Norrænt samstarf til að sporna gegn loftslagsbreytingum

Forsætisráðherrar Norðurlanda ásamt leiðtogum Álandseyja og Grænlands og forstjórum fjórtán norrænna fyrirtækja undirrituðu yfirlýsingu um samstarf um loftlagsmál í Hörpu í dag.

Forsætisráðherrar Norðurlandanna og hópur norænna forstjóra.
Forsætisráðherrar Norðurlandanna og hópur norænna forstjóra.
Auglýsing

For­sæt­is­ráð­herrar Norð­ur­land­anna og hópur nor­rænna for­stjóra skrif­uðu undir yfir­lýs­ingu um sam­starf með það að mark­miði að sporna gegn lofts­lags­breyt­ingum af manna­völdum í Hörpu í dag. Í yfir­lýs­ing­unni kemur meðal ann­ars fram að mest aðkallandi séu sam­vinna og sam­eig­in­legar aðgerðir sem beint er að lofts­lags­breyt­ing­um, betri neyslu­hegðun og fram­leiðsla og um leið verði að tryggja jafn­ara og sann­gjarn­ara sam­fé­lag.

Fjórtán fyr­ir­tæki skrif­uðu undir yfir­lýs­ing­una

Sum­ar­fundur for­sæt­is­ráð­herra Norð­ur­land­anna stendur nú ­yfir hér­ á landi. Sam­kvæmt ­Stjórn­ar­ráð­in­u verður á fund­inum fjallað um  lofts­lags­mál, nýja fram­tíð­ar­sýn Nor­rænu ráð­herra­nefnd­ar­innar til næstu 10 ára, mál­efni Norð­ur­slóða og stöðu mann­rétt­inda­mála. Þá verður sér­stak­lega horft til tæki­færa til þess að auka sam­starf Norð­ur­land­anna og Þýska­lands til að takast á við áskor­anir á alþjóða­vett­vangi, ekki hvað síst afleið­ingar lofts­lags­breyt­inga og stuðn­ing við sjálf­bæra þró­un.

Nor­rænu for­sæt­is­ráð­herr­arnir fund­uðu með for­stjórum fjórt­án ­fyr­ir­tæki á Norð­ur­lönd­un­um ­sem eru í sam­starf­i um Heims­mark­mið Sam­ein­uðu þjóð­anna undir yfir­skrift­inni Sam­tök nor­rænna for­stjóra um sjálf­bæra fram­tíð í Hörpu í dag. Þau fyr­ir­tæki sem mynda sam­tökin eru Ís­lands­banki, Mar­el, Equin­or, GS­MA, Hydro, Noki­a, Posten Nor­ge, SA­S, ­Stor­ebr­and, Swed­bank, Tel­en­or, Teli­a, Vest­a­s og Y­ara. 

Auglýsing

Öfl­ugt sam­starf stjórn­valda og atvinnu­lífs­ins lyk­ill að árangri

Á fund­inum kynntu for­stjór­arn­ir á­herslu sam­tak­anna á ­mik­il­væg­i þess að ­upp­fylla Heims­mark­mið ­Sam­ein­uð­u ­þjóð­anna með­ bættum við­skipta­háttum og auknu sam­starfi einka­geirans og hins opin­bera. Í til­kynn­ingu frá sam­tök­unum segir að ljóst sé að skammur tími sé til­ ­stefn­u en stefnt er að því að upp­fylla Heims­mark­miðin árið 2030. 

Helst­u á­herslur for­stjór­anna eru tvenns kon­ar; ann­ars vegar að ­draga úr losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda í ­starf­semi fyr­ir­tækj­anna og hins vegar að vinna sam­eig­in­lega að því að auka upp­lýs­inga­gjöf um fjöl­breytn­i í at­vinnu­líf­in­u í þeim til­gangi að ­ná fram sem bestum starfs­hátt­u­m í ­starf­semi fyr­ir­tækj­anna. Í yfir­lýs­ingu ráð­herr­anna og for­stjór­anna segir að ein mest aðkalland­i ­sam­eig­in­legra að­gerðin sé betri ­neyslu­hegð­un og fram­leiðsla.

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Mynd: Bára Huld BeckKatrín Jak­obs­dótt­ir, for­sæt­is­ráð­herra, segir að öfl­ugt sam­starf og sam­stilltar aðgerðir atvinnu­lífs og stjórn­valda séu lyk­ill­inn að árangri í loft­lags­mál­u­m. 

„Það er ánægju­legt að finna sterkan vilja atvinnu­lífs­ins til að gera betur og stjórn­völd vænta mik­ils af því sam­starfi. Við verðum að gera meira og hraðar til að ná okkar mark­miðum fyrir árið 2030. Lofts­lags­breyt­ingar koma verr niður á fátækum en ríkum og snerta konur á annan hátt en karla. Mann­rétt­indi, félags­legt rétt­læti og jafn­rétti kynj­anna eru því sam­tengd lofts­lags­málum og allar aðgerðir gegn lofts­lags­breyt­ingum verða að taka mið af því.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ísak Már Jóhannesson
Má bjóða þér skógarelda með kaffinu?
Kjarninn 26. september 2020
Sæunn Kjartansdóttir
Tímaskekkja
Kjarninn 26. september 2020
Vilhjálmur Árnason gagnrýndi nýtt frumvarp um fæðingarorlof í aðsendri grein í Morgunblaðinu í morgun.
Telur ný heildarlög um fæðingarorlof skerða frelsi fjölskyldna
Í aðsendri grein í Morgunblaðinu segir Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, að nýtt frumvarp um fæðingarorlof feli í sér skerðingu á frelsi fjölskyldna. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, segir frumvarpið auka jafnrétti.
Kjarninn 26. september 2020
Jón Guðni Kristjánsson
Diplómatískt stórslys
Kjarninn 26. september 2020
Stefán Ólafsson
Lækkun tryggingagjalds leysir vandann
Kjarninn 26. september 2020
Sjávarútvegurinn sterk stoð þegar aðrar bresta
Rækja selst illa þegar Bretum er sagt að vinna heima og fáir borða þorskhnakka á Zoom-fundum. Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri SFS segir í ítarlegu viðtali við Kjarnann að áskoranir séu í sjávarútvegi vegna óvissunnar sem fylgir faraldrinum.
Kjarninn 26. september 2020
38 ný smit í gær
Alls greindust 38 manns með COVID-19 hér á landi í gær. Nú eru 435 í einangrun vegna sjúkdómsins en í sóttkví eru 1.780.
Kjarninn 26. september 2020
Brenglað bragðskyn eftir COVID –„Þetta er bara allt svo steikt!“
Hann finnur myglubragð af papriku og „COVID-lykt“ í miðbænum. Það skrítnasta er þó að hann finnur alls enga skítafýlu. Háskólaneminn Kolbeinn Arnarson fékk COVID-19 síðasta vetur og segir einangrunina, sem stóð í mánuð, hafa tekið verulega á.
Kjarninn 26. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent