Björn Ingi segir kyrrsetningu hafa valdið sér fjártjóni og vandræðum

Ritstjóri Viljans segir að íþyngjandi og óréttmæt kyrrsetning eigna hans sé ástæða fjárhagsvandræða sem hann hafi átt við. Hann býst við að tjón sitt verði bætt af hinu opinbera.

Björn Ingi Hrafnsson.
Björn Ingi Hrafnsson.
Auglýsing

Björn Ingi Hrafnsson, ritstjóri Viljans, segir að fjárhagsvandræði sín hafi fyrst og fremst stafað af „afar íþyngjandi kyrrsetningaraðgerð sem Tollstjóraembættið gerði á öllum mínum eigum að kröfu Skattrannsóknarstjóra á sínum tíma. Eignir fyrir vel á annað hundrað milljónir króna voru kyrrsettar um langt skeið með tilheyrandi fjártjóni og vandræðum fyrir mig, svo sem nærri má geta.“ 

Þetta kemur fram í stöðuuppfærslu sem hann birti í Facebook í dag. Tilefni skrifa hans er frétt sem birtist á Stundinni í gær þar sem greint var frá því að Björn Ingi hefði haft tæplega 2,9 milljónir króna í mánaðarlaun í fyrra. Þá var farið yfir það í fréttinni að Björn Ingi hefði verið grunaður um brot vegna bókhalds og skattskila á árunum 2014 til 2017. 

Björn Ingi segir í stöðuuppfærslunni að fréttir af fjárhagsvandræðum hans í Stundinni séu orðnar óteljandi og að sérstakt rannsóknarefni sé sú „áhersla sem þar er lögð á að setja mín persónulegu mál í neikvætt ljós aftur og aftur. Nú eru tólf ár liðin frá því ég hætti afskiptum af stjórnmálum, en af fréttaflutningi Stundarinnar að dæma mætti ætla að ég hafi átt sæti í ríkisstjórn Íslands allan þann tíma.“

Segist saklaus uns sekt sannast

Kyrrsetningin tollstjóra á eigum hans upp á 115 milljónir króna var tilkomin vegna skattrannsóknarinnar á Birni Inga, sem felld var niður í lok janúar síðastliðins. 

Auglýsing
Hann segir að í kjölfar þess hafi tekið við ferli við að vinda ofan af afleiðingum þessa. „Það er viðamikið verkefni og tímafrekt. Krafa um nauðungaruppboð, sem Stundin hefur sagt frá, kemur að langmestu leyti til af áætlunum á mig en ekki raunverulegri skuld og eru þau mál nú í kærumeðferð. Ætti leiðrétt niðurstaða úr þeim málum að liggja fyrir á næstu vikum. Lögmaður minn hefur aukinheldur lýst því yfir að farið verði fram á það við embætti Ríkislögmanns, að mér verði bætt það mikla tjón sem stafaði af hinni óréttmætu kyrrsetningaragerð og er það mál í ferli.“

Krafan um nauðungaruppboð er í fjórum eignum Björns Inga að Másstöðum í Hvalfirði og var uppboðið auglýst í síðasta mánuði. Gerðarbeiðendur eru auk sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, Ríkisskattstjóri, Hvalfjarðarsveit og Vátryggingafélag Íslands.

Björn Ingi segist hvetja til þess að varlega verði farið í kyrrsetningaraðgerðir í framtíðinn að hálfu hins opinbera. „Hver maður er saklaus uns sekt hans sannast, þótt ekki geri allir fjölmiðlar mikið með þá mikilvægu meginreglu réttarríkisins. Einstaklingur má sín lítils gegn kerfinu við slíkar aðstæður og þótt ég hafi alltaf vitað að sannleikurinn kæmi fram að lokum, var ömurlegt fyrir mig og fjölskyldu mína að þurfa að búa við óvissu og óöryggi jafn lengi og raun bar vitni.“

Vegna endurtekinnar umfjöllunar Í Stundinni í gærkvöldi er enn á ný fjallað um persónuleg fjármál mín og...

Posted by Björn Ingi Hrafnsson on Tuesday, August 20, 2019

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sjókvíaeldi hefur aukist hratt á síðustu árum
Sjókvíaeldi hefur 13-faldast á sex árum
Umfang laxeldis hefur margfaldast á síðustu árum og útlit er fyrir að það muni vaxa enn frekar í náinni framtíð. Gangi spár eftir mun sjókvíaeldi á laxi árið 2023 verða tæplega helmingi meira en það var samanlagt á árunum 2010-2018.
Kjarninn 7. maí 2021
Eldgos hófst í Geldingadölum í Fagradalsfjalli þann 19. mars síðastliðinn.
„Nýr ógnvaldur“ við heilsu manna kominn fram á suðvesturhluta Íslands
Lungnalæknir segir að lítið sé vitað um langtímaáhrif vegna gasmengunar í lágum styrk til lengri tíma og áhrif kvikugasa í mjög miklum styrk í skamman tíma á langtímaheilsu. Nauðsynlegt sé að rannsóknir hefjist sem fyrst.
Kjarninn 7. maí 2021
Viðsnúningur Bandaríkjanna í óþökk lyfjarisa
Óvænt og fremur óljós stefnubreyting Bandaríkjanna varðandi afnám einkaleyfa af bóluefnum gegn COVID-19 hefur vakið litla kátínu í lyfjageiranum. Deildar meiningar eru um hvort afnám einkaleyfa kæmi til með að hraða framleiðslu bóluefna.
Kjarninn 7. maí 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Ísland skoðar að kaupa 100 þúsund skammta af Spútnik V og vill fá þorra þeirra fyrir 2. júní
Viðræður hafa átt sér stað milli fulltrúa íslenskra stjórnvalda og þeirra sem framleiða og markaðssetja hið rússneska Spútnik V bóluefni. Ísland myndi vilja fá að minnsta kosti 75 þúsund skammta fyrir 2. júní.
Kjarninn 7. maí 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Sonos fær uppreist æru og Framsóknarmaður vill aldurstakmark á snjalltæki
Kjarninn 7. maí 2021
Bólusetningar ganga nú mjög hratt fyrir sig á Íslandi og samhliða dregur úr takmörkunum.
Fjöldatakmarkanir hækkaðar í 50 manns frá og með næsta mánudegi
Opnunartími veitingastaða verður lengdur um klukkustund, leyfilegur fjöldi í verslunum tvöfaldast, fleiri mega vera í sundi og fara í ræktina. Grímuskylda verður hins vegar óbreytt.
Kjarninn 7. maí 2021
Skálað á kaffihúsi í Danmörku.
Ýta við ferðaþjónustunni með 32 milljarða króna „sumarpakka“
Danska ríkisstjórnin ætlar að setja 1,6 milljarða danskra króna, um 32 milljarða íslenskra, í „sumarpakka“ til að örva ferðaþjónustu landsins.
Kjarninn 7. maí 2021
Kvótinn um 1.200 milljarða króna virði – Þrjár blokkir halda á tæplega helmingi hans
Miðað við síðustu gerðu viðskipti með aflaheimildir þá er virði þeirra langtum hærra en bókfært virði í ársreikningum útgerða. Í næstu viku munu örfáir eigendur útgerðar selja tæplega 30 prósent hlut sinn í henni.
Kjarninn 7. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent