Norrænt samstarf til að sporna gegn loftslagsbreytingum

Forsætisráðherrar Norðurlanda ásamt leiðtogum Álandseyja og Grænlands og forstjórum fjórtán norrænna fyrirtækja undirrituðu yfirlýsingu um samstarf um loftlagsmál í Hörpu í dag.

Forsætisráðherrar Norðurlandanna og hópur norænna forstjóra.
Forsætisráðherrar Norðurlandanna og hópur norænna forstjóra.
Auglýsing

For­sæt­is­ráð­herrar Norð­ur­land­anna og hópur nor­rænna for­stjóra skrif­uðu undir yfir­lýs­ingu um sam­starf með það að mark­miði að sporna gegn lofts­lags­breyt­ingum af manna­völdum í Hörpu í dag. Í yfir­lýs­ing­unni kemur meðal ann­ars fram að mest aðkallandi séu sam­vinna og sam­eig­in­legar aðgerðir sem beint er að lofts­lags­breyt­ing­um, betri neyslu­hegðun og fram­leiðsla og um leið verði að tryggja jafn­ara og sann­gjarn­ara sam­fé­lag.

Fjórtán fyr­ir­tæki skrif­uðu undir yfir­lýs­ing­una

Sum­ar­fundur for­sæt­is­ráð­herra Norð­ur­land­anna stendur nú ­yfir hér­ á landi. Sam­kvæmt ­Stjórn­ar­ráð­in­u verður á fund­inum fjallað um  lofts­lags­mál, nýja fram­tíð­ar­sýn Nor­rænu ráð­herra­nefnd­ar­innar til næstu 10 ára, mál­efni Norð­ur­slóða og stöðu mann­rétt­inda­mála. Þá verður sér­stak­lega horft til tæki­færa til þess að auka sam­starf Norð­ur­land­anna og Þýska­lands til að takast á við áskor­anir á alþjóða­vett­vangi, ekki hvað síst afleið­ingar lofts­lags­breyt­inga og stuðn­ing við sjálf­bæra þró­un.

Nor­rænu for­sæt­is­ráð­herr­arnir fund­uðu með for­stjórum fjórt­án ­fyr­ir­tæki á Norð­ur­lönd­un­um ­sem eru í sam­starf­i um Heims­mark­mið Sam­ein­uðu þjóð­anna undir yfir­skrift­inni Sam­tök nor­rænna for­stjóra um sjálf­bæra fram­tíð í Hörpu í dag. Þau fyr­ir­tæki sem mynda sam­tökin eru Ís­lands­banki, Mar­el, Equin­or, GS­MA, Hydro, Noki­a, Posten Nor­ge, SA­S, ­Stor­ebr­and, Swed­bank, Tel­en­or, Teli­a, Vest­a­s og Y­ara. 

Auglýsing

Öfl­ugt sam­starf stjórn­valda og atvinnu­lífs­ins lyk­ill að árangri

Á fund­inum kynntu for­stjór­arn­ir á­herslu sam­tak­anna á ­mik­il­væg­i þess að ­upp­fylla Heims­mark­mið ­Sam­ein­uð­u ­þjóð­anna með­ bættum við­skipta­háttum og auknu sam­starfi einka­geirans og hins opin­bera. Í til­kynn­ingu frá sam­tök­unum segir að ljóst sé að skammur tími sé til­ ­stefn­u en stefnt er að því að upp­fylla Heims­mark­miðin árið 2030. 

Helst­u á­herslur for­stjór­anna eru tvenns kon­ar; ann­ars vegar að ­draga úr losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda í ­starf­semi fyr­ir­tækj­anna og hins vegar að vinna sam­eig­in­lega að því að auka upp­lýs­inga­gjöf um fjöl­breytn­i í at­vinnu­líf­in­u í þeim til­gangi að ­ná fram sem bestum starfs­hátt­u­m í ­starf­semi fyr­ir­tækj­anna. Í yfir­lýs­ingu ráð­herr­anna og for­stjór­anna segir að ein mest aðkalland­i ­sam­eig­in­legra að­gerðin sé betri ­neyslu­hegð­un og fram­leiðsla.

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Mynd: Bára Huld BeckKatrín Jak­obs­dótt­ir, for­sæt­is­ráð­herra, segir að öfl­ugt sam­starf og sam­stilltar aðgerðir atvinnu­lífs og stjórn­valda séu lyk­ill­inn að árangri í loft­lags­mál­u­m. 

„Það er ánægju­legt að finna sterkan vilja atvinnu­lífs­ins til að gera betur og stjórn­völd vænta mik­ils af því sam­starfi. Við verðum að gera meira og hraðar til að ná okkar mark­miðum fyrir árið 2030. Lofts­lags­breyt­ingar koma verr niður á fátækum en ríkum og snerta konur á annan hátt en karla. Mann­rétt­indi, félags­legt rétt­læti og jafn­rétti kynj­anna eru því sam­tengd lofts­lags­málum og allar aðgerðir gegn lofts­lags­breyt­ingum verða að taka mið af því.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hoppuðu áfram eftir að heimsfaraldurinn skall á
Nýsköpunarfyrirtækið Kara Connect fékk óvæntan meðbyr þegar heimsfaraldurinn fór að geisa og ætlar að nýta sér aðstæðurnar til þess að vaxa hraðar en áætlað var. Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir framkvæmdastjóri Köru Connect ræddi við Kjarnann.
Kjarninn 30. maí 2020
Leiðtogar ríkisstjórnar Íslands.
34 milljarðar króna í að viðhalda störfum en 27 milljarðar króna í að eyða þeim
Hlutabótaleiðin mun líkast til kosta 45 sinnum meira en upphaflega var lagt upp með. Hún hefur, að mati ríkisendurskoðunar, verið misnotuð á margan hátt til að ná út fé úr ríkissjóði. Nú býðst sömu fyrirtækjum sem hana nýttu ríkisstyrkir til að reka fólk.
Kjarninn 30. maí 2020
Stækkuð og lituð mynd af frumu (bleikur litur) sem er verulega sýkt af SARS-CoV-2 veirunni (grænn litur).
„Eins og líkaminn væri vígvöllur“
Það er varla annað hægt en að bera óttablandna virðingu fyrir lífveru sem hefur eignast tugmilljónir afkomenda um allan heim á nokkrum mánuðum, segir mannerfðafræðingurinn Agnar Helgason sem sjálfur smitaðist og hefur teiknað upp ættartré veirunnar.
Kjarninn 29. maí 2020
Yfir 4.000 manns hafa látist í Svíþjóð vegna COVID-19. Flest hafa smitin verið í höfuðborginni Stokkhólmi.
Skilja Svíþjóð út undan
Landamæri Danmerkur og Noregs að Svíþjóð verða ekki opnuð um miðjan júní. Þau verða hins vegar opnuð gagnvart Íslandi. Utanríkisráðherra Svíþjóðar segir ákvörðunina pólitíska – ekki vísindalega.
Kjarninn 29. maí 2020
Kolbeinn Óttarsson Proppé var framsögumaður frumvarpsins í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd.
Upplýsingalögum verður ekki breytt í takt við vilja Samtaka atvinnulífsins
Umfjöllun um frumvarp forsætisráðherra um breytingar á upplýsingalögum, þar sem átti að gera það skylt að leita upplýsinga hjá þriðja aðila, hefur verið hætt af stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Það mun því að óbreyttu ekki verða að lögum.
Kjarninn 29. maí 2020
Starfsfólk Icelandair taki á sig 10 prósent launaskerðingu
Icelandair hefur óskað eftir því að starfsfólk fyrirtækisins taki á sig 10 prósent launaskerðingu eða 10 prósent skert starfshlutfall í júní og júlí. Laun forstjóra og stjórnar munu skerðast sem og laun framkvæmdastjóra.
Kjarninn 29. maí 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 36. þáttur: Á flótta og í felum
Kjarninn 29. maí 2020
Um 500 skólar í Suður-Kóreu hafa frestað því að hefja starfsemi á ný vegna fjölgun smita undanfarna daga.
Suður-Kórea stígur skref til baka
Fjölgun nýrra smita í Suður-Kóreu síðustu daga þykir sýna þá hættu sem getur skapast þegar takmörkunum á samkomum fólks er aflétt. Yfirvöld hafa aftur gripið til aðgerða til að hefta útbreiðslu veirunnar.
Kjarninn 29. maí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent