Willum: Staða Framsóknarflokksins á höfuðborgarsvæðinu er alvarleg

Formaður fjárlaganefndar telur að Framsókn hafi ekki tekist að tala fyrir borgaralegum málefnum, en fylgi flokksins á höfuðborgarsvæðinu mælist nú tæplega sex prósent. Hann vill RÚV af auglýsingamarkaði og á fjárlög.

Willum Þór Þórsson
Willum Þór Þórsson
Auglýsing

Willum Þór Þórs­son, þing­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins og for­maður fjár­laga­nefnd­ar, segir stöðu flokks síns á höf­uð­borg­ar­svæð­inu vera alvar­lega. Þetta kemur fram í við­tali við hann í hlað­varp­inu Arn­ar­hóli, þar sem hann var spurður út í nýlega birta umfjöllun Kjarn­ans á fylgi Fram­sókn­ar­flokks­ins á höf­uð­borg­ar­svæð­inu byggða á síð­ustu tveimur könn­unum MMR.

­Sam­kvæmt þeim er fylgi flokks­ins á svæð­inu, þar sem um ⅔ hluta lands­manna búa, 5,9 pró­sent. Það er minna fylgi en Mið­­flokk­­ur­inn og Vinstri græn og aðeins rétt meira fylgi en Sós­í­a­lista­­flokkur Íslands, sem hefur aldrei boðið fram til þing­­kosn­­inga og á eftir að kynna hverjir verða í fram­­boði fyrir flokk­inn í næstu kosn­­ing­um, á höf­uð­­borg­­ar­­svæð­inu.

Willum segir að Fram­sókn­ar­flokknum hafi ekki tek­ist að tala nægi­lega skýrt fyrir borg­ara­legum mál­efn­um, en til höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins telj­ast stærstu þétt­býl­iskjarnar lands­ins innan þriggja stærstu kjör­dæma þess. Það sjá­ist til að mynda á því að flokk­ur­inn náði ekki inn manni í síð­ustu borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­um, þegar hann fékk 3,2 pró­sent atkvæða. Hann er með sitt­hvorn full­trú­ann í sveit­ar­stjórnum Kópa­vogs og Hafn­ar­fjarðar og ein­ungis tvo af 35 þing­mönnum höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins. Willum er annar þeirra og Lilja Alfreðs­dótt­ir, vara­for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins, er hinn. 

Að sögn Will­ums þarf að horfast í augu við þessa þróun og breyta henni. „Við þurfum að virkja ungt fólk. Ég held að Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn eigi að geta höfðað til ungs fólks og við erum með mjög flott ungt fólk núna í gras­rót­inni sem ég bind miklar vonir við að tak­ist að safna ungu fólki sem að tak­ist þetta. Við þessi sem að eldri erum, þótt ég sé ungur í póli­tík, þá kannski erum við fast­ari í form­inu en svo að við getum höfðað til unga fólks­ins með jafn trú­verð­ugum hætti og unga fólkið sjálft.“

5,9 pró­sent fylgi á höf­uð­borg­ar­svæð­inu

Í gögnum MMR sem sýna með­­al­tals­­stöðu Fram­­sókn­­ar­­flokks­ins úr síð­­­ustu tveimur könn­unum fyr­ir­tæk­is­ins eftir ýmsum bak­grunns­breytum kemur fram að heilt yfir virð­ist flokk­­ur­inn á svip­uðum slóðum og í síð­­­ustu kosn­­ing­­um. Fylgi við hann mælist 10,1 pró­­sent og hann er sá stjórn­­­ar­­flokkur sem hefur tapað minnstu fylgi á rík­is­stjórn­­­ar­­sam­­starf­in­u. 

Flokk­ur­inn hefur styrkt stöðu sína á Norð­­ur­landi, Aust­­ur­landi, Suð­­ur­landi og á Suð­­ur­­nesj­un­um frá könn­unum sem gerðar voru í kringum síð­ustu kosn­ingar sem fram fóru haustið 2017.

Auglýsing
Fylgið hefur hins vegar dalað á Vest­­ur­landi og Vest­­fjörðum sam­kvæmt tölum MMR og á lang­­fjöl­­menn­asta svæði lands­ins, höf­uð­­borg­­ar­­svæð­inu, þar sem tveir af hverjum þremur íbúum Íslands búa. Þar, í kjör­­dæmum þar sem vara­­for­­mað­­ur­inn og mennta­­mála­ráð­herr­ann ann­­ars vegar og for­­maður fjár­­laga­­nefndar hins veg­­ar, leiða lista flokks­ins mælist fylgi hans nú 5,9 pró­­sent. Í könn­unum MMR fyrir og eftir síð­­­ustu kosn­­ingar mæld­ist það átta pró­­sent á svæð­inu sem er í takt við það fylgi sem Fram­­sókn fékk í kosn­­ing­unum 2017 í Krag­­anum ann­­ars vegar og í Reykja­vík suður hins veg­­ar, þar sem flokk­­ur­inn náði inn þing­­mönn­­um. Í Reykja­vík norður fékk flokk­­ur­inn 5,3 pró­­sent atkvæða og engan mann kos­inn.

Vandi einka­rek­inna fjöl­miðla óum­deildur

Í við­tal­inu ræðir Willum ýmis önnur mál, til að mynda stöð­una á íslenskum fjöl­miðla­mark­aði, en mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra, sam­flokks­kona hans, hefur ítrek­að  og án árang­urs reynt að leggja fram frum­varp til að koma á mót stuðn­ings­kerfi við einka­rekna fjöl­miðla. Ástæðan hefur verið and­staða á meðal hluta þing­manna Sjálf­stæð­is­flokks sem hafa barist hart gegn mál­inu.

Nýverið var greint frá því í Morg­un­blað­inu að til stæði að skoða nýjar leiðir í stuðn­ingi við fjöl­miðla og að þar yrði skatt­kerfið not­að. Heim­ildir Kjarn­ans herma að þar sem verið að kanna útfærslu á afslætti eða end­ur­greiðslu á trygg­inga­gjaldi. Það í sam­ræmi við frum­varp sem Óli Björn Kára­son og þrír aðrir þing­menn Sjálf­stæð­is­flokks lögðu fram í des­em­ber í fyrra til að und­ir­strika and­stöðu sína við fjöl­miðla­frum­varp mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra.

Willum segir í við­tal­inu að honum finn­ist blasa við að stjórn­mála­menn, og hann þar með tal­inn, finni sann­gjarna lausn á þess­ari stöðu. „Vandi einka­rek­inna fjöl­miðla er óum­deild­ur. Meðal ann­ars vegna þess að RÚV er ráð­andi á aug­lýs­inga­mark­að­i.“ 

Það sé ekki vilji hans að opin­bert fyr­ir­tæki hafi ráð­andi stöðu á neinum mark­aði. „Það hlýtur að vera lang mesta sann­girni í því að RÚV fari af aug­lýs­inga­mark­aði og hrein­lega á fjár­lög.“ 

Ein lausn sem gæti verið í stöð­unni sé að halda RÚV á aug­lýs­inga­mark­aði en að tekj­unum af því væri dreift á alla miðla.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent