Að borða fíl

Ingibjörg Ýr Jóhannsdóttir segir að margt sé eftir óunnið varðandi spillingu hér á landi. Góð byrjun væri að viðurkenna að spilling þrífst á Íslandi, kalla eftir auknu gagnsæi og að útbúa reglur um uppljóstrun og skipulag í kringum slíkt úrræði.

Auglýsing

Umræða um spill­ingu hefur verið áber­andi hér á landi und­an­farin ár. Ýmis mál hafa komið upp á yfir­borðið sem hreyft hafa við sam­fé­lag­inu og sum hver vakið upp spurn­ingar um spill­ingu, sið­ferði og góða stjórn­sýslu­hætti.

Almenn skil­grein­ing á spill­ingu er þegar ein­hver mis­notar vald sem honum er treyst fyrir í stað­inn fyrir per­sónu­legan ávinn­ing. En spill­ing er ekki bara spill­ing. Hún getur verið póli­tísk, mikil eða lítil og hægt er að flokka spill­ingu eftir því hvar hún á sér stað. Einnig er hægt að flokka spill­ingu út frá þeim kostn­aði sem hlýst af henni. Hægt að skipta kostn­að­inum í fjóra flokka: Efna­hags­legan, umhverf­is­legan, sam­fé­lags­legan og póli­tísk­an. Spill­ing getur haft marg­vís­leg áhrif á sam­fé­lög og kostað fólk pen­ing, heilsu og frelsi. Í verstu til­fell­unum kostar spill­ing fólk líf­ið. Spill­ing eyðir þeim böndum sem halda sam­fé­lögum saman og grefur undan trausti almenn­ings á stofn­un­um, for­ystu þeirra og póli­tískum kerf­um.

Í eðli sínu hvílir leynd yfir spill­ingu og hana er erfitt að mæla. Þess vegna eigum við að leggja við hlustir þegar sér­fræð­ingar vara við spill­ing­ar­hætt­um, eða hrein­lega spill­ingu, því hún er ekki einka­mál nokk­urs manns. Gott væri að byrja á þeirri stað­reynd að spill­ing fylgir öllum sam­fé­lög­um. Og já. Það er líka spill­ing á Íslandi.

Auglýsing

Nokkur dæmi um spill­ingu eru: Mút­ur, fjár­kúg­un, fjár­drátt­ur, vin­ar­greiði, hags­muna­á­rekst­ur, svik, pen­inga­þvætti, þrýsti­hópa­starf­semi og að fanga rík­is­vald­ið. Það síð­ast nefnda á við aðstæður þar sem valda­miklar stofn­an­ir, ein­stak­ling­ar, fyr­ir­tæki eða hópar nota spill­ingu til að móta stefnu stjórn­valda, hag­fræði­lega/efna­hags­lega eða laga­lega, í þeim til­gangi að þjóna eigin hags­mun­um.

Í sam­hengi við umræð­una um spill­ingu er oft talað um „skemmdu eplin“, eins og lausnin sé fólgin í því að tína þau upp úr tunn­unni og þá verði allt í himna lagi. En kannski eru það ekki eplin sem eru skemmd heldur tunn­an. Tunnan getur jú verið skemmd en eplin í lagi, enn sem komið er. Kannski er spill­ingin sem kemur upp á yfir­borðið merki um galla í kerf­inu sem eng­inn við­ur­kennir að séu til stað­ar, sama hvort gall­arnir séu hann­aðir á með­vit­aðan hátt eða ekki. Sumir fræði­menn telja að verk­efnið við að ná tökum á spill­ingu feli einmitt í sér að skoða tunn­una en ekki eplin. Það getur nefni­lega verið auð­velt að búa til „skemmt epli“. Þegar ein­hver tekur á sig skell­inn af til­teknu máli er auð­velt að benda á eplið og beina sjónum frá tunn­unni. Þannig er hægt að frið­þægja almenn­ing, kveða niður gagn­rýn­is­raddir og/eða kröfur um frek­ari skoðun eða aðgerð­ir. Tunnan er jafn skemmd eftir sem áður.

Það er margt eftir óunnið varð­andi spill­ingu hér á landi. Margt er sann­ar­lega á réttri leið en þrátt fyrir það er ekki erfitt að finna dæmi um alvar­lega kerf­is­galla.

Góð byrjun væri að við­ur­kenna að spill­ing þrífst hér á landi, kalla eftir auknu gagn­sæi og að útbúa reglur um upp­ljóstrun og skipu­lag í kringum slíkt úrræði. Siða­reglur mættu vera meira í heiðri hafð­ar, ekk­ert síður en lög, og kort­leggja þarf spill­ing­ar­hættur hvar sem þær geta mynd­ast. Sama í hvaða geira og sama á hvaða stigi. Verk­efnið er stórt en ekki óyf­ir­stíg­an­legt. Getum byrjað á því að tala um spill­ingu eins og hún er og þá stað­reynd að hún er bæði raun­veru­leg og við­var­andi. Við getum líkt þessu verk­efni við því að borða fíl. Og hvernig borðar maður fíl? Með því að taka einn bita í einu.

Höf­undur er rann­sókn­ar­lög­reglu­maður og stjórn­sýslu­fræð­ing­ur. Heim­ildir fyrir efni grein­ar­innar er að finna í óbirtri MPA rit­gerð höf­undar um lög­reglu­spill­ingu og mögu­legar birt­ing­ar­myndir spill­ingar í starfs­um­hverfi lög­reglu­manna.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Býfluga á kafi í villiblómi.
Búa til blómabelti vítt og breitt fyrir býflugur
Býflugum hefur fækkað gríðarlega mikið síðustu áratugi svo í mikið óefni stefnir. Náttúruverndarsamtök í Bretlandi fengu þá hugmynd fyrir nokkrum árum að byggja upp net blómabelta um landið til að bjarga býflugunum.
Kjarninn 14. júlí 2020
Ásta Sigríður Fjeldsted
Ásta Sigríður Fjeldsted nýr framkvæmdastjóri Krónunnar
Ásta Sigríður Fjeldsted hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Krónunnar.
Kjarninn 14. júlí 2020
Atvinnuleysi komið undir tíu prósent
Atvinnuleysi hérlendis hefur lækkað hratt að undanförnu en þar skiptir mestu hröð lækkun atvinnuleysis vegna minnkaðs starfshlutfalls. Almennt atvinnuleysi mælist 7,5 prósent og hefur lítið sem ekkert breyst frá því í apríl.
Kjarninn 14. júlí 2020
Salt Pay talið hæft til að fara með virkan eignarhlut í Borgun
Fjármálaeftirlitsnefnd Seðlabanka Íslands hefur komist að þeirri niðurstöðu að Salt Pay, með skráð aðsetur á Caymaneyjum, sé hæft til að fara með yfir 50 prósent virkan eignarhlut í Borgun.
Kjarninn 14. júlí 2020
Frá fundinum í dag
Fjögur lönd til viðbótar ekki talin áhættusvæði
Alls eru sex lönd sem ekki eru talin áhættusvæði; Danmörk, Noregur, Finnland, Þýskaland, Grænland og Færeyjar. Fólk sem kemur þaðan og hefur dvalið þar í tvær vikur samfleytt þarf ekki að fara í skimun við komuna til landsins frá og með 16. júlí.
Kjarninn 14. júlí 2020
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsmálaráðherra.
227 stuðningslán fyrir tæpa 2,2 milljarða
Alls hafa fyrirtæki hér á landi sótt um 227 stuðningslán fyrir tæpa 2,2 milljarða króna síðan opnað var fyrir umsóknir þann 9. júlí.
Kjarninn 14. júlí 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
„Vissuð þið að það er ekki refsivert á Íslandi að stela launum af vinnuaflinu?“
Formaður Eflingar hefur gert kröfu á stjórnvöld og stílað á fimm ráðuneyti. Hún vill að þau standi við gefin loforð um að heimildir til refsinga verði auknar, í samráði við aðila vinnumarkaðarins, ef atvinnurekandi brýtur gegn lágmarkskjörum launamanns.
Kjarninn 14. júlí 2020
Þinglýstum kaupsamningum fækkaði á milli ára í flestum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu. Smávægileg aukning varð í Mosfellsbæ og á Seltjarnarnesi.
Þinglýstum kaupsamningum á höfuðborgarsvæðinu fækkar milli ára
Þinglýstum kaupsamningum fjölgar víða utan höfuðborgarsvæðisins á öðrum ársfjórðungi miðað við sama tíma í fyrra. Alls fækkaði þeim um 31 prósent innan höfuðborgarsvæðisins en fjölgaði um 0,5 prósent utan þess.
Kjarninn 14. júlí 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar