Rafhlöðuending iPhone 12 mini ekki fyrir kröfuharða

Tæknivarpið fór yfir fréttir vikunnar en í þætti dagsins er meðal annars fjallað um uppfærslur ýmiskonar.

iPhone 12
Auglýsing

iPhone 12 mini er með talsvert lakari rafhlöðuendingu en hinir símarnir sem nýlega komu út frá Apple og munu ekki henta kröfuhörðum. Þetta kemur fram í nýjasta hlaðvarpsþætti Tæknivarpsins en einn þáttastjórnandinn Atli Stefán Yngvason fjallaði um reynslu sína af símanum, sem og Apple Watch SE með LTE. Hann telur að úrið sé „nokkuð góður díll þannig séð þar sem það sem þú færð ekki hefur ekki það mikil áhrif á upplifun“. 

Tæknivarpið greinir frá því að samfélagsmiðillinn Instagram hafi uppfært viðmót sitt og að flestum líki ekki við þær breytingar. „Reels“ sé komið í miðjuna neðst og plús takkinn færður upp. Greinilega sé verið að leggja áherslu á „reels“, sem sé svar Instagram við Tik tok. 

Einnig er bent á í þættinum að Twitter hafi uppfært hjá sér og bjóði nú upp á „fleets“ sem eru sjálfeyðandi tíst með 24 tíma niðurtalningu, sem kallað sé „Twitter Stories“. 

Auglýsing

Ætla ekki að uppfæra

Þá greinir Tæknivarpið frá því að Big Sur Mac OS uppfærslan sé komin út og ætla þáttastjórnendur ekki að uppfæra sínar tölvur. „Einhverjir orðrómar eru um að eldri Macbook tölvur stoppi í miðri uppfærslu en það virðist mögulega vera skortur á þolinmæði. Þetta er stór útlitsuppfærsla og ekki allar góðar. Forritatáknin eru til dæmis forljót.“

Ótal margar umfjallanir skullu á YouTube í vikunni þegar fjölmiðlabanni Apple á nýjum Mac tölvum var aflétt. Samkvæmt Tæknivarpinu eru dómarnir nær einróma: „Þetta eru fáránlega góðar tölvur. Hraðar og með langa rafhlöðuendingu. Macbook Air með M1 örgjörva nær svipuðum afköstum og Macbook Pro 16 með Intel örgjörva (sem er tvöfalt dýrari tölva). Macbook fer létt með 4K myndbandsklippingar og getur loksins spilað tölvuleiki almennilega.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Vigdís Fríða Þorvaldsdóttir
Er vegan börnum mismunað í skólum á Íslandi?
Kjarninn 17. maí 2021
Katrín mun ræða málefni Ísraels og Palestínu við Blinken og Lavrov í vikunni
Málefni Ísraels og Palestínu voru rædd á þingi í dag. Þingmenn Pírata og Viðreisnar kölluðu eftir því að stjórnvöld tækju af skarið og fordæmdu aðgerðir Ísraela í stað þess að bíða eftir öðrum þjóðum. Forsætisráðherra mun tala fyrir friðsamlegri lausn.
Kjarninn 17. maí 2021
Fjölskylda á flótta hefst við úti á götu í Aþenu, höfuðborg Grikklands.
Útlendingastofnun setur hælisleitendum afarkosti: Covid-próf eða missa framfærslu
Útlendingastofnun er farin að setja fólki sem synjað er um vernd þá afarkosti að gangast undir COVID-próf ellegar missa framfærslu og jafnvel húsnæði. Í morgun var sýrlenskum hælisleitanda gert að pakka saman. „Hvar á hann að sofa í nótt?“
Kjarninn 17. maí 2021
Eurovision-hópurinn fékk undanþágu og fór fram fyrir í bólusetningu
RÚV fór fram á það við sóttvarnaryfirvöld að hópurinn sem opinbera fjölmiðlafyrirtækið sendi til Hollands til að taka þátt í, og fjalla um, Eurovision, myndi fá bólusetningu áður en þau færu. Við því var orðið.
Kjarninn 17. maí 2021
ÁTVR undirbýr nú lögbannsbeiðni á starfsemi vefverslana með áfengi.
ÁTVR ætlar að fara fram á lögbann á vefverslanir og undirbýr lögreglukæru
Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins telur nauðsynlegt að fá úr því skorið hjá dómstólum hvort innlendar vefverslanir sem selja áfengi milliliðalaust til neytenda séu að starfa löglega, eins og rekstraraðilar þeirra vilja meina.
Kjarninn 17. maí 2021
Jónas Þór Þorvaldsson er framkvæmdastjóri Kaldalóns.
Kaldalón ætlar að skrá sig á aðallista Kauphallar Íslands árið 2022
Kaldalón hefur selt fasteignaþróunarverkefni í Vogabyggð og keypt tekjuberandi eignir í staðinn. Arion banki ætlar að sölutryggja fimm milljarða króna í nýtt hlutafé í tengslum við skráningu Kaldalóns á markað.
Kjarninn 17. maí 2021
Tækifæri í rafmyntaiðnaði til staðar meðan rafmyntir halda velli að mati ráðherra
Líklega mun hið opinbera nýta sér bálkakeðjutækni þegar fram líða stundir samkvæmt svari fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn um rafmyntir. Ekki er þó enn útlit fyrir að rafmyntir taki við af hefðbundinni greiðslumiðlun í bráð.
Kjarninn 17. maí 2021
Viðar Hjartarson
Glæpur og refsing – Hugleiðingar vegna nýfallins dóms
Kjarninn 17. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent