Norrænt samstarf til að sporna gegn loftslagsbreytingum

Forsætisráðherrar Norðurlanda ásamt leiðtogum Álandseyja og Grænlands og forstjórum fjórtán norrænna fyrirtækja undirrituðu yfirlýsingu um samstarf um loftlagsmál í Hörpu í dag.

Forsætisráðherrar Norðurlandanna og hópur norænna forstjóra.
Forsætisráðherrar Norðurlandanna og hópur norænna forstjóra.
Auglýsing

For­sæt­is­ráð­herrar Norð­ur­land­anna og hópur nor­rænna for­stjóra skrif­uðu undir yfir­lýs­ingu um sam­starf með það að mark­miði að sporna gegn lofts­lags­breyt­ingum af manna­völdum í Hörpu í dag. Í yfir­lýs­ing­unni kemur meðal ann­ars fram að mest aðkallandi séu sam­vinna og sam­eig­in­legar aðgerðir sem beint er að lofts­lags­breyt­ing­um, betri neyslu­hegðun og fram­leiðsla og um leið verði að tryggja jafn­ara og sann­gjarn­ara sam­fé­lag.

Fjórtán fyr­ir­tæki skrif­uðu undir yfir­lýs­ing­una

Sum­ar­fundur for­sæt­is­ráð­herra Norð­ur­land­anna stendur nú ­yfir hér­ á landi. Sam­kvæmt ­Stjórn­ar­ráð­in­u verður á fund­inum fjallað um  lofts­lags­mál, nýja fram­tíð­ar­sýn Nor­rænu ráð­herra­nefnd­ar­innar til næstu 10 ára, mál­efni Norð­ur­slóða og stöðu mann­rétt­inda­mála. Þá verður sér­stak­lega horft til tæki­færa til þess að auka sam­starf Norð­ur­land­anna og Þýska­lands til að takast á við áskor­anir á alþjóða­vett­vangi, ekki hvað síst afleið­ingar lofts­lags­breyt­inga og stuðn­ing við sjálf­bæra þró­un.

Nor­rænu for­sæt­is­ráð­herr­arnir fund­uðu með for­stjórum fjórt­án ­fyr­ir­tæki á Norð­ur­lönd­un­um ­sem eru í sam­starf­i um Heims­mark­mið Sam­ein­uðu þjóð­anna undir yfir­skrift­inni Sam­tök nor­rænna for­stjóra um sjálf­bæra fram­tíð í Hörpu í dag. Þau fyr­ir­tæki sem mynda sam­tökin eru Ís­lands­banki, Mar­el, Equin­or, GS­MA, Hydro, Noki­a, Posten Nor­ge, SA­S, ­Stor­ebr­and, Swed­bank, Tel­en­or, Teli­a, Vest­a­s og Y­ara. 

Auglýsing

Öfl­ugt sam­starf stjórn­valda og atvinnu­lífs­ins lyk­ill að árangri

Á fund­inum kynntu for­stjór­arn­ir á­herslu sam­tak­anna á ­mik­il­væg­i þess að ­upp­fylla Heims­mark­mið ­Sam­ein­uð­u ­þjóð­anna með­ bættum við­skipta­háttum og auknu sam­starfi einka­geirans og hins opin­bera. Í til­kynn­ingu frá sam­tök­unum segir að ljóst sé að skammur tími sé til­ ­stefn­u en stefnt er að því að upp­fylla Heims­mark­miðin árið 2030. 

Helst­u á­herslur for­stjór­anna eru tvenns kon­ar; ann­ars vegar að ­draga úr losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda í ­starf­semi fyr­ir­tækj­anna og hins vegar að vinna sam­eig­in­lega að því að auka upp­lýs­inga­gjöf um fjöl­breytn­i í at­vinnu­líf­in­u í þeim til­gangi að ­ná fram sem bestum starfs­hátt­u­m í ­starf­semi fyr­ir­tækj­anna. Í yfir­lýs­ingu ráð­herr­anna og for­stjór­anna segir að ein mest aðkalland­i ­sam­eig­in­legra að­gerðin sé betri ­neyslu­hegð­un og fram­leiðsla.

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Mynd: Bára Huld BeckKatrín Jak­obs­dótt­ir, for­sæt­is­ráð­herra, segir að öfl­ugt sam­starf og sam­stilltar aðgerðir atvinnu­lífs og stjórn­valda séu lyk­ill­inn að árangri í loft­lags­mál­u­m. 

„Það er ánægju­legt að finna sterkan vilja atvinnu­lífs­ins til að gera betur og stjórn­völd vænta mik­ils af því sam­starfi. Við verðum að gera meira og hraðar til að ná okkar mark­miðum fyrir árið 2030. Lofts­lags­breyt­ingar koma verr niður á fátækum en ríkum og snerta konur á annan hátt en karla. Mann­rétt­indi, félags­legt rétt­læti og jafn­rétti kynj­anna eru því sam­tengd lofts­lags­málum og allar aðgerðir gegn lofts­lags­breyt­ingum verða að taka mið af því.“

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sýn krefur Jón Ásgeir og Ingibjörgu, 365 miðla og Torg um meira en milljarð
Kaup Sýnar á 365 hafa dregið dilk á eftir sér. Deilur eru nú komin inn á borð dómstóla.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Sýn tapaði 1,7 milljörðum í fyrra
Rekstrarafkoma Sýnar versnaði mikið milli ára. Niðurfærsla á viðskiptavild litaði afkomu ársins í fyrra.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Samherji er grunaður um að hafa greitt mútur fyrir aðgang að ódýrari kvóta í Namibíu.
Skattrannsóknarstjóri fékk gögn um Samherja fyrir Kveiksþáttinn
Yfirvöld í Namibíu höfðu sent skattrannsóknarstjóra gögn um Samherja áður en viðskiptahættir fyrirtækisins í Namibíu voru opinberaðir í fjölmiðlum. Embættið fundaði með háttsettum aðilum í fjármála- og efnahagsráðuneytinu 18. nóvember 2019.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Þurfa að afhenda minnisblöð skattayfirvalda um Samherja
Fjármála- og efnagagsráðuneytið mátti ekki synja fréttamanni um aðgang að gögnum sem það fékk frá skattayfirvöldum vegna rannsóknar á Samherjamálinu.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Þórður Snær Júlíusson
Það sem sjávarútvegurinn þarf að gera til að byggja upp traust
Kjarninn 26. febrúar 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Yfir helmingur landsmanna styður verkfallsaðgerðir Eflingar
Í nýrri könnun Maskínu kemur fram að 59 prósent Íslendinga segjast styðja Eflingu í yfirstandandi launadeilu við Reykjavíkurborg og 56 prósent eru hlynnt verkfallsaðgerðum.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Yfir fimm þúsund hryssur notaðar í blóðmerahald á síðasta ári
Hægt er að vinna hormón úr blóði hryssa á ákveðnu tímabili meðgöngu og vinna úr því frjósemislyf. Hestahald þar sem framkvæmd er blóðtaka úr hrossum til framleiðslu afurða var stundað á vegum 95 aðila árið 2019.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Samkeppniseftirlitið samþykkir kaup Nordic Visitor á Terra Nova
Samkeppniseftirlitið hefur samþykkt kaup Nordic Visitor á ferðaskrifstofunni Terra Nova Sól. Kaupverðið er trúnaðarmál.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent