Meniga notendur keyptu 300 prósent meira af Eldum rétt

Eldum rétt
Auglýsing

Meðal Íslend­ing­ur­inn sem er skráður hjá Meniga fór 158 sinnum í mat­vöru­verslun á síð­asta ári og eyddi í það 668.419 krón­um. Til sam­an­burðar keypti hann sér til­bú­inn mat 139 sinnum fyrir sam­tals 305.143 krón­um. Þar er spútnik­fyr­ir­tæki árs­ins Eldum rétt, en sölu­aukn­ing þess fyr­ir­tækis til not­enda Meniga á árinu 2016 nam 300 pró­sent­um. Þetta kemur fram í grein um með­al­neyslu íslenskra Meniga-not­enda á árinu 2016.

Töl­urnar byggja á neyslu­hegðun þeirra 59.121 íslensku not­enda sem skráð eru í Meniga hag­kerf­ið. Sam­tals eyddi sá hópur 513 millj­örðum króna á árinu 2016.

Not­end­urnir versl­uðu oft­ast allra mat­vöru­versl­ana í Bónus (41 sinnum að með­al­tali) og eyddi þar mestu fé (275.378 krón­ur). Flestir Meniga-not­endur tóku elds­neyti á N1. Meðal not­and­inn fór 16 sinnum í Vín­búð­ina og eyddi sam­tals 91.394 krónum í þær vörur sem hún býður upp á.

Auglýsing

Eldum rétt, sem selur og sendir heim til­búna pakka með öllu hrá­efni sem til þarf til að elda mat, er hástökkvari árs­ins hjá Meniga í flokknum „Til­bú­inn mat­ur“. Alls var sölu­aukn­ing þeirra hjá not­endum Meniga 300 pró­sent milli ára. Meðal not­and­inn keypti pakka frá Eldum rétt, sem inni­heldur þrjár mál­tíð­ir, átta sinnum á árinu 2016 og eyddi í það 74.214 krón­um. Í grein um árið hjá Meniga í töl­um, sem birt hefur verið á Medium, segir að sumir muni segja að Eldum rétt ætti frekar að keppa í öðrum flokki en „Til­bú­inn mat­ur“ í ljósi þess að mat­ur­inn frá þeim sé alls ekki til­bú­inn. „Þó þeir keppi við stóru mat­vöru­versl­an­irnar vinna þeir lík­a,“ segir í grein­inni.

Meðal not­andi Meniga hag­kerf­is­ins á Íslandi eyðir 29.066 krónum í Dom­inos pizzur á ári. Hann greiðir enn fremur 23.939 krónur á ári fyrir mat á Fisk­mark­aðn­um. Mun­ur­inn felst í því að not­and­inn fer níu sinnum á Dom­inos fyrir ofan­greinda upp­hæð en ein­ungis einu sinni á Fisk­mark­að­inn.

Hug­bún­aður Meniga er nú not­aður af 71 banka í 18 löndum og þar með hafa 43 millj­ónir manna aðgang að hon­um.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Frá brautarpalli við aðallestarstöðina í þýsku borginni Speyer. Ef til vill hafa einhverjir þessara farþega nýtt sér níu evru miðann.
Aðgangur að almenningssamgöngum í heilan mánuð fyrir níu evrur
Níu evru miðinn gildir í allar svæðisbundnar samgöngur í Þýskalandi til loka ágústmánaðar. Þetta samgönguátak er hluti af aðgerðapakka stjórnvalda vegna vaxandi verðbólgu og hækkandi orkuverðs en er einnig ætlað að stuðla að umhverfisvænni ferðavenjum.
Kjarninn 26. júní 2022
Steingrímur J. Sigfússon hætti á þingi í fyrrahaust. Síðan þá hefur hann verið skipaður til að leiða tvo hópa á vegum ríkisstjórnarinnar.
Steingrímur J., Óli Björn og Eygló skipuð í stýrihóp til að endurskoða örorkukerfið
Fyrrverandi formaður Vinstri grænna, þingmaður Sjálfstæðisflokks, fyrrverandi félagsmálaráðherra og aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar mynda stýrihóp sem á að endurskoða örorkulífeyriskerfið. Hópurinn á að skila af sér eftir tvö ár. Ingu Sæland er óglatt.
Kjarninn 26. júní 2022
Örn Bárður Jónsson
Veðurfræðingar án framtíðar!
Kjarninn 26. júní 2022
Heildartekjur fjarskiptafyrirtækja jukust um 6,1 milljarð í fyrra og voru 72,4 milljarðar
Farsímaáskriftum fjölgaði aftur í fyrra eftir að hafa fækkað í fyrsta sinn frá 1994 á árinu 2020. Tekjur fjarskiptafyrirtækjanna af sölu á farsímaþjónustu jukust gríðarlega samhliða þessari þróun.
Kjarninn 26. júní 2022
Anna Marsibil Clausen, ritstjóri hlaðvarpa hjá RÚV.
„Rökrétt framhald á kaffistofuumræðunni á tímum ólínulegrar dagskrár“
Svokölluð fylgivörp, hlaðvörp um sjónvarpsefni, eru rökrétt framhald á kaffistofuumræðunni á tímum ólínulegrar dagskrár að mati ritstjóra hlaðvarpa hjá RÚV.
Kjarninn 26. júní 2022
Harmsaga fílsins Happy
Hún er ekki persóna sem á rétt á frelsi segja dómstólar þrátt fyrir að henni hafi verið rænt frá fjölskyldu sinni, hún fönguð, bundin og barin. Misst einu vini sína í prísundinni og aldrei eignast afkvæmi.
Kjarninn 26. júní 2022
Fólk lagði blóm og kerti á götu í Stokkhólmi til minningar um sænska rapparann Einar sem var skotinn til bana í október í fyrra.
Sænskir ráðherrar í læri hjá Dönum
Á meðan morðum sem framin eru með skotvopnum fækkar í mörgum Evrópulöndum fjölgar þeim í Svíþjóð. Í Danmörku fækkar slíkum morðum og nú vilja Svíar læra af Dönum hvernig hægt sé að draga úr glæpum af þessu tagi.
Kjarninn 26. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Uppvakningar
Kjarninn 25. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent
None