Ríkislögmaður ver hagsmuni ríkisins vegna þrots Pressunnar

Einar Karl Hallvarðsson hrl., ríkislögmaður, staðfestir að mál sé núna í dómskerfinu þar sem bússtjóri Pressunnar vill láta rifta greiðslum til ríkissjóðs, sem Pressan skuldaði við fall fyrirtækisins. Sviðin jörð vanefnda í tengslum við reksturinn.

Hæstiréttur
Auglýsing

Bús­stjóri Pressunn­ar, gjald­þrota fjöl­miðla­fyr­ir­tæk­is, telur að rifta þurfi greiðslum til kröfu­hafa félags­ins skömmu áður en félagið fór í þrot, og þar á meðal eru greiðslur í rík­is­sjóð vegna skulda á opin­berum gjöld­um. 

Einar Karl Hall­varðs­son hrl., rík­is­lög­mað­ur, stað­festi í sam­tali við Kjarn­ann að rift­un­ar­mál vegna greiðslna frá Press­unni væri nú komið inn á borð dóm­stóla, sem tengd­ist hags­munum rík­is­sjóðs, en hann varð­ist frek­ari frétta af mál­inu og vís­aði á bús­stjór­ann.

Árum saman hafði fjár­munum sem til­heyrðu rík­is­sjóði, líf­eyr­is­sjóðum og stétta­fé­lög­um, það er launa­tengdum gjöld­um, ekki verið skilað með lög­bundnum hætti í rekstri Pressunn­ar, og því var félagið í reynd rekið ólög­lega miss­erum sam­an, en tók á sama tíma þátt við­skiptum á mark­aði, þar á meðal aug­lýs­inga­mark­að­i. 

Auglýsing

Slíkt er óheim­ilt sam­­kvæmt lög­­um, og refs­ing við­lögð við því að standa ekki skil á þessum gjöld­um, fyrir ábyrgð­­ar­­menn rekst­­ur­s­ins.

Eins og greint hefur verið frá á vef Kjarn­ans þá vill Krist­ján Thor­lacius hrl., bús­stjóri Pressunn­ar, láta rifta gjörn­ingum fyrir þrot fyr­ir­tæk­is­ins upp á um 400 millj­ónir króna. Málin eru nú komin inn á borð dóm­stóla, en hafa ekki verið til lykta leidd enn. Fá þeir sem eiga hags­muna að gæta vegna rift­un­ar­mál­anna frest til að skila inn grein­ar­gerð­um, áður en málin verða form­lega tekin fyr­ir. 

Málin eru höfðuð þar sem það er mat slita­bús­stjóra Pressunnar að jafn­ræðis meðal kröfu­hafa hafi ekki verið gætt við ráð­stöfun á fjár­munum félags­ins, í fyrr­nefndum mál­um, enda var fjár­hagur félags­ins fyrir löngu kom­inn í upp­nám áður en það fór form­lega í þrot.

Sam­tals var kröfum upp á 315 millj­­ónir króna lýst í þrotabú Pressunnar og um 235 millj­­ónum króna í bú DV ehf., sem var í eigu Press­unn­­ar.

Kröf­u­lýs­inga­frestur í þrotabú DV rann út í maí. Meðal krafna voru meðal ann­­ars yfir 50 millj­­óna for­­gangs­­kröfur vegna van­­gold­inna launa og líf­eyr­is­greiðslna.

Almennar kröfur voru upp á 183,5 millj­­ónir króna og var stærsta krafan frá Toll­­stjóra vegna opin­berra gjalda, að því er fram kom í frétt RÚV í maí síð­­ast­liðn­­­um.

Rétt áður en Pressan varð gjald­­þrota, keypti félagið Frjáls fjöl­miðlun ehf., sem Sig­­urður G. Guð­jóns­­son hrl. á, stóran hluta af eignum Press­unn­­ar.

Meðal ann­­ars voru það DV, Pressan, Eyj­an, Bleikt og 433.­­is. Síðan þá hafa flestir fjöl­mið­l­­arnir farið undir vef DV.­­is.

Frjáls fjöl­miðlun ehf., sem rekur DV og fleiri fjöl­miðla, tap­aði 43,6 millj­­­ónum króna á þeim tæpu fjórum mán­uðum sem félagið var starf­andi á árinu 2017. Tekjur þess voru 81,4 millj­­­ónir króna frá því að félagið hóf starf­­­semi í sept­­­em­ber 2017 og fram að ára­­­mót­­­um.

Eig­andi Frjálsrar fjöl­mið­l­unar er félagið Dals­dalur ehf. Eini skráði eig­andi þess er Sig­­­urður G. Guð­jóns­­­son lög­­­­­maður sem er einnig skráður fyr­ir­svar­s­­­maður Frjálsrar fjöl­mið­l­unar hjá Fjöl­miðla­­­nefnd.

Frjáls fjöl­miðlun hóf starf­­­semi í sept­­­em­ber 2017. Heild­­­ar­tap fyrir skatta var 54,5 millj­­­ónir króna en skatt­inn­­­eign skil­aði félag­inu 10,9 milljón króna í tekjur sem töldu á móti.

Alls eru eignir Frjálsrar fjöl­mið­l­unar metnar á 529 millj­­­ónir króna. Þar af eru óefn­is­­­legar eignir bók­­­færðar á 470 millj­­­ónir króna.

Skuldir félags­­­ins, sem er ein stærsta einka­rekna fjöl­miðla­­­sam­­­steypa lands­ins, voru 542 millj­­­ónir króna um síð­­­­­ustu ára­­­mót og  var stofnað til þeirra á síð­­­asta ári. Þar munar mest um 425 milljón króna skuld við eig­and­ann, Dals­­­dal ehf. Sú skuld, sem virð­ist vaxta­­­laus, á að greið­­­ast til baka á árunum 2018 til 2022, 85 millj­­­ónir króna á ári. Ekki kemur fram í árs­­­reikn­ingi Dals­dals ehf. hver lán­aði því félagi fjár­­­­­magn til að lána Frjálsri fjöl­miðlun en þar segir að Dals­dalur eigi að greiða þeim aðila alla upp­­­hæð­ina til baka í ár, 2018.

Þá kemur fram í árs­­­reikn­ingi Frjálsrar fjöl­mið­l­unar að ógreitt kaup­verð eigna væri 53 millj­­­ónir króna í árs­­­lok 2017. Eigið fé félags­­­ins var nei­­­kvætt um 13,3 millj­­­ónir króna um síð­­­­­ustu ára­­­mót, inn­­­greitt hlutafé var 30 millj­­­ónir króna og félagið átti 14,6 millj­­­ónir króna í hand­­­bæru fé.

Björn Ingi Hrafns­­son, fyrr­ver­andi borg­­ar­­full­­trúi Fram­­sókn­­ar­­flokks­ins, var lengst af helsti for­svar­s­­maður Pressunnar og stærsti eig­andi.Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Vörur Gaza Company byggja hvort tveggja á íslenskum og palenstínskum hefðum í saumaskap.
Gjöf frá Gaza
Markmið verkefnisins Gjöf frá Gaza er að hjálpa palestínskum konum að halda fjárhagslegu sjálfstæði sínu svo þær geti framfleytt sér og fjölskyldum sínum. Nú má kaupa vörur Gaza Company á Karolinafund og styðja þannig við verkefnið.
Kjarninn 27. september 2020
Eggert Gunnarsson
Stórihvellur
Kjarninn 27. september 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir
Nokkur orð um stöðuna
Kjarninn 27. september 2020
Halldór Benjamín var gestur í Silfrinu í dag.
Segir algjöran skort hafa verið á samtali
Halldór Benjamín Þorbergsson sagði í Silfrinu í morgun að verkalýðshreyfingin hefði hafnað því að eiga í samtali um útfærsluatriði Lífskjarasamnings. Kosning fyrirtækja innan SA um afstöðu til uppsagnar kjarasamninga hefst á morgun.
Kjarninn 27. september 2020
Tuttugu ný smit innanlands – fjölgar á sjúkrahúsi
Fjórir einstaklingar liggja nú á sjúkrahúsi vegna COVID-19 og fjölgar um tvo milli daga. Einn sjúklingur er á gjörgæslu.
Kjarninn 27. september 2020
Framundan er stór krísa en við höfum val
„Okkar lærdómur af heimsfaraldrinum er sá að við höfum gengið of hart fram gagnvart náttúrunni og það er ekki víst að leiðin sem við vorum á sé sú besta,“ segir Stefán Gíslason, umhverfisstjórnunarfræðingur.
Kjarninn 27. september 2020
James Albert Bond er hér til vinstri ásamt Daniel Craig sem hefur farið með hlutverk njósnarans James Bond síðustu ár.
Bond, James Bond
Margir kannast við eina frægustu persónu hvíta tjaldsins, James Bond njósnara hennar hátignar. Sem ætíð sleppur lifandi, þótt stundum standi tæpt. Færri vita að til var breskur njósnari með sama nafni, sá starfaði fyrir Breta í Póllandi.
Kjarninn 27. september 2020
Ísak Már Jóhannesson
Má bjóða þér skógarelda með kaffinu?
Kjarninn 26. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent