Hart tekist á um aukin útgjöld vegna jólagjafa í Reykjanesbæ

Þegar atvinnuleysi í bæjarfélagi stendur í rúmum 20 prósentum, er þá réttlætanlegt að hækka útgjöld vegna jólagjafar bæjarstarfsmanna? Eða er það taktlaust? Tekist var á um þessar spurningar á hitafundi bæjarstjórnar Reykjanesbæjar á þriðjudaginn.

Frá bæjarstjórnarfundi í Reykjanesbæ á þriðjudaginn.
Frá bæjarstjórnarfundi í Reykjanesbæ á þriðjudaginn.
Auglýsing

Tek­ist var harka­lega á um jóla­gjafir til starfs­manna Reykja­nes­bæjar á bæj­ar­stjórn­ar­fundi á þriðju­dag. Þrír bæj­ar­full­trúar Sjálf­stæð­is­flokks, sem sitja í minni­hluta í sveit­ar­fé­lag­inu, lögðu fram til­lögu þess efnis að falla ætti frá því að auka kostnað bæj­ar­ins við jóla­gjafir um rúmar tvær millj­ónir á milli ára.

Jóla­gjöf bæj­ar­ins í ár, rétt eins og und­an­farin ár, verður í formi árskorts í sund og gjafa­bréfs sem hægt er að nýta hjá fyr­ir­tækjum og þjón­ustu­að­ilum sem eru hluti af verk­efn­inu Betri bær í Reykja­nes­bæ. 

And­virði hvers og eins gjafa­bréfs fer úr 10 þús­und krónum og upp í 12 þús­und krón­ur, en til­laga bæj­ar­stjóra um þetta var sam­þykkt á bæj­ar­ráðs­fundi í síð­ustu viku.

Á fund­inum á þriðju­dag komu full­trúar Sjálf­stæð­is­flokks fram með bókun þar sem alfarið var lagst gegn þess­ari hækk­un, en full­trúar flokks­ins höfðu setið hjá við afgreiðslu máls­ins í bæj­ar­ráð­i. 

„Í ljósi þess að 1 af hverjum rúm­lega 4 ein­stak­lingum á atvinnu­mark­aði í sveit­ar­fé­lag­inu eru án atvinnu og fjár­hags­legra erf­ið­leika í heild hjá sveit­ar­fé­lag­inu, teljum við þessa hækkun takt­lausa,“ sagði í bókun sjálf­stæð­is­manna, sem lögðu til að upp­hæðin færi í stað­inn til þeirra í sveit­ar­fé­lag­inu sem ættu í erf­ið­leikum með að ná endum sama og vel­ferð­ar­svið bæj­ar­ins myndi ann­ast þá úthlut­un.

„Sorg­legt að verða vitni að lýð­skrumi sem þessu“

Meiri­hluti bæj­ar­stjórn­ar, sem skip­aður er bæj­ar­full­trúum Sam­fylk­ing­ar, Fram­sóknar og Beinnar leið­ar, hafði ekki heyrt þessa til­lögu Sjálf­stæð­is­flokks þegar hún var borin fram á fund­inum og óskaði eftir því að gert yrði fund­ar­hlé til þess að meiri­hlut­inn gæti ráðið ráðum sín­um. Meiri­hlut­inn kom síðan fram með bókun þar sem til­lög­unni var hafnað og sjálf­stæð­is­menn sak­aðir um skammar­legt lýð­skrum.

Auglýsing

„Starfs­fólk bæj­ar­ins hefur unnið þrek­virki við erf­iðar aðstæður og alls ekki boð­legt að tengja jóla­gjafir til starfs­manna við stöðu vel­ferð­ar­mála. Lögð hefur verið til veru­leg hækkun til mála­flokks­ins og væri frek­ari stuðn­ingur við vel­ferð­ar­mál sjálf­stæð ákvörð­un. Það er sorg­legt að verða vitni að lýð­skrumi sem þessu og bæj­ar­full­trúum Sjálf­stæð­is­flokks til hábor­innar skammar,“ sagði í bókun meiri­hlut­ans.

Nýjum botni náð

Í hönd fóru snarpar umræður um til­lögu Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Jóhann Frið­rik Frið­riks­son bæj­ar­full­trúi Fram­sókn­ar­flokks sagð­ist hafa orðið vitni að ýmsu þrátt fyrir að stjórn­mála­fer­ill sinn væri ekki lang­ur, en það að tengja jóla­gjafir starfs­fólks við stöðu vel­ferð­ar­mála í sveit­ar­fé­lag­inu næði nýjum botni, að hans mati. Hann sagði að hækk­unin væri „ör­lít­ill þakk­læt­is­vott­ur“ til starfs­manna sveit­ar­fé­lags­ins, sem hefðu lagt hart að sér í COVID-far­aldr­in­um.

Anna S. Jóhann­es­dóttir bæj­ar­full­trúi Sjálf­stæð­is­flokks sagð­ist lýsti yfir óánægju með að full­trúar flokks­ins væru skamm­aðir eins og litlir leik­skólakrakkar fyrir til­lög­una og velti því upp hvort hún ætti kannski bara að hætta í bæj­ar­stjórn, fyrst botn­inum væri náð. Baldur Guð­munds­son bæj­ar­full­trúi flokks­ins sagði leitt að hjólað væri í mann­inn í bókun meiri­hlut­ans, sem væri ein­fald­lega að gagn­rýna ákvörðun meiri­hlut­ans, en ekki þau sem per­sónur eða bæj­ar­full­trúa. Hann sagði að staðan væri ein­fald­lega sú að í Reykja­nesbæ væri fjöldi fólks án atvinnu og það væru þau sem hefðu það ver­st, en ekki opin­ber starfs­menn, starfs­fólk sveit­ar­fé­lags­ins sem hefði haldið sinni vinnu.

„Þá eig­iði bara að hætta í bæj­ar­stjórn“

Umræð­urnar á þessum fjar­fundi bæj­ar­stjórnar voru hvassar á köfl­um. „Ef þið þolið ekki harða gagn­rýni í umræðum þá lítur það út eins og þið séuð ein­hverjir písl­ar­vott­ar. Þá eig­iði bara að hætta í bæj­ar­stjórn. Menn verða að standa á skoð­unum sínum og þora að tala um það,“ sagði Frið­jón Ein­ars­son bæj­ar­full­trúi Sam­fylk­ing­ar­innar og for­maður bæj­ar­ráðs í kjöl­farið á því að full­trúar Sjálf­stæð­is­flokks gagn­rýndu bók­unar meiri­hlut­ans.

Orð­laus yfir tali um lýð­skrum

„Ég er eig­in­lega bara gjör­sam­lega orð­laus yfir þessum orðum meiri­hlut­ans um lýð­skrum og um að botn­inum sé alveg náð,“ sagði Mar­grét Þór­ar­ins­dóttir bæj­ar­full­trúi Mið­flokks­ins, sem tók undir bókun sjálf­stæð­is­manna um jóla­gjöf­ina og sagði að með henni væri verið að koma til móts við fjölda fólks sem reiðir sig á fjár­hags­að­stoð bæj­ar­ins. 

„Þessi til­laga er mikið rétt­læt­is­mál fyrir það fólk,“ sagði í bókun Mar­grét­ar.

Fimm pró­sent eða 20 pró­sent hækk­un?

Sjálf­stæð­is­menn sögðu í sínum bók­unum að um 20 pró­sent hækkun væri að ræða frá fyrra ári, en meiri­hlut­inn í sínum bók­unum að með þess­ari hækkun væri heild­ar­virði jóla­gjaf­ar­innar að aukast um fimm pró­sent. 

Mun­ur­inn á þessu tvennu er sá að meiri­hlut­inn tekur virði árskorts í Sund­mið­stöð­ina Sunnu­braut inn í reikn­ings­dæm­ið, en minni­hlut­inn horfir bara á beinan útlagðan kostnað sveit­ar­fé­lags­ins við kaup á gjafa­bréf­um, sem er sem áður segir að hækka úr 10 þús­und krónum upp í 12 þús­und krónur fyrir hvern af rúm­lega 1.000 starfs­mönnum bæj­ar­ins.

Sam­kvæmt upp­lýs­ingum frá Kjart­ani Má Kjart­ans­syni bæj­ar­stjóra Reykja­nes­bæjar kostar árskortið 28.700 og heild­ar­verð­mæti jóla­gjaf­ar­innar er því um 40 þús­und krónur fyrir starfs­mann­inn, þó að Sund­mið­stöðin við Sunnu­braut rukki bæj­ar­sjóð ein­ungis fyrir raun­fjölda heim­sókna. Með þeirri rukkun fær­ist í reynd fé úr einum vasa í annan í rekstri sveit­ar­fé­lags­ins.

Sundkort kostar 28.700 kr. og með því verður heildarandvirði jólagjafar fyrir starfsmenn rúmar 40 þúsund krónur. Mynd: Visit Reykjanes.

Árið 2019 voru sund­ferðir starfs­manna bæj­ar­ins út á árskortin alls 9.170 tals­ins. Þann 1. nóv­em­ber voru heim­sóknir starfs­manna, sem alls hafa virkjað 486 árskort á árinu af þeim tæp­lega 1.100 sem var útdeilt síð­ustu jól, orðnar 6.471 tals­ins.

„Ef við gefum okkur að starfs­maður noti sund­kortið til fulls allt árið um kring og gjafa­kortið hjá Betri bæ er verð­mæti jóla­gjaf­ar­innar um kr. 40.000.- fyrir starfs­mann­inn en raun­kostn­aður lægri fyrir Reykja­nesbæ vegna þess að hver við­bótar heim­sókn í Sund­mið­stöð­ina vegur ekki þungt í kostn­að­i,“ skrifar Kjartan til Kjarn­ans.

Sjálf­stæð­is­menn telja í þessu ljósi rétt að horfa bara á hækk­un­ina á gjafa­bréf­inu og sagði bæj­ar­full­trú­inn Baldur að meiri­hlut­inn væri að reyna að merja það inn hjá fólki að um fimm pró­sent hækkun væri að ræða, þegar kostn­að­ur­inn væri að aukast um 20 pró­sent. 

„Þetta minnti mig dálítið á Trump, þegar hann sagði „Hill­ary is a crook“, ef þú segir það nógu oft þá fer fólk að trúa því. Við erum að tala um útlagðan kostn­að, þannig sáum við þetta,“ sagði Baldur á fund­in­um.

Vont ef starfs­fólk upp­lifi að verið sé að skerða vel­ferð­ar­út­gjöld vegna jóla­gjafa

Guðný Birna Guð­munds­dóttir bæj­ar­full­trúi Sam­fylk­ing­ar­innar gerði athuga­semdir við að þessum tveimur málum væri stillt upp hlið við hlið sem svo að pen­ingar sem færu í jóla­gjafir til starfs­manna væru pen­ingar sem væru þá ekki að skila sér inn á vel­ferð­ar­svið­ið. 

Hún sagði að þegar hefði verið ákveðið að hækka fram­lög til mála­flokks­ins um 18 pró­sent og að ekki væri loku fyrir það skotið að fram­lög til vel­ferð­ar­mála kæmu til með hækka enn frekar í þeirri vinnu við fjár­hags­á­ætlun næsta árs sem nú stendur yfir á vett­vangi bæj­ar­stjórn­ar.

Hún sagð­ist hafa áhyggjur af því að starfs­menn Reykja­nes­bæjar sem heyrðu þessa umræðu bæj­ar­stjórnar myndu sjá málið sem þannig að jóla­gjöfin þeirra væri á kostnað vel­ferð­ar­mála­mála. „Ég fæ í brjóstið ef þau upp­lifa það þannig,“ sagði Guðný Birna.

„Mér finnst þetta ekki óeðli­leg hækkun og mér finnst eðli­legt, í takt við álags­mæl­ingar og annað sem við erum að sjá hjá starfs­fólk­inu okk­ar, að við bætum í jóla­gjaf­irn­ar. [...] Þetta er ekki mik­ið, en þetta er þakk­læt­is­vott­ur. 

Við erum að sinna vel­ferð­ar­mál­unum vel og ég skil það alveg að þetta er ákveðin heild­ar­upp­hæð sem er stór, en starfs­fólkið okk­ar, mér finnst þau eiga það skilið og ég stend fylli­lega á bak við það að standa við þessa upp­hæð,“ sagði Guðný Birna.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Skriðdreki rússneskra aðskilnaðarsinna í Donbas á ferðinni á heræfingu í upphafi þessa árs. Yfir 15 þúsund hafa látið lífið síðan átökin í Úkraínu hófust árið 2014. Nú eru blikur á lofti.
Rússar herða tökin í Úkraínu
Rússar sýna nú ógnandi tilburði við landamæri Úkraínu. Samhliða beita þeir ýmsum tólum fjölþáttahernaðar og Vesturlönd velkjast í vafa um viðbrögð.
Kjarninn 18. apríl 2021
„Stundum hef ég hugsað um hvað gerist ef það kviknaði í hér inni. Það eru margir neyðarútgangar en innan við þá alla eru full vörubretti, þetta er kolólöglegt en enginn gerir neitt,“ sagði einn starfsmaður undir nafnleynd við dagblaðið Information nýlega
Þrælahald
Fimmtán klukkustunda vinna á hverjum degi mánuðum saman, kröfur um afköst, sem ekki er hægt að uppfylla, tímaáætlun sem ekki gerir ráð fyrir salernisferðum og kaffitímum. Svona er vinnuaðstæðum lýst hjá þekktri danskri netverslun.
Kjarninn 18. apríl 2021
Ingibjörg Isaksen mun leiða lista Framsóknar í Norðausturkjördæmi í haust.
Ingibjörg Isaksen efst hjá Framsókn í Norðausturkjördæmi – Líneik önnur
Ingibjörg Ólöf Isaksen bæjarfulltrúi og framkvæmdastjóri á Akureyri varð hlutskörpust í póstkosningu Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. Hafði hún betur en Líneik Anna Sævarsdóttir þingmaður flokksins, sem varð önnur í kjörinu.
Kjarninn 17. apríl 2021
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra.
Guðmundur Ingi leiðir Vinstri græn í Kraganum
Forvali Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi lauk kl. 17:10 í dag. Umhverfis- og auðlindaráðherra verður oddviti flokksins í kjördæminu í komandi kosningum.
Kjarninn 17. apríl 2021
Búast má við hraðri lækkun atvinnuleysis þegar ferðamenn koma hingað aftur, samkvæmt Hagfræðistofnun HÍ.
Verðbólgan gæti aukist aftur á næsta ári
Erfitt gæti reynst að stöðva þensluna í íslensku efnahagslífi eftir að faraldrinum lýkur, samkvæmt nýrri hagspá Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands.
Kjarninn 17. apríl 2021
Ásta Möller, fyrir miðju, sat á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn í áratug með hléum í upphafi aldar. Hún segir ekkert eðlilegra en að varaformaður flokksins sækist eftir oddvitasæti í sínu kjördæmi.
Telur „mikilvægt að veita varaformanni Sjálfstæðisflokksins brautargengi“
Ásta Möller, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins og nú kjósandi í Norðvesturkjördæmi, segir að enginn eigi neitt gefið í pólitík og styður Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur í komandi prófkjörsbaráttu við Harald Benediktsson.
Kjarninn 17. apríl 2021
Hvað gerist ef þú fellur í glóandi hraun?
Eigendur Icelandic Lava Show skrifa hraunmola vikunnar á Kjarnann. Þessi er númer tvö.
Kjarninn 17. apríl 2021
Flugfélagið Play kynnti sig til leiks í árslok 2019. Síðan kom heimsfaraldur, en nú er komið nýtt fjármagn að borðinu og stefnt að flugi á næstu mánuðum.
Segir að það sé „sérstök orka“ og „rosalegur kraftur“ hjá Play, sem undirbýr flugtak
Birgir Jónsson, nýráðinn forstjóri flugfélagsins Play, segir að honum líði eins og allt sem hann hafi gert hingað til hafi verið uppbygging að því takast á við forstjórastarfið hjá Play. Félagið auglýsir í dag tvær yfirmannastöður lausar til umsóknar.
Kjarninn 17. apríl 2021
Meira úr sama flokkiInnlent