„Búið að markaðsvæða þátttöku í frístundastarfi“

Borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins telur að frístundakortin taki ekki tillit til undirliggjandi þátta á borð við fátækt og skort. Hún segir að frístundaheimilin ættu að vera gjaldfrjáls.

Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins.
Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins.
Auglýsing

Sanna Magda­lena Mörtu­dótt­ir, borg­ar­full­trúi Sós­í­alista­flokks­ins, segir að oft kosti að fá aðgang að pen­ingum og að frí­stunda­kort Reykja­vík­ur­borgar sé eitt dæmið um það. Þetta kom fram í stöðu­upp­færslu á Face­book-­síðu hennar í vik­unni.

Frí­stunda­kortið er styrkja­kerfi í frí­stunda­starfi fyrir 6 til 18 ára börn og ung­linga með lög­heim­ili í Reykja­vík. Á vef­síðu borg­ar­innar kemur fram að styrk­ur­inn sé 50.000 krónur á barn á ári. Ekki sé um bein­greiðslur til for­ráða­manna að ræða, heldur hafi þeir rétt til að ráð­stafa til­greindri upp­hæð í nafni barns síns til nið­ur­greiðslu á þátt­töku- og æfinga­gjöld­um.

Sanna telur að þessi leið virki ekki til þess að tryggja að öll börn og ung­menni geti æft það sem þau vilja. „Yf­ir­lýst mark­mið Reykja­vík­ur­borgar með frí­stunda­kort­inu er að tryggja að börn geti tekið þátt í upp­byggi­legu frí­stunda­starfi óháð efna­hag eða félags­legum aðstæð­um. Ég var enn í grunn­skóla þegar frí­stunda­kortið kom til sög­unnar og ég man ekki eftir því. Mér finnst lík­legt að við mæðgur höfum hugsað að þetta myndi hvað sem er ekki dekka neitt að fullu og því engin ástæða til þess að taka þátt í ein­hverju ef þú átt ekki fyrir öllu nám­skeið­in­u.“

Auglýsing

Frí­stunda­heim­ilin ættu að vera gjald­frjáls

End­ur­skoðun á reglu­verki um frí­stunda­kortið var til umræðu á borg­ar­stjórn­ar­fundi í vik­unni og ræddu borg­ar­full­trúar skýrslu þar sem þessi mál voru tekin til skoð­un­ar. „Í henni voru lagðar fram nið­ur­stöður könn­unar sem var send til for­eldra/­for­ráða­manna allra grunn­skóla­barna í Reykja­vík og svörun var um 40 pró­sent. 16 pró­sent nýttu frí­stunda­kortið á frí­stunda­heim­ili því ann­ars hefðu þau ekki efni á því að hafa börnin á frí­stunda­heim­ili og 9 pró­sent nýttu kortið á frí­stunda­heim­ili þar sem þau höfðu ekki efni á að setja barnið í annað frí­stunda­starf,“ skrifar Sanna.

Telur hún í fyrsta lagi að frí­stunda­heim­ili borg­ar­innar ættu að vera gjald­frjáls. Í raun sé búið að mark­aðsvæða þátt­töku í frí­stunda­starfi, þar sem meira fjár­magn veiti aðgang að fjöl­þætt­ari þjón­ustu og meira fram­boði. „For­eldrar sem hafa ein­ungis þessar 50.000 krónur þurfa að hugsa innan þess ramma og það nær skammt. Ef barn er að æfa íþrótt og er í tón­list­ar­skóla þá geta gjöldin verið rúm­lega 200.000 krónur á ári.

Ef mark­miðið er að tryggja að öll börn og ung­menni geti tekið þátt í því sem þau vilja óháð efna­hag, þurfum við þá ekki að tryggja að kostn­að­ur­inn við þátt­tök­una verði sem minnstur? Væri ekki betra að efla þau félög sem halda úti skipu­lögðu íþrótta- og frí­stunda­starfi? Nú er ég ekki með svörin og lausn­irnar á hreinu en viljum við ekki efla tón­list­ar­skól­ana og íþrótta­fé­lögin og aðra sem veita mik­il­væga þjón­ustu á sviði tóm­stunda svo að kostn­aður fyrir þátt­töku sé ekki hindr­un?“ spyr hún.

Man sjálf eftir því að hafa viljað taka þátt og hafa neitað sér um hluti

Þá bendir borg­ar­fúll­trú­inn á að inn­eign­ar­kerfi „sem byggir á því að þú getir valið hvert þú ferð með þitt (tak­mark­aða) fjár­magn er ekki að fara að tryggja að öll börn geti tekið þátt í frí­stunda­starfi óháð efna­hag. Slíkt tekur ekki til­lit til und­ir­liggj­andi þátta líkt og fátækt­ar, skorts, stað­reynd­ar­innar um að börn séu svöng og ófær um að fara að brenna hita­ein­ingum hlaup­andi um á æfing­um. Að gefa öllum börnum smá inn­eign til að taka þátt í frí­stundum tekur heldur ekki til­lit til vænt­inga barna. Vænt­ingar sem þau hafa skrúfað niður og leyfa sér að ekki að verða spennt fyrir hlutum opin­ber­lega, þar sem þau vita að þau geta ekki tekið þátt í nám­skeiði sem kostar of mikið og segj­ast því ekki hafa áhuga á neinu, þó að innst inni þau vilji bara fara á þetta á dans­nám­skeið með öllum skemmti­legu hip-hop lög­un­um.“

Sanna seg­ist sjálf ekki muna eftir frí­stunda­kort­inu en hún man eftir því að hafa viljað taka þátt og hafa neitað sér um hluti. Það sé senni­lega ekki heil­brigt að börn læri að neita sér um hluti. „Tryggjum að öll börn geti tekið þátt.“

Þá vill hún að málin séu skoðuð „hinum megin frá“ og að horfið verði frá „nýfrjáls­hyggju-á­vís­ana­kerfi um að allir hafi val til að velja það besta fyrir börnin sín (þó að valið sé raun­veru­lega ekki til stað­ar). Eflum tóm­stunda­starf, það á ekki að vera svona dýrt að vera krakki. Skipu­leggjum frí­stundir sem öfl­ugar félags­legar stofn­anir og hverfum út úr þess­ari mark­aðs­hugs­un,“ segir hún að lok­um.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristján Vilhelmsson.
Kristján Vilhelmsson vildi láta svipta Helga Seljan Edduverðlaunum
Útgerðarstjóri Samherja, sem var um árabil annar af stærstu eigendum fyrirtækisins, vildi láta taka Edduverðlaun Helga Seljan af honum vegna Seðlabankamálsins. Helgi var valinn sjónvarpsmaður ársins af almenningi tvö ár í röð.
Kjarninn 4. desember 2020
Ögmundur Jónasson
Segir að allir þurfi aðhald – líka dómarar í Strassborg
Fyrrverandi innanríkisráðherra segir að fjöldi augljósra mannréttindabrota sé látinn sitja á hakanum hjá MDE. Hins vegar sé legið yfir því að koma höggi á íslensk stjórnvöld vegna máls sem sé svo smávægilegt í hinu stærra samhengi að undrum sæti.
Kjarninn 3. desember 2020
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 28. þáttur: Hlaupið fyrir Búdda
Kjarninn 3. desember 2020
Þorsteinn Már Baldvinsson, annar forstjóra Samherja.
Samherji segir namibísku lögregluna ekki leita sinna manna
Í yfirlýsingu frá Samherja segir að namibísk yfirvöld hafi ekki reynt að hafa afskipti af núverandi né fyrrverandi starfsmönnum fyrirtækisins. Hvorki fyrrverandi stjórnendur félagsins í Namibíu né aðrir séu á flótta undan réttvísinni.
Kjarninn 3. desember 2020
Halldór Gunnarsson
Mismunun og ranglæti gagnvart lífeyrisþegum
Kjarninn 3. desember 2020
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
„Misnotkun á valdi og bolabrögð hafa verið einkenni Sjálfstæðisflokksins í langan tíma“
Þingmaður Pírata segir að koma þurfi í veg fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn fái að koma nálægt völdum en hann fjallaði um landsréttarmálið á þingi í morgun. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir að horfa verði á málið í ákveðnu samhengi.
Kjarninn 3. desember 2020
Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands.
Öryrkjabandalagið fagnar hugmynd Brynjars um rannsókn á bótasvikum
Þingmaður Sjálfstæðisflokks vill láta rannsaka hvor öryrkjar og bótaþegar sigli undir fölsku flaggi. ÖBÍ fagnar þeirri hugmynd en segja rannsókn ekki nauðsynlega til að staðfesta ríkjandi fordóma og andúð gegn fötluðu fólki í samfélaginu.
Kjarninn 3. desember 2020
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Stjórnvöld vona að hjarðónæmi verði náð á fyrsta ársfjórðungi
Í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu segir að vonir standi til þess að markmiðum bólusetningar verði náð á fyrsta ársfjórðungi. Búið er að ná samkomulagi um bóluefni fyrir 200.000 manns, en ólíklegt er að það komi allt til landsins á sama tíma.
Kjarninn 3. desember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent