„Búið að markaðsvæða þátttöku í frístundastarfi“

Borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins telur að frístundakortin taki ekki tillit til undirliggjandi þátta á borð við fátækt og skort. Hún segir að frístundaheimilin ættu að vera gjaldfrjáls.

Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins.
Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins.
Auglýsing

Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, segir að oft kosti að fá aðgang að peningum og að frístundakort Reykjavíkurborgar sé eitt dæmið um það. Þetta kom fram í stöðuuppfærslu á Facebook-síðu hennar í vikunni.

Frístundakortið er styrkjakerfi í frístundastarfi fyrir 6 til 18 ára börn og unglinga með lögheimili í Reykjavík. Á vefsíðu borgarinnar kemur fram að styrkurinn sé 50.000 krónur á barn á ári. Ekki sé um beingreiðslur til forráðamanna að ræða, heldur hafi þeir rétt til að ráðstafa tilgreindri upphæð í nafni barns síns til niðurgreiðslu á þátttöku- og æfingagjöldum.

Sanna telur að þessi leið virki ekki til þess að tryggja að öll börn og ungmenni geti æft það sem þau vilja. „Yfirlýst markmið Reykjavíkurborgar með frístundakortinu er að tryggja að börn geti tekið þátt í uppbyggilegu frístundastarfi óháð efnahag eða félagslegum aðstæðum. Ég var enn í grunnskóla þegar frístundakortið kom til sögunnar og ég man ekki eftir því. Mér finnst líklegt að við mæðgur höfum hugsað að þetta myndi hvað sem er ekki dekka neitt að fullu og því engin ástæða til þess að taka þátt í einhverju ef þú átt ekki fyrir öllu námskeiðinu.“

Auglýsing

Frístundaheimilin ættu að vera gjaldfrjáls

Endurskoðun á regluverki um frístundakortið var til umræðu á borgarstjórnarfundi í vikunni og ræddu borgarfulltrúar skýrslu þar sem þessi mál voru tekin til skoðunar. „Í henni voru lagðar fram niðurstöður könnunar sem var send til foreldra/forráðamanna allra grunnskólabarna í Reykjavík og svörun var um 40 prósent. 16 prósent nýttu frístundakortið á frístundaheimili því annars hefðu þau ekki efni á því að hafa börnin á frístundaheimili og 9 prósent nýttu kortið á frístundaheimili þar sem þau höfðu ekki efni á að setja barnið í annað frístundastarf,“ skrifar Sanna.

Telur hún í fyrsta lagi að frístundaheimili borgarinnar ættu að vera gjaldfrjáls. Í raun sé búið að markaðsvæða þátttöku í frístundastarfi, þar sem meira fjármagn veiti aðgang að fjölþættari þjónustu og meira framboði. „Foreldrar sem hafa einungis þessar 50.000 krónur þurfa að hugsa innan þess ramma og það nær skammt. Ef barn er að æfa íþrótt og er í tónlistarskóla þá geta gjöldin verið rúmlega 200.000 krónur á ári.

Ef markmiðið er að tryggja að öll börn og ungmenni geti tekið þátt í því sem þau vilja óháð efnahag, þurfum við þá ekki að tryggja að kostnaðurinn við þátttökuna verði sem minnstur? Væri ekki betra að efla þau félög sem halda úti skipulögðu íþrótta- og frístundastarfi? Nú er ég ekki með svörin og lausnirnar á hreinu en viljum við ekki efla tónlistarskólana og íþróttafélögin og aðra sem veita mikilvæga þjónustu á sviði tómstunda svo að kostnaður fyrir þátttöku sé ekki hindrun?“ spyr hún.

Man sjálf eftir því að hafa viljað taka þátt og hafa neitað sér um hluti

Þá bendir borgarfúlltrúinn á að inneignarkerfi „sem byggir á því að þú getir valið hvert þú ferð með þitt (takmarkaða) fjármagn er ekki að fara að tryggja að öll börn geti tekið þátt í frístundastarfi óháð efnahag. Slíkt tekur ekki tillit til undirliggjandi þátta líkt og fátæktar, skorts, staðreyndarinnar um að börn séu svöng og ófær um að fara að brenna hitaeiningum hlaupandi um á æfingum. Að gefa öllum börnum smá inneign til að taka þátt í frístundum tekur heldur ekki tillit til væntinga barna. Væntingar sem þau hafa skrúfað niður og leyfa sér að ekki að verða spennt fyrir hlutum opinberlega, þar sem þau vita að þau geta ekki tekið þátt í námskeiði sem kostar of mikið og segjast því ekki hafa áhuga á neinu, þó að innst inni þau vilji bara fara á þetta á dansnámskeið með öllum skemmtilegu hip-hop lögunum.“

Sanna segist sjálf ekki muna eftir frístundakortinu en hún man eftir því að hafa viljað taka þátt og hafa neitað sér um hluti. Það sé sennilega ekki heilbrigt að börn læri að neita sér um hluti. „Tryggjum að öll börn geti tekið þátt.“

Þá vill hún að málin séu skoðuð „hinum megin frá“ og að horfið verði frá „nýfrjálshyggju-ávísanakerfi um að allir hafi val til að velja það besta fyrir börnin sín (þó að valið sé raunverulega ekki til staðar). Eflum tómstundastarf, það á ekki að vera svona dýrt að vera krakki. Skipuleggjum frístundir sem öflugar félagslegar stofnanir og hverfum út úr þessari markaðshugsun,“ segir hún að lokum.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Borgarstjórar skyldaðir til handabanda
Umræður um handabönd hafa, og það ekki í fyrsta sinn, ratað inn í danska þingið. Þingmenn vilja skylda borgarstjóra landsins til að taka í höndina á nýjum ríkisborgurum, en handabandið er skilyrði ríkisborgararéttar.
Kjarninn 9. maí 2021
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Nichole Leigh Mosty
Ég vil tala um innflytjendur.
Leslistinn 8. maí 2021
Jón Sigurðsson
Ein uppsprettulind mennskunnar
Kjarninn 8. maí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er einn þeirra sex sem eru með stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á viðskiptaháttum fyrirtækisins.
Fjallað um rannsókn á Samherja í skráningarlýsingu Síldarvinnslunnar
Hlutafjárútboð Síldarvinnslunnar hefst á mánudag. Á meðal þeirra sem ætla að selja hlut í útgerðinni í því er Samherji, sem verður þó áfram stærsti eigandi Síldarvinnslunnar. Fjallað er um rannsókn yfirvalda á Samherja í skráningarlýsingu.
Kjarninn 8. maí 2021
Nornahár og nornatár
Eigendur Icelandic Lava Show í Vík í Mýrdal skrifa reglulega hraunmola á Kjarnann. Þetta er sá fimmti. Markmiðið er að útskýra hin ýmsu fyrirbæri íslenskrar eldvirkni á einfaldan og áhugaverðan hátt.
Kjarninn 8. maí 2021
Þögnin rofin á ný
Hundruð íslenskra kvenna hafa í vikunni stigið fram opinberlega með sínar erfiðustu minningar, í kjölfar þess að stuðningsbylgja reis upp með þjóðþekktum manni sem tvær konur segja að brotið hafi á sér. Lærði samfélagið lítið af fyrri #metoo-bylgjunni?
Kjarninn 8. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent