Segjast ekki hafa nógu góðar upplýsingar til að leggja mat á sóttvarnastefnuna

Píratar á þingi segja að frekari upplýsingar þurfi að koma fram til að hægt sé að leggja mat á það hvort við séum á réttri leið í baráttu við veiruna. Þingmenn Viðreisnar segja kraftlitlar efnahagsaðgerðir samfara sóttvörnum skapa óvissu, sem auki kvíða.

Þingflokkur Pírata.
Þingflokkur Pírata.
Auglýsing

Þing­flokkur Pírata telur erfitt að segja til um það á þessu stigi hvort Ísland sé að feta rétta leið í bar­átt­unni við far­ald­ur­inn eða hvort ein­hverju ætti að breyta varð­andi þá stefnu sem unnið sé eft­ir. Í sam­eig­in­legu svari til Kjarn­ans segir þing­flokk­ur­inn að „við höfum ekki fengið nægi­lega góðar upp­lýs­ingar til að meta það.“

„Það hefur þannig skort skýr­ingar á því til hvers var litið við ákvarð­anir í þessum efn­um; hvaða hags­munir voru lagðir á vog­ar­skál­arn­ar, hvernig með­al­hófs og jafn­ræðis var gætt o.s.frv. Það er þó ótví­rætt að dag­legum til­fellum hefur fækkað þegar aðgerðir hafa verið hertar og því má segja að árangur hafi náðst við það að tak­marka útbreiðslu veirunn­ar. Það sem er óljóst er hvort það hefði verið hægt að ná sama eða jafn­vel betri árangri með öðrum ákvörð­un­um, og eins hvaða hags­munum var fórnað til að ná umræddum árangri,“ segir í svari þing­flokks­ins.

Svarið barst til blaða­manns eftir að umfjöllun birt­ist í Kjarn­anum í gær um svör þing­manna sem bár­ust við tveimur spurn­ingum sem lagðar voru fyrir alla þing­menn sem ekki sitja í rík­is­stjórn í síð­ustu viku. Það gerði líka svar frá þing­flokki Við­reisn­ar, sem greint er frá hér neðar í frétt­inni.

Ann­ars vegar var spurt hvort þing­menn teldu að sótt­varna­ráð­staf­anir ættu að koma til umræðu og ákvörð­unar á Alþingi í stað þess að vera á for­ræði rík­is­stjórn­ar­innar eins og verið hef­ur. Hins vegar var spurt hvort þing­menn teldu Ísland hafa fetað rétta leið í glímunni við far­ald­ur­inn, eða hvort þörf væri á stefnu­breyt­ingu.

Auglýsing

Hvað varðar fyrri spurn­ing­una seg­ist þing­flokkur Pírata telja „eðli­legt að fram­kvæmda­valdið taki ákvarð­anir um sótt­varnir innan ramma lag­anna en að Alþingi sinni sínu eft­ir­lits­hlut­verki og fjalli um ráð­staf­an­irn­ar,“ enda sé það hlut­verk þings­ins að fjalla um ákvarð­anir rík­is­stjórn­ar­inn­ar. 

„Al­þingi á ekki að taka ákvarð­anir um ein­staka sótt­varn­ar­ráð­staf­anir nema með almennum laga­heim­ild­um. Alþingi á jafn­framt að fara í ítar­lega skoðun á þeim laga­heim­ildum sem stjórn­völd beita til að tak­marka rétt­indi fólks og meta hvort þær séu full­nægj­andi og bregð­ast við ef svo er ekki,“ segja Pírat­ar, í svari sínu til blaða­manns.

Þing­flokk­ur­inn segir það á „ábyrgð rík­is­stjórn­ar­innar að rök­styðja að þeirra ákvarð­anir hafi verið við­eig­andi miðað við aðstæð­ur, með til­liti til þeirra tak­mark­ana sem voru settar á líf fólks og það er hluti af starfi þings­ins að hafa eft­ir­lit með og fara yfir rök­stuðn­ing rík­is­stjórn­ar­inn­ar.“

Við­reisn: Kraft­litlar efna­hags­að­gerðir valdi óvissu, kvíða og áhyggjum

Þing­flokkur Við­reisnar sendi Kjarn­anum einnig svör við spurn­ing­unum tveimur eftir að umfjöll­unin birt­ist í gær. Sótt­varn­ar­að­gerðir „eiga hik­laust að koma til umræðu inni á Alþingi og á það hefur skort,“ segir í svari þing­manna flokks­ins.

„Ráð­herra setur reglu­gerð hverju sinni um ákvarð­anir en aðkoma þings­ins er gríð­ar­lega mik­il­væg, ekki síst eftir því sem þetta ástand leng­ist. Af þessum sökum hefur þing­flokkur Við­reisnar haft frum­kvæði að því að nú er búið að taka upp reglu­lega umræðu og skýrslu­gjöf frá heil­brigð­is­ráð­herra um sótt­varn­ar­ráð­staf­an­ir. Þetta gerðum við til að fá fram for­sendur að baki ákvörð­un­um, að ráð­herra geri grein fyrir hags­muna­mati að baki og síð­ast en ekki síst til að stuðla að meiri festu og meiri fyr­ir­sjá­an­leika. Fólkið og fyr­ir­tækin í land­inu eiga rétt á því,“ segir í svari þing­flokks Við­reisn­ar.

Jón Steindór Valdimarsson og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, tveir af fjórum þingmönnum Viðreisnar.

Varð­andi það hvort Ísland sé á réttri braut í glímunni við far­aldr­inum segir þing­flokkur Við­reisnar að sótt­varna­málin séu fag­lega á könnu sótt­varna­læknis og til­lögur hans fari til ráð­herra. Verk­efni stjórn­mál­anna sé „hvernig við vinnum úr sam­hengi þeirra ráð­staf­ana við aðra hags­muni, efna­hags­að­gerðir og hvernig við verjum heilsu lands­manna að öðru leyt­i.“ 

Þing­flokkur Við­reisnar segir að það hafi „vantað veru­lega upp á að hörðum sótt­varn­ar­að­gerðum hafi fylgt kraft­miklar efna­hags­að­gerð­ir“ og að rík­is­stjórn­in, með full­tingi Alþing­is, hefði „átt að taka sér stærra hlut­verk og axla rík­ari ábyrgð.“ 

„Við höfum gagn­rýnt hversu stjórn­völd hafa verið svifa­sein að kynna efna­hags­að­gerðir sam­hliða sótt­varn­ar­ráð­stöf­unum og gefa betri fyr­ir­heit og fyr­ir­sjá­an­leika um hvað verður gert við til­teknar aðstæð­ur. Það hefur skapað óvissu sem hefur skað­leg áhrif í atvinnu­líf­inu og kvíða og áhyggjur sem getur haft var­an­legar afleið­ing­ar. Það hefur því skort á að staðið hafi verið við að gera meira en minna. Hér hefðum við viljað taka stór skref strax,“ segja þing­menn Við­reisn­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent