„Öfgar til hægri og vinstri eru eins og hver önnur tískusveifla“

Formaður Framsóknarflokksins segir að framtíðin ráðist á miðjunni. Það viti framsóknarfólk og telur hann að flestir Íslendingar viti það innst inni.

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og formaður Framsóknarflokksins.
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og formaður Framsóknarflokksins.
Auglýsing

„Fram­tíðin ræðst á miðj­unni. Það vitum við og það held ég að flestir Íslend­ingar viti innst inni. Öfgar til hægri og vinstri eru eins og hver önnur tísku­sveifla. Öfgar til hægri nær­ast á öfgum til vinstri, þær ýkja ástand og sundra sam­fé­lög­um.“

Þetta sagði Sig­urður Ingi Jóhanns­son, for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins, í ræðu sinni á mið­stjórn­ar­fundi flokks­ins í morg­un.

Hann sagði jafn­framt að stefna flokks­ins boð­aði umbætur en ekki bylt­ing­ar. „Við leiðum saman ólík öfl og ólíka hags­muni til að sam­fé­lagið verði á morgun betra en það var í gær. Vet­ur­inn verður erf­iður fyrir marga en með krafti sam­fé­lags­ins, með krafti sam­vinn­unnar þá mun hann verða auð­veld­ari. Og eftir vetur kemur vor og þá verðum við von­andi aftur farin að faðma fólkið okkar og getum horft grímu­laus fram á veg­inn.“

Auglýsing

Ætlar ein­hver að græða og hámarka hagnað sinn í krísu sem þess­ari?

Sig­urður Ingi gerði á fund­inum vaxta­hækk­anir að umtals­efni. „Seðla­bank­inn sendi bönk­unum skýr skila­boð í vik­unni og lækk­aði stýri­vexti en fram að því höfðu bank­arnir hækkað vext­ina. Vaxta­hækkun bank­ana er ekki til þess fallin að hvetja til fjár­fest­inga – fjár­fest­inga sem þarf til að kom­ast út úr krís­unni. Hvar liggur þá ábyrgð bankana? Bank­arnir segja auk­inn fjár­magns­kostnað vera að sliga þá – gott og vel. Við lækk­uðum reyndar banka­skatt­inn hraðar til að lækka kostnað bank­anna.

En ég spyr á móti: Ætlar ein­hver að græða og hámarka hagnað sinn í krísu sem þess­ari? Hér verða allir að koma að borð­inu sem eru aflögu­fær­ir. Bank­arnir líka. Það er grund­völlur þess að snúa hag­vexti úr mínus í plús og fá hjólin aftur til að snú­ast. Seðla­bank­inn hefur staðið við sitt, rík­is­sjóður hefur sett fram aðgerðir og stuðn­ings­lán verða fram­lengd. Nú er komið að bönk­unum að sýna á spil­in.“

Vill hækka end­ur­greiðslur í 35 pró­sent

Þá sagð­ist Sig­urður Ingi sjá stórt tæki­færi í því að styðja enn frekar við kvik­mynda­gerð­ina með því að hækka end­ur­greiðslur í 35 pró­sent líkt og gert væri í þeim löndum sem keppa við Ísland um verk­efni.

„Það skref, í við­bót við metn­að­ar­fulla kvik­mynda­stefnu sem Lilja Dögg hefur lagt fram, myndi gera kvik­mynda­gerð­ina enn öfl­ugri atvinnu­veg fyrir Ísland. Þar með yrði lagður horn­steinn að fjórðu stoð efna­hags­lífs­ins, stoð skap­andi greina. Öfl­ugur kvik­mynda­iðn­aður styður fram­sókn ferða­þjón­ust­unn­ar. Ferða­venjukönnun sýnir að tæp­lega 40 pró­sent af þeim ferða­mönnum sem hingað koma taka ákvörðun um það eftir að hafa séð Ísland á skjánum eða á tjald­inu.

Kvik­mynda­gerðin styður líka inn­lenda mat­væla­fram­leiðlsu bæði beint og óbeint og nýt­ist í sam­eig­in­legu frá­sögn­ina af hreina land­inu – með hreint vatn, heil­næmt loft og örugg mat­væli og nátt­úru sem á engan sinn lík­a,“ sagði hann.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristján Vilhelmsson.
Kristján Vilhelmsson vildi láta svipta Helga Seljan Edduverðlaunum
Útgerðarstjóri Samherja, sem var um árabil annar af stærstu eigendum fyrirtækisins, vildi láta taka Edduverðlaun Helga Seljan af honum vegna Seðlabankamálsins. Helgi var valinn sjónvarpsmaður ársins af almenningi tvö ár í röð.
Kjarninn 4. desember 2020
Ögmundur Jónasson
Segir að allir þurfi aðhald – líka dómarar í Strassborg
Fyrrverandi innanríkisráðherra segir að fjöldi augljósra mannréttindabrota sé látinn sitja á hakanum hjá MDE. Hins vegar sé legið yfir því að koma höggi á íslensk stjórnvöld vegna máls sem sé svo smávægilegt í hinu stærra samhengi að undrum sæti.
Kjarninn 3. desember 2020
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 28. þáttur: Hlaupið fyrir Búdda
Kjarninn 3. desember 2020
Þorsteinn Már Baldvinsson, annar forstjóra Samherja.
Samherji segir namibísku lögregluna ekki leita sinna manna
Í yfirlýsingu frá Samherja segir að namibísk yfirvöld hafi ekki reynt að hafa afskipti af núverandi né fyrrverandi starfsmönnum fyrirtækisins. Hvorki fyrrverandi stjórnendur félagsins í Namibíu né aðrir séu á flótta undan réttvísinni.
Kjarninn 3. desember 2020
Halldór Gunnarsson
Mismunun og ranglæti gagnvart lífeyrisþegum
Kjarninn 3. desember 2020
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
„Misnotkun á valdi og bolabrögð hafa verið einkenni Sjálfstæðisflokksins í langan tíma“
Þingmaður Pírata segir að koma þurfi í veg fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn fái að koma nálægt völdum en hann fjallaði um landsréttarmálið á þingi í morgun. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir að horfa verði á málið í ákveðnu samhengi.
Kjarninn 3. desember 2020
Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands.
Öryrkjabandalagið fagnar hugmynd Brynjars um rannsókn á bótasvikum
Þingmaður Sjálfstæðisflokks vill láta rannsaka hvor öryrkjar og bótaþegar sigli undir fölsku flaggi. ÖBÍ fagnar þeirri hugmynd en segja rannsókn ekki nauðsynlega til að staðfesta ríkjandi fordóma og andúð gegn fötluðu fólki í samfélaginu.
Kjarninn 3. desember 2020
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Stjórnvöld vona að hjarðónæmi verði náð á fyrsta ársfjórðungi
Í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu segir að vonir standi til þess að markmiðum bólusetningar verði náð á fyrsta ársfjórðungi. Búið er að ná samkomulagi um bóluefni fyrir 200.000 manns, en ólíklegt er að það komi allt til landsins á sama tíma.
Kjarninn 3. desember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent