Samtaka gegn spillingu

Íslandsdeild samtakanna Transparency International er nú að taka til starfa. Formaður og framkvæmdastjóri hennar segja spillingu illvíga meinsemd sem grafi undan heilbrigði samfélaga hvarvetna. Ísland sé þar ekki undantekning.

Guðrún Johnsen formaður Íslandsdeildar TI og Árni Múli Jónasson framkvæmdastjóri Íslandsdeildar TI.
Guðrún Johnsen formaður Íslandsdeildar TI og Árni Múli Jónasson framkvæmdastjóri Íslandsdeildar TI.
Auglýsing

Alþjóða­stofn­anir hafa lýst því yfir og rann­sóknir sýna með óyggj­andi hætti að spill­ing er ill­víg mein­semd sem grefur undan grund­vall­ar­rétt­ind­um, tæki­færum og lífs­gæðum fólks og heil­brigði sam­fé­laga hvar­vetna í heim­in­um. Ísland er engin und­an­tekn­ing frá því. 

Spill­ing vegur að lýð­ræð­inu, mann­rétt­indum og rétt­ar­rík­inu. Hún leiðir til mis­mun­un­ar, hamlar efna­hags­legri þró­un, skerðir lífs­kjör og eykur ójöfn­uð. Spill­ing veldur umhverf­is­spjöllum og meng­un, stuðlar að sóun auð­linda og órétt­látri skipt­ingu arðs og síð­ast en ekki síst grefur hún undan heil­brigðum við­skipta­hátt­um. Hún skekkir sam­keppni og skaðar fyr­ir­tæki, starfs­fólk og neyt­endur og bitnar mest á þeim sem minnst vald og áhrif hafa, verst standa og eru fátæk­ast­ir.

Spill­ing er mis­beit­ing valds í þágu sér­hags­muna og hún er alltaf ógn við hags­muni almenn­ings því að mik­il­vægar ákvarð­anir eru teknar á grund­velli sér­hags­muna og án til­lits til áhrifa þeirra á sam­fé­lagið í heild.

Auglýsing

Berj­umst saman gegn spill­ingu

Spill­ing fylgir ekki flokkslín­um. Til að verja rétt­indi okk­ar, hags­muni og sam­fé­lag gegn spill­ingu þurfum við að vinna sam­an, burt­séð frá hvar í flokki við stöndum og hverjum við greiðum atkvæði í kosn­ing­um. Við verðum að vernda og styrkja það sem best gagn­ast í þeirri bar­áttu.

Virk ábyrgð þeirra sem treyst hefur verið fyrir opin­beru valdi er for­senda þess að spill­ingu verði haldið í skefj­um. Spill­ing þrífst og dafnar best þar sem ráða­menn kom­ast upp með að mis­fara með vald, fara ekki að leik­reglum og bregð­ast trausti almenn­ings. Við verðum þess vegna að gera afdrátt­ar­lausar og skýrar kröfur um ábyrgð vald­hafa í stjórn­mál­um, stjórn­kerfi og við­skipta­lífi og fylgja þeim fast eftir þegar til­efni er til.

Gagn­sæi (e. tran­sparency) við með­ferð valds, tján­ing­ar­frelsið og rétt­ur­inn til upp­lýs­inga, eru öflug vopn í bar­áttu gegn spill­ingu. Spilltir vald­hafar ótt­ast fátt meira en fjöl­miðla, sem eru óháðir sér­hags­mun­um, rann­sókn­ar­blaða­menn og upp­ljóstr­ara og reyna ávallt að þagga niður í þeim með öllum til­tækum ráð­um. Við verðum því að kunna að meta gríð­ar­lega mik­il­vægt fram­lag þeirra til sam­fé­lags­ins, skilja þá miklu áhættu sem þeir taka, virða hug­rekki þeirra, styðja þá í orði og verki og verja fyrir óeðli­legum þrýst­ingi, ógn­unum og hefnd­ar­að­gerðum spilltra vald­hafa í stjórn­mál­um, stjórn­kerfi og við­skipta­lífi.

Öfl­ug­ar, skil­virkar og óháðar eft­ir­lits­stofn­an­ir, sem fylgj­ast með að lögum og reglum sé fylgt og sjálf­stæðir og óhlut­drægir dóm­stólar gegna gríð­ar­lega mik­il­vægu hlut­verki við að verja sam­fé­lag okkar gegn spill­ingu.

Spill­ing virðir engin landa­mæri. Þess vegna hafa verið gerðir fjöl­þjóð­legir samn­ingar um skyldur ríkja til að vinna gegn spill­ingu og hafa virkt eft­ir­lit með því að fólk og fyr­ir­tæki beiti ekki spilltum aðferðum og ekki bara í eigin landi, heldur líka í öðrum lönd­um. Ísland hefur und­ir­geng­ist samn­inga og skyldur á vett­vangi Sam­ein­uðu þjóð­anna, Evr­ópu­ráðs­ins og Efna­hags- og fram­fara­stofn­un­ar­innar (OECD). Við þurfum að fylgj­ast mjög vel með að íslensk stjórn­völd standi við þær skuld­bind­ing­ar, í verki en ekki bara í orði.

Það er mikið áhyggju­efni að Evr­ópu­ráðið og OECD skuli nýlega hafa fundið sig knúin til að gagn­rýna íslensk stjórn­völd harð­lega fyrir áhuga- og fram­taks­leysi við að gera nauð­syn­legar ráð­stafnir til að vinna gegn spill­ingu. Það er líka mjög mikið áhyggju­efni að Ísland skuli fá sífellt verri nið­ur­stöður í alþjóð­legum mæl­ingum á spill­ingu.

Leggðu lið í bar­átt­unni gegn spill­ingu.

Ef þú vilt leggja lið í bar­átt­unni gegn spill­ingu á Íslandi og í heim­inum öllum hvetjum við þig til að kynna þér stefnu og starf alþjóða­sam­tak­anna Tran­sparency International (TI).

Sam­tökin voru stofnuð árið 1992 og hafa um langa hríð verið ein stærstu alþjóð­legu sam­tökin sem vinna að heil­indum í stjórn­mál­um, stjórn­sýslu og við­skipta­lífi hvar­vetna í heim­in­um. Sam­tökin eru sjálf­stæð og óháð stjórn­völdum og eru ekki rekin til að skila hagn­aði. Þau starfa í meira en 100 löndum og berj­ast gegn spill­ingu og því mikla órétt­læti og margs konar sam­fé­lags­lega skaða sem hún veld­ur.

Íslands­deild TI er nú að taka til starfa. Með því að ger­ast félagi í henni og/eða með því að styðja deild­ina með fjár­fram­lagi leggur þú þitt af mörkum í bar­átt­unni gegn spill­ingu á Íslandi og um allan heim. Upp­lýs­ingar um hvernig má ger­ast félagi í Íslands­deild TI og/eða styrkja deild­ina má nálg­ast á heima­síð­unni (www.tran­sparency.is). Þar eru einnig upp­lýs­ingar um hvernig er hægt að hafa sam­band við deild­ina og fram­kvæmda­stjóra henn­ar.

Verum sam­taka í bar­áttu gegn spill­ingu.

Guð­rún Johnsen, for­maður Íslands­deildar TI

Árni Múli Jón­as­son, fram­kvæmda­stjóri Íslands­deildar TI

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Dyrhólaós fóstrar fjölskrúðugt fuglalíf árið um kring.
Valkostir vegarins um Mýrdal „ekki meitlaðir í stein“
Enn kemur til greina að bæta við og breyta þeim valkostum sem Vegagerðin hefur sett fram á hringveginum um Mýrdal. Yfir 270 manns hafa þegar sent athugasemdir og hafa flestir áhyggjur af áhrifum á lífríki Dyrhólaóss.
Kjarninn 26. janúar 2021
Anna María Bogadóttir, Borghildur Sturludóttir og Hildur Gunnarsdóttir
Velsæld eða vesöld
Kjarninn 26. janúar 2021
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Segir það enga skoðun standast að tala um að stúdentar hafi verið skildir eftir
Þingmaður Flokks fólksins spurði forsætisráðherra út í málefni námsmanna á Alþingi í dag. „Er ekki kom­inn tími til að grípa alla sem hafa orðið fyrir þessum hörm­ung­um, atvinnu­leysi, og eiga jafn­vel ekki fyrir húsa­leigu og ekki fyrir mat?“
Kjarninn 26. janúar 2021
Lilja D. Alfreðsdóttir stendur frammi fyrir brekku til að halda sér inni á þingi samkvæmt könnunum.
Hvorki Miðflokkur né Framsókn mælast með mann inni í Reykjavík
Samfylkingin, Sósíalistaflokkur Íslands og Viðreisn mælast á góðri siglingu í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur. Staða stjórnarflokkanna í höfuðborginni veikist mikið og Framsóknarflokkurinn myndi ekki ná inn manni þar að óbreyttu.
Kjarninn 26. janúar 2021
Verkefnisstjórn 4. áfanga rammaáætlunar fékk 34 vindorkukosti inn á sitt borð í fyrra.
Vindorkukostir sem eru 10 MW eða meira heyri undir rammaáætlun
Lagt er til að land verði flokkað með tilliti til vindorkuvera í tengslum við breytingar á frumvarpi um rammaáætlun. „Telja verður að vindorkuver geti haft í för með sér minna óafturkræft rask en hefðbundnari orkukostir,“ segir í greinargerð.
Kjarninn 26. janúar 2021
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Loðnukvótinn aukinn – Fá að veiða 61 þúsund tonn
Tekist hefur að afstýra loðnubresti þriðja árið í röð. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir að mikið sé í húfi fyrir viðspyrnu efnahagslífsins að loðnuvertíðin verði eins öflug og kostur sé.
Kjarninn 26. janúar 2021
Hámarksálag á reikisímtöl verður lækkað um tæp fjögur prósent
Evrópusambandið hefur sett reglugerð sem lækkar þá upphæð sem fjarskiptafyrirtæki mega rukka fyrir umframnotkun reikisímtala. Til stendur að taka reglugerðina upp í EES-samningnum og þar með hérlendis.
Kjarninn 26. janúar 2021
Tólf gefa kost á sér í forvali um fimm efstu sætin fyrir VG í Norðausturkjördæmi
Framboðsfrestur Vinstri grænna í Norðausturkjördæmi er runninn út.
Kjarninn 26. janúar 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar