Rafhlöðuending iPhone 12 mini ekki fyrir kröfuharða

Tæknivarpið fór yfir fréttir vikunnar en í þætti dagsins er meðal annars fjallað um uppfærslur ýmiskonar.

iPhone 12
Auglýsing

iPhone 12 mini er með tals­vert lak­ari raf­hlöðu­end­ingu en hinir sím­arnir sem nýlega komu út frá Apple og munu ekki henta kröfu­hörð­um. Þetta kemur fram í nýjasta hlað­varps­þætti Tækni­varps­ins en einn þátta­stjórn­and­inn Atli Stefán Yngva­son fjall­aði um reynslu sína af sím­an­um, sem og Apple Watch SE með LTE. Hann telur að úrið sé „nokkuð góður díll þannig séð þar sem það sem þú færð ekki hefur ekki það mikil áhrif á upp­lifun“. 

Tækni­varpið greinir frá því að sam­fé­lags­mið­ill­inn Instagram hafi upp­fært við­mót sitt og að flestum líki ekki við þær breyt­ing­ar. „Reels“ sé komið í miðj­una neðst og plús takk­inn færður upp. Greini­lega sé verið að leggja áherslu á „reels“, sem sé svar Instagram við Tik tok. 

Einnig er bent á í þætt­inum að Twitter hafi upp­fært hjá sér og bjóði nú upp á „fleets“ sem eru sjálf­eyð­andi tíst með 24 tíma nið­ur­taln­ingu, sem kallað sé „Twitter Stor­ies“. 

Auglýsing

Ætla ekki að upp­færa

Þá greinir Tækni­varpið frá því að Big Sur Mac OS upp­færslan sé komin út og ætla þátta­stjórn­endur ekki að upp­færa sínar tölv­ur. „Ein­hverjir orðrómar eru um að eldri Mac­book tölvur stoppi í miðri upp­færslu en það virð­ist mögu­lega vera skortur á þol­in­mæði. Þetta er stór útlits­upp­færsla og ekki allar góð­ar. For­rita­táknin eru til dæmis for­ljót.“

Ótal margar umfjall­anir skullu á YouTube í vik­unni þegar fjöl­miðla­banni Apple á nýjum Mac tölvum var aflétt. Sam­kvæmt Tækni­varp­inu eru dóm­arnir nær ein­róma: „Þetta eru fárán­lega góðar tölv­ur. Hraðar og með langa raf­hlöðu­end­ingu. Mac­book Air með M1 örgjörva nær svip­uðum afköstum og Mac­book Pro 16 með Intel örgjörva (sem er tvö­falt dýr­ari tölva). Mac­book fer létt með 4K mynd­bands­klipp­ingar og getur loks­ins spilað tölvu­leiki almenni­lega.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson er formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni segir rangt að hann „vilji Sósíalistaflokkinn feigan“
Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að Gunnar Smári Egilsson snúi út úr orðum sínum um styrki til stjórnmálaflokka. Honum þyki 120 milljóna styrkur á kjörtímabilinu til flokks sem fékk enga þingmenn kjörna einfaldlega of há fjárhæð.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Finnur Birgisson
Saga tekjutengingar ellilífeyris almannatrygginga frá 1946
Kjarninn 16. ágúst 2022
Gunnar Smári Egilsson er formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands.
Segir Bjarna vilja ýkja völd Sjálfstæðisflokks umfram fylgi og draga úr áhrifum annarra
Bjarni Benediktsson hefur sagt að hann vilji draga úr opinberum styrkjum til stjórnmálaflokka. Gunnar Smári Egilsson segir ástæðuna þá að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ekki jafn mikið á greiðslu frá ríkinu að halda og áður.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Hér má sjá Drífu Snædal, fyrrverandi forseta ASÍ, og Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar þegar betur áraði i samskiptum þeirra á milli.
Segir ASÍ hafa beinlínis unnið gegn nýjum öflum innan verkalýðshreyfingarinnar
Formaður Eflingar segir fram­kvæmda­stjóra SA ekki missa svefn yfir útbreiddum svikum atvinnu­rek­enda á þeim kjara­samn­ingum sem hann gerir fyrir þeirra hönd. Í greinaflokki, sem byrjaði að birtast í morgun, ætlar hún að rekja sögu ágreinings innan ASÍ.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Horft niður í Hvalfjörð frá Brekkukambi í Hvalfjarðarsveit. Á fjallinu stendur til að byggja vindorkuver.
Íslenskir sérhagsmunaaðilar með „erlenda orkurisa í farteskinu“
Þótt ekkert vindorkuver sé risið hafa áform um fjölmörg slík þegar valdið sundrungu og deilum innan samfélaga út um landið, segir Andrés Skúlason, verkefnisstjóri hjá Landvernd. Hann segir vindorkufyrirtæki beita miklum þrýstingi og jafnvel blekkingum.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Auglýsing frá upphafi áttunda áratugar síðustu aldar.
Ævintýrið um Carmen rúllurnar
Hvað gerir danskur kaupmaður sem finnst hann ekki hafa nóg fyrir stafni? Hjá Arne Bybjerg kaupmanni í danska bænum Kalundborg var svarið einfalt: að framleiða hárrúllur. Hann gaf þeim nafnið Carmen.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Ævintýrið um Carmen rúllurnar
Kjarninn 16. ágúst 2022
Sólveig Anna Jónsdóttir
Villimenn við borgarhliðið: Kreppa íslensku verkalýðshreyfingarinnar I
Kjarninn 16. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent