Segjast ekki hafa nógu góðar upplýsingar til að leggja mat á sóttvarnastefnuna

Píratar á þingi segja að frekari upplýsingar þurfi að koma fram til að hægt sé að leggja mat á það hvort við séum á réttri leið í baráttu við veiruna. Þingmenn Viðreisnar segja kraftlitlar efnahagsaðgerðir samfara sóttvörnum skapa óvissu, sem auki kvíða.

Þingflokkur Pírata.
Þingflokkur Pírata.
Auglýsing

Þing­flokkur Pírata telur erfitt að segja til um það á þessu stigi hvort Ísland sé að feta rétta leið í bar­átt­unni við far­ald­ur­inn eða hvort ein­hverju ætti að breyta varð­andi þá stefnu sem unnið sé eft­ir. Í sam­eig­in­legu svari til Kjarn­ans segir þing­flokk­ur­inn að „við höfum ekki fengið nægi­lega góðar upp­lýs­ingar til að meta það.“

„Það hefur þannig skort skýr­ingar á því til hvers var litið við ákvarð­anir í þessum efn­um; hvaða hags­munir voru lagðir á vog­ar­skál­arn­ar, hvernig með­al­hófs og jafn­ræðis var gætt o.s.frv. Það er þó ótví­rætt að dag­legum til­fellum hefur fækkað þegar aðgerðir hafa verið hertar og því má segja að árangur hafi náðst við það að tak­marka útbreiðslu veirunn­ar. Það sem er óljóst er hvort það hefði verið hægt að ná sama eða jafn­vel betri árangri með öðrum ákvörð­un­um, og eins hvaða hags­munum var fórnað til að ná umræddum árangri,“ segir í svari þing­flokks­ins.

Svarið barst til blaða­manns eftir að umfjöllun birt­ist í Kjarn­anum í gær um svör þing­manna sem bár­ust við tveimur spurn­ingum sem lagðar voru fyrir alla þing­menn sem ekki sitja í rík­is­stjórn í síð­ustu viku. Það gerði líka svar frá þing­flokki Við­reisn­ar, sem greint er frá hér neðar í frétt­inni.

Ann­ars vegar var spurt hvort þing­menn teldu að sótt­varna­ráð­staf­anir ættu að koma til umræðu og ákvörð­unar á Alþingi í stað þess að vera á for­ræði rík­is­stjórn­ar­innar eins og verið hef­ur. Hins vegar var spurt hvort þing­menn teldu Ísland hafa fetað rétta leið í glímunni við far­ald­ur­inn, eða hvort þörf væri á stefnu­breyt­ingu.

Auglýsing

Hvað varðar fyrri spurn­ing­una seg­ist þing­flokkur Pírata telja „eðli­legt að fram­kvæmda­valdið taki ákvarð­anir um sótt­varnir innan ramma lag­anna en að Alþingi sinni sínu eft­ir­lits­hlut­verki og fjalli um ráð­staf­an­irn­ar,“ enda sé það hlut­verk þings­ins að fjalla um ákvarð­anir rík­is­stjórn­ar­inn­ar. 

„Al­þingi á ekki að taka ákvarð­anir um ein­staka sótt­varn­ar­ráð­staf­anir nema með almennum laga­heim­ild­um. Alþingi á jafn­framt að fara í ítar­lega skoðun á þeim laga­heim­ildum sem stjórn­völd beita til að tak­marka rétt­indi fólks og meta hvort þær séu full­nægj­andi og bregð­ast við ef svo er ekki,“ segja Pírat­ar, í svari sínu til blaða­manns.

Þing­flokk­ur­inn segir það á „ábyrgð rík­is­stjórn­ar­innar að rök­styðja að þeirra ákvarð­anir hafi verið við­eig­andi miðað við aðstæð­ur, með til­liti til þeirra tak­mark­ana sem voru settar á líf fólks og það er hluti af starfi þings­ins að hafa eft­ir­lit með og fara yfir rök­stuðn­ing rík­is­stjórn­ar­inn­ar.“

Við­reisn: Kraft­litlar efna­hags­að­gerðir valdi óvissu, kvíða og áhyggjum

Þing­flokkur Við­reisnar sendi Kjarn­anum einnig svör við spurn­ing­unum tveimur eftir að umfjöll­unin birt­ist í gær. Sótt­varn­ar­að­gerðir „eiga hik­laust að koma til umræðu inni á Alþingi og á það hefur skort,“ segir í svari þing­manna flokks­ins.

„Ráð­herra setur reglu­gerð hverju sinni um ákvarð­anir en aðkoma þings­ins er gríð­ar­lega mik­il­væg, ekki síst eftir því sem þetta ástand leng­ist. Af þessum sökum hefur þing­flokkur Við­reisnar haft frum­kvæði að því að nú er búið að taka upp reglu­lega umræðu og skýrslu­gjöf frá heil­brigð­is­ráð­herra um sótt­varn­ar­ráð­staf­an­ir. Þetta gerðum við til að fá fram for­sendur að baki ákvörð­un­um, að ráð­herra geri grein fyrir hags­muna­mati að baki og síð­ast en ekki síst til að stuðla að meiri festu og meiri fyr­ir­sjá­an­leika. Fólkið og fyr­ir­tækin í land­inu eiga rétt á því,“ segir í svari þing­flokks Við­reisn­ar.

Jón Steindór Valdimarsson og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, tveir af fjórum þingmönnum Viðreisnar.

Varð­andi það hvort Ísland sé á réttri braut í glímunni við far­aldr­inum segir þing­flokkur Við­reisnar að sótt­varna­málin séu fag­lega á könnu sótt­varna­læknis og til­lögur hans fari til ráð­herra. Verk­efni stjórn­mál­anna sé „hvernig við vinnum úr sam­hengi þeirra ráð­staf­ana við aðra hags­muni, efna­hags­að­gerðir og hvernig við verjum heilsu lands­manna að öðru leyt­i.“ 

Þing­flokkur Við­reisnar segir að það hafi „vantað veru­lega upp á að hörðum sótt­varn­ar­að­gerðum hafi fylgt kraft­miklar efna­hags­að­gerð­ir“ og að rík­is­stjórn­in, með full­tingi Alþing­is, hefði „átt að taka sér stærra hlut­verk og axla rík­ari ábyrgð.“ 

„Við höfum gagn­rýnt hversu stjórn­völd hafa verið svifa­sein að kynna efna­hags­að­gerðir sam­hliða sótt­varn­ar­ráð­stöf­unum og gefa betri fyr­ir­heit og fyr­ir­sjá­an­leika um hvað verður gert við til­teknar aðstæð­ur. Það hefur skapað óvissu sem hefur skað­leg áhrif í atvinnu­líf­inu og kvíða og áhyggjur sem getur haft var­an­legar afleið­ing­ar. Það hefur því skort á að staðið hafi verið við að gera meira en minna. Hér hefðum við viljað taka stór skref strax,“ segja þing­menn Við­reisn­ar.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stoðir orðinn stærsti eigandi Kviku banka
Fjárfestingafélagið Stoðir er nú stærsti einstaki eigandi Kviku banka eftir að hafa skipt á hlutabréfum í TM fyrir hlutabréf í bankanum. Félagið er líka stærsti einstaki eigandi TM.
Kjarninn 4. desember 2020
Kristján Vilhelmsson.
Kristján Vilhelmsson vildi láta svipta Helga Seljan Edduverðlaunum
Útgerðarstjóri Samherja, sem var um árabil annar af stærstu eigendum fyrirtækisins, vildi láta taka Edduverðlaun Helga Seljan af honum vegna Seðlabankamálsins. Helgi var valinn sjónvarpsmaður ársins af almenningi tvö ár í röð.
Kjarninn 4. desember 2020
Ögmundur Jónasson
Segir að allir þurfi aðhald – líka dómarar í Strassborg
Fyrrverandi innanríkisráðherra segir að fjöldi augljósra mannréttindabrota sé látinn sitja á hakanum hjá MDE. Hins vegar sé legið yfir því að koma höggi á íslensk stjórnvöld vegna máls sem sé svo smávægilegt í hinu stærra samhengi að undrum sæti.
Kjarninn 3. desember 2020
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 28. þáttur: Hlaupið fyrir Búdda
Kjarninn 3. desember 2020
Þorsteinn Már Baldvinsson, annar forstjóra Samherja.
Samherji segir namibísku lögregluna ekki leita sinna manna
Í yfirlýsingu frá Samherja segir að namibísk yfirvöld hafi ekki reynt að hafa afskipti af núverandi né fyrrverandi starfsmönnum fyrirtækisins. Hvorki fyrrverandi stjórnendur félagsins í Namibíu né aðrir séu á flótta undan réttvísinni.
Kjarninn 3. desember 2020
Halldór Gunnarsson
Mismunun og ranglæti gagnvart lífeyrisþegum
Kjarninn 3. desember 2020
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
„Misnotkun á valdi og bolabrögð hafa verið einkenni Sjálfstæðisflokksins í langan tíma“
Þingmaður Pírata segir að koma þurfi í veg fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn fái að koma nálægt völdum en hann fjallaði um landsréttarmálið á þingi í morgun. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir að horfa verði á málið í ákveðnu samhengi.
Kjarninn 3. desember 2020
Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands.
Öryrkjabandalagið fagnar hugmynd Brynjars um rannsókn á bótasvikum
Þingmaður Sjálfstæðisflokks vill láta rannsaka hvor öryrkjar og bótaþegar sigli undir fölsku flaggi. ÖBÍ fagnar þeirri hugmynd en segja rannsókn ekki nauðsynlega til að staðfesta ríkjandi fordóma og andúð gegn fötluðu fólki í samfélaginu.
Kjarninn 3. desember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent