Hart tekist á um aukin útgjöld vegna jólagjafa í Reykjanesbæ

Þegar atvinnuleysi í bæjarfélagi stendur í rúmum 20 prósentum, er þá réttlætanlegt að hækka útgjöld vegna jólagjafar bæjarstarfsmanna? Eða er það taktlaust? Tekist var á um þessar spurningar á hitafundi bæjarstjórnar Reykjanesbæjar á þriðjudaginn.

Frá bæjarstjórnarfundi í Reykjanesbæ á þriðjudaginn.
Frá bæjarstjórnarfundi í Reykjanesbæ á þriðjudaginn.
Auglýsing

Tek­ist var harka­lega á um jóla­gjafir til starfs­manna Reykja­nes­bæjar á bæj­ar­stjórn­ar­fundi á þriðju­dag. Þrír bæj­ar­full­trúar Sjálf­stæð­is­flokks, sem sitja í minni­hluta í sveit­ar­fé­lag­inu, lögðu fram til­lögu þess efnis að falla ætti frá því að auka kostnað bæj­ar­ins við jóla­gjafir um rúmar tvær millj­ónir á milli ára.

Jóla­gjöf bæj­ar­ins í ár, rétt eins og und­an­farin ár, verður í formi árskorts í sund og gjafa­bréfs sem hægt er að nýta hjá fyr­ir­tækjum og þjón­ustu­að­ilum sem eru hluti af verk­efn­inu Betri bær í Reykja­nes­bæ. 

And­virði hvers og eins gjafa­bréfs fer úr 10 þús­und krónum og upp í 12 þús­und krón­ur, en til­laga bæj­ar­stjóra um þetta var sam­þykkt á bæj­ar­ráðs­fundi í síð­ustu viku.

Á fund­inum á þriðju­dag komu full­trúar Sjálf­stæð­is­flokks fram með bókun þar sem alfarið var lagst gegn þess­ari hækk­un, en full­trúar flokks­ins höfðu setið hjá við afgreiðslu máls­ins í bæj­ar­ráð­i. 

„Í ljósi þess að 1 af hverjum rúm­lega 4 ein­stak­lingum á atvinnu­mark­aði í sveit­ar­fé­lag­inu eru án atvinnu og fjár­hags­legra erf­ið­leika í heild hjá sveit­ar­fé­lag­inu, teljum við þessa hækkun takt­lausa,“ sagði í bókun sjálf­stæð­is­manna, sem lögðu til að upp­hæðin færi í stað­inn til þeirra í sveit­ar­fé­lag­inu sem ættu í erf­ið­leikum með að ná endum sama og vel­ferð­ar­svið bæj­ar­ins myndi ann­ast þá úthlut­un.

„Sorg­legt að verða vitni að lýð­skrumi sem þessu“

Meiri­hluti bæj­ar­stjórn­ar, sem skip­aður er bæj­ar­full­trúum Sam­fylk­ing­ar, Fram­sóknar og Beinnar leið­ar, hafði ekki heyrt þessa til­lögu Sjálf­stæð­is­flokks þegar hún var borin fram á fund­inum og óskaði eftir því að gert yrði fund­ar­hlé til þess að meiri­hlut­inn gæti ráðið ráðum sín­um. Meiri­hlut­inn kom síðan fram með bókun þar sem til­lög­unni var hafnað og sjálf­stæð­is­menn sak­aðir um skammar­legt lýð­skrum.

Auglýsing

„Starfs­fólk bæj­ar­ins hefur unnið þrek­virki við erf­iðar aðstæður og alls ekki boð­legt að tengja jóla­gjafir til starfs­manna við stöðu vel­ferð­ar­mála. Lögð hefur verið til veru­leg hækkun til mála­flokks­ins og væri frek­ari stuðn­ingur við vel­ferð­ar­mál sjálf­stæð ákvörð­un. Það er sorg­legt að verða vitni að lýð­skrumi sem þessu og bæj­ar­full­trúum Sjálf­stæð­is­flokks til hábor­innar skammar,“ sagði í bókun meiri­hlut­ans.

Nýjum botni náð

Í hönd fóru snarpar umræður um til­lögu Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Jóhann Frið­rik Frið­riks­son bæj­ar­full­trúi Fram­sókn­ar­flokks sagð­ist hafa orðið vitni að ýmsu þrátt fyrir að stjórn­mála­fer­ill sinn væri ekki lang­ur, en það að tengja jóla­gjafir starfs­fólks við stöðu vel­ferð­ar­mála í sveit­ar­fé­lag­inu næði nýjum botni, að hans mati. Hann sagði að hækk­unin væri „ör­lít­ill þakk­læt­is­vott­ur“ til starfs­manna sveit­ar­fé­lags­ins, sem hefðu lagt hart að sér í COVID-far­aldr­in­um.

Anna S. Jóhann­es­dóttir bæj­ar­full­trúi Sjálf­stæð­is­flokks sagð­ist lýsti yfir óánægju með að full­trúar flokks­ins væru skamm­aðir eins og litlir leik­skólakrakkar fyrir til­lög­una og velti því upp hvort hún ætti kannski bara að hætta í bæj­ar­stjórn, fyrst botn­inum væri náð. Baldur Guð­munds­son bæj­ar­full­trúi flokks­ins sagði leitt að hjólað væri í mann­inn í bókun meiri­hlut­ans, sem væri ein­fald­lega að gagn­rýna ákvörðun meiri­hlut­ans, en ekki þau sem per­sónur eða bæj­ar­full­trúa. Hann sagði að staðan væri ein­fald­lega sú að í Reykja­nesbæ væri fjöldi fólks án atvinnu og það væru þau sem hefðu það ver­st, en ekki opin­ber starfs­menn, starfs­fólk sveit­ar­fé­lags­ins sem hefði haldið sinni vinnu.

„Þá eig­iði bara að hætta í bæj­ar­stjórn“

Umræð­urnar á þessum fjar­fundi bæj­ar­stjórnar voru hvassar á köfl­um. „Ef þið þolið ekki harða gagn­rýni í umræðum þá lítur það út eins og þið séuð ein­hverjir písl­ar­vott­ar. Þá eig­iði bara að hætta í bæj­ar­stjórn. Menn verða að standa á skoð­unum sínum og þora að tala um það,“ sagði Frið­jón Ein­ars­son bæj­ar­full­trúi Sam­fylk­ing­ar­innar og for­maður bæj­ar­ráðs í kjöl­farið á því að full­trúar Sjálf­stæð­is­flokks gagn­rýndu bók­unar meiri­hlut­ans.

Orð­laus yfir tali um lýð­skrum

„Ég er eig­in­lega bara gjör­sam­lega orð­laus yfir þessum orðum meiri­hlut­ans um lýð­skrum og um að botn­inum sé alveg náð,“ sagði Mar­grét Þór­ar­ins­dóttir bæj­ar­full­trúi Mið­flokks­ins, sem tók undir bókun sjálf­stæð­is­manna um jóla­gjöf­ina og sagði að með henni væri verið að koma til móts við fjölda fólks sem reiðir sig á fjár­hags­að­stoð bæj­ar­ins. 

„Þessi til­laga er mikið rétt­læt­is­mál fyrir það fólk,“ sagði í bókun Mar­grét­ar.

Fimm pró­sent eða 20 pró­sent hækk­un?

Sjálf­stæð­is­menn sögðu í sínum bók­unum að um 20 pró­sent hækkun væri að ræða frá fyrra ári, en meiri­hlut­inn í sínum bók­unum að með þess­ari hækkun væri heild­ar­virði jóla­gjaf­ar­innar að aukast um fimm pró­sent. 

Mun­ur­inn á þessu tvennu er sá að meiri­hlut­inn tekur virði árskorts í Sund­mið­stöð­ina Sunnu­braut inn í reikn­ings­dæm­ið, en minni­hlut­inn horfir bara á beinan útlagðan kostnað sveit­ar­fé­lags­ins við kaup á gjafa­bréf­um, sem er sem áður segir að hækka úr 10 þús­und krónum upp í 12 þús­und krónur fyrir hvern af rúm­lega 1.000 starfs­mönnum bæj­ar­ins.

Sam­kvæmt upp­lýs­ingum frá Kjart­ani Má Kjart­ans­syni bæj­ar­stjóra Reykja­nes­bæjar kostar árskortið 28.700 og heild­ar­verð­mæti jóla­gjaf­ar­innar er því um 40 þús­und krónur fyrir starfs­mann­inn, þó að Sund­mið­stöðin við Sunnu­braut rukki bæj­ar­sjóð ein­ungis fyrir raun­fjölda heim­sókna. Með þeirri rukkun fær­ist í reynd fé úr einum vasa í annan í rekstri sveit­ar­fé­lags­ins.

Sundkort kostar 28.700 kr. og með því verður heildarandvirði jólagjafar fyrir starfsmenn rúmar 40 þúsund krónur. Mynd: Visit Reykjanes.

Árið 2019 voru sund­ferðir starfs­manna bæj­ar­ins út á árskortin alls 9.170 tals­ins. Þann 1. nóv­em­ber voru heim­sóknir starfs­manna, sem alls hafa virkjað 486 árskort á árinu af þeim tæp­lega 1.100 sem var útdeilt síð­ustu jól, orðnar 6.471 tals­ins.

„Ef við gefum okkur að starfs­maður noti sund­kortið til fulls allt árið um kring og gjafa­kortið hjá Betri bæ er verð­mæti jóla­gjaf­ar­innar um kr. 40.000.- fyrir starfs­mann­inn en raun­kostn­aður lægri fyrir Reykja­nesbæ vegna þess að hver við­bótar heim­sókn í Sund­mið­stöð­ina vegur ekki þungt í kostn­að­i,“ skrifar Kjartan til Kjarn­ans.

Sjálf­stæð­is­menn telja í þessu ljósi rétt að horfa bara á hækk­un­ina á gjafa­bréf­inu og sagði bæj­ar­full­trú­inn Baldur að meiri­hlut­inn væri að reyna að merja það inn hjá fólki að um fimm pró­sent hækkun væri að ræða, þegar kostn­að­ur­inn væri að aukast um 20 pró­sent. 

„Þetta minnti mig dálítið á Trump, þegar hann sagði „Hill­ary is a crook“, ef þú segir það nógu oft þá fer fólk að trúa því. Við erum að tala um útlagðan kostn­að, þannig sáum við þetta,“ sagði Baldur á fund­in­um.

Vont ef starfs­fólk upp­lifi að verið sé að skerða vel­ferð­ar­út­gjöld vegna jóla­gjafa

Guðný Birna Guð­munds­dóttir bæj­ar­full­trúi Sam­fylk­ing­ar­innar gerði athuga­semdir við að þessum tveimur málum væri stillt upp hlið við hlið sem svo að pen­ingar sem færu í jóla­gjafir til starfs­manna væru pen­ingar sem væru þá ekki að skila sér inn á vel­ferð­ar­svið­ið. 

Hún sagði að þegar hefði verið ákveðið að hækka fram­lög til mála­flokks­ins um 18 pró­sent og að ekki væri loku fyrir það skotið að fram­lög til vel­ferð­ar­mála kæmu til með hækka enn frekar í þeirri vinnu við fjár­hags­á­ætlun næsta árs sem nú stendur yfir á vett­vangi bæj­ar­stjórn­ar.

Hún sagð­ist hafa áhyggjur af því að starfs­menn Reykja­nes­bæjar sem heyrðu þessa umræðu bæj­ar­stjórnar myndu sjá málið sem þannig að jóla­gjöfin þeirra væri á kostnað vel­ferð­ar­mála­mála. „Ég fæ í brjóstið ef þau upp­lifa það þannig,“ sagði Guðný Birna.

„Mér finnst þetta ekki óeðli­leg hækkun og mér finnst eðli­legt, í takt við álags­mæl­ingar og annað sem við erum að sjá hjá starfs­fólk­inu okk­ar, að við bætum í jóla­gjaf­irn­ar. [...] Þetta er ekki mik­ið, en þetta er þakk­læt­is­vott­ur. 

Við erum að sinna vel­ferð­ar­mál­unum vel og ég skil það alveg að þetta er ákveðin heild­ar­upp­hæð sem er stór, en starfs­fólkið okk­ar, mér finnst þau eiga það skilið og ég stend fylli­lega á bak við það að standa við þessa upp­hæð,“ sagði Guðný Birna.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri er formaður peningastefnunefndar.
Stýrivextir hækka í níunda skiptið í röð – Nú upp í 5,75 prósent
Stýrivextir hafa verið hækkaðir upp í 5,75 prósent. Greiðslubyrði margra heimila mun fyrir vikið þyngjast. Ákvarðanir í atvinnulífi, á vinnumarkaði og í ríkisfjármálum munu skipta miklu um þróun vaxta á næstu misserum, að sögn peningastefnunefndar.
Kjarninn 5. október 2022
Bjarni Benediktsson, Katrín Jakobsdóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson, formenn ríkissjórnarflokkanna, sendu frá sér yfirlýsingu í apríl þar sem segir að ekki verði ráðist í frekari sölu á hlutum ríkissin í Íslandsbanka að sinni. Sú yfirlýsing stendur enn.
Standa enn við að ekki verði ráðist í frekari sölu á hlutum í Íslandsbanka
Fjármálaráðherra sagði mikilvægt að halda áfram að selja hlut ríkisins í Íslandsbanka við kynningu fjárlagafrumvarpsins. Í yfirlýsingu stjórnarflokkanna frá því í vor segir að ekki verði ráðist í sölu á frekari hlutum bankans að sinni. Hún gildir enn.
Kjarninn 5. október 2022
Eyþór Arnalds var oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Félag Eyþórs hagnaðist um 388,4 milljónir vegna afskriftar á láni frá Samherja
Eigið fé félags Eyþórs Arnalds fór úr því að vera neikvætt um 305 milljónir í að vera jákvætt um 83,9 milljónir í fyrra. Félag í eigu Samherja afskrifaði seljendalán sem veitt var vegna kaupa í útgáfufélagi Morgunblaðsins.
Kjarninn 4. október 2022
Neyðarúrræði en ekki neyðarástand
Fjöldahjálparstöð fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd hefur verið opnuð í skrifstofuhúsnæði í Borgartúni þar sem Vegagerðin var áður til húsa. Hægt verður að taka á móti 150 manns að hámarki og miðað er við að fólk dvelji ekki lengur en þrjár nætur.
Kjarninn 4. október 2022
Örn Bárður Jónsson
Um skjálífi og skjána
Kjarninn 4. október 2022
Þrjú félög voru skráð á markað í sumar. Þeirra stærst er Alvotech, sem var skráð á First North markaðinn í júní. Hér sést Róbert Wessman, stofnandi og stjórnarformaður félagsins, hringja inn fyrstu viðskipti með bréfin.
Virði skráðra félaga í Kauphöllinni lækkað um 254 milljarða króna á tveimur mánuðum
Það sem af er ári hefur Úrvalsvísitala Kauphallarinnar lækkað um 28,3 prósent. Hún hækkaði um rúmlega 20 prósent árið 2020 og 33 prósent í fyrra. Leiðrétting er að eiga sér stað á virði skráðra félaga.
Kjarninn 4. október 2022
Steingrímur J. Sigfússon
Einu sinni var Póstur og Sími
Kjarninn 4. október 2022
Svandís Svavarsdóttir er matvælaráðherra og fer með málefni sjávarútvegs.
Svandís boðar frumvarp um tengda aðila í sjávarútvegi á næsta ári
Samkvæmt lögum mega tengdir aðilar í sjávarútvegi ekki halda á meira en tólf prósent af úthlutuðum kvóta á hverjum tíma. Skiptar skoðanir eru um hvort mikil samþjöppun í sjávarútvegi sé í samræmi við þetta þak.
Kjarninn 4. október 2022
Meira úr sama flokkiInnlent