Að borða fíl

Ingibjörg Ýr Jóhannsdóttir segir að margt sé eftir óunnið varðandi spillingu hér á landi. Góð byrjun væri að viðurkenna að spilling þrífst á Íslandi, kalla eftir auknu gagnsæi og að útbúa reglur um uppljóstrun og skipulag í kringum slíkt úrræði.

Auglýsing

Umræða um spill­ingu hefur verið áber­andi hér á landi und­an­farin ár. Ýmis mál hafa komið upp á yfir­borðið sem hreyft hafa við sam­fé­lag­inu og sum hver vakið upp spurn­ingar um spill­ingu, sið­ferði og góða stjórn­sýslu­hætti.

Almenn skil­grein­ing á spill­ingu er þegar ein­hver mis­notar vald sem honum er treyst fyrir í stað­inn fyrir per­sónu­legan ávinn­ing. En spill­ing er ekki bara spill­ing. Hún getur verið póli­tísk, mikil eða lítil og hægt er að flokka spill­ingu eftir því hvar hún á sér stað. Einnig er hægt að flokka spill­ingu út frá þeim kostn­aði sem hlýst af henni. Hægt að skipta kostn­að­inum í fjóra flokka: Efna­hags­legan, umhverf­is­legan, sam­fé­lags­legan og póli­tísk­an. Spill­ing getur haft marg­vís­leg áhrif á sam­fé­lög og kostað fólk pen­ing, heilsu og frelsi. Í verstu til­fell­unum kostar spill­ing fólk líf­ið. Spill­ing eyðir þeim böndum sem halda sam­fé­lögum saman og grefur undan trausti almenn­ings á stofn­un­um, for­ystu þeirra og póli­tískum kerf­um.

Í eðli sínu hvílir leynd yfir spill­ingu og hana er erfitt að mæla. Þess vegna eigum við að leggja við hlustir þegar sér­fræð­ingar vara við spill­ing­ar­hætt­um, eða hrein­lega spill­ingu, því hún er ekki einka­mál nokk­urs manns. Gott væri að byrja á þeirri stað­reynd að spill­ing fylgir öllum sam­fé­lög­um. Og já. Það er líka spill­ing á Íslandi.

Auglýsing

Nokkur dæmi um spill­ingu eru: Mút­ur, fjár­kúg­un, fjár­drátt­ur, vin­ar­greiði, hags­muna­á­rekst­ur, svik, pen­inga­þvætti, þrýsti­hópa­starf­semi og að fanga rík­is­vald­ið. Það síð­ast nefnda á við aðstæður þar sem valda­miklar stofn­an­ir, ein­stak­ling­ar, fyr­ir­tæki eða hópar nota spill­ingu til að móta stefnu stjórn­valda, hag­fræði­lega/efna­hags­lega eða laga­lega, í þeim til­gangi að þjóna eigin hags­mun­um.

Í sam­hengi við umræð­una um spill­ingu er oft talað um „skemmdu eplin“, eins og lausnin sé fólgin í því að tína þau upp úr tunn­unni og þá verði allt í himna lagi. En kannski eru það ekki eplin sem eru skemmd heldur tunn­an. Tunnan getur jú verið skemmd en eplin í lagi, enn sem komið er. Kannski er spill­ingin sem kemur upp á yfir­borðið merki um galla í kerf­inu sem eng­inn við­ur­kennir að séu til stað­ar, sama hvort gall­arnir séu hann­aðir á með­vit­aðan hátt eða ekki. Sumir fræði­menn telja að verk­efnið við að ná tökum á spill­ingu feli einmitt í sér að skoða tunn­una en ekki eplin. Það getur nefni­lega verið auð­velt að búa til „skemmt epli“. Þegar ein­hver tekur á sig skell­inn af til­teknu máli er auð­velt að benda á eplið og beina sjónum frá tunn­unni. Þannig er hægt að frið­þægja almenn­ing, kveða niður gagn­rýn­is­raddir og/eða kröfur um frek­ari skoðun eða aðgerð­ir. Tunnan er jafn skemmd eftir sem áður.

Það er margt eftir óunnið varð­andi spill­ingu hér á landi. Margt er sann­ar­lega á réttri leið en þrátt fyrir það er ekki erfitt að finna dæmi um alvar­lega kerf­is­galla.

Góð byrjun væri að við­ur­kenna að spill­ing þrífst hér á landi, kalla eftir auknu gagn­sæi og að útbúa reglur um upp­ljóstrun og skipu­lag í kringum slíkt úrræði. Siða­reglur mættu vera meira í heiðri hafð­ar, ekk­ert síður en lög, og kort­leggja þarf spill­ing­ar­hættur hvar sem þær geta mynd­ast. Sama í hvaða geira og sama á hvaða stigi. Verk­efnið er stórt en ekki óyf­ir­stíg­an­legt. Getum byrjað á því að tala um spill­ingu eins og hún er og þá stað­reynd að hún er bæði raun­veru­leg og við­var­andi. Við getum líkt þessu verk­efni við því að borða fíl. Og hvernig borðar maður fíl? Með því að taka einn bita í einu.

Höf­undur er rann­sókn­ar­lög­reglu­maður og stjórn­sýslu­fræð­ing­ur. Heim­ildir fyrir efni grein­ar­innar er að finna í óbirtri MPA rit­gerð höf­undar um lög­reglu­spill­ingu og mögu­legar birt­ing­ar­myndir spill­ingar í starfs­um­hverfi lög­reglu­manna.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jóhannes Stefánsson er handhafi sænsku sjálfbærniverðlaunanna WIN WIN árið 2021.
Jóhannes Stefánsson í hóp með Kofi Annan og Al Gore
Uppljóstrarinn Jóhannes Stefánsson fær tæpar 15 milljónir króna í verðlaunafé fyrir að vinna sænsku sjálfbærniverðlaunin WIN WIN Gothenburg. Heimsþekkt fólk hefur hlotið þessi verðlaun á fyrri árum.
Kjarninn 21. apríl 2021
Peningum á Íslandi er áfram sem áður stýrt af körlum
Áttunda árið í röð framkvæmdi Kjarninn úttekt á því hver kynjahlutföll séu á meðal þeirra sem stýra peningum á Íslandi. Fyrirtækjunum sem úttektin náði til fjölgaði lítillega á milli ára og samsetning þeirra breyttist aðeins.
Kjarninn 21. apríl 2021
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Tæknivarpið - Apple kynnir skífur fyrir utangátta, nýjan iMac og iPad Pro
Kjarninn 21. apríl 2021
Stefán Jón Hafstein
Óttast um Elliðaárnar
Kjarninn 21. apríl 2021
Sigríður Á. Andersen sagði af sér sem dómsmálaráðherra vegna málsins
Enn ekki upplýst um kostnað ríkislögmanns vegna ólöglegrar skipunar dómara í Landsrétt
Kostnaður ríkissjóðs vegna þess að þáverandi dómsmálaráðherra sinnti ekki rannsóknarreglu stjórnsýslulaga þegar hún lagði fyrir Alþingi lista yfir dómara sem ætti að skipa við Landsrétt var 141 milljónir króna í lok síðasta árs. Hann er enn að aukast.
Kjarninn 21. apríl 2021
Armin Laschet og Annalena Baerbock. Telja má nánast öruggt að annað þeirra verði næsti kanslari Þýskalands.
Armin eða Annalena?
Sextugur karl og fertug kona eru talin þau einu sem möguleika eiga á að taka við af Angelu Merkel og verða næsti kanslari Þýskalands. Græningjar með Önnulenu Baerbock í fararbroddi eru á flugi í skoðanakönnunum.
Kjarninn 20. apríl 2021
Heimild verði til að skikka alla frá áhættulöndum í sóttvarnahús
Ríkisstjórnin leggur til lagabreytingu sem felur í sér að heimilt verði að skikka alla frá áhættusvæðum í sóttvarnarhús við komuna til landsins og einnig að hægt verði að banna ferðalög frá löndum þar sem faraldurinn geisar hvað mest.
Kjarninn 20. apríl 2021
Jóhann Sigmarsson
Ef það er ekki vanhæfi þá heiti ég Júdas
Kjarninn 20. apríl 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar