Dómsmálaráðherra sakar starfsmann RÚV um að lýsa pólitískri afstöðu

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir segir að greiðendur útvarpsgjaldsins eigi rétt á því að greint sé rétt frá. Hún gagnrýnir umfjöllun RÚV um úttekt GRECO á aðgerðum Íslands gegn spillingu.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
Auglýsing

Áslaug Arna Sig­ur­björns­dóttir dóms­mála­ráð­herra segir að pistla­höf­undur „út­varps allra lands­manna“ hafi kosið „að afflytja málið og lýsa póli­tískri afstöðu án tengsla við stað­reynd­ir“ þegar við­kom­andi fjall­aði um úttekt GRECO á aðgerðum Íslands gegn spill­ingu. Þetta kemur fram í grein eftir Áslaugu Örnu í Morg­un­blað­inu í dag. Pistla­höf­und­ur­inn, sem ráð­herr­ann kallar líka frétta­mann í grein­inni, er Sig­rún Dav­íðs­dótt­ir.

Á­stæðan er pist­ill sem birt­ist á vef RÚV í byrjun viku undir fyr­ir­sögn­inni: „GRECO, tvö ráðu­neyti, tvær sög­ur“. Þar fjall­aði Sig­rún um hvernig tvö ráðu­neyti, for­sæt­is­ráðu­neytið og dóms­mála­ráðu­neyt­ið, hefðu greint með mis­mun­andi hætti frá nið­ur­stöðu úttektar GRECO, en líkt og Kjarn­inn greindi frá á mánu­dag fólst í henni að GRECO telji að Ísland hafi komið til móts við fjórar til­lögur af 18 sem settar voru fram í skýrslu um Ísland með full­nægj­andi hætti. Sjö til­lögur til við­bótar eru sagðar hafa verið inn­leiddar að hluta, en ekki er búið að inn­leiða breyt­ingar til þess að mæta sjö til­lögum sem lúta flestar að lög­gæslu­mál­um.

Í umfjöllun Sig­rúnar á veg RÚV er bent á að í tillkynn­ingu frá for­sæt­is­ráðu­neyt­inu segi: „Sam­kvæmt eft­ir­fylgni­skýrslu GRECO hefur Ísland nú inn­leitt fjórar til­lögur sem varða æðstu hand­hafa fram­kvæmd­ar­valds. Fjórar til við­bótar eru inn­leiddar að hluta að mati sam­tak­anna en ein til­laga telst ekki inn­leidd.“ Í til­kynn­ingu frá dóms­mála­ráðu­neyt­inu sagði hins veg­ar: „Af 18 til­mælum GRECO hafa níu verið upp­fyllt, þrjú að hluta og sex á eftir að upp­fylla,“ og bent á að þar sé því sleppt að nefna að dóms­mála­ráðu­neytið hefur enn ekki upp­fyllt nein til­mæli sem sett voru fram í skýrsl­unni 2018. Sig­rún skrif­aði svo að báðar til­kynn­ing­arnar væru kór­rétt­ar, en að „gagn­sæi getur sann­ar­lega tekið á sig margar mynd­ir.“

Auglýsing
Áslaug Arna segir í grein sinni í dag að Sig­rún hafi kosið að gera lítið úr því sem gert hefur verið á vegum dóms­mála­ráðu­neyt­is­ins og látið í veðri vaka að þar væri hvorki áhugi né vilji á aðgerðum gegn spill­ingu. Það væri ósatt og að margt væri í far­vegi sem tals­maður GRECO hefði farið lof­sam­legum orðum um. „Greið­endur útvarps­gjalds­ins eiga rétt á því að greint sé rétt frá. Ýmis­legt hefur verið aðhafst í mál­efnum lög­regl­unnar und­an­farið og frek­ari breyt­ingar til hins betra eru framund­an,“ skrifar ráð­herr­ann.

„Ís­land verður að tak­marka póli­tískt afskipti“

Í frétta­til­kynn­ingu frá GRECO sem send var út í byrjun viku sagði að þrátt fyrir að sam­tökin kynnu að meta heild­ræna nálgun sem íslensk stjórn­völd hafi tekið gagn­vart því að byggja upp varnir gegn hags­muna­á­rekstrum á æðstu stöðum í stjórn­sýsl­unni, vanti enn upp á nokkra hluti.

Hvað lög­gæslu varðar sagði ein­fald­lega: „Ís­land verður að tak­marka póli­tísk afskipt­i,“ í frétta­til­kynn­ingu GRECO. Því var bætt við að kynna þyrfti til sög­unnar gagn­sæjar og sann­gjarnar ráðn­ing­ar­að­ferð­ir, aug­lýsa lausar stöð­ur, setja upp kerfi um fram­gang í starfi og einnig við­mið um hvenær samn­ingar skyldu ekki end­ur­nýj­að­ir.

GRECO sagð­ist kunna að meta aðgerðir sem gripið hafi verið til innan lög­reglu varð­andi reglu­lega þjálfun og fræðslu lög­reglu­liðs­ins varð­andi mál tengd heil­ind­um, en harm­aði að ekki væri búið að upp­færa siða- og starfs­reglur lög­reglu og Land­helg­is­gæsl­unn­ar.

Hægt er að lesa frétta­skýr­ingu Kjarn­ans um úttekt GRECO hér.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristján Vilhelmsson.
Kristján Vilhelmsson vildi láta svipta Helga Seljan Edduverðlaunum
Útgerðarstjóri Samherja, sem var um árabil annar af stærstu eigendum fyrirtækisins, vildi láta taka Edduverðlaun Helga Seljan af honum vegna Seðlabankamálsins. Helgi var valinn sjónvarpsmaður ársins af almenningi tvö ár í röð.
Kjarninn 4. desember 2020
Ögmundur Jónasson
Segir að allir þurfi aðhald – líka dómarar í Strassborg
Fyrrverandi innanríkisráðherra segir að fjöldi augljósra mannréttindabrota sé látinn sitja á hakanum hjá MDE. Hins vegar sé legið yfir því að koma höggi á íslensk stjórnvöld vegna máls sem sé svo smávægilegt í hinu stærra samhengi að undrum sæti.
Kjarninn 3. desember 2020
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 28. þáttur: Hlaupið fyrir Búdda
Kjarninn 3. desember 2020
Þorsteinn Már Baldvinsson, annar forstjóra Samherja.
Samherji segir namibísku lögregluna ekki leita sinna manna
Í yfirlýsingu frá Samherja segir að namibísk yfirvöld hafi ekki reynt að hafa afskipti af núverandi né fyrrverandi starfsmönnum fyrirtækisins. Hvorki fyrrverandi stjórnendur félagsins í Namibíu né aðrir séu á flótta undan réttvísinni.
Kjarninn 3. desember 2020
Halldór Gunnarsson
Mismunun og ranglæti gagnvart lífeyrisþegum
Kjarninn 3. desember 2020
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
„Misnotkun á valdi og bolabrögð hafa verið einkenni Sjálfstæðisflokksins í langan tíma“
Þingmaður Pírata segir að koma þurfi í veg fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn fái að koma nálægt völdum en hann fjallaði um landsréttarmálið á þingi í morgun. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir að horfa verði á málið í ákveðnu samhengi.
Kjarninn 3. desember 2020
Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands.
Öryrkjabandalagið fagnar hugmynd Brynjars um rannsókn á bótasvikum
Þingmaður Sjálfstæðisflokks vill láta rannsaka hvor öryrkjar og bótaþegar sigli undir fölsku flaggi. ÖBÍ fagnar þeirri hugmynd en segja rannsókn ekki nauðsynlega til að staðfesta ríkjandi fordóma og andúð gegn fötluðu fólki í samfélaginu.
Kjarninn 3. desember 2020
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Stjórnvöld vona að hjarðónæmi verði náð á fyrsta ársfjórðungi
Í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu segir að vonir standi til þess að markmiðum bólusetningar verði náð á fyrsta ársfjórðungi. Búið er að ná samkomulagi um bóluefni fyrir 200.000 manns, en ólíklegt er að það komi allt til landsins á sama tíma.
Kjarninn 3. desember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent