COVID-19 og maturinn þinn

Þessi faraldur hefur sýnt okkur hversu mikilvæg innlend matvælaframleiðsla er og hversu mikilvægt það er hverri þjóð að vera sem mest sjálfbær, skrifar formaður Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði.

Auglýsing

Árið 2020 hefur fært okkur öllum nýjar áskor­an­ir, mat­væla­fram­leiðsla á Íslandi hefur þar ekki verið und­an­skil­in. Mikil vinna hefur verið unnin til að tryggja megi lands­mönnum ferskan mat á diskinn dag­lega og sér­stakur léttir varð í hjörtum margra okkar þegar Mat­væla­ör­ygg­is­stofnun Evr­ópu gaf það út að veiran væri ekki mat­ar­bor­inn sjúk­dóm­ur.Bænda­sam­tök Íslands fóru í það að því að setja á fót við­bragð­steymi sem hafði það hlut­verk að sam­hæfa aðgerðir bænda í sam­vinnu við sótt­varn­ar­yf­ir­völd og Mat­væla­stofn­un. Einnig var sett á fót afleys­inga­þjón­usta ef veik­indi kæmu upp hjá bænd­um. Sam­hliða því var fylgst náið með því að engir hnökrar yrðu á afhend­ingu aðfanga til bænda. Þegar hrá­efnin fóru frá bændum til  vinnslu var líka mikil áskorun að gæta þess að mat­væla­fyr­ir­tækin gætu haldið starf­semi sinni gang­andi með öruggum hætti svo fram­leiðsla og afhend­ing íslenskra mat­væla stöðv­að­ist ekki. Það hafð­ist með góðu skipu­lagi og öfl­ugum sótt­vörum að lág­marka áhætt­una á því að smit kæmi upp hjá starfs­fólki sem hefði getað haft í för með sér rof í rekstri og jafn­vel fram­leiðslu­stöðv­un. 

Áskor­anir voru meðal ann­ars ferða­lög starfs­manna frá áhættu­svæð­um, breyt­ing á vakta­skipu­lagi vegna sótt­varna, skipu­lagn­ing keðju stað­gengla ef upp kæmi smit og fram­kvæmd áætl­unar um heims­far­aldur og órofin rekst­ur. Einnig varð að upp­lýsa starfs­fólk á nokkrum tungu­málum um hvað væri að ger­ast og hvernig þau þyrftu að bregð­ast við aðstæð­um. Var þetta allt fram­kvæmt auk þess sem gríð­ar­lega margar nýj­ungar í íslenskri mat­væla­fram­leiðslu voru settar á markað og fjár­fest var í nýsköpun og frum­kvöðl­um.

AuglýsingEn það er fleira sem hefur komið til á þessum COVID tímum sem hefur valdið auknu álagi í mat­væla­fram­leiðslu og birgða­stýr­ingu. Neyslu­breyt­ingar og til­færsla sölu frá mötu­neytum og veit­inga­stöðum til versl­ana hefur kallað á nýjar áskor­anir og breytta vöru­sam­setn­ingu, jafn­vel aðrar umbúðir og breytta fram­leiðslu­ferla með til­heyr­andi rösk­un­um.  Þetta hefur almennt gengið vel og ekki hafa komið til að tafir á flutn­ingi afurða frá bændum til vinnslu né vöru­skortur í versl­unum af þessum sök­um. Þetta var þó ekki sjálf­gefið og víða ann­ar­staðar í heim­inum hefur árið gengið verr.Í Evr­ópu og Banda­ríkj­unum varð á mörgum stöðum að loka vinnslu­stöðum þá sér­stak­lega slát­ur­húsum og kjöt­vinnslum vegna hópsmita. Helsta ástæða þess var nánd starfs­manna við vinnu, lélegar sótt­varnir og tungu­mála­erf­ið­leik­ar. Þetta leiddi til þess að víða varð vöru­skortur í búðum og gripir söfn­uð­ust upp hjá bændum með til­heyr­andi vanda­málum og áskor­un­um. Við getum því hrósað happi yfir hversu vel tókst til hér á landi og að ekki hafi orðið brestir í vinnslu né dreif­ingu hingað til. Tek­ist hefur að halda virð­is­keðj­unni gang­andi „Frá haga í maga“. Því ber að þakka öllu því góða starfs­fólki sem vinnur við mat­væla­fram­leiðslu hér á landi. Útsjón­ar­semi, sveigj­an­leiki og stað­festa þeirra við að leysa málin við erf­iðar aðstæður eru til fyr­ir­mynd­ar.Það verk­efni sem upp kom og mun fylgja okkur áfram er það ójafn­vægi á alþjóð­legum mark­aði sem hefur skap­ast vegna COVID. Mikil tregða er á sölu land­bún­að­ar­af­urða í Evr­ópu vegna far­ald­urs­ins sem hefur orðið til þess að gríð­ar­legar alþjóð­legar birgðir hafa safn­ast upp með til­heyr­andi verð­falli til fram­leið­anda  Þetta er hluti af alþjóð­legu vanda­máli sem bændur og mat­væla­fram­leið­endur hafa víða lent í, meðal ann­ars vegna flutn­inga yfir landa­mæri og óseldra vara sem kom­ast ekki í sölu vegna COVID. Við­brögð Evr­ópu­sam­bands­ins við vand­anum hafa meðal ann­ars falist í stuðn­ingi vegna kostn­aðar vegna birgða­halds í kjöl­far tíma­bund­ins ójafn­vægis á mark­aði og fjár­styrkjum og lánum til bænda. Einnig voru veittar frek­ari und­an­þágur en fyrir voru frá evr­ópskum sam­keppn­is­lög­um. Þessi stuðn­ingur ríkja/­ríkja­sam­banda er ekki eins­dæmi.Auglýsing
Íslenskur land­bún­aður hefur ekki farið var­hluta af þessum áskor­unum frekar en rest­inn af heim­in­um. Sem dæmi má nefna er að mjólk­ur­duft hefur safn­ast upp, sölu­tregða hefur verið ríkj­andi og verð lágt á alþjóð­legum mörk­uð­um. Kjöt­mark­að­ur­inn er yfir­fullur vegna inn­flutn­ings og bændur sitja uppi með slát­ur­gripi með til­heyr­andi kostn­aði og erf­ið­leik­um.  Mik­ill sam­dráttur í ferða­þjón­ustu hefur svo orsakað hrun í lamba­kjöts­sölu. Það er engin leið að bændur og fyr­ir­tæki hefðu getað brugð­ist við ástand­inu fyrr hvorki hér­lendis né erlend­is. Ætla má að það muni taka marga mán­uði eða ár að ná aftur jafn­vægi á mark­aðnum með til­heyr­andi kostn­aði, sem á end­anum lendir á bænd­um.Nú þegar við erum farin að sjá fram úr kóf­inu er nauð­syn­legt að horfa til fram­tíð­ar, en jafn­framt skoða hvaða lær­dóm við getum dregið af síð­ustu tíu mán­uð­um. Þessi far­aldur hefur sýnt okkur hversu mik­il­væg inn­lend mat­væla­fram­leiðsla er og hversu mik­il­vægt það er hverri þjóð að vera sem mest sjálf­bær, sér­stak­lega þegar kemur að mat. Það má ekki gleym­ast að þetta er ekki fyrsta far­sóttin sem herjað hefur á heim­inn og því miður er lík­legt að þetta sé ekki sú síð­asta.Höf­undur er kúa­bóndi Kára­nes­koti og for­maður Sam­taka afurða­stöðva í mjólkur­iðn­aði.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Vigdís Eva Steinþórsdóttir er uppalin í Mýrdal.
Fólk orðið fyrir skítkasti og einelti og legið hefur við slagsmálum
Deilur um hringveginn í Mýrdal hafa orðið svo heitar að fólk hefur flutt í burtu. Vegagerðin áformar að færa veginn meðfram sjónum og í jarðgöng en „gatinu í gegnum Reynisfjall“ var að sögn íbúa þröngvað í gegn með „pólitísku handafli“.
Kjarninn 22. janúar 2021
Hallgrímur Hróðmarsson
Arðrán Auðmanna – Fjölgun Öreiga
Kjarninn 22. janúar 2021
Marínó Örn Tryggvason, forstjóri Kviku
Kvika búin að kaupa Netgíró
Kvika banki hefur lokið við kaup sín á öllu hlutafé í Netgíró, þremur mánuðum á eftir áætlun.
Kjarninn 22. janúar 2021
Ekki hefur enn komið til þess að einhverjir ferðamenn gjörsamlega harðneiti að fara í skimun.
Hvað má valdstjórnin gera ef fólk harðneitar að fara í landamæraskimun?
Sannfæringarkraftur landamæravarða um nauðsyn sýnatöku á landamærum hefur reynst nægur. Ekki hefur þurft að beita þvingunarúrræðum eða vísa fólki rakleiðis úr landi. Þær heimildir eru þó til staðar í sóttvarnalögum og útlendingalögum.
Kjarninn 22. janúar 2021
Skoðanir kjósenda stjórnarflokkanna eru mjög mismunandi. Einungis á meðal kjósenda Sjálfstæðisflokks er meirihlutastuðningur við söluáformin.
Könnun: Innan við fjórðungur hlynnt sölu Íslandsbanka
Ný könnun frá Gallup sýnir fram á að tæp 56 prósent landsmanna leggjast gegn sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka á næstu mánuðum. Væntir kjósendur Sjálfstæðisflokksins eru langlíklegastir til að vera fylgjandi söluáformunum.
Kjarninn 22. janúar 2021
Línan á að teygja sig 170 kílómetra inn í eyðimörkina.
Sádi-Arabía áformar að byggja 170 kílómetra langa bíllausa borg
Engir vegir, ekkert vesen. Krónprins Sádi-Arabíu hefur kynnt áform um byggingu 170 kílómetra langrar borgar þar sem enginn íbúi mun þurfa að ganga lengur en 5 mínútur eftir allri nauðsynlegri þjónustu og öll ferðalög fara fram neðanjarðar.
Kjarninn 22. janúar 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir sækist eftir efsta sæti hjá Samfylkingunni í Suðvesturkjördæmi.
Rósa Björk sækist eftir oddvitasæti í Suðvesturkjördæmi
Nýjasti þingmaður Samfylkingar sækist eftir því að leiða lista flokksins í Suðvesturkjördæmi, sem Guðmundur Andri Thorsson leiddi í kosningunum árið 2017. Rósa Björk fer því ekki fram í Reykjavík, þrátt fyrir að hafa tekið þátt í skoðanakönnun þar.
Kjarninn 22. janúar 2021
Sjónvarpið var árið 2019 sem fyrr sá miðill sem tekur til sín stærstan hluta tekna á íslenskum fjölmiðlamarkaði, eða rúmlega 12,6 milljarða af alls 25 milljarða tekjum íslenskra fjölmiðla.
Fjórar af hverjum tíu auglýsingakrónum virðast hafa runnið úr landi árið 2019
Tekjur íslenskra fjölmiðla drógust saman um sjö prósent á milli áranna 2018 og 2019. Um 7,8 milljarðar af auglýsingafé innlendra aðila eru taldir hafa runnið úr landi, stór hluti til Facebook og Google. Hlutdeild RÚV á auglýsingamarkaði var 17 prósent.
Kjarninn 22. janúar 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar