Segjast ekki hafa nógu góðar upplýsingar til að leggja mat á sóttvarnastefnuna

Píratar á þingi segja að frekari upplýsingar þurfi að koma fram til að hægt sé að leggja mat á það hvort við séum á réttri leið í baráttu við veiruna. Þingmenn Viðreisnar segja kraftlitlar efnahagsaðgerðir samfara sóttvörnum skapa óvissu, sem auki kvíða.

Þingflokkur Pírata.
Þingflokkur Pírata.
Auglýsing

Þingflokkur Pírata telur erfitt að segja til um það á þessu stigi hvort Ísland sé að feta rétta leið í baráttunni við faraldurinn eða hvort einhverju ætti að breyta varðandi þá stefnu sem unnið sé eftir. Í sameiginlegu svari til Kjarnans segir þingflokkurinn að „við höfum ekki fengið nægilega góðar upplýsingar til að meta það.“

„Það hefur þannig skort skýringar á því til hvers var litið við ákvarðanir í þessum efnum; hvaða hagsmunir voru lagðir á vogarskálarnar, hvernig meðalhófs og jafnræðis var gætt o.s.frv. Það er þó ótvírætt að daglegum tilfellum hefur fækkað þegar aðgerðir hafa verið hertar og því má segja að árangur hafi náðst við það að takmarka útbreiðslu veirunnar. Það sem er óljóst er hvort það hefði verið hægt að ná sama eða jafnvel betri árangri með öðrum ákvörðunum, og eins hvaða hagsmunum var fórnað til að ná umræddum árangri,“ segir í svari þingflokksins.

Svarið barst til blaðamanns eftir að umfjöllun birtist í Kjarnanum í gær um svör þingmanna sem bárust við tveimur spurningum sem lagðar voru fyrir alla þingmenn sem ekki sitja í ríkisstjórn í síðustu viku. Það gerði líka svar frá þingflokki Viðreisnar, sem greint er frá hér neðar í fréttinni.

Annars vegar var spurt hvort þingmenn teldu að sóttvarnaráðstafanir ættu að koma til umræðu og ákvörðunar á Alþingi í stað þess að vera á forræði ríkisstjórnarinnar eins og verið hefur. Hins vegar var spurt hvort þingmenn teldu Ísland hafa fetað rétta leið í glímunni við faraldurinn, eða hvort þörf væri á stefnubreytingu.

Auglýsing

Hvað varðar fyrri spurninguna segist þingflokkur Pírata telja „eðlilegt að framkvæmdavaldið taki ákvarðanir um sóttvarnir innan ramma laganna en að Alþingi sinni sínu eftirlitshlutverki og fjalli um ráðstafanirnar,“ enda sé það hlutverk þingsins að fjalla um ákvarðanir ríkisstjórnarinnar. 

„Alþingi á ekki að taka ákvarðanir um einstaka sóttvarnarráðstafanir nema með almennum lagaheimildum. Alþingi á jafnframt að fara í ítarlega skoðun á þeim lagaheimildum sem stjórnvöld beita til að takmarka réttindi fólks og meta hvort þær séu fullnægjandi og bregðast við ef svo er ekki,“ segja Píratar, í svari sínu til blaðamanns.

Þingflokkurinn segir það á „ábyrgð ríkisstjórnarinnar að rökstyðja að þeirra ákvarðanir hafi verið viðeigandi miðað við aðstæður, með tilliti til þeirra takmarkana sem voru settar á líf fólks og það er hluti af starfi þingsins að hafa eftirlit með og fara yfir rökstuðning ríkisstjórnarinnar.“

Viðreisn: Kraftlitlar efnahagsaðgerðir valdi óvissu, kvíða og áhyggjum

Þingflokkur Viðreisnar sendi Kjarnanum einnig svör við spurningunum tveimur eftir að umfjöllunin birtist í gær. Sóttvarnaraðgerðir „eiga hiklaust að koma til umræðu inni á Alþingi og á það hefur skort,“ segir í svari þingmanna flokksins.

„Ráðherra setur reglugerð hverju sinni um ákvarðanir en aðkoma þingsins er gríðarlega mikilvæg, ekki síst eftir því sem þetta ástand lengist. Af þessum sökum hefur þingflokkur Viðreisnar haft frumkvæði að því að nú er búið að taka upp reglulega umræðu og skýrslugjöf frá heilbrigðisráðherra um sóttvarnarráðstafanir. Þetta gerðum við til að fá fram forsendur að baki ákvörðunum, að ráðherra geri grein fyrir hagsmunamati að baki og síðast en ekki síst til að stuðla að meiri festu og meiri fyrirsjáanleika. Fólkið og fyrirtækin í landinu eiga rétt á því,“ segir í svari þingflokks Viðreisnar.

Jón Steindór Valdimarsson og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, tveir af fjórum þingmönnum Viðreisnar.

Varðandi það hvort Ísland sé á réttri braut í glímunni við faraldrinum segir þingflokkur Viðreisnar að sóttvarnamálin séu faglega á könnu sóttvarnalæknis og tillögur hans fari til ráðherra. Verkefni stjórnmálanna sé „hvernig við vinnum úr samhengi þeirra ráðstafana við aðra hagsmuni, efnahagsaðgerðir og hvernig við verjum heilsu landsmanna að öðru leyti.“ 

Þingflokkur Viðreisnar segir að það hafi „vantað verulega upp á að hörðum sóttvarnaraðgerðum hafi fylgt kraftmiklar efnahagsaðgerðir“ og að ríkisstjórnin, með fulltingi Alþingis, hefði „átt að taka sér stærra hlutverk og axla ríkari ábyrgð.“ 

„Við höfum gagnrýnt hversu stjórnvöld hafa verið svifasein að kynna efnahagsaðgerðir samhliða sóttvarnarráðstöfunum og gefa betri fyrirheit og fyrirsjáanleika um hvað verður gert við tilteknar aðstæður. Það hefur skapað óvissu sem hefur skaðleg áhrif í atvinnulífinu og kvíða og áhyggjur sem getur haft varanlegar afleiðingar. Það hefur því skort á að staðið hafi verið við að gera meira en minna. Hér hefðum við viljað taka stór skref strax,“ segja þingmenn Viðreisnar.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Baldur Thorlacius
Áfram gakk og ekkert rugl
Kjarninn 22. júní 2021
Sema Erla telur að dómsmálaráðherra og staðgengill Útlendingastofnunar ættu að segja starfi sínu lausu.
„Ómannúðlegar, kaldrifjaðar og forkastanlegar“ aðgerðir ÚTL
Formaður Solaris segir að aðgerðir Útlendingastofnunar séu okkur sem samfélagi til háborinnar skammar – að æðstu stjórnendur útlendingamála gerist sekir um ólöglegar aðgerðir gegn fólki á flótta.
Kjarninn 22. júní 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, ásamt samstarfsaðilum frá Namibíu er þeir komu í heimsókn til Íslands.
Samherji „hafnar alfarið ásökunum um mútugreiðslur“
Starfshættir Samherja í Namibíu, sem voru að frumkvæði og undir stjórn Jóhannesar Stefánssonar, voru látnir viðgangast allt of lengi og hefði átt að stöðva fyrr. Þetta kemur fram í „yfirlýsingu og afsökun“ frá Samherja.
Kjarninn 22. júní 2021
Afsökunarbeiðnin sem birtist í Fréttablaðinu og Morgunblaðinu í morgun. Undir hana skrifar Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Samherji biðst afsökunar á starfseminni í Namibíu: „Við gerðum mistök“
Forstjóri Samherja skrifar undir afsökunarbeiðni sem birtist í á heilsíðu í tveimur dagblöðum í dag. Þar segir að „ámælisverðir viðskiptahættir“ hafi fengið að viðgangast í starfsemi útgerðar Samherja í Namibíu.
Kjarninn 22. júní 2021
Neyðarástandi vegna faraldurs kórónuveiru var aflétt í Tókýó í gær.
Allt að tíu þúsund áhorfendur á hverjum keppnisstað Ólympíuleikanna
Ákvörðun hefur verið tekin um að leyfa áhorfendum að horfa á keppnisgreinar Ólympíuleikanna á keppnisstað en Japönum einum mun verða hleypt á áhorfendapallana. Ólympíuleikarnir í Tókýó hefjast þann 23. júlí.
Kjarninn 21. júní 2021
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Aðförin að lýðræðinu
Kjarninn 21. júní 2021
Guðrún Johnsen hagfræðingur og lektor við Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn.
Segir dálkahöfundinn Tý í Viðskiptablaðinu hafa haft sig á heilanum í meira en áratug
Guðrún Johnsen hagfræðingur segir allt sem hún hafi sagt í viðtali við RÚV um sölu á Íslandsbanka í byrjun árs hafa gengið eftir. Afslátturinn sem hafi verið gefinn á raunvirði bankans sé 20-50 prósent.
Kjarninn 21. júní 2021
Tæpum helmingi íslenskra blaðamanna verið ógnað eða hótað á síðustu fimm árum
Samkvæmt frumniðurstöðum úr nýrri rannsókn um þær ógnir sem steðja að blaðamönnum kemur fram að helmingur blaðamanna hafi ekki orðið fyrir hótunum á síðustu fimm árum. Töluvert um að siðferði blaðamanna sé dregið í efa.
Kjarninn 21. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent