„Öfgar til hægri og vinstri eru eins og hver önnur tískusveifla“

Formaður Framsóknarflokksins segir að framtíðin ráðist á miðjunni. Það viti framsóknarfólk og telur hann að flestir Íslendingar viti það innst inni.

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og formaður Framsóknarflokksins.
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og formaður Framsóknarflokksins.
Auglýsing

„Framtíðin ræðst á miðjunni. Það vitum við og það held ég að flestir Íslendingar viti innst inni. Öfgar til hægri og vinstri eru eins og hver önnur tískusveifla. Öfgar til hægri nærast á öfgum til vinstri, þær ýkja ástand og sundra samfélögum.“

Þetta sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, í ræðu sinni á miðstjórnarfundi flokksins í morgun.

Hann sagði jafnframt að stefna flokksins boðaði umbætur en ekki byltingar. „Við leiðum saman ólík öfl og ólíka hagsmuni til að samfélagið verði á morgun betra en það var í gær. Veturinn verður erfiður fyrir marga en með krafti samfélagsins, með krafti samvinnunnar þá mun hann verða auðveldari. Og eftir vetur kemur vor og þá verðum við vonandi aftur farin að faðma fólkið okkar og getum horft grímulaus fram á veginn.“

Auglýsing

Ætlar einhver að græða og hámarka hagnað sinn í krísu sem þessari?

Sigurður Ingi gerði á fundinum vaxtahækkanir að umtalsefni. „Seðlabankinn sendi bönkunum skýr skilaboð í vikunni og lækkaði stýrivexti en fram að því höfðu bankarnir hækkað vextina. Vaxtahækkun bankana er ekki til þess fallin að hvetja til fjárfestinga – fjárfestinga sem þarf til að komast út úr krísunni. Hvar liggur þá ábyrgð bankana? Bankarnir segja aukinn fjármagnskostnað vera að sliga þá – gott og vel. Við lækkuðum reyndar bankaskattinn hraðar til að lækka kostnað bankanna.

En ég spyr á móti: Ætlar einhver að græða og hámarka hagnað sinn í krísu sem þessari? Hér verða allir að koma að borðinu sem eru aflögufærir. Bankarnir líka. Það er grundvöllur þess að snúa hagvexti úr mínus í plús og fá hjólin aftur til að snúast. Seðlabankinn hefur staðið við sitt, ríkissjóður hefur sett fram aðgerðir og stuðningslán verða framlengd. Nú er komið að bönkunum að sýna á spilin.“

Vill hækka endurgreiðslur í 35 prósent

Þá sagðist Sigurður Ingi sjá stórt tækifæri í því að styðja enn frekar við kvikmyndagerðina með því að hækka endurgreiðslur í 35 prósent líkt og gert væri í þeim löndum sem keppa við Ísland um verkefni.

„Það skref, í viðbót við metnaðarfulla kvikmyndastefnu sem Lilja Dögg hefur lagt fram, myndi gera kvikmyndagerðina enn öflugri atvinnuveg fyrir Ísland. Þar með yrði lagður hornsteinn að fjórðu stoð efnahagslífsins, stoð skapandi greina. Öflugur kvikmyndaiðnaður styður framsókn ferðaþjónustunnar. Ferðavenjukönnun sýnir að tæplega 40 prósent af þeim ferðamönnum sem hingað koma taka ákvörðun um það eftir að hafa séð Ísland á skjánum eða á tjaldinu.

Kvikmyndagerðin styður líka innlenda matvælaframleiðlsu bæði beint og óbeint og nýtist í sameiginlegu frásögnina af hreina landinu – með hreint vatn, heilnæmt loft og örugg matvæli og náttúru sem á engan sinn líka,“ sagði hann.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Það liggur ekki fyrir hvort Ísland geti gert tvíhliða samning til að tengja krónu við evru
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur um það sé mögulegt fyrir Ísland að gera samkomulag við Seðlabanka Evrópu um að tengja krónuna við evru.
Kjarninn 23. september 2021
Sigríður Ólafsdóttir
Draumastarf og búseta – hvernig fer það saman?
Kjarninn 23. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd: Í aðdraganda kosninganna er blóðmeraiðnaðurinn svarti blettur búfjáreldis – Hluti II
Kjarninn 23. september 2021
Segist hafa reynt að komast að því hvað konan vildi í gegnum tengilið – „Við náðum aldrei að ræða við hana“
Fyrrverandi formaður KSÍ segir að sambandið hafi frétt af meintu kynferðisbroti landsliðsmanna í gegnum samfélagsmiðla. Formleg ábending hafi aldrei borist.
Kjarninn 23. september 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.
Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks vilja Katrínu sem forsætisráðherra en Bjarna
Alls segjast 45,2 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins að þeir vilji fá formann Vinstri grænna til að leiða þá ríkisstjórn sem mynduð verður eftir kosningar.
Kjarninn 23. september 2021
Hugarvilla að Ísland sé miðja heimsins
Þau Baldur, Kristrún og Gylfi spjölluðu um Evrópustefnu stjórnvalda í hlaðvarpsþættinum Völundarhús utanríkismála.
Kjarninn 23. september 2021
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 4: Byggir Evrópustefna íslenskra stjórnvalda á áfallastjórnun?
Kjarninn 23. september 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Kosningarnar núna snúast um loftslagsmál
Kjarninn 23. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent