Rafhlöðuending iPhone 12 mini ekki fyrir kröfuharða

Tæknivarpið fór yfir fréttir vikunnar en í þætti dagsins er meðal annars fjallað um uppfærslur ýmiskonar.

iPhone 12
Auglýsing

iPhone 12 mini er með tals­vert lak­ari raf­hlöðu­end­ingu en hinir sím­arnir sem nýlega komu út frá Apple og munu ekki henta kröfu­hörð­um. Þetta kemur fram í nýjasta hlað­varps­þætti Tækni­varps­ins en einn þátta­stjórn­and­inn Atli Stefán Yngva­son fjall­aði um reynslu sína af sím­an­um, sem og Apple Watch SE með LTE. Hann telur að úrið sé „nokkuð góður díll þannig séð þar sem það sem þú færð ekki hefur ekki það mikil áhrif á upp­lifun“. 

Tækni­varpið greinir frá því að sam­fé­lags­mið­ill­inn Instagram hafi upp­fært við­mót sitt og að flestum líki ekki við þær breyt­ing­ar. „Reels“ sé komið í miðj­una neðst og plús takk­inn færður upp. Greini­lega sé verið að leggja áherslu á „reels“, sem sé svar Instagram við Tik tok. 

Einnig er bent á í þætt­inum að Twitter hafi upp­fært hjá sér og bjóði nú upp á „fleets“ sem eru sjálf­eyð­andi tíst með 24 tíma nið­ur­taln­ingu, sem kallað sé „Twitter Stor­ies“. 

Auglýsing

Ætla ekki að upp­færa

Þá greinir Tækni­varpið frá því að Big Sur Mac OS upp­færslan sé komin út og ætla þátta­stjórn­endur ekki að upp­færa sínar tölv­ur. „Ein­hverjir orðrómar eru um að eldri Mac­book tölvur stoppi í miðri upp­færslu en það virð­ist mögu­lega vera skortur á þol­in­mæði. Þetta er stór útlits­upp­færsla og ekki allar góð­ar. For­rita­táknin eru til dæmis for­ljót.“

Ótal margar umfjall­anir skullu á YouTube í vik­unni þegar fjöl­miðla­banni Apple á nýjum Mac tölvum var aflétt. Sam­kvæmt Tækni­varp­inu eru dóm­arnir nær ein­róma: „Þetta eru fárán­lega góðar tölv­ur. Hraðar og með langa raf­hlöðu­end­ingu. Mac­book Air með M1 örgjörva nær svip­uðum afköstum og Mac­book Pro 16 með Intel örgjörva (sem er tvö­falt dýr­ari tölva). Mac­book fer létt með 4K mynd­bands­klipp­ingar og getur loks­ins spilað tölvu­leiki almenni­lega.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 11. þáttur: „Að fara inn í íslenskan torfkofa opnar leið inn í heim iðandi ofurlífveru“
Kjarninn 26. október 2021
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
„Almennt má segja að skólastarf hafi gengið ágætlega frá skólabyrjun“
Ríkisstjórnin ræddi skólastarf í leik- og grunnskólum haustið 2021 vegna COVID-19 á ríkisstjórnarfundi í morgun.
Kjarninn 26. október 2021
Hagnaður Facebook á þriðja ársfjórðungi var 9 milljarðar dollarar, eða sem nemur rúmum 1.166 milljörðum króna.
Yfir þúsund milljarða króna hagnaður í skugga uppljóstrana og fækkunar yngri notenda
Hagnaður Facebook var meiri en búist var við á þriðja ársfjórðungi. Á sama tíma fækkar notendum í yngsta aldurshópnum og Facebook hyggst „endurheimta týndu kynslóðina“.
Kjarninn 26. október 2021
Fyrsta sektarákvörðun fjölmiðlanefndar sem varðar hlaðvarpsmiðlun var birt í síðustu viku.
Fjölmiðlanefnd sektar og skammar hlaðvarpsstjórnendur – og fær bágt fyrir
Árslöngum eltingaleik fjölmiðlanefndar við nokkra hlaðvarpsþætti lauk fyrir helgi með einni sektarákvörðun og tveimur álitum. Sum hlaðvörp eru nú fjölmiðlar og skráðir sem slíkir en þær raddir heyrast að eftirlitið með þessum markaði sé fram úr hófi.
Kjarninn 26. október 2021
„Nú þurfa Íslendingar að gyrða sig í brók“
Fíknigeðlæknir segir að nú þurfi Íslendingar að gyrða sig í brók svo að hið sama verði ekki upp á teningnum á Íslandi og í Bandaríkjunum varðandi ofnotkun ópíóíða.
Kjarninn 26. október 2021
Á meðal þeirra sakborninga sem setið hafa á bak við lás og slá í Nambíu frá því undir lok árs 2019 er Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra landsins.
Tvö mál orðin að einu í Namibíu
Í nýju ákæruskjali í sameinuðu sakamáli vegna Fishrot-skandalsins í Namibíu eru engir Íslendingar á meðal sakborninga, en alls eru 10 manns og 18 félög sökuð um margvísleg brot í tengslum við kvótaviðskipti Samherja í landinu.
Kjarninn 26. október 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Gamla höfnin í Reykjavík, örverur, kombucha og súrdeig
Kjarninn 26. október 2021
Gagnrýnir aðstöðuleysi fyrir ungmenni í Laugardalnum
Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að ungmenni í Laugardal þurfi alvöru aðstöðu til íþróttaiðkunar „ekki fleiri vinnuhópa eða góðar hugmyndir á blaði“.
Kjarninn 26. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent