Katrín staðfestir viðræður við Framsókn og Samfylkingu

Katrín Jakobsdóttir
Auglýsing

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­maður Vinstri grænna, stað­festir að flokkur hennar hafi átt í óform­legum við­ræðum við Fram­sókn­ar­flokk og Sam­fylk­ingu um félags­legar áherslur sem flokk­arnir þrír geti sam­ein­ast um hvort sem er við stjórn­ar­myndun eða í stjórn­ar­and­stöðu. Hún segir ótíma­bært og ekki við hæfi að svara spurn­ingum um hvort þessir flokkar stefndu á stjórn­ar­mynd­ar­við­ræður við Sjálf­stæð­is­flokk­inn. Frá þessu er greint á mbl.­is.

Í Morg­un­blað­inu í morgun var full­yrt að Sig­urður Ingi Jóhanns­son, for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins, og Katrín hafi und­an­farna daga farið yfir mál og sett punkta á blað sem eigi að vera grund­­völlur við­ræðna við Sjálf­­stæð­is­­flokk­inn um rík­­is­­stjórn­­­ar­­sam­­starf. Því væru Vinstri græn og Fram­­sókn­­ar­­flokk­­ur­inn að reyna að gera sig að val­­kosti fyrir Sjálf­­stæð­is­­flokk í stjórn­­­ar­­sam­­starfi nú þegar for­m­­legar við­ræður hans við Við­reisn og Bjarta fram­­tíð um myndun rík­­is­­stjórnar eru langt komnar og búist er við að stjórn­­­ar­sátt­­máli þeirra verði kynntur fyrir viku­­lok. 

Fram til þessa hefur mik­ill meiri­hluti þing­­flokks Vinstri grænna lagst alfarið gegn því að mynda rík­­is­­stjórn með Sjálf­­stæð­is­­flokki og Fram­­sókn­­ar­­flokki. 

Auglýsing

Frétta­­blaðið greindi hins vegar frá því í morgun að sátt hafi náðst í öllum þeim stóru málum sem steytti á í síð­­­ustu tveimur við­ræð­u­lotum milli Sjálf­­stæð­is­­flokks, Við­reisnar og Bjartrar fram­­tíð­­ar. Þar segir að þjóð­­ar­at­­kvæða­greiðsla verði haldin um hvort hefja eigi aðild­­ar­við­ræður að Evr­­ópu­­sam­­band­inu að nýju og að ákvæði verði í stjórn­­­ar­sátt­­mála um að skoð­­anir rík­­is­­stjórn­­­ar­­flokk­anna á mál­inu séu afar mis­­mun­andi. Þeim verði því í sjálf­­vald sett hvernig þeir greiði atkvæði um þings­á­­lyktun um atkvæða­greiðsl­una. Sam­­kvæmt þessu mun málið því verða sett til þings­ins í formi þings­á­­lykt­unar og án fulls stuðn­­ings nýrrar rík­­is­­stjórn­­­ar. Það mun svo ákveða hvort atkvæða­greiðslan fari fram eður ei.

Ótt­arr Proppé, for­maður Bjartrar fram­tíð­ar, stað­festi í Morg­un­út­varp­inu á Rás 2 í morgun að við­ræður flokks hans, Við­reisnar og Sjálf­stæð­is­flokks væru lengra komnar en fyrri stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræð­ur. Allir flokk­arnir hafi gefið eitt­hvað eftir frá kosn­in­um. Stjórn­ar­sátt­máli væri hins vegar ekki und­ir­rit­aður enn sem komið er. 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Einar S. Hálfdánarson
Meðreiðarsveinar Pútíns
Kjarninn 24. maí 2022
Indriði H. Þorláksson
Allt orkar tvímælis þá gert er
Kjarninn 24. maí 2022
Kristrún Frostadóttir þingmaður Samfylkingarinnar.
Húsnæði ætti ekki að vera uppspretta ávöxtunar – heldur heimili fólks
Þingmaður Samfylkingarinnar segir að húsnæðismarkaðurinn eigi ekki að vera fjárfestingarmarkaður. Það sé eitt að fjárfesta í eigin húsnæði til að eiga samastað og búa við húsnæðisöryggi, annað þegar íbúðarkaup séu orðin fjárfestingarkostur fyrir ávöxtun.
Kjarninn 24. maí 2022
Kalla eftir hækkun atvinnuleysisbóta
Í umsögn sinni við frumvarp um mótvægisaðgerðir vegna verðbólgu segir ASÍ að nokkrir hópar séu viðkvæmastir fyrir hækkandi verðlagi og vaxtahækkunum. ASÍ styður þá hugmyndafræði að ráðast í sértækar aðgerðir í stað almennra aðgerða.
Kjarninn 24. maí 2022
Meirihlutaviðræður Viðreisnar, Framsóknar, Pírata og Samfylkingar í Reykjavík eru hafnar.
Málefnin rædd fyrst og verkaskipting í lokin
Oddvitar Framsóknarflokks, Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar í Reykjavík lýsa öll yfir ánægju með viðræður um myndun meirihluta í Borgarstjórn Reykjavíkur sem eru formlega hafnar. Öll áhersla verður lögð á málefni áður en verkaskipting verður rædd.
Kjarninn 24. maí 2022
Emil Dagsson.
Emil tekinn við sem ritstjóri Vísbendingar
Ritstjóraskipti hafa orðið hjá Vísbendingu. Jónas Atli Gunnarsson kveður og Emil Dagsson tekur við. Kjarninn hefur átt Vísbendingu í fimm ár.
Kjarninn 24. maí 2022
Einar Þorsteinsson og Þordís Lóa Þórhallsdóttir leiða tvö af þeim fjórum framboðum sem munu ræða saman um myndun meirihluta.
Framsókn býður Samfylkingu, Pírötum og Viðreisn til viðræðna um myndun meirihluta
Bandalag þriggja flokka mun ræða við Framsókn um myndun meirihluta í Reykjavík sem myndi hafa 13 af 23 borgarfulltrúum á bakvið sig. Boðað hefur verið til blaðamannafundar klukkan 11 til að svara spurningum fjölmiðla um málið.
Kjarninn 24. maí 2022
„Á meðan helvítis eftirspurnin er þá er framboð“
Vændi venst ekki og verður bara verra með tímanum, segir viðmælandi í nýrri bók þar sem rætt er við sex venjulegar konur sem hafa verið í vændi. Þær lýsa m.a. ástæðum þess af hverju þær fóru út í vændi og þeim skelfilegu afleiðingum sem það hafði á þær.
Kjarninn 24. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent
None