„Öfgar til hægri og vinstri eru eins og hver önnur tískusveifla“

Formaður Framsóknarflokksins segir að framtíðin ráðist á miðjunni. Það viti framsóknarfólk og telur hann að flestir Íslendingar viti það innst inni.

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og formaður Framsóknarflokksins.
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og formaður Framsóknarflokksins.
Auglýsing

„Fram­tíðin ræðst á miðj­unni. Það vitum við og það held ég að flestir Íslend­ingar viti innst inni. Öfgar til hægri og vinstri eru eins og hver önnur tísku­sveifla. Öfgar til hægri nær­ast á öfgum til vinstri, þær ýkja ástand og sundra sam­fé­lög­um.“

Þetta sagði Sig­urður Ingi Jóhanns­son, for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins, í ræðu sinni á mið­stjórn­ar­fundi flokks­ins í morg­un.

Hann sagði jafn­framt að stefna flokks­ins boð­aði umbætur en ekki bylt­ing­ar. „Við leiðum saman ólík öfl og ólíka hags­muni til að sam­fé­lagið verði á morgun betra en það var í gær. Vet­ur­inn verður erf­iður fyrir marga en með krafti sam­fé­lags­ins, með krafti sam­vinn­unnar þá mun hann verða auð­veld­ari. Og eftir vetur kemur vor og þá verðum við von­andi aftur farin að faðma fólkið okkar og getum horft grímu­laus fram á veg­inn.“

Auglýsing

Ætlar ein­hver að græða og hámarka hagnað sinn í krísu sem þess­ari?

Sig­urður Ingi gerði á fund­inum vaxta­hækk­anir að umtals­efni. „Seðla­bank­inn sendi bönk­unum skýr skila­boð í vik­unni og lækk­aði stýri­vexti en fram að því höfðu bank­arnir hækkað vext­ina. Vaxta­hækkun bank­ana er ekki til þess fallin að hvetja til fjár­fest­inga – fjár­fest­inga sem þarf til að kom­ast út úr krís­unni. Hvar liggur þá ábyrgð bankana? Bank­arnir segja auk­inn fjár­magns­kostnað vera að sliga þá – gott og vel. Við lækk­uðum reyndar banka­skatt­inn hraðar til að lækka kostnað bank­anna.

En ég spyr á móti: Ætlar ein­hver að græða og hámarka hagnað sinn í krísu sem þess­ari? Hér verða allir að koma að borð­inu sem eru aflögu­fær­ir. Bank­arnir líka. Það er grund­völlur þess að snúa hag­vexti úr mínus í plús og fá hjólin aftur til að snú­ast. Seðla­bank­inn hefur staðið við sitt, rík­is­sjóður hefur sett fram aðgerðir og stuðn­ings­lán verða fram­lengd. Nú er komið að bönk­unum að sýna á spil­in.“

Vill hækka end­ur­greiðslur í 35 pró­sent

Þá sagð­ist Sig­urður Ingi sjá stórt tæki­færi í því að styðja enn frekar við kvik­mynda­gerð­ina með því að hækka end­ur­greiðslur í 35 pró­sent líkt og gert væri í þeim löndum sem keppa við Ísland um verk­efni.

„Það skref, í við­bót við metn­að­ar­fulla kvik­mynda­stefnu sem Lilja Dögg hefur lagt fram, myndi gera kvik­mynda­gerð­ina enn öfl­ugri atvinnu­veg fyrir Ísland. Þar með yrði lagður horn­steinn að fjórðu stoð efna­hags­lífs­ins, stoð skap­andi greina. Öfl­ugur kvik­mynda­iðn­aður styður fram­sókn ferða­þjón­ust­unn­ar. Ferða­venjukönnun sýnir að tæp­lega 40 pró­sent af þeim ferða­mönnum sem hingað koma taka ákvörðun um það eftir að hafa séð Ísland á skjánum eða á tjald­inu.

Kvik­mynda­gerðin styður líka inn­lenda mat­væla­fram­leiðlsu bæði beint og óbeint og nýt­ist í sam­eig­in­legu frá­sögn­ina af hreina land­inu – með hreint vatn, heil­næmt loft og örugg mat­væli og nátt­úru sem á engan sinn lík­a,“ sagði hann.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Lilja D. Alfreðsdóttir stendur frammi fyrir brekku til að halda sér inni á þingi samkvæmt könnunum.
Hvorki Miðflokkur né Framsókn mælast með mann inni í Reykjavík
Samfylkingin, Sósíalistaflokkur Íslands og Viðreisn mælast á góðri siglingu í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur. Staða stjórnarflokkanna í höfuðborginni veikist mikið og Framsóknarflokkurinn myndi ekki ná inn manni þar að óbreyttu.
Kjarninn 26. janúar 2021
Verkefnisstjórn 4. áfanga rammaáætlunar fékk 34 vindorkukosti inn á sitt borð í fyrra.
Vindorkukostir sem eru 10 MW eða meira heyri undir rammaáætlun
Lagt er til að land verði flokkað með tilliti til vindorkuvera í tengslum við breytingar á frumvarpi um rammaáætlun. „Telja verður að vindorkuver geti haft í för með sér minna óafturkræft rask en hefðbundnari orkukostir,“ segir í greinargerð.
Kjarninn 26. janúar 2021
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Loðnukvótinn aukinn – Fá að veiða 61 þúsund tonn
Tekist hefur að afstýra loðnubresti þriðja árið í röð. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir að mikið sé í húfi fyrir viðspyrnu efnahagslífsins að loðnuvertíðin verði eins öflug og kostur sé.
Kjarninn 26. janúar 2021
Hámarksálag á reikisímtöl verður lækkað um tæp fjögur prósent
Evrópusambandið hefur sett reglugerð sem lækkar þá upphæð sem fjarskiptafyrirtæki mega rukka fyrir umframnotkun reikisímtala. Til stendur að taka reglugerðina upp í EES-samningnum og þar með hérlendis.
Kjarninn 26. janúar 2021
Tólf gefa kost á sér í forvali um fimm efstu sætin fyrir VG í Norðausturkjördæmi
Framboðsfrestur Vinstri grænna í Norðausturkjördæmi er runninn út.
Kjarninn 26. janúar 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Fatnaður, geimferðir og sjálfbærni: Þjóðfræðirannsóknir fyrir framtíðina
Kjarninn 26. janúar 2021
Einná ferð á alþjóðaflugvellinum í Aþenu í Grikklandi.
Ísland fyrst Schengen-ríkja til að gefa út rafræn bólusetningarvottorð
Lönd sunnarlega í Evrópu vilja svör við því hvort að samræmd bólusetningarvottorð séu væntanleg á næstunni. Annað sumar án ferðamanna myndi hafa skelfilegar afleiðingar.
Kjarninn 26. janúar 2021
Betra er fyrir alla bóluefnum sé dreift jafnt um allan heiminn, samkvæmt rannsókninni
Iðnríkin myndu tapa á því að hamstra bóluefni
Ný rannsókn sýnir að heimsbúskapurinn gæti orðið fyrir miklu framleiðslutapi ef þróunarlönd verða ekki bólusett fyrir COVID-19 á sama tíma og ríkari lönd. Hér á landi gæti tapið numið allt að 3,7 prósentum af landsframleiðslu.
Kjarninn 25. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent