Samtaka gegn spillingu

Íslandsdeild samtakanna Transparency International er nú að taka til starfa. Formaður og framkvæmdastjóri hennar segja spillingu illvíga meinsemd sem grafi undan heilbrigði samfélaga hvarvetna. Ísland sé þar ekki undantekning.

Guðrún Johnsen formaður Íslandsdeildar TI og Árni Múli Jónasson framkvæmdastjóri Íslandsdeildar TI.
Guðrún Johnsen formaður Íslandsdeildar TI og Árni Múli Jónasson framkvæmdastjóri Íslandsdeildar TI.
Auglýsing

Alþjóðastofnanir hafa lýst því yfir og rannsóknir sýna með óyggjandi hætti að spilling er illvíg meinsemd sem grefur undan grundvallarréttindum, tækifærum og lífsgæðum fólks og heilbrigði samfélaga hvarvetna í heiminum. Ísland er engin undantekning frá því. 

Spilling vegur að lýðræðinu, mannréttindum og réttarríkinu. Hún leiðir til mismununar, hamlar efnahagslegri þróun, skerðir lífskjör og eykur ójöfnuð. Spilling veldur umhverfisspjöllum og mengun, stuðlar að sóun auðlinda og óréttlátri skiptingu arðs og síðast en ekki síst grefur hún undan heilbrigðum viðskiptaháttum. Hún skekkir samkeppni og skaðar fyrirtæki, starfsfólk og neytendur og bitnar mest á þeim sem minnst vald og áhrif hafa, verst standa og eru fátækastir.

Spilling er misbeiting valds í þágu sérhagsmuna og hún er alltaf ógn við hagsmuni almennings því að mikilvægar ákvarðanir eru teknar á grundvelli sérhagsmuna og án tillits til áhrifa þeirra á samfélagið í heild.

Auglýsing

Berjumst saman gegn spillingu

Spilling fylgir ekki flokkslínum. Til að verja réttindi okkar, hagsmuni og samfélag gegn spillingu þurfum við að vinna saman, burtséð frá hvar í flokki við stöndum og hverjum við greiðum atkvæði í kosningum. Við verðum að vernda og styrkja það sem best gagnast í þeirri baráttu.

Virk ábyrgð þeirra sem treyst hefur verið fyrir opinberu valdi er forsenda þess að spillingu verði haldið í skefjum. Spilling þrífst og dafnar best þar sem ráðamenn komast upp með að misfara með vald, fara ekki að leikreglum og bregðast trausti almennings. Við verðum þess vegna að gera afdráttarlausar og skýrar kröfur um ábyrgð valdhafa í stjórnmálum, stjórnkerfi og viðskiptalífi og fylgja þeim fast eftir þegar tilefni er til.

Gagnsæi (e. transparency) við meðferð valds, tjáningarfrelsið og rétturinn til upplýsinga, eru öflug vopn í baráttu gegn spillingu. Spilltir valdhafar óttast fátt meira en fjölmiðla, sem eru óháðir sérhagsmunum, rannsóknarblaðamenn og uppljóstrara og reyna ávallt að þagga niður í þeim með öllum tiltækum ráðum. Við verðum því að kunna að meta gríðarlega mikilvægt framlag þeirra til samfélagsins, skilja þá miklu áhættu sem þeir taka, virða hugrekki þeirra, styðja þá í orði og verki og verja fyrir óeðlilegum þrýstingi, ógnunum og hefndaraðgerðum spilltra valdhafa í stjórnmálum, stjórnkerfi og viðskiptalífi.

Öflugar, skilvirkar og óháðar eftirlitsstofnanir, sem fylgjast með að lögum og reglum sé fylgt og sjálfstæðir og óhlutdrægir dómstólar gegna gríðarlega mikilvægu hlutverki við að verja samfélag okkar gegn spillingu.

Spilling virðir engin landamæri. Þess vegna hafa verið gerðir fjölþjóðlegir samningar um skyldur ríkja til að vinna gegn spillingu og hafa virkt eftirlit með því að fólk og fyrirtæki beiti ekki spilltum aðferðum og ekki bara í eigin landi, heldur líka í öðrum löndum. Ísland hefur undirgengist samninga og skyldur á vettvangi Sameinuðu þjóðanna, Evrópuráðsins og Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD). Við þurfum að fylgjast mjög vel með að íslensk stjórnvöld standi við þær skuldbindingar, í verki en ekki bara í orði.

Það er mikið áhyggjuefni að Evrópuráðið og OECD skuli nýlega hafa fundið sig knúin til að gagnrýna íslensk stjórnvöld harðlega fyrir áhuga- og framtaksleysi við að gera nauðsynlegar ráðstafnir til að vinna gegn spillingu. Það er líka mjög mikið áhyggjuefni að Ísland skuli fá sífellt verri niðurstöður í alþjóðlegum mælingum á spillingu.

Leggðu lið í baráttunni gegn spillingu.

Ef þú vilt leggja lið í baráttunni gegn spillingu á Íslandi og í heiminum öllum hvetjum við þig til að kynna þér stefnu og starf alþjóðasamtakanna Transparency International (TI).

Samtökin voru stofnuð árið 1992 og hafa um langa hríð verið ein stærstu alþjóðlegu samtökin sem vinna að heilindum í stjórnmálum, stjórnsýslu og viðskiptalífi hvarvetna í heiminum. Samtökin eru sjálfstæð og óháð stjórnvöldum og eru ekki rekin til að skila hagnaði. Þau starfa í meira en 100 löndum og berjast gegn spillingu og því mikla óréttlæti og margs konar samfélagslega skaða sem hún veldur.

Íslandsdeild TI er nú að taka til starfa. Með því að gerast félagi í henni og/eða með því að styðja deildina með fjárframlagi leggur þú þitt af mörkum í baráttunni gegn spillingu á Íslandi og um allan heim. Upplýsingar um hvernig má gerast félagi í Íslandsdeild TI og/eða styrkja deildina má nálgast á heimasíðunni (www.transparency.is). Þar eru einnig upplýsingar um hvernig er hægt að hafa samband við deildina og framkvæmdastjóra hennar.

Verum samtaka í baráttu gegn spillingu.

Guðrún Johnsen, formaður Íslandsdeildar TI

Árni Múli Jónasson, framkvæmdastjóri Íslandsdeildar TI

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Það liggur ekki fyrir hvort Ísland geti gert tvíhliða samning til að tengja krónu við evru
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur um það sé mögulegt fyrir Ísland að gera samkomulag við Seðlabanka Evrópu um að tengja krónuna við evru.
Kjarninn 23. september 2021
Sigríður Ólafsdóttir
Draumastarf og búseta – hvernig fer það saman?
Kjarninn 23. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd: Í aðdraganda kosninganna er blóðmeraiðnaðurinn svarti blettur búfjáreldis – Hluti II
Kjarninn 23. september 2021
Segist hafa reynt að komast að því hvað konan vildi í gegnum tengilið – „Við náðum aldrei að ræða við hana“
Fyrrverandi formaður KSÍ segir að sambandið hafi frétt af meintu kynferðisbroti landsliðsmanna í gegnum samfélagsmiðla. Formleg ábending hafi aldrei borist.
Kjarninn 23. september 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.
Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks vilja Katrínu sem forsætisráðherra en Bjarna
Alls segjast 45,2 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins að þeir vilji fá formann Vinstri grænna til að leiða þá ríkisstjórn sem mynduð verður eftir kosningar.
Kjarninn 23. september 2021
Hugarvilla að Ísland sé miðja heimsins
Þau Baldur, Kristrún og Gylfi spjölluðu um Evrópustefnu stjórnvalda í hlaðvarpsþættinum Völundarhús utanríkismála.
Kjarninn 23. september 2021
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 4: Byggir Evrópustefna íslenskra stjórnvalda á áfallastjórnun?
Kjarninn 23. september 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Kosningarnar núna snúast um loftslagsmál
Kjarninn 23. september 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar