Spegillinn segir orð dómsmálaráðherra tilhæfulaus

Spegillinn hafnar því algerlega að í pistli þáttarins hafi verið lýst yfir pólitískri afstöðu án tengsla við staðreyndir. Ráðherra hefur ekki sent fréttastofu RÚV formlega athugasemd vegna pistilsins.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra
Auglýsing

Vegna greinar Áslaugar Örnu Sig­ur­björns­dóttur dóms­mála­ráð­herra sem birt­ist í Morg­un­blað­inu þar sem hún sagði að frétta­maður Speg­ils­ins hefði afflutt í pistli sínum á mánu­dag efni í skýrslu GRECO-­sam­tak­anna um íslenska stjórn­sýslu vill Speg­ill­inn taka fram að hann stendur við efni pistils­ins.

Þetta kom fram í Spegl­inum á Rás 1 í gær.

„Orð ráð­herra um að frétta­maður hafi ekki greint rétt frá eru til­hæfu­laus. Speg­ill­inn hafnar því alger­lega að í pistl­inum hafi verið lýst yfir póli­tískri afstöðu án tengsla við stað­reynd­ir. Ráð­herra hefur ekki sent frétta­stofu RÚV form­lega athuga­semd vegna pistils­ins,“ sagði enn fremur í Spegl­in­um. 

Auglýsing

Sagði pistla­höf­und lýsa póli­­tískri afstöðu „án tengsla við stað­­reynd­ir“

Kjarn­inn fjall­aði um málið í gær en Áslaug Arna sagði í grein sinni að pist­la­höf­undur „út­­varps allra lands­­manna“ hefði kosið „að afflytja málið og lýsa póli­­tískri afstöðu án tengsla við stað­­reynd­ir“ þegar við­kom­andi fjall­aði um úttekt GRECO á aðgerðum Íslands gegn spill­ingu. Höf­und­­ur­inn er Sig­rún Dav­­íðs­dótt­­ir.

Á­stæðan er pist­ill sem birt­ist á vef RÚV í byrjun viku undir fyr­ir­­sögn­inni: „GRECO, tvö ráðu­­neyti, tvær sög­­ur.“ Þar fjall­aði Sig­rún um hvernig tvö ráðu­­neyti, for­­sæt­is­ráðu­­neytið og dóms­­mála­ráðu­­neyt­ið, hefðu greint með mis­­mun­andi hætti frá nið­­ur­­stöðu úttektar GRECO, en líkt og Kjarn­inn greindi frá á mán­u­dag fólst í henni að GRECO teldi að Ísland hefði komið til móts við fjórar til­­lögur af 18 sem settar voru fram í skýrslu um Ísland með full­nægj­andi hætti. Sjö til­­lögur til við­­bótar eru sagðar hafa verið inn­­­leiddar að hluta, en ekki er búið að inn­­­leiða breyt­ingar til þess að mæta sjö til­­lögum sem lúta flestar að lög­­­gæslu­­mál­­um.

Í umfjöllun Sig­rúnar er bent á að í tillkynn­ingu frá for­­sæt­is­ráðu­­neyt­inu segi: „Sam­­kvæmt eft­ir­­fylgn­i­­skýrslu GRECO hefur Ísland nú inn­­­leitt fjórar til­­lögur sem varða æðstu hand­hafa fram­­kvæmd­­ar­­valds. Fjórar til við­­bótar eru inn­­­leiddar að hluta að mati sam­tak­anna en ein til­­laga telst ekki inn­­­leidd.“

Í til­­kynn­ingu frá dóms­­mála­ráðu­­neyt­inu segir hins veg­­ar: „Af 18 til­­­mælum GRECO hafa níu verið upp­­­fyllt, þrjú að hluta og sex á eftir að upp­­­fylla,“ og bent á að þar sé því sleppt að nefna að dóms­­mála­ráðu­­neytið hefur enn ekki upp­­­fyllt nein til­­­mæli sem sett voru fram í skýrsl­unni 2018. Sig­rún skrif­aði svo að báðar til­­kynn­ing­­arnar væru kór­rétt­­ar, en að gagn­­sæi gæti sann­­ar­­lega tekið á sig margar mynd­­ir.

Dóms­mála­ráð­herra sagði í grein sinni að Sig­rún hefði kosið að gera lítið úr því sem gert hefur verið á vegum dóms­­mála­ráðu­­neyt­is­ins og látið í veðri vaka að þar væri hvorki áhugi né vilji á aðgerðum gegn spill­ingu. Það væri ósatt og að margt væri í far­­vegi sem tals­­maður GRECO hefði farið lof­­sam­­legum orðum um. „Greið­endur útvarps­­gjalds­ins eiga rétt á því að greint sé rétt frá. Ýmis­­­legt hefur verið aðhafst í mál­efnum lög­­regl­unnar und­an­farið og frek­­ari breyt­ingar til hins betra eru framund­an,“ skrif­aði Áslaug Arna.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Alls störfuðu um 130 manns hjá SaltPay hér á landi áður en til uppsagna dagsins kom.
Hópuppsögn hjá SaltPay
SaltPay segir upp tugum starfsmanna hér á landi í dag, aðallega starfsmönnum sem hafa starfað við að þróa og viðhalda eldra greiðslukerfi Borgunar. SaltPay keypti Borgun síðasta sumar.
Kjarninn 19. apríl 2021
Samfylking sé tilbúin með frumvarp sem skyldar komufarþega til að dvelja í sóttvarnahúsi
Formaður Samfylkingar spurði forsætisráðherra hvort til stæði að breyta sóttvarnalögum í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Ekki við núverandi fyrirkomulag að sakast að mati forsætisráðherra, heldur við þá sem fylgja ekki reglum.
Kjarninn 19. apríl 2021
Sigríður Ólafsdóttir verður í öðru sæti listans og Eiríkur Björn í því fyrsta.
Eiríkur Björn og Sigríður leiða Viðreisn í Norðausturkjördæmi
Fyrrverandi bæjarstjóri á Fljótsdalshéraði og Akureyri verður oddviti Viðreisnar í Norðausturkjördæmi í komandi kosningum.
Kjarninn 19. apríl 2021
Harpa opnaði árið 2011. Kostnaður við rekstur fasteignarinnar og uppsafnað viðhald er að skapa alvarlega stöðu.
„Alvarleg staða“ hjá Hörpu vegna skorts á fjármagni til að sinna viðhaldi
Alls hafa eigendur Hörpu, ríki og borg, lagt húsinu til 14,4 milljarða króna í formi greiðslna af lánum vegna byggingu þess og rekstrarframlaga. Í fyrra nam rekstrarframlag þeirra 728 milljónum króna. Mikill vandi framundan vegna uppsafnaðs viðhalds.
Kjarninn 19. apríl 2021
Víðir Reynisson, Þórólfur Guðnason og Alma Möller á upplýsingafundi dagsins.
44 smit um helgina – Breytingar orðið í niðurstöðum landamæraskimanna
„Atburðir helgarinnar eru vissulega vonbrigði og við höfum fengið nú staðfest svo um munar að breska afbrigðið er til staðar í samfélaginu,“ segir Alma Möller landlæknir.
Kjarninn 19. apríl 2021
Styrkir til að hjálpa fyrirtækjum í ferðaþjónustu að rifta ráðningarsambandi við starfsfólk sitt hafa staðið til boða frá því í maí 2020.
Fyrirtæki tengd Icelandair Group hafa fengið 4,7 milljarða króna í uppsagnarstyrki
Alls hafa 17 fyrirtæki hafa fengið meira en 100 milljónir króna í uppsagnarstyrki úr ríkissjóði frá því í maí í fyrra. Næstum 40 prósent upphæðarinnar hafa farið til fyrirtækja sem tengjast Icelandair Group.
Kjarninn 19. apríl 2021
Á þriðja tug smita greindust í gær
Í fyrsta sinn frá því í nóvember 2020 greindust fleiri en 20 COVID-19 smit á Íslandi á einum degi. Fjöldinn sem greindist í gær er meiri en sá sem greindist síðast þegar aðgerðir voru hertar.
Kjarninn 19. apríl 2021
Eiríkur Ragnarsson
Hvaða frelsi er yndislegt?
Kjarninn 19. apríl 2021
Meira úr sama flokkiInnlent