Spegillinn segir orð dómsmálaráðherra tilhæfulaus

Spegillinn hafnar því algerlega að í pistli þáttarins hafi verið lýst yfir pólitískri afstöðu án tengsla við staðreyndir. Ráðherra hefur ekki sent fréttastofu RÚV formlega athugasemd vegna pistilsins.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra
Auglýsing

Vegna greinar Áslaugar Örnu Sig­ur­björns­dóttur dóms­mála­ráð­herra sem birt­ist í Morg­un­blað­inu þar sem hún sagði að frétta­maður Speg­ils­ins hefði afflutt í pistli sínum á mánu­dag efni í skýrslu GRECO-­sam­tak­anna um íslenska stjórn­sýslu vill Speg­ill­inn taka fram að hann stendur við efni pistils­ins.

Þetta kom fram í Spegl­inum á Rás 1 í gær.

„Orð ráð­herra um að frétta­maður hafi ekki greint rétt frá eru til­hæfu­laus. Speg­ill­inn hafnar því alger­lega að í pistl­inum hafi verið lýst yfir póli­tískri afstöðu án tengsla við stað­reynd­ir. Ráð­herra hefur ekki sent frétta­stofu RÚV form­lega athuga­semd vegna pistils­ins,“ sagði enn fremur í Spegl­in­um. 

Auglýsing

Sagði pistla­höf­und lýsa póli­­tískri afstöðu „án tengsla við stað­­reynd­ir“

Kjarn­inn fjall­aði um málið í gær en Áslaug Arna sagði í grein sinni að pist­la­höf­undur „út­­varps allra lands­­manna“ hefði kosið „að afflytja málið og lýsa póli­­tískri afstöðu án tengsla við stað­­reynd­ir“ þegar við­kom­andi fjall­aði um úttekt GRECO á aðgerðum Íslands gegn spill­ingu. Höf­und­­ur­inn er Sig­rún Dav­­íðs­dótt­­ir.

Á­stæðan er pist­ill sem birt­ist á vef RÚV í byrjun viku undir fyr­ir­­sögn­inni: „GRECO, tvö ráðu­­neyti, tvær sög­­ur.“ Þar fjall­aði Sig­rún um hvernig tvö ráðu­­neyti, for­­sæt­is­ráðu­­neytið og dóms­­mála­ráðu­­neyt­ið, hefðu greint með mis­­mun­andi hætti frá nið­­ur­­stöðu úttektar GRECO, en líkt og Kjarn­inn greindi frá á mán­u­dag fólst í henni að GRECO teldi að Ísland hefði komið til móts við fjórar til­­lögur af 18 sem settar voru fram í skýrslu um Ísland með full­nægj­andi hætti. Sjö til­­lögur til við­­bótar eru sagðar hafa verið inn­­­leiddar að hluta, en ekki er búið að inn­­­leiða breyt­ingar til þess að mæta sjö til­­lögum sem lúta flestar að lög­­­gæslu­­mál­­um.

Í umfjöllun Sig­rúnar er bent á að í tillkynn­ingu frá for­­sæt­is­ráðu­­neyt­inu segi: „Sam­­kvæmt eft­ir­­fylgn­i­­skýrslu GRECO hefur Ísland nú inn­­­leitt fjórar til­­lögur sem varða æðstu hand­hafa fram­­kvæmd­­ar­­valds. Fjórar til við­­bótar eru inn­­­leiddar að hluta að mati sam­tak­anna en ein til­­laga telst ekki inn­­­leidd.“

Í til­­kynn­ingu frá dóms­­mála­ráðu­­neyt­inu segir hins veg­­ar: „Af 18 til­­­mælum GRECO hafa níu verið upp­­­fyllt, þrjú að hluta og sex á eftir að upp­­­fylla,“ og bent á að þar sé því sleppt að nefna að dóms­­mála­ráðu­­neytið hefur enn ekki upp­­­fyllt nein til­­­mæli sem sett voru fram í skýrsl­unni 2018. Sig­rún skrif­aði svo að báðar til­­kynn­ing­­arnar væru kór­rétt­­ar, en að gagn­­sæi gæti sann­­ar­­lega tekið á sig margar mynd­­ir.

Dóms­mála­ráð­herra sagði í grein sinni að Sig­rún hefði kosið að gera lítið úr því sem gert hefur verið á vegum dóms­­mála­ráðu­­neyt­is­ins og látið í veðri vaka að þar væri hvorki áhugi né vilji á aðgerðum gegn spill­ingu. Það væri ósatt og að margt væri í far­­vegi sem tals­­maður GRECO hefði farið lof­­sam­­legum orðum um. „Greið­endur útvarps­­gjalds­ins eiga rétt á því að greint sé rétt frá. Ýmis­­­legt hefur verið aðhafst í mál­efnum lög­­regl­unnar und­an­farið og frek­­ari breyt­ingar til hins betra eru framund­an,“ skrif­aði Áslaug Arna.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jón Ásgeir Jóhannesson.
Segir peningamarkaðssjóði ekki svikamyllu heldur form af skammtímafjármögnun
Fyrrverandi aðaleigandi Glitnis neitar því að peningamarkaðssjóðir bankanna hafi verið notaðir til að „redda“ eigendum þeirra fyrir hrun. Ríkisbankar þurftu að setja 130 milljarða króna inn í sjóðina en samt tapaði venjulegt fólk stórum fjárhæðum.
Kjarninn 21. janúar 2021
Jón Ásgeir segir Guðlaug Þór hafa tekið á sig sök í styrkjamálinu
Stjórnendur FL Group tóku ákvörðun um að veita háan styrk til Sjálfstæðisflokksins í lok árs 2006 og kvittun fyrir greiðslunni var gefin út eftir á. Þetta segir Jón Ásgeir Jóhannesson. Hann telur Geir H. Haarde hafa staðið á bakvið málið.
Kjarninn 21. janúar 2021
Norðurlöndin og Eystrasaltslöndin biðja AGS um að meta áhættu á peningaþvætti
Ríkisstjórn Íslands, ásamt ríkisstjórnum hinna Norður- og Eystrasaltslandanna, hefur beðið Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um að greina ógnir og veikleika í tengslum við peningaþvætti í löndunum.
Kjarninn 21. janúar 2021
Stórt hlutfall lána í frystingu er líkleg útskýring lágs hlutfalls fólks á vanskilaskrá
Vanskil aldrei verið minni en í fyrra
Samkvæmt Creditinfo voru vanskil með minnsta móti í fyrra. Líklegt er að það sé vegna fjölda greiðslufresta á lánum í kjölfar faraldursins.
Kjarninn 21. janúar 2021
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Telur greinargerð ráðherra og kynningar á bankasölu ekki standast stjórnsýslulög
Stjórnarþingmenn í fjárlaganefnd taka undir með félögum sínum í efnahags- og viðskiptanefnd og vilja selja allt að 35 prósent í Íslandsbanka. Formaður Flokks fólksins segir að verið sé að einkavæða gróðann eftir að tapið var þjóðnýtt.
Kjarninn 21. janúar 2021
Um 60 prósent Garðbæinga geta ekki nefnt að minnsta kosti þrjá bæjarfulltrúa á nafn
Um 20 prósent íbúa Garðabæjar telja að ákvarðanir við stjórn sveitarfélagsins séu teknar ólýðræðislega. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 60 prósent fylgi í sveitarfélaginu en ánægja með meirihluta hans og bæjarstjóra er minni.
Kjarninn 21. janúar 2021
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 31. þáttur: Keisari undirheimanna
Kjarninn 21. janúar 2021
Óli Björn Kárason er formaður efnahags- og viðskiptanefndar.
Vilja selja allt að 35 prósent hlut í Íslandsbanka
Meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar vill selja rúmlega þriðjung í Íslandsbanka í hlutafjárútboði í sumar. Hann vill setja þak á þann hlut sem hver fjárfestir getur keypt. Stjórnarandstaðan er sundruð í afstöðu sinni.
Kjarninn 21. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent