COVID-19 og maturinn þinn

Þessi faraldur hefur sýnt okkur hversu mikilvæg innlend matvælaframleiðsla er og hversu mikilvægt það er hverri þjóð að vera sem mest sjálfbær, skrifar formaður Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði.

Auglýsing

Árið 2020 hefur fært okkur öllum nýjar áskor­an­ir, mat­væla­fram­leiðsla á Íslandi hefur þar ekki verið und­an­skil­in. Mikil vinna hefur verið unnin til að tryggja megi lands­mönnum ferskan mat á diskinn dag­lega og sér­stakur léttir varð í hjörtum margra okkar þegar Mat­væla­ör­ygg­is­stofnun Evr­ópu gaf það út að veiran væri ekki mat­ar­bor­inn sjúk­dóm­ur.Bænda­sam­tök Íslands fóru í það að því að setja á fót við­bragð­steymi sem hafði það hlut­verk að sam­hæfa aðgerðir bænda í sam­vinnu við sótt­varn­ar­yf­ir­völd og Mat­væla­stofn­un. Einnig var sett á fót afleys­inga­þjón­usta ef veik­indi kæmu upp hjá bænd­um. Sam­hliða því var fylgst náið með því að engir hnökrar yrðu á afhend­ingu aðfanga til bænda. Þegar hrá­efnin fóru frá bændum til  vinnslu var líka mikil áskorun að gæta þess að mat­væla­fyr­ir­tækin gætu haldið starf­semi sinni gang­andi með öruggum hætti svo fram­leiðsla og afhend­ing íslenskra mat­væla stöðv­að­ist ekki. Það hafð­ist með góðu skipu­lagi og öfl­ugum sótt­vörum að lág­marka áhætt­una á því að smit kæmi upp hjá starfs­fólki sem hefði getað haft í för með sér rof í rekstri og jafn­vel fram­leiðslu­stöðv­un. 

Áskor­anir voru meðal ann­ars ferða­lög starfs­manna frá áhættu­svæð­um, breyt­ing á vakta­skipu­lagi vegna sótt­varna, skipu­lagn­ing keðju stað­gengla ef upp kæmi smit og fram­kvæmd áætl­unar um heims­far­aldur og órofin rekst­ur. Einnig varð að upp­lýsa starfs­fólk á nokkrum tungu­málum um hvað væri að ger­ast og hvernig þau þyrftu að bregð­ast við aðstæð­um. Var þetta allt fram­kvæmt auk þess sem gríð­ar­lega margar nýj­ungar í íslenskri mat­væla­fram­leiðslu voru settar á markað og fjár­fest var í nýsköpun og frum­kvöðl­um.

AuglýsingEn það er fleira sem hefur komið til á þessum COVID tímum sem hefur valdið auknu álagi í mat­væla­fram­leiðslu og birgða­stýr­ingu. Neyslu­breyt­ingar og til­færsla sölu frá mötu­neytum og veit­inga­stöðum til versl­ana hefur kallað á nýjar áskor­anir og breytta vöru­sam­setn­ingu, jafn­vel aðrar umbúðir og breytta fram­leiðslu­ferla með til­heyr­andi rösk­un­um.  Þetta hefur almennt gengið vel og ekki hafa komið til að tafir á flutn­ingi afurða frá bændum til vinnslu né vöru­skortur í versl­unum af þessum sök­um. Þetta var þó ekki sjálf­gefið og víða ann­ar­staðar í heim­inum hefur árið gengið verr.Í Evr­ópu og Banda­ríkj­unum varð á mörgum stöðum að loka vinnslu­stöðum þá sér­stak­lega slát­ur­húsum og kjöt­vinnslum vegna hópsmita. Helsta ástæða þess var nánd starfs­manna við vinnu, lélegar sótt­varnir og tungu­mála­erf­ið­leik­ar. Þetta leiddi til þess að víða varð vöru­skortur í búðum og gripir söfn­uð­ust upp hjá bændum með til­heyr­andi vanda­málum og áskor­un­um. Við getum því hrósað happi yfir hversu vel tókst til hér á landi og að ekki hafi orðið brestir í vinnslu né dreif­ingu hingað til. Tek­ist hefur að halda virð­is­keðj­unni gang­andi „Frá haga í maga“. Því ber að þakka öllu því góða starfs­fólki sem vinnur við mat­væla­fram­leiðslu hér á landi. Útsjón­ar­semi, sveigj­an­leiki og stað­festa þeirra við að leysa málin við erf­iðar aðstæður eru til fyr­ir­mynd­ar.Það verk­efni sem upp kom og mun fylgja okkur áfram er það ójafn­vægi á alþjóð­legum mark­aði sem hefur skap­ast vegna COVID. Mikil tregða er á sölu land­bún­að­ar­af­urða í Evr­ópu vegna far­ald­urs­ins sem hefur orðið til þess að gríð­ar­legar alþjóð­legar birgðir hafa safn­ast upp með til­heyr­andi verð­falli til fram­leið­anda  Þetta er hluti af alþjóð­legu vanda­máli sem bændur og mat­væla­fram­leið­endur hafa víða lent í, meðal ann­ars vegna flutn­inga yfir landa­mæri og óseldra vara sem kom­ast ekki í sölu vegna COVID. Við­brögð Evr­ópu­sam­bands­ins við vand­anum hafa meðal ann­ars falist í stuðn­ingi vegna kostn­aðar vegna birgða­halds í kjöl­far tíma­bund­ins ójafn­vægis á mark­aði og fjár­styrkjum og lánum til bænda. Einnig voru veittar frek­ari und­an­þágur en fyrir voru frá evr­ópskum sam­keppn­is­lög­um. Þessi stuðn­ingur ríkja/­ríkja­sam­banda er ekki eins­dæmi.Auglýsing
Íslenskur land­bún­aður hefur ekki farið var­hluta af þessum áskor­unum frekar en rest­inn af heim­in­um. Sem dæmi má nefna er að mjólk­ur­duft hefur safn­ast upp, sölu­tregða hefur verið ríkj­andi og verð lágt á alþjóð­legum mörk­uð­um. Kjöt­mark­að­ur­inn er yfir­fullur vegna inn­flutn­ings og bændur sitja uppi með slát­ur­gripi með til­heyr­andi kostn­aði og erf­ið­leik­um.  Mik­ill sam­dráttur í ferða­þjón­ustu hefur svo orsakað hrun í lamba­kjöts­sölu. Það er engin leið að bændur og fyr­ir­tæki hefðu getað brugð­ist við ástand­inu fyrr hvorki hér­lendis né erlend­is. Ætla má að það muni taka marga mán­uði eða ár að ná aftur jafn­vægi á mark­aðnum með til­heyr­andi kostn­aði, sem á end­anum lendir á bænd­um.Nú þegar við erum farin að sjá fram úr kóf­inu er nauð­syn­legt að horfa til fram­tíð­ar, en jafn­framt skoða hvaða lær­dóm við getum dregið af síð­ustu tíu mán­uð­um. Þessi far­aldur hefur sýnt okkur hversu mik­il­væg inn­lend mat­væla­fram­leiðsla er og hversu mik­il­vægt það er hverri þjóð að vera sem mest sjálf­bær, sér­stak­lega þegar kemur að mat. Það má ekki gleym­ast að þetta er ekki fyrsta far­sóttin sem herjað hefur á heim­inn og því miður er lík­legt að þetta sé ekki sú síð­asta.Höf­undur er kúa­bóndi Kára­nes­koti og for­maður Sam­taka afurða­stöðva í mjólkur­iðn­aði.Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar