Dómsmálaráðherra sakar starfsmann RÚV um að lýsa pólitískri afstöðu

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir segir að greiðendur útvarpsgjaldsins eigi rétt á því að greint sé rétt frá. Hún gagnrýnir umfjöllun RÚV um úttekt GRECO á aðgerðum Íslands gegn spillingu.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
Auglýsing

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir að pistlahöfundur „útvarps allra landsmanna“ hafi kosið „að afflytja málið og lýsa pólitískri afstöðu án tengsla við staðreyndir“ þegar viðkomandi fjallaði um úttekt GRECO á aðgerðum Íslands gegn spillingu. Þetta kemur fram í grein eftir Áslaugu Örnu í Morgunblaðinu í dag. Pistlahöfundurinn, sem ráðherrann kallar líka fréttamann í greininni, er Sigrún Davíðsdóttir.

Ástæðan er pistill sem birtist á vef RÚV í byrjun viku undir fyrirsögninni: „GRECO, tvö ráðuneyti, tvær sögur“. Þar fjallaði Sigrún um hvernig tvö ráðuneyti, forsætisráðuneytið og dómsmálaráðuneytið, hefðu greint með mismunandi hætti frá niðurstöðu úttektar GRECO, en líkt og Kjarninn greindi frá á mánudag fólst í henni að GRECO telji að Ísland hafi komið til móts við fjórar tillögur af 18 sem settar voru fram í skýrslu um Ísland með fullnægjandi hætti. Sjö tillögur til viðbótar eru sagðar hafa verið innleiddar að hluta, en ekki er búið að innleiða breytingar til þess að mæta sjö tillögum sem lúta flestar að löggæslumálum.

Í umfjöllun Sigrúnar á veg RÚV er bent á að í tillkynningu frá forsætisráðuneytinu segi: „Samkvæmt eftirfylgniskýrslu GRECO hefur Ísland nú innleitt fjórar tillögur sem varða æðstu handhafa framkvæmdarvalds. Fjórar til viðbótar eru innleiddar að hluta að mati samtakanna en ein tillaga telst ekki innleidd.“ Í tilkynningu frá dómsmálaráðuneytinu sagði hins vegar: „Af 18 tilmælum GRECO hafa níu verið uppfyllt, þrjú að hluta og sex á eftir að uppfylla,“ og bent á að þar sé því sleppt að nefna að dómsmálaráðuneytið hefur enn ekki uppfyllt nein tilmæli sem sett voru fram í skýrslunni 2018. Sigrún skrifaði svo að báðar tilkynningarnar væru kórréttar, en að „gagnsæi getur sannarlega tekið á sig margar myndir.“

Auglýsing
Áslaug Arna segir í grein sinni í dag að Sigrún hafi kosið að gera lítið úr því sem gert hefur verið á vegum dómsmálaráðuneytisins og látið í veðri vaka að þar væri hvorki áhugi né vilji á aðgerðum gegn spillingu. Það væri ósatt og að margt væri í farvegi sem talsmaður GRECO hefði farið lofsamlegum orðum um. „Greiðendur útvarpsgjaldsins eiga rétt á því að greint sé rétt frá. Ýmislegt hefur verið aðhafst í málefnum lögreglunnar undanfarið og frekari breytingar til hins betra eru framundan,“ skrifar ráðherrann.

„Ísland verður að takmarka pólitískt afskipti“

Í fréttatilkynningu frá GRECO sem send var út í byrjun viku sagði að þrátt fyrir að samtökin kynnu að meta heildræna nálgun sem íslensk stjórnvöld hafi tekið gagnvart því að byggja upp varnir gegn hagsmunaárekstrum á æðstu stöðum í stjórnsýslunni, vanti enn upp á nokkra hluti.

Hvað löggæslu varðar sagði einfaldlega: „Ísland verður að takmarka pólitísk afskipti,“ í fréttatilkynningu GRECO. Því var bætt við að kynna þyrfti til sögunnar gagnsæjar og sanngjarnar ráðningaraðferðir, auglýsa lausar stöður, setja upp kerfi um framgang í starfi og einnig viðmið um hvenær samningar skyldu ekki endurnýjaðir.

GRECO sagðist kunna að meta aðgerðir sem gripið hafi verið til innan lögreglu varðandi reglulega þjálfun og fræðslu lögregluliðsins varðandi mál tengd heilindum, en harmaði að ekki væri búið að uppfæra siða- og starfsreglur lögreglu og Landhelgisgæslunnar.

Hægt er að lesa fréttaskýringu Kjarnans um úttekt GRECO hér.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín mun ræða málefni Ísraels og Palestínu við Blinken og Lavrov í vikunni
Málefni Ísraels og Palestínu voru rædd á þingi í dag. Þingmenn Pírata og Viðreisnar kölluðu eftir því að stjórnvöld tækju af skarið og fordæmdu aðgerðir Ísraela í stað þess að bíða eftir öðrum þjóðum. Forsætisráðherra mun tala fyrir friðsamlegri lausn.
Kjarninn 17. maí 2021
Fjölskylda á flótta hefst við úti á götu í Aþenu, höfuðborg Grikklands.
Útlendingastofnun setur hælisleitendum afarkosti: Covid-próf eða missa framfærslu
Útlendingastofnun er farin að setja fólki sem synjað er um vernd þá afarkosti að gangast undir COVID-próf ellegar missa framfærslu og jafnvel húsnæði. Í morgun var sýrlenskum hælisleitanda gert að pakka saman. „Hvar á hann að sofa í nótt?“
Kjarninn 17. maí 2021
Eurovision-hópurinn fékk undanþágu og fór fram fyrir í bólusetningu
RÚV fór fram á það við sóttvarnaryfirvöld að hópurinn sem opinbera fjölmiðlafyrirtækið sendi til Hollands til að taka þátt í, og fjalla um, Eurovision, myndi fá bólusetningu áður en þau færu. Við því var orðið.
Kjarninn 17. maí 2021
ÁTVR undirbýr nú lögbannsbeiðni á starfsemi vefverslana með áfengi.
ÁTVR ætlar að fara fram á lögbann á vefverslanir og undirbýr lögreglukæru
Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins telur nauðsynlegt að fá úr því skorið hjá dómstólum hvort innlendar vefverslanir sem selja áfengi milliliðalaust til neytenda séu að starfa löglega, eins og rekstraraðilar þeirra vilja meina.
Kjarninn 17. maí 2021
Jónas Þór Þorvaldsson er framkvæmdastjóri Kaldalóns.
Kaldalón ætlar að skrá sig á aðallista Kauphallar Íslands árið 2022
Kaldalón hefur selt fasteignaþróunarverkefni í Vogabyggð og keypt tekjuberandi eignir í staðinn. Arion banki ætlar að sölutryggja fimm milljarða króna í nýtt hlutafé í tengslum við skráningu Kaldalóns á markað.
Kjarninn 17. maí 2021
Tækifæri í rafmyntaiðnaði til staðar meðan rafmyntir halda velli að mati ráðherra
Líklega mun hið opinbera nýta sér bálkakeðjutækni þegar fram líða stundir samkvæmt svari fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn um rafmyntir. Ekki er þó enn útlit fyrir að rafmyntir taki við af hefðbundinni greiðslumiðlun í bráð.
Kjarninn 17. maí 2021
Viðar Hjartarson
Glæpur og refsing – Hugleiðingar vegna nýfallins dóms
Kjarninn 17. maí 2021
Jónas Atli Gunnarsson
Er nýsköpun ekki lengur töff?
Kjarninn 17. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent