Secret Solstice, Loftslagsskógar og ný tjörn í borginni

Reglulegur pistill formanns borgarráðs Reykjavíkur á Kjarnanum með helstu fréttum úr borgarráði frá 16. maí 2019.

Auglýsing

Það var nóg að gera í borg­inni í Eurovision-vik­unni. Árs­reikn­ingur Reykja­vík­ur­borgar fyrir árið 2018 var sam­þykktur á auka­fundi borg­ar­stjórnar á þriðju­dag, rétt í tæka tíð áður en fyrri und­ankeppni söngvakeppn­innar hófst. Ég ætla nú ekki að halda því fram að sam­þykkt þessa góða árs­reikn­ings hafi haft sér­stök áhrif á frammi­stöðu Hat­ara en í öllu falli voru þarna tvö fagn­að­ar­efni á sama deg­in­um. Áfram hélt svo vikan með til­heyr­andi fundum í nefnd­um, ráðum og stjórn­um. Nóg að gera alls staðar og víða verið að und­ir­búa sum­arið sem maður finnur hrein­lega á lykt­inni að er rétt handan við horn­ið. Á fimmtu­dag­inn var venju sam­kvæmt fundur í borg­ar­ráði þar sem fjöldi mála lá fyrir en hér ætla ég að tæpa stutt­lega á nokkrum þeirra.

Nýjar áherslur á Secret Sol­stice í Laug­ar­dal

Samn­ingur vegna Secret Sol­stice var sam­þykktur og verður hátíðin haldin í Laug­ar­dalnum í júní. Hátíðin hefur verið mikið í fréttum að und­an­förnu og lík­lega hægt að full­yrða að ekki hafi öll sjón­ar­mið kom­ist að þar. Í nýjum samn­ingi er kveðið á um ýmsar breyt­ingar frá fyrri árum en við gerð hans var tekið til­lit til fjölda umsagna og til­lagna. Meðal ann­ars er gert ráð fyrir stór­auknu for­varn­ar­starfi, betra eft­ir­liti, fjöl­skyldu­vænni dag­skrá og betri umgengni.

Þá stytt­ist hátíðin um einn dag auk þess sem dag­skrá hvers dags er stytt. Einnig var sam­þykkt til­laga þess efnis að skóla- og frí­stunda­sviði, vel­ferð­ar­sviði og íþrótta- og tóm­stunda­sviði verði falið að gera til­lögu um for­varn­ar­starf og við­búnað borg­ar­inn­ar, m.a. í tengslum við við­burði í borg­inni í sum­ar. Þar er meðal ann­ars lagt til að í tengslum við við­burði verði útfært sam­starf við for­eldra, gras­rót­ar­sam­tök og lög­reglu. Það er von okkar í borg­ar­ráði að með þessu móti náum við að efla hátíða- og við­burða­borg­ina Reykja­vík og taka til­lit til nærum­hverf­is­ins en stór hópur íbúa í Laug­ar­dalnum kall­aði einmitt eftir því að Secret Sol­stice yrði áfram í hverf­inu.

Auglýsing

Nýjasta tjörnin í Reykja­vík

Í borg­ar­ráði var einnig sam­þykkt að hefja fram­kvæmdir við gerð úti­vist­ar­svæðis og land­mótun við Leir­tjörn í Úlf­arsár­dal sem þýðir að nú er ný tjörn í mótun í Reykja­vík. Tjörn verður mótuð með vatns­rásum, gróð­ur­setn­ingu og gerðir vera úti­vist­ar­stíg­ar. Þarna trúi ég að verði til sann­kölluð úti­vistar­perla í borg­inni. Grjót­kantur verður við suð­ur­hluta tjarn­ar­inn­ar, vot­lend­is­gróður við bakka hennar og lagður stígur umhverfis hana. Þegar land­mótun verður lokið mun Leir­tjörnin í Úlf­arsár­dal kall­ast á við hina tjörn­ina okk­ar, Reykja­vík­ur­tjörn í mið­borg­inn­i. 

Mér finnst afar ánægju­legt til þess að vita að þessi nýja perla sé í mótun og er sann­færð um að hún verði mikið notuð af borg­ar­búum og öðrum sem vilja njóta úti­vistar í fal­legu umhverfi. Ég þekki það sjálf hvað nátt­úran er mikið aðdrátt­ar­afl enda bý ég í Árbænum og við hér upp í fjöllum erum afar ánægð með nálægð okkar við Elliða­ár­dal­inn og þá nátt­úruperlu sem hann er.

Lofts­lags­skógar Reykja­víkur

Á næst­unni munu allir áhuga­samir hafa mögu­leika á að gróð­ur­setja tré til að kolefn­is­jafna ferða­lög eða annan útblást­ur. Þetta kemur til með sam­þykkt borg­ar­ráðs á til­lögu um sér­staka lofts­lags­skóga í Reykja­vík. Skóg­arnir munu auka skjól og draga úr vindi á Kjal­ar­nesi og í Graf­ar­vogi, með gróð­ur­setn­ingu í Esju­hlíðum og á Geld­inga­nesi.

Til­lagan gengur út á sam­starf Reykja­vík­ur­borgar og Skóg­rækt­ar­fé­lags Reykja­víkur sem munu í sam­ein­ingu gefa ein­stak­ling­um, fjöl­skyld­um, fyr­ir­tækjum og stofn­unum kost á því að gróð­ur­setja tré og kolefn­is­jafna þannig fyrir flug­ferð­um, ferða­lögum eða jafn­vel öllum rekstri sínum í þessum nýju lofts­lags­skóg­um. Við hjá Reykja­vík­ur­borg munum að sjálf­sögðu ganga á undan með góðu for­dæmi og gróð­ur­setja til að kolefn­is­jafna ferðir okkar og starf­semi. Til­lagan var sam­þykkt ein­róma í borg­ar­ráði og er hluti af aðgerð­ar­á­ætlun borg­ar­innar í lofts­lags­mál­um. Sjálf er ég skóg­ar­bóndi norður í landi þannig að ég mun fylgj­ast spennt með þess­ari þróun í borg­ar­land­inu.

42 mál voru fyrir fund­inum og marg fleira afar áhuga­vert á dag­skrá s.s. rým­ing­ar­á­ætlun höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins, skipu­lag á Héð­ins­reit og fleira. Fjöl­margt er því ónefnt en þau sem vilja fylgj­ast með helstu ákvörð­unum borg­ar­innar geta gert það hér.

Höf­undur er odd­viti Við­reisnar og for­­maður borg­­ar­ráðs.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Enn reynt að banna verðtryggð lán án þess að banna þau að fullu
Fjármála- og efnahagsráðherra hefur lagt fram frumvarp sem á að banna veitingu 40 ára verðtryggðra jafngreiðslulána til flestra. Þeir sem eru undanskildir eru hóparnir sem líklegastir eru til að taka lánin. Íslendingar hafa flúið verðtryggingu á methraða.
Kjarninn 19. janúar 2021
Sveinbjörn Indriðason forstjóri Isavia segir hlutafjáraukninguna gera Isavia kleift að ráðast í framkvæmdir til að auka samkeppnishæfni Keflavíkurflugvallar.
Ríkið spýtir fimmtán milljörðum inn í Isavia
Hlutafé í opinbera hlutafélaginu Isavia hefur verið aukið um 15 milljarða króna. Þetta er gert til að mæta tapi vegna áhrifa COVID-faraldursins og svo hægt verði að ráðast í framkvæmdir á Keflavíkurflugvelli, sem eiga að skapa störf strax á þessu ári.
Kjarninn 19. janúar 2021
Boeing 737 MAX-vélar hafa ekki mátt fljúga í evrópskri lofthelgi frá því í mars 2019.
Evrópsk flugmálayfirvöld ætla að hleypa MAX-vélunum í loftið í næstu viku
Stjórnandi Flugöryggisstofnunar Evrópu boðaði á blaðamannafundi í morgun að Boeing 737 MAX-vélarnar, sem hafa verið kyrrsettar frá því í mars 2019, fái heimild til flugs í evrópskri lofthelgi í næstu viku.
Kjarninn 19. janúar 2021
Nafn Joe Manchin verður það fyrsta sem flýgur upp í huga fréttamanna þegar umdeild þingmál eru lögð fyrir öldungadeild Bandaríkjaþings. Íhaldssamasti demókratinn mun hafa mikið um að segja hvort þau komist í gegn.
Maðurinn sem Biden þarf að semja við
Sá þingmaður sem talinn er verða með mest ítök í öldungadeild Bandaríkjaþings á komandi misserum er demókratinn Joe Manchin frá Vestur-Virginíu. Ætli demókratar að ná 51 atkvæði með sínum málum þarf að komast að samkomulagi við hann.
Kjarninn 19. janúar 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – „Hvað hefurðu eiginlega á móti lestri?“
Kjarninn 19. janúar 2021
Svartá er vatnsmesta lindá landsins.
„Heita kartaflan“ sem mun „kljúfa samfélagið í Bárðardal“
Þingeyjarsveit hefur áður skipst í fylkingar í virkjanamálum. Laxárdeilan er mörgum enn í fersku minni en í þessari sömu sveit hyggst fyrirtækið SSB Orka reisa Svartárvirkjun sem engin sátt er um.
Kjarninn 19. janúar 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Ný könnun: Næstum tveir af hverjum þremur treysta ekki Bjarna til að selja Íslandsbanka
Tekjulægri vantreysta fjármála- og efnahagsráðherra mun frekar til að einkavæða annan ríkisbankann en þeir sem eru með hærri tekjur.
Kjarninn 18. janúar 2021
Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins.
Nú sé kominn tími til að hætta að skoða málin og gera eitthvað
Ekki liggur fyrir ákvörðun stjórnvalda um framlengingu atvinnuleysisbóta að svo stöddu, samkvæmt félagsmálaráðherra, en málið er í skoðun. Þingmaður Flokks fólksins segir það vera álíka og að segja við fólk: „Étið það sem úti frýs.“
Kjarninn 18. janúar 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar