„Spilling notuð til að byggja valdablokkir“

Þingmaður Pírata spurði dómsmálaráðherra út í nýja skýrslu GRECO á þingi í dag. Hann sagði meðal annars að spilling væri falinn skattur. Hún gerði okkur fátækari, græfi undan réttarríkinu og gerði okkur óörugg.

Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pirata.
Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pirata.
Auglýsing

„Spill­ing er rán­dýr. Spill­ing hyglar fáum á kostnað allra ann­arra. Spill­ing er fal­inn skattur sem kostar meira en virð­is­auka­skatt­ur. En á meðan virð­is­auka­skattur er nýttur til að byggja upp inn­viði lands­ins þá er spill­ing notuð til að byggja valda­blokk­ir.“

Þetta sagði Jón Þór Ólafs­son, þing­maður Pírata, í óund­ir­búnum fyr­ir­spurna­tíma á Alþingi í morgun en hann spurði Áslaugu Örnu Sig­ur­björns­dóttur dóms­mála­ráð­herra út í nýút­komna skýrslu GRECO, sam­taka gegn spill­ingu.

Kjarn­inn fjall­aði um ský­sl­una í vik­unni en í henni er lagt mat á það hvernig íslensk stjórn­völd hafa til þessa brugð­ist við þeim 18 til­lögum að úrbótum sem GRECO setti fram í skýrslu sinni um Ísland árið 2018. Búið er að koma til móts við fjórar þeirra með full­nægj­andi hætti, að mati sam­tak­anna. Sjö til­lögur til við­bótar eru sagðar hafa verið inn­leiddar að hluta, en ekki er búið að inn­leiða breyt­ingar til þess að mæta sjö til­lögum sem lúta flestar að lög­gæslu­mál­um.

Auglýsing

Jón Þór hélt uppi blaði í pontu þar sem hann var búinn að strika yfir til­lögur GRECO með græn­um, gulum og rauðum lit. „Grænt er búið. Gult er farið af stað. Rautt er ekki byrj­að,“ sagði hann. Jón Þór Ólafsson Mynd: Skjáskot/Alþingi

Benti þing­mað­ur­inn á að dóms­mála­ráð­herra hefði fengið slíkan lista af spill­inga­vörnum fyrir tveimur árum. „Hennar listi sneri að lög­gæslu­mál­um. Og í frétta­til­kynn­ingu GRECO hvað lög­gæslu varðar seg­ir: „Ís­land verður að tak­marka póli­tíska spill­ingu, póli­tísk afskipt­i.“ Og þetta er listi dóms­mála­ráð­herra: Rautt er ekki farið af stað. Gult er rétt haf­ið.“

Jón Þór sagði að spill­ing væri mjög skilj­an­leg vegna þess að valda­fólk gæti notað almanna­valdið til að byggja sínar valda­blokk­ir. „Þannig virkar það. En það er á kostnað allra ann­arra. Spill­ing er því mjög óæski­leg. Hún er fal­inn skatt­ur. Hún gerir okkur fátæk­ari. Hún grefur undan rétt­ar­rík­inu. Hún gerir okkur óör­ugg­ari. Hún verð­launar hlýðni í stað hæfi­leika. Hún gerir okkur lélegri. Það kostar ráð­herra ekk­ert að nota almanna­valdið til að byggja eigin valda­blokkir fyrr en það kostar traust kjós­enda. Ég treysti því ekki að ráð­herra vilji vinna að tak­mörkun spill­ingar innan lög­gæsl­unnar með svona rauðan lista.“

Spurði hann því ráð­herra hvers vegna hennar listi væri svona rauð­ur.

„Vinnum hörðum höndum að því að skoða hvað það er í kerf­inu okkar sem við getum gert bet­ur“

Áslaug Arna svar­aði og sagði að þing­mað­ur­inn gæti rétt fram „ein­hverja lista sem hann hefur litað sér­stak­lega en það væri nær að vísa í orð sér­fræð­ings GRECO og einn höf­unda þess­arar skýrslu“. Vís­aði hún í höf­und skýrsl­unnar en hann seg­ir:

„Það má segja að þetta sé allt í vinnslu. Það er ekki búið að inn­leiða til­lög­urnar en við tökum til greina að dóms­mála­ráð­herra hóf nýverið mjög yfir­grips­mikla end­ur­skipu­lagn­ingu á lög­regl­unni og öðrum emb­ættum lög­gæslu. Það er einnig í gangi end­ur­skoð­un. Mér skilst að okkar til­lögur sem miða að því að tryggja að engin póli­tísk afskipti séu höfð af lög­gæslu verði inn­leiddar í gegnum þessi tvö ferli.“

Dóms­mála­ráð­herra benti á að höf­undur skýrsl­unnar segð­ist vera von­góður varð­andi næstu skýrslu, enda væri þetta stöðu­taka. „Við höfum fleiri mán­uði til að klára eins og lagt var upp með í upp­hafi og ríki hafa til að klára eft­ir­fylgni þess­arar skýrslu. Hann bindur miklar vonir við og telur mjög lík­legt að þetta verði komið að 18 mán­uðum liðnum og það verði búið að inn­leiða þessar athuga­semd­ir. Hann seg­ist líka ánægður að sjá þetta ferli og hann bætir auð­vitað við að það sé ekki hægt að fara í beinan sam­an­burð við önnur lönd,“ sagði Áslaug Arna.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Mynd: Bára Huld Beck

Spyrði hún hvað búið væri að gera og hvað væri verið að benda á í þessum athuga­semdum sem þau væru að reyna að koma til móts við. „Við vinnum hörðum höndum að því að skoða hvað það er í kerf­inu okkar sem við getum gert betur til að koma til móts við þær athuga­semdir sem þarna koma fram. Það er ekki síst innra sam­starf og að lög­reglan komi fram sem ein heild í meira mæli en verið hefur og ég veit ekki betur en ég hafi komið á fót lög­reglu­ráði.

Við erum að lög­festa það með frum­varpi til laga sem var að klár­ast í sam­ráðs­gátt og er að fara fyrir rík­is­stjórn og fyrir þingið fyrir ára­mót, um að lög­festa lög­reglu­ráð sem verði sam­ráðs- og sam­hæf­ing­ar­vett­vangur allrar lög­reglu í land­inu með hér­aðs­sak­sókn­ara og undir for­ystu rík­is­lög­reglu­stjóra. Síðan er að treysta for­ystu­hlut­verk rík­is­lög­reglu­stjóra sem einmitt er bent á að þurfi að gera í athuga­semdum GRECO,“ sagði ráð­herr­ann.

Verður vinnan kláruð fyrir kosn­ing­ar?

Jón Þór sagð­ist í fram­hald­inu von­ast til þess að rík­is­lög­reglu­stjóri brygð­ist við. „Ég vil geta treyst dóms­mála­ráð­herra í þessu máli, for­seti, ég vil að þetta sé lag­að. Það er dýrt og gerir okkur fátækari, gerir okkur lélegri og gerir okkur óör­ugg­ari að hafa spill­ingu. Þegar okkur er bent á svona hluti og maður sér hvernig list­inn er — og þetta er ekk­ert sam­an­burður milli landa, þetta er listi for­sæt­is­ráð­herra, sem er með tæpan einn þriðja kláraðan af sínum verk­efn­um, einn þriðja far­inn af stað og eitt verk­efni ekki farið af stað, og svo listi dóms­mála­ráð­herra og það eru 18 mán­uðir fram yfir næstu kosn­ing­ar.“

Spurði hann hvort dóms­mála­ráð­herra teldi sig getað klárað þetta fyrir næstu kosn­ing­ar. „Ef það ger­ist þá treysti ég dóms­mála­ráð­herra. Telur dóms­mála­ráð­herra að hún geti flýtt vinn­unni þannig að hún sé kláruð fyrir næstu kosn­ing­ar?“ spurði hann.

Margt klárað á næstu mán­uðum

Áslaug Arna svar­aði í annað sinn og sagði að margt í þessu teldi hún að yrði upp­fyllt með nýjum lögum en lagt yrði fram frum­varp um það fyrir ára­mót.

„Í lög­reglu­lög­un­um, í því sem við erum að breyta, er ekki bara end­ur­skoðun á skipu­lagi lög­reglu og verk­sviði rík­is­lög­reglu­stjóra heldur líka eft­ir­lit með störfum lög­reglu, rann­sóknir þegar upp kemur grunur um refsi­verða hátt­semi lög­reglu í starfi. Og ég er búin að ítreka það með breyt­ingum sem krefj­ast ekki laga­breyt­ing­ar, og í sam­tölum mínum við lög­reglu­ráð og alla lög­reglu­stjóra og leggja ríka áherslu á að störf innan lög­regl­unnar séu aug­lýst. Er unnið að því innan lög­regl­unnar og Land­helg­is­gæsl­unnar að upp­fylla þau til­mæli sem bein­ast sér­stak­lega að þeim og við höfum rekið á eftir að verði lok­ið.“

Því telur hún að margt verði klárað á næstu mán­uðum er lýtur að GRECO. „Það eru kannski ein­hverjar athuga­semdir þarna sem krefj­ast meiri póli­tískrar umræðu og það er mik­il­vægt að komi fram í umræðu um lög­reglu­lögin þegar frum­varpið kemur fyrir þing­ið. En ég held að við höfum stigið mörg skref til að svara þessu og það er ekki rétt að bera þessi tvö ráðu­neyti saman eins og hátt­virtur þing­maður gerð­i.“

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Eitt smit á Austurlandi í 3. bylgju – til álita kemur að slaka á aðgerðum á landsbyggðinni
„Í ljósi þess að mjög fá smit eru nú að greinast utan höfuðborgarsvæðisins þá kæmi til álita að mínu mati að beita minna takmarkandi aðgerðum á þeim svæðum,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Aðeins eitt smit greindist á Austurlandi í 3. bylgju.
Kjarninn 1. desember 2020
Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra.
Þeir sem brjóta niður traust á dómstólum ættu ekki að gegna trúnaðarstörfum fyrir hönd almennings
Gagnsæi, samtök gegn spillingu, telja að þeir sem bera ábyrgð á því að brjóta niður traust á dómstólum ættu ekki að koma að frekari trúnaðarstörfum fyrir hönd almennings.
Kjarninn 1. desember 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Dómsmálaráðherra: „Þessi niðurstaða veldur vissulega vonbrigðum“
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra ræddi niðurstöðu Landsréttarmálsins á ríkisstjórnarfundi og sagði hana í kjölfarið valda sér vonbrigðum. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir bent á mjög alvarlega annmarka.
Kjarninn 1. desember 2020
Kjartan Briem nýr framkvæmdastjóri Isavia ANS
Isavia ANS ehf. er dótturfélag Isaiva ohf. og annast rekstur og uppbygginu flugleiðsöguþjónustu.
Kjarninn 1. desember 2020
Áfram munu fjöldamörk miðast við tíu manns - að minnsta kosti í viku í viðbót.
Óbreyttar sóttvarnaaðgerðir í viku í viðbót
Ákveðið hefur verið að framlengja gildandi sóttvarnaráðstafanir til 9. desember. Til stóð að gera tilslakanir en vegna þróunar faraldursins síðustu daga var ákveðið að halda gildandi aðgerðum áfram.
Kjarninn 1. desember 2020
„Í þrjú ár hafa þau þrjóskast við og tekið flokkshollustu og valdastóla fram yfir hagsmuni þjóðarinnar“
Píratar hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna niðurstöðu yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu.
Kjarninn 1. desember 2020
Yfirdeild MDE kvað upp niðurstöðu í málinu í morgun.
Íslenska ríkið tapaði málinu fyrir yfirdeildinni
Yfirdeild Mannréttindadómstól Evrópu staðfesti í dag fyrri dóm réttarins í Landsréttarmálinu.
Kjarninn 1. desember 2020
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Rithöfundaspjall: Sagnaheimur og „neðanmittisvesen“
Kjarninn 1. desember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent