Björn Ingi segir kyrrsetningu hafa valdið sér fjártjóni og vandræðum

Ritstjóri Viljans segir að íþyngjandi og óréttmæt kyrrsetning eigna hans sé ástæða fjárhagsvandræða sem hann hafi átt við. Hann býst við að tjón sitt verði bætt af hinu opinbera.

Björn Ingi Hrafnsson.
Björn Ingi Hrafnsson.
Auglýsing

Björn Ingi Hrafns­son, rit­stjóri Vilj­ans, segir að fjár­hags­vand­ræði sín hafi fyrst og fremst stafað af „afar íþyngj­andi kyrr­setn­ing­ar­að­gerð sem Toll­stjóra­emb­ættið gerði á öllum mínum eigum að kröfu Skatt­rann­sókn­ar­stjóra á sínum tíma. Eignir fyrir vel á annað hund­rað millj­ónir króna voru kyrr­settar um langt skeið með til­heyr­andi fjár­tjóni og vand­ræðum fyrir mig, svo sem nærri má geta.“ 

Þetta kemur fram í stöðu­upp­færslu sem hann birti í Face­book í dag. Til­efni skrifa hans er frétt sem birt­ist á Stund­inni í gær þar sem greint var frá því að Björn Ingi hefði haft tæp­lega 2,9 millj­ónir króna í mán­að­ar­laun í fyrra. Þá var farið yfir það í frétt­inni að Björn Ingi hefði verið grun­aður um brot vegna bók­halds og skatt­skila á árunum 2014 til 2017. 

Björn Ingi segir í stöðu­upp­færsl­unni að fréttir af fjár­hags­vand­ræðum hans í Stund­inni séu orðnar ótelj­andi og að sér­stakt rann­sókn­ar­efni sé sú „áhersla sem þar er lögð á að setja mín per­sónu­legu mál í nei­kvætt ljós aftur og aft­ur. Nú eru tólf ár liðin frá því ég hætti afskiptum af stjórn­mál­um, en af frétta­flutn­ingi Stund­ar­innar að dæma mætti ætla að ég hafi átt sæti í rík­is­stjórn Íslands allan þann tíma.“

Seg­ist sak­laus uns sekt sann­ast

Kyrr­setn­ingin toll­stjóra á eigum hans upp á 115 millj­ónir króna var til­komin vegna skatt­rann­sókn­ar­innar á Birni Inga, sem felld var niður í lok jan­úar síð­ast­lið­ins. 

Auglýsing
Hann segir að í kjöl­far þess hafi tekið við ferli við að vinda ofan af afleið­ingum þessa. „Það er viða­mikið verk­efni og tíma­frekt. Krafa um nauð­ung­ar­upp­boð, sem Stundin hefur sagt frá, kemur að lang­mestu leyti til af áætl­unum á mig en ekki raun­veru­legri skuld og eru þau mál nú í kæru­með­ferð. Ætti leið­rétt nið­ur­staða úr þeim málum að liggja fyrir á næstu vik­um. Lög­maður minn hefur auk­in­heldur lýst því yfir að farið verði fram á það við emb­ætti Rík­is­lög­manns, að mér verði bætt það mikla tjón sem staf­aði af hinni órétt­mætu kyrr­setn­ing­ara­gerð og er það mál í ferli.“

Krafan um nauð­ung­ar­upp­boð er í fjórum eignum Björns Inga að Más­stöðum í Hval­firði og var upp­boðið aug­lýst í síð­asta mán­uði. Gerð­ar­beið­endur eru auk sýslu­manns­ins á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, Rík­is­skatt­stjóri, Hval­fjarð­ar­sveit og Vátrygg­inga­fé­lag Íslands.

Björn Ingi seg­ist hvetja til þess að var­lega verði farið í kyrr­setn­ing­ar­að­gerðir í fram­tíð­inn að hálfu hins opin­bera. „Hver maður er sak­laus uns sekt hans sannast, þótt ekki geri allir fjöl­miðlar mikið með þá mik­il­vægu meg­in­reglu rétt­ar­rík­is­ins. Ein­stak­lingur má sín lít­ils gegn kerf­inu við slíkar aðstæður og þótt ég hafi alltaf vitað að sann­leik­ur­inn kæmi fram að lok­um, var ömur­legt fyrir mig og fjöl­skyldu mína að þurfa að búa við óvissu og óör­yggi jafn lengi og raun bar vitn­i.“

Vegna end­ur­tek­innar umfjöll­un­ar­ Í Stund­inni í gær­kvöldi er enn á ný fjallað um per­sónu­leg fjár­mál mín og...

Posted by Björn Ingi Hrafns­son on Tues­day, Aug­ust 20, 2019


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Frá spítala í Manaus í gær. Þar skortir súrefni, sem hefur valdið ónauðsynlegum dauðsföllum bæði COVID-sjúklinga og annarra.
„Brasilíska afbrigðið“: Bretar herða reglur og súrefnið klárast í stórborg í Amazon
Faraldsfræðingur í Manaus í Brasilíu segir borgina að verða sögusvið eins sorglegasta kafla COVID-19 faraldursins hingað til. Súrefni skortir og nýburar eru fluttir í burtu. Á sama tíma grípa Bretar til hertra aðgerða til að verjast nýjum afbrigðum.
Kjarninn 15. janúar 2021
Eyþór Eðvarðsson
Þurfum stærri aðgerðir í loftslagsmálum
Kjarninn 15. janúar 2021
Telur mikilvægt að finna lausn sem gagnast ferðaþjónustunni betur
Starfshópur á vegum fjármála- og efnahagsráðuneytisins telur að hægt sé að auka hagvöxt um sex prósentustig með því að biðja komufarþega að framvísa neikvæðu vottorði gegn COVID-19 á landamærum og sleppa við 5-6 daga sóttkví við komuna til landsins.
Kjarninn 15. janúar 2021
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
Segir ákall eftir sölu Íslandsbanka koma frá væntanlegum kaupendum, ekki almenningi
Forseti ASÍ bendir á að kannanir sýni lítinn stuðning almennings við sölu á banka í ríkiseigu. Í könnun sem gerð var við vinnslu hvítbókar um fjármálakerfið sögðust 61,2 prósent aðspurðra vera jákvæðir gagnvart því að íslenska ríkið sé eigandi banka.
Kjarninn 15. janúar 2021
Velferðarnefnd Alþingis hefur verið að funda stíft um breytingar á sóttvarnalögum undanfarna daga.
Vonast til að hægt verði að klára sóttvarnalögin í næstu viku
„Ég hef væntingar til þess að klára málið í næstu viku,“ segir Ólafur Þór Gunnarsson þingmaður VG og varaformaður velferðarnefndar. Helga Vala Helgadóttir formaður nefndarinnar segist ekki skilja ákvörðun ríkisstjórnarinnar um skylduskimun á landamærum.
Kjarninn 15. janúar 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Tvöföld landamæraskimun verður skylda strax í dag
Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í dag að afnema möguleikann á því að þeir sem til landsins koma fari í sóttkví í stað tvöfaldrar skimunar með 5 daga sóttkvi. „Neyðarúrræði“ sem tekur gildi strax í dag, segir heilbrigðisráðherra.
Kjarninn 15. janúar 2021
Auður Jónsdóttir
Góðborgarablindan
Kjarninn 15. janúar 2021
Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir
Hey Siri, talarðu íslensku? En þú Embla?
Kjarninn 15. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent