Meniga notendur keyptu 300 prósent meira af Eldum rétt

Eldum rétt
Auglýsing

Meðal Íslend­ing­ur­inn sem er skráður hjá Meniga fór 158 sinnum í mat­vöru­verslun á síð­asta ári og eyddi í það 668.419 krón­um. Til sam­an­burðar keypti hann sér til­bú­inn mat 139 sinnum fyrir sam­tals 305.143 krón­um. Þar er spútnik­fyr­ir­tæki árs­ins Eldum rétt, en sölu­aukn­ing þess fyr­ir­tækis til not­enda Meniga á árinu 2016 nam 300 pró­sent­um. Þetta kemur fram í grein um með­al­neyslu íslenskra Meniga-not­enda á árinu 2016.

Töl­urnar byggja á neyslu­hegðun þeirra 59.121 íslensku not­enda sem skráð eru í Meniga hag­kerf­ið. Sam­tals eyddi sá hópur 513 millj­örðum króna á árinu 2016.

Not­end­urnir versl­uðu oft­ast allra mat­vöru­versl­ana í Bónus (41 sinnum að með­al­tali) og eyddi þar mestu fé (275.378 krón­ur). Flestir Meniga-not­endur tóku elds­neyti á N1. Meðal not­and­inn fór 16 sinnum í Vín­búð­ina og eyddi sam­tals 91.394 krónum í þær vörur sem hún býður upp á.

Auglýsing

Eldum rétt, sem selur og sendir heim til­búna pakka með öllu hrá­efni sem til þarf til að elda mat, er hástökkvari árs­ins hjá Meniga í flokknum „Til­bú­inn mat­ur“. Alls var sölu­aukn­ing þeirra hjá not­endum Meniga 300 pró­sent milli ára. Meðal not­and­inn keypti pakka frá Eldum rétt, sem inni­heldur þrjár mál­tíð­ir, átta sinnum á árinu 2016 og eyddi í það 74.214 krón­um. Í grein um árið hjá Meniga í töl­um, sem birt hefur verið á Medium, segir að sumir muni segja að Eldum rétt ætti frekar að keppa í öðrum flokki en „Til­bú­inn mat­ur“ í ljósi þess að mat­ur­inn frá þeim sé alls ekki til­bú­inn. „Þó þeir keppi við stóru mat­vöru­versl­an­irnar vinna þeir lík­a,“ segir í grein­inni.

Meðal not­andi Meniga hag­kerf­is­ins á Íslandi eyðir 29.066 krónum í Dom­inos pizzur á ári. Hann greiðir enn fremur 23.939 krónur á ári fyrir mat á Fisk­mark­aðn­um. Mun­ur­inn felst í því að not­and­inn fer níu sinnum á Dom­inos fyrir ofan­greinda upp­hæð en ein­ungis einu sinni á Fisk­mark­að­inn.

Hug­bún­aður Meniga er nú not­aður af 71 banka í 18 löndum og þar með hafa 43 millj­ónir manna aðgang að hon­um.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eigið fé Íslendinga 5.635 milljarðar í lok árs 2020 – Jókst um 65 prósent á fimm árum
Á árunum 2015 til 2020 jókst eigið fé Íslendingar um 2.227 milljarða króna. Þorri eigna þeirra er bundið í fasteignum, eða um 73 prósent. Á árinu 2020 voru það þó, í fyrsta sinn, aðrar eignir en hækkun á virði fasteigna sem hækkuðu mest í virði.
Kjarninn 22. janúar 2022
Ingunn Reynisdóttir
Í þágu hestsins
Kjarninn 22. janúar 2022
Þorkell Helgason
Aukið vægi útstrikana í komandi sveitarstjórnarkosningum
Kjarninn 22. janúar 2022
Ráðherrar þeirrar ríkisstjórnarinnar sem sat að völdum þegar eftirlaunalögin voru samþykkt.
Tíu hlutir sem hægt væri að gera fyrir kostnað vegna eftirlauna ráðherra og þingmanna
257 fyrrverandi þingmenn og 46 fyrrverandi ráðherrar fá eftirlaun á grundvelli umdeildra eftirlaunalaga sem voru í gildi á árunum 2003 til 2009. Alls kostaði þetta 876 milljónir króna í fyrra. Hér eru tíu hlutir sem hægt væri að gera fyrir það fé á ári.
Kjarninn 22. janúar 2022
Jepplingur á ferð í Laugarnesi í Reykjavík. Bílar af þessari stærðargráðu og stærri hafa orðið æ algengari á götunum undanfarin ár.
Bílarnir á götunum þyngjast og þyngjast
Nýskráðir fólksbílar á Íslandi árið 2021 voru að meðaltali um 50 prósentum þyngri en bílarnir voru árið 1990. Þetta er alþjóðleg þróun – sem sumir segja að sé helst leidd af bílaframleiðendum sem vilja selja almenningi stærri og dýrari bíla ár frá ári.
Kjarninn 22. janúar 2022
Nokkrir valkostanna sem eru til skoðunar gera ráð fyrir jarðgöngum í gegnum Reynisfjall og að vegurinn liggi meðfram Víkurfjöru.
Sér ekki hvað nýr valkostur um Mýrdal á að leysa
Oddviti Mýrdalshrepps telur að nýjum valkosti Vegagerðarinnar við færslu hringvegarins í Mýrdal myndi fylgja umtalsvert meira jarðrask en láglendisvegi og jarðgöngum.
Kjarninn 22. janúar 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Microsoft kaupir Blizzard og frábær CES
Kjarninn 22. janúar 2022
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Stefnt að því að koma Íslandi í efstu sætin á Regnbogakortinu
Forsætisráðherra hefur lagt fram framkvæmdaáætlun í málefnum hinsegin fólks í 17 liðum fram í samráðsgátt stjórnvalda. Á meðal aðgerða er að stjórnendur hjá ríkinu og lögreglumenn fái fræðslu um málefni hinsegin fólks.
Kjarninn 21. janúar 2022
Meira úr sama flokkiInnlent
None