Framsókn með undir sex prósenta fylgi í Reykjavík og nágrenni

Framsóknarflokkurinn er að mælast með svipað fylgi og hann fékk þegar síðast var kosið. Hann hefur styrkt stöðu sína víða á landsbyggðinni en tapað fylgi á höfuðborgarsvæðinu þar sem flokkurinn er í hættu að fá enga menn þingmenn kosna.

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.
Auglýsing

Framsóknarflokkurinn hefur upplifað stormasama tíma á undanförnum árum. Ríkisstjórn sem hann leiddi þurfti að boða til snemmbúinna kosninga 2016 og þáverandi formaður flokksins, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, að segja af sér sem forsætisráðherra vegna opinberana sem fram komu í Panamaskjölunum. 

Í kjölfarið fylgdi hatrammur formannsslagur í aðdraganda kosninga 2016 sem lauk með því að Sigurður Ingi Jóhannsson sigraði Sigmund Davíð með litlum mun og þegar kosið var aftur árið síðar, haustið 2017, klauf Sigmundur Davíð sig frá og stofnaði Miðflokkinn. Sá fékk fleiri atkvæði en Framsóknarflokkurinn í þeim kosningum.

Framsókn vann þó ákveðinn varnarsigur fyrir rúmum þremur árum og náði í 10,7 prósent atkvæða, sem dugði til að skila flokknum í ríkisstjórn. Það var samt sem áður versta niðurstaða Framsóknar í þingkosningum í Íslandssögunni. 

Kannanir MMR fyrir og eftir síðustu kosningar sýndi nákvæmlega kjörfylgið, 10,7 prósent. Þar mældist fylgi Framsóknar á höfuðborgarsvæðinu átta prósent, sem er mjög í takt við niðurstöðu kosninganna 2017 í Reykjavík suður, þar sem vonarstjarnan og varaformaðurinn Lilja Alfreðsdóttir leiddi lista flokksins, og í Suðvesturkjördæmi nágrannasveitarfélaga höfuðborgarinnar, þar sem Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar, var í fyrsta sæti. 

Mikil ánægja með Lilju

Lilja hefur ítrekað mælst í hópi þeirra ráðherra ríkisstjórnarinnar sem mest ánægja er með. Í könnun sem Maskína gerði á vormánuðum 2019 var Lilja í efsta sæti yfir þá ráðherra sem mest ánægja var með, en alls sögðust tæplega 68 prósent aðspurðra vera ánægð með hennar störf. Þegar sú könnun var gerð var skammt um liðið frá því að Klausturmálið svokallaða átti sér stað. Lilja, sem var ein þeirra sem var til umræðu í niðrandi og óviðurkvæmilegu tali nokkurra þingmanna Miðflokks og Flokks fólksins á Klausturbar í nóvember 2018, hlaut mikið lof fyrir framgöngu sína í kjölfarið þar sem hún kallaði framferði fólksins „ofbeldi“. Í könnun Gallup frá því í maí 2020 sögðust 54 prósent aðspurðra vera ánægðir með störf hennar. Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins og mennta- og menningarmálaráðherra.

Ánægja er eitt, en traust er annað. Og það er líka mælt. Zenter og Fréttablaðið hafa framkvæmt könnun á því hvaða ráðherra landsmenn treystu best annars vegar sumarið 2019 og hinsvegar í byrjun október 2020. Í fyrri könnuninni mældist Lilja sá ráðherra sem flestir treystu best, en alls nefndu 20,5 prósent hana í fyrrasumar. Það þýðir að hún naut meira trausts en forsætisráðherrann Katrín Jakobsdóttir. 

Í síðari könnuninni, rúmu ári síðar, hafði traust á Lilju næstum helmingast og var farið niður í 10,7 prósent. Í sömu könnun sögðust 6,2 prósent landsmanna treysta Sigurði Inga Jóhannssyni, formanni Framsóknarflokksins. 

Í baráttu fyrir tilveru á höfuðborgarsvæðinu

Í gögnum MMR sem sýna meðaltalsstöðu Framsóknarflokksins úr síðustu tveimur könnunum fyrirtækisins eftir ýmsum bakgrunnsbreytum kemur fram að heilt yfir virðist flokkurinn á svipuðum slóðum og í síðustu kosningum. Fylgi við hann mælist 10,1 prósent og hann er sá stjórnarflokkur sem hefur tapað minnstu fylgi á stjórnarsamstarfinu. 

Auglýsing
Flokkurinn hefur styrkt stöðu sína á Norðurlandi, Austurlandi, Suðurlandi og á Suðurnesjunum. 

Fylgið hefur hins vegar dalað á Vesturlandi og Vestfjörðum og á langfjölmennasta svæði landsins, höfuðborgarsvæðinu, þar sem tveir af hverjum þremur íbúum Íslands búa. Þar, í kjördæmum þar sem varaformaðurinn og menntamálaráðherrann annars vegar og formaður fjárlaganefndar hins vegar, leiða lista flokksins mælist fylgi hans nú 5,9 prósent. Í könnunum MMR fyrir og eftir síðustu kosningar mældist það átta prósent á svæðinu sem er í takt við það fylgi sem Framsókn fékk í kosningunum 2017 í Kraganum annars vegar og í Reykjavík suður hins vegar, þar sem flokkurinn náði inn þingmönnum. Í Reykjavík norður fékk flokkurinn 5,3 prósent atkvæða og engan mann kosinn.

Framsókn er í dag með minna fylgi en Miðflokkurinn og Vinstri græn og aðeins rétt meira fylgi en Sósíalistaflokkur Íslands, sem hefur aldrei boðið fram til þingkosninga og á eftir að kynna hverjir verða í framboði fyrir flokkinn í næstu kosningum, á höfuðborgarsvæðinu.

Ánægja og traust á Lilju er því ekki að skila sér í auknum fjölda líklegra kjósenda Framsóknarflokksins. Þorri þeirra sem eru ánægðir með störf hennar og treysta henni ætla sér alls ekki að kjósa þann flokk. 

Lengi verið erfið staða í Reykjavík

Það er því raunhæfur möguleiki að Framsóknarflokkurinn nái ekki inn manni á höfuðborgarsvæðinu í næstu kosningum. Erfið staða hans í Reykjavík sérstaklega, þar sem flokkurinn hefur nú einn þingmann af 22 úr kjördæmunum tveimur, hefur raunar legið fyrir í lengri tíma og birtist meðal annars í síðustu borgarstjórnarkosningum. 

Þar fékk flokkurinn 3,2 prósent atkvæða og náði ekki inn manni. Fyrir 14 árum síðan, í borgarstjórnarkosningunum 2006, fékk flokkurinn 6,1 prósent atkvæða. Í kjölfarið ákvað þáverandi formaður flokksins, Halldór Ásgrímsson heitinn, að draga sig í hlé úr stjórnmálum. Halldór sagði meðal annars að hann væri að axla ábyrgð á lakri stöðu flokksins í þeim kosningum með því að stiga til hliðar.

Aldur er ekki ráðandi breyta á meðal stuðningsmanna Framsóknarflokks og það er menntun eða tekjur ekki heldur. Karlar eru hins vegar hrifnari af flokknum en konur. 

Úttekt á bakgrunni stuðningsmanna flokka

Kjarn­inn hefur fengið aðgang að gögnum um bak­grunns­breytur þeirra sem svarað hafa könn­unum MMR um fylgi stjórn­mála­flokka. Þær breytur sem um ræðir eru kyn, ald­ur, búseta, menntun og heim­il­is­tekj­ur. Gögnin eru ann­ars vegar úr síð­ustu tveimur könn­unum MMR, sem gerðar voru 23-28. októ­ber og 6-11. nóv­em­ber 2020 (sam­tals 1.858 svar­end­ur), og hins vegar úr tveimur könn­unum sem gerðar voru öðru hvoru megin við síð­ustu þing­kosn­ingar árið 2017. Með því að skoða þær kann­an­ir, sem fram­kvæmdar voru 26-27. októ­ber og 14.-17. nóv­em­ber 2017 (sam­tals 1.924 svar­end­ur), er hægt að sjá þær breyt­ingar sem orðið hafa á bak­grunns­breytum stuðn­ings­manna flokk­anna frá þeim tíma. Næstu daga mun Kjarn­inn birta umfjöllun um alla þá átta flokka sem mældir eru í könn­unum MMR og í kjöl­farið ýmis konar aðra umfjöllun byggða þeim upp­lýs­ingum sem gagna­safnið geym­ir. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Árvakur hf. gefur út Morgunblaðið, mbl.is og útvarpsstöðina K100.
Útgáfufélag Morgunblaðsins tapaði 75 milljónum þrátt fyrir 100 milljóna ríkisstyrk
Tap Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins, minnkaði um 135 milljónir á milli ára. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins þakkar veigamiklum hagræðingaraðgerðum fyrir það að reksturinn hafi batnað þrátt fyrir veirufaraldurinn.
Kjarninn 26. júlí 2021
Joe Biden Bandaríkjaforseti.
Bandaríkin ætla að halda ferðabanni gagnvart Evrópu til streitu enn um sinn
Íslendingar og aðrir Evrópubúar munu ekki geta sótt Bandaríkin heim alveg á næstunni án þess að hafa sérstakar undanþágur. Í ljósi útbreiðslu delta-afbrigðis kórónuveirunnar hefur Bandaríkjastjórn ákveðið að halda núverandi ferðatakmörkunum í gildi.
Kjarninn 26. júlí 2021
Eyþór Eðvarðsson
Fjórar spurningar um loftslagsmál sem kjósendur þurfa að fá svar við
Kjarninn 26. júlí 2021
Þrettán starfsmenn Landspítalans í einangrun
Um helgina komu upp smit hjá starfsmönnum í nokkrum starfseiningum Landspítala. Rakning er langt komin og þrettán starfsmenn eru komnir í einangrun og nokkur fjöldi starfsmanna og sjúklinga í sóttkví.
Kjarninn 26. júlí 2021
Benedikt Jóhannesson, einn stofnenda Viðreisnar, mun starfa áfram með flokknum.
Sættir hafa náðst hjá Viðreisn og Benedikt starfar áfram innan flokksins
Benedikt Jóhannesson fyrrverandi formaður Viðreisnar greinir frá því í dag að samkomulag hafi náðst um að hann starfi áfram með flokknum.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meirihluti þjóðarinnar er bólusettur og meirihluti þeirra sem eru að greinast með veiruna er bólusettur.
116 óbólusettir greinst á einni viku
Um 64 prósent þeirra sem eru með COVID-19 á landinu eru á aldrinum 18-39 ára. Flestir sem greinst hafa síðustu daga eru bólusettir en 116 óbólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á einni viku.
Kjarninn 26. júlí 2021
Þórður Snær Júlíusson
Endalok tálmyndar um endurkomu hins eðlilega lífs
Kjarninn 26. júlí 2021
Himinn og haf skilja fátækari ríki heims og þau ríkari að þegar kemur að bólusetningum.
Þórólfur: Hægt að hafa margar skoðanir á siðferði bólusetninga
Að baki þeirri ákvörðun að gefa fólki bólusettu með Janssen örvunarskammt býr að sögn sóttvarnalæknis sú stefna að reyna að bólusetja sem flesta hér á landi með áhrifaríkum hætti. 1,32 prósent íbúa fátækustu ríkja heims hafa verið bólusett.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar