Að borða fíl

Ingibjörg Ýr Jóhannsdóttir segir að margt sé eftir óunnið varðandi spillingu hér á landi. Góð byrjun væri að viðurkenna að spilling þrífst á Íslandi, kalla eftir auknu gagnsæi og að útbúa reglur um uppljóstrun og skipulag í kringum slíkt úrræði.

Auglýsing

Umræða um spill­ingu hefur verið áber­andi hér á landi und­an­farin ár. Ýmis mál hafa komið upp á yfir­borðið sem hreyft hafa við sam­fé­lag­inu og sum hver vakið upp spurn­ingar um spill­ingu, sið­ferði og góða stjórn­sýslu­hætti.

Almenn skil­grein­ing á spill­ingu er þegar ein­hver mis­notar vald sem honum er treyst fyrir í stað­inn fyrir per­sónu­legan ávinn­ing. En spill­ing er ekki bara spill­ing. Hún getur verið póli­tísk, mikil eða lítil og hægt er að flokka spill­ingu eftir því hvar hún á sér stað. Einnig er hægt að flokka spill­ingu út frá þeim kostn­aði sem hlýst af henni. Hægt að skipta kostn­að­inum í fjóra flokka: Efna­hags­legan, umhverf­is­legan, sam­fé­lags­legan og póli­tísk­an. Spill­ing getur haft marg­vís­leg áhrif á sam­fé­lög og kostað fólk pen­ing, heilsu og frelsi. Í verstu til­fell­unum kostar spill­ing fólk líf­ið. Spill­ing eyðir þeim böndum sem halda sam­fé­lögum saman og grefur undan trausti almenn­ings á stofn­un­um, for­ystu þeirra og póli­tískum kerf­um.

Í eðli sínu hvílir leynd yfir spill­ingu og hana er erfitt að mæla. Þess vegna eigum við að leggja við hlustir þegar sér­fræð­ingar vara við spill­ing­ar­hætt­um, eða hrein­lega spill­ingu, því hún er ekki einka­mál nokk­urs manns. Gott væri að byrja á þeirri stað­reynd að spill­ing fylgir öllum sam­fé­lög­um. Og já. Það er líka spill­ing á Íslandi.

Auglýsing

Nokkur dæmi um spill­ingu eru: Mút­ur, fjár­kúg­un, fjár­drátt­ur, vin­ar­greiði, hags­muna­á­rekst­ur, svik, pen­inga­þvætti, þrýsti­hópa­starf­semi og að fanga rík­is­vald­ið. Það síð­ast nefnda á við aðstæður þar sem valda­miklar stofn­an­ir, ein­stak­ling­ar, fyr­ir­tæki eða hópar nota spill­ingu til að móta stefnu stjórn­valda, hag­fræði­lega/efna­hags­lega eða laga­lega, í þeim til­gangi að þjóna eigin hags­mun­um.

Í sam­hengi við umræð­una um spill­ingu er oft talað um „skemmdu eplin“, eins og lausnin sé fólgin í því að tína þau upp úr tunn­unni og þá verði allt í himna lagi. En kannski eru það ekki eplin sem eru skemmd heldur tunn­an. Tunnan getur jú verið skemmd en eplin í lagi, enn sem komið er. Kannski er spill­ingin sem kemur upp á yfir­borðið merki um galla í kerf­inu sem eng­inn við­ur­kennir að séu til stað­ar, sama hvort gall­arnir séu hann­aðir á með­vit­aðan hátt eða ekki. Sumir fræði­menn telja að verk­efnið við að ná tökum á spill­ingu feli einmitt í sér að skoða tunn­una en ekki eplin. Það getur nefni­lega verið auð­velt að búa til „skemmt epli“. Þegar ein­hver tekur á sig skell­inn af til­teknu máli er auð­velt að benda á eplið og beina sjónum frá tunn­unni. Þannig er hægt að frið­þægja almenn­ing, kveða niður gagn­rýn­is­raddir og/eða kröfur um frek­ari skoðun eða aðgerð­ir. Tunnan er jafn skemmd eftir sem áður.

Það er margt eftir óunnið varð­andi spill­ingu hér á landi. Margt er sann­ar­lega á réttri leið en þrátt fyrir það er ekki erfitt að finna dæmi um alvar­lega kerf­is­galla.

Góð byrjun væri að við­ur­kenna að spill­ing þrífst hér á landi, kalla eftir auknu gagn­sæi og að útbúa reglur um upp­ljóstrun og skipu­lag í kringum slíkt úrræði. Siða­reglur mættu vera meira í heiðri hafð­ar, ekk­ert síður en lög, og kort­leggja þarf spill­ing­ar­hættur hvar sem þær geta mynd­ast. Sama í hvaða geira og sama á hvaða stigi. Verk­efnið er stórt en ekki óyf­ir­stíg­an­legt. Getum byrjað á því að tala um spill­ingu eins og hún er og þá stað­reynd að hún er bæði raun­veru­leg og við­var­andi. Við getum líkt þessu verk­efni við því að borða fíl. Og hvernig borðar maður fíl? Með því að taka einn bita í einu.

Höf­undur er rann­sókn­ar­lög­reglu­maður og stjórn­sýslu­fræð­ing­ur. Heim­ildir fyrir efni grein­ar­innar er að finna í óbirtri MPA rit­gerð höf­undar um lög­reglu­spill­ingu og mögu­legar birt­ing­ar­myndir spill­ingar í starfs­um­hverfi lög­reglu­manna.

Seðlabankafólk ræddi um Facebook gjaldmiðilinn
Seðlabankastjóri Bandaríkjanna, Jerome Powell, segir að rafmyntin sem Facebook ætlar að setja í loftið á næsta ári hafi komið til umræðu innan Seðlabanka Bandaríkjanna.
Kjarninn 19. júní 2019
Raunhækkun fasteigna lítil sem engin þessi misserin
Vorið 2017 mældist fasteignaverðshækkun 23,5 prósent.
Kjarninn 19. júní 2019
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata.
Heildarendurskoðun lögræðislaga samþykkt
Þingsályktunartilllaga þar sem mælst er til að heild­ar­end­ur­skoðun lög­ræð­islaga fari fram og að kosin verði til þess sér­nefnd þing­manna hefur verið samþykkt á Alþingi. Þingflokksformaður Pírata getur ekki beðið eftir því að hefjast handa.
Kjarninn 19. júní 2019
Höfuðstöðvar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna eru í Húsi verslunarinnar.
Stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna segir vexti hafa verið orðna „óeðlilega“ lága
Stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna segist það ekki samræmast skyldu sinni að taka hagsmuni 3.700 lántaka með breytileg verðtryggð lán fram yfir hagsmuni allra sjóðsfélaga. Hún segir yfirlýsingar um einvörðungu hækkun vaxta byggja á veikum grunni.
Kjarninn 19. júní 2019
FME minnir á kröfur sem gerðar eru til lífeyrissjóða
VR hyggst gera breytingar á skipan stjórnar Lífeyrissjóðs verslunarmanna.
Kjarninn 19. júní 2019
Jafnréttisnefnd KÍ mótmælir málflutningi kennara
Jafnréttisnefnd Kennarasambands Íslands hefur sent frá sér ályktun þar sem málflutningi grunnskólakennara um falskar ásakanir nemenda um meint ofbeldi kennara er mótmælt.
Kjarninn 19. júní 2019
Sigurður Ingi Jóhannsson
Að breyta samfélagi
Kjarninn 19. júní 2019
Sarkozy ákærður fyrir spillingu og mútuþægni
Fyrrum forseti Frakklands er ákærður fyrir að hafa þegið fjármagn frá Gaddafi, fyrrum forseta Líbíu.
Kjarninn 19. júní 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar