2020
Höfuðstöðvar Vísis í Grindavík.
Vísir og Þorbjörn hætta við sameiningu
Tvö stór sjávarútvegsfyrirtæki í Grindavík, sem saman halda á 8,4 prósent af öllum úthlutuðum fiskveiðikvóta, eru hætt við að sameinast. Þess í stað ætla þau að halda góðu samstarfi áfram.
Kjarninn 17. janúar 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Katrín Jakobsdóttir
Endurskoða lög um ráðherraábyrgð og Landsdóm
Forsætisráðherra mun í samráði við dómsmálaráðherra fela sérfræðingi að ráðast í endurskoðun á lögum um ráðherraábyrgð annars vegar og lögum um Landsdóm hins vegar. Vonir standa til þess að vinnunni verði lokið á haustmánuðum.
Kjarninn 17. janúar 2020
Seðlabankinn unir niðurstöðunni og er búinn að hafa samband við Gunnhildi Örnu
Seðlabanki Íslands segir að verkferlar hans í ráðningarmálum hafi verið styrktir í kjölfar þess að kærunefnd jafnréttismála komst að þeirri niðurstöðu að hann hefði brotið jafnréttislög með ráðningu upplýsingafulltrúa í fyrrasumar.
Kjarninn 17. janúar 2020
Björgólfur Jóhannsson, tímabundinn forstjóri Samherja, þegar hann tók við starfinu.
Samherji ætlar að þróa kerfi til að hindra spillingu og peningaþvætti
Samherji ætlar að klára að innleiða kerfi sem byggist á áhættuskipulagi fyrirtækisins, meðal annars með áherslu á spillingu, efnahagslegar refsiaðgerðir og peningaþvætti, á þessu ári. Ástæðan er „reynsla af starfsemi fyrirtækisins í Namibíu.“
Kjarninn 17. janúar 2020
Hagnaður VÍS verður um hálfum milljarði króna meiri en áður var gert ráð fyrir
Hlutabréf í VÍS hækkuðu skarpt í fyrstu viðskiptum í morgun í kjölfar tilkynningar um allt að 22 prósent meiri hagnað á síðasta ári en áður var búist við.
Kjarninn 17. janúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent